Alþýðublaðið - 13.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1920, Blaðsíða 2
s PóUand 09 Sovjeí-Rdssland. Eitt dagblaðanna hér í bæ hefir fundið hvöt hjá sér til þess, að troða skóinn ofan af verklýðs- stjórninni rússnesku í Póllandsmál- inu. Fer það mörgum óviturlegum og illgjörnum orðum um sviksemi bolsivíka og kennir þeim það, að friður er ekki ennþá kominn á í Austurvegi. Hér skal vikið nokkuð að hinu rétta í þessu máli. í marz 1919 lýsti verklýðsstjórn- in yfir því, að hún væri fús til að taka upp friðarsamninga við Pól- land með því skilyrði, að báðir aðiljar héldu burtu úr þrætulönd- unum. Þetta tilboð var ekki virt svars. En í stað þess réðust Pól- verjar á Lithá, að óvörum, í apríl- mánuði, og höfðu á orði að flytja landamæri sín til Dvinsk og Kiev. Þeir settust f Vilna, höfuðborg Lithá, og fóru með ofbeldi á hendur friðsamra borgara. Verklýðsstjórnin bauðst aftur til að semja frið og setti nú’ upp að Pólverjar létu nábúa sfna í friði. Jín því var engu gegnt. Næsta friðartilboð — enn frá jRússurn — kom 22. desember 1919. Þá sendi Tschitscherin, ut- anríkisráðherra Rússa, loftskeyti til Póllands og bauðst til að taka upp friðarsamninga og mættu Pól- verjar ákveða stað og stund sjálfir. Pólland ansaði ekki. Eftir mánaðar bið endurnýjaði Rússland friðartilboðið 2S. janúar. 1 þetta skifti undirritað af Lenin og Tschitscherin, í nafni fram- kvæmdaráðsins. Tilkynningin lagði áherzlu á það, að Rússland viður- kendi skilyrðislaust sjálfstæði Pól- lands, að það myndi engan samn- ing gera við önnur ríki, sem færi i bága við hagsmuni Póllands, og að rauðherinn myndi enga tilraun gera til þess að sækja á, meðan á samningum stæði. Viku síðar svaraði Pólland. Það þurfti að athuga tilboðið. En meira varð ekki úr svörum. í þess stað hóf Pólland árás á Ukraine. Enn var beðið í mánuð, og 5. marz 1920 endurtók Rússland friðartilboð sitt. Varsjárstjórnin þagði enn í þrjár vikur. Fyrst hinn 27. marz kom tilboð ALÞYÐUBLAÐIÐ frá Póllandi. Patek stakk upp á Borisoff sem fundarstað fyrir frið- arráðstefnu. En sá bær var í miðri herlfnu Pólverja og vopnahlé skyldi standa aðeins á því svæði I Rússar svöruðu samstundis með uppástungu um almant vopnahlé og friðarfund í eistlenzkum bæ. Patek hafnaði því. I Borisoff eða hvergi! 2. apríl reyndi Tschitscherin enn. Hann benti á Pétursborg, Moskva eða Varsjá, sem fundar- stað. En er það dugði ekki, stakk hann upp á hvaða bæ sem væri utan herlfnunnar. Jafnframt sneri hann sér til utanríkisráðherra Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Ameríku og bað þá að koma vit- inu fyrir Patek. Það var 9. apríl. En hvorki Pólland eða Bandamenn svöruðu. í heilt ár [höfðu Rússar reynt að koma á friðarsamningum. En Pólverjar kærðu sig ekkert um þá. Þá langaði í meiri lönd og reyndu að draga alt á ianginn, meðan þeir voru að búa sig undir nýja sókn. Tíu dögum eftir að seinustu boð Rússa voru send kom svarið frá Pólverjum — flugvél kastaði sprengikúlum yfir Kiev og drap með því fjölda manns. Með þessu níðingsverki hófst innrásin í Ukraine. Þetta er aðeins samandregið yfirlit yfir það, sem fór á milli Rússa og Pólverja síðastliðið ár, fram á vor, en það gefur þó hug- roynd um óhreinlyndi Pólverja og sáttfýsi Rússa. Hver er svo sannleikurinn um síðustu sáttaumleitanir milli Rússa og Pólverja? Þegar Pólverjar lutu í lægra haldi, báðu bandamenn um vopnahlé Póllandi til handa. Rússar voru enn sem fyrri fúsir til friðar. Og Pólverjar virtust einnig ásáttir með það að hætta illindunum. En þeir vildu ekki seroja bráðabirgðafrið. Vopnahlé er ómögulegt nema bráðabirgðafriður sé saminn, ann- ars fær hinn sigraði aðeins tæki- færi til þess að safna nýjum kröft- um og byrja svo að nýju. Pól- verjar vildu ekki viðurkenna ósig- ur sinn. Auk þess vonuðust þeir eftir hjálp frá bandamönnum, sem hvöttu þá til að semja „vopnahlé og frið\ Pólverjar tóku þessu ráði vel, og stungu upp á því við verklýðsstjórnina, að „illdeilurnar skyldu þegar hætta og friðar- samningar byrja“. Rússneska her- stjórnin fékk skipun um, að „byrja þegar í stað samningana um bráðabirgðatrið — að hætta or- ustum — við pólsku stjórnina, f þeim tilgangi að koma á vopna- hléi, og búa alt undir komandí frið“. En þegar pólsku sendimenn- irnir komu til herstöðva Rússa, höfðu þeir aðeins umboð til að ræða um vopnahlé, en ekki til að semja bráðabirgðafrið, og ekki höfðu þeir umboð frá pólsku stjórninni, heldur frá pólsku her- stjórninni. Auðvitað vildu Rússar ekki við þessa menn eiga, fyr en þeir hefðu umboð frá réttum að- ila um það, að semja bráðabirgða- frið. Sendimenn neituðu að útvega þessi skjöl og hurfu heim til Var- sjár. Síðar voru sendimenn sendir aftur frá Pólverjum til Minsk, er. þegar þangað kom báðu þeir um að fá frestað fyrsta fundinum, og komu síðan ekki á tilteknum tírna, heldur degi síðar, og alt fór f strand; því þá voru'JPóIverjar bún- ir að afla sér svo milols Iiðstyrks frá bandamönnum, aðallegatFrökk- um, að þeir gerðu sér enn vonir um sigur. Þessi er gangur málsins, eftir þeim gögnum sem fyrir hendi eru, og verður tæplega hægt að bera verklýðsstjórninni rússnesku það á brýn, að hún sé ófús til friðar, Ekki þarf annað en iíta óhlutdræg- um augum á það, hvernig henni hefir farist við Eystrasaltslöndin, sem öll voru sigruð, er friður var saminn. ; Um dagimt og yeginn. Kveikja ber á hjólreiða- og" bifreiðaijóskerum eigi síðar en ki, 7^/2 í kvöld. Bíóin. Gamla Bio sýnir: „Kven- tannlæknirinn", gamanleik. Mýjas Bio sýnir: „Amerískt bluff“, gam- anleik. Aðalleikari Douglas Fair- banks. Aukamynd: „A flugi yfir Washington". Botnskafan er nú á austurhöfn- inni að grafa fyrir undirstöðu bryggjunnar sem þar á að koma; er bráðlega búið að fylla þar svo

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.