Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 Utanríkisráðherrafundur NATO-ríkja um helgina: Yfirleitt mjög mikil eining — segir Olafur Jóhannesson „ÞI-nTA var óformlegur aukafundur og fyrir honum lá engin dagskrá. Kundinn sátu ráóherrar einir og ýmis mál voru rædd, en engar álykt- anir gcrðar,“ sagði Ólafur Jóhann esson utanríkisráöherra i samtali vió Mhl., en hann sat um helgina utan- ríkisráóherrafund NATO-ríkjanna, sem haldinn var í Quebec í Kanada. Ekkert þok- aðist hjá mjólk- urfræðingum KKKKKT þokaóizt í kjaradeilu mjólkurfræðinga og viðsemjenda þ<‘irra á fundi hjá sáttasemjara i gærdag, en nýr fundur hefur ver- ió hoóaóur nk. fimmtudag klukk- an 15.00. Samkvæmt upplýsingum Mbl. eru kröfur mjólkurfræð- inga í anda samnings þess er byggingaiðnaðarmenn gerðu á sínum tíma, en eins og kunnugt er, felldu mjólkurfræðingar ASÍ—VSÍ samkomulagið á fundi sínum í síðasta mánuði. Mjólkurfræðingar hafa boð- að verkfall frá og með næsta föstudegi hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Ólafur sagði að á fundinum hefði talsvert verið rætt um efna- hagsviðskipti og efnahagsmál og hefði tónninn í mönnum verið sá að gott væri að hafa samráð um viðskipti, en fara yrði eftir hags- munum viðkomandi lands, hvern- ig viðskiptum landa yrði best fyrir komið. Ekki sagði Ólafur að deilt hefði verið á fundinum um þessi atriði. Þá hefði verið rætt um hernaðarleg málefni, og einnig hvernig unnt væri að hafa sam- vinnu um að verjast hryðju- verkastarfsemi. Þá sagði Ölafur að rætt hefði verið um Madrid- ráðstefnuna og látin í ljós ósk um að niðurstaða næðist. Ólafur sagði að þessi fundur væri sá fyrsti sinnar tegundar, sá fyrsti með þessu óformlega formi, en tilefni fundarins sagði Ólafur þann orðróm sem á kreiki hefði verið um ósamkomulag á milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja. „Það voru auðvitað skiptar skoð- anir um ýmis atriði, en ágreining- ur var ekki mikill og yfirleitt var mjög mikil eining á fundinum," sagði Ólafur. Kvað hann umræður um gasleiðsluna umdeildu hafa farið fram, en enginn dómur um hana felldur. Frá stofnfundi Félags aldraðra á Akureyri. Félag aldraðra stofnað á Akureyri: Ljósm.: KGA Liðlega 500 manns sóttu stofnfundinn Akureyri, 4. október. STOFNFUNDIIR Félags aldraöra á Akureyri var haldinn sl. sunnudag klukkan 15.00 í Sjálfstæðishúsinu. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og biskup Islands, séra Pétur Sigurgeirsson, og frú mættu á fundinn og fluttu forseti og biskup ávörp. Biskupinn sagði, að þetta væri fyrsta félag sinnar tegundar á ís- landi. Hann minnti ennfremur á, að fyrsta ungmennafélagið og fyrsta stúkan voru stofnuð á Ak- ureyri. Gestur Ólafsson flutti Starfsmenn Reykjavíkurborgar samþykktu nýjan kjarasamning: Um 21% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni ATKVÆÐI voru greidd um nýgeró- an kjarasamning mílli Starfsmanna- félags Keykjavíkurborgar og borgar- innar í allsherjaratkvæöagreióslu í Starfsmannafélagi Keykjavíkurborg- ar um helgina. Að sögn Haraldar llannessonar, formanns félagsins, var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru 2.360 félagar. Aðeins 501 greiddi atkvæði, eða liðlega 21% félagsmanna. Af þeim sögðu 377, já eða 75%, en 121 nei, eða 24%. Samningurinn telst því réttilega samþykktur. Haraldur Hannesson sagði að í grófum dráttum mætti segja, að um svipaðan samning væri að ræða og hjá BSRB og ríkinu. „Við erum þó með rýmri aldurshækk- anir og fáum betri viðurkenningu til handa eldri félögum. Það sem við teljum þó mikilvægast við þennan samning er það, að okkur hefur tekizt að þurrka út laun fyrir neðan 6. launaflokk, sem í raun þýðir, að lágmarkslaun okkar félaga eru ekki undir 8 þús- und krónum, sem var einmitt meginkrafa BSRB-þingsins í vor,“ sagði Haraldur ennfremur. „Annars vil ég taka fram, að við erum að sjálfsögðu mjög óánægðir með að vera með eins skertan samningsrétt, eins og raun ber vitni, vegna þeirra forgöngu, sem ASI hafði í sumar. Við kunnum þeim ASI-mönnum engar þakkir fyrir þeirra hlut að málinu. Við reyndum því einfaldlega að ná samningum innan hinna fyrir- fram ákveðnu marka, á þann hátt sem félagsmenn okkar gætu bezt við unað,“ sagði Haraldur Hannesson, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar að síðustu. framsöguræðu og undirbúnings- nefnd lagði fram drög að lögum og tillögu að fyrstu stjórn þess, sem hvoru tveggja var samþykkt á fundinum. I stjórn voru kjörin Jón G. Sól- nes, formaður, Ragnar Ólafsson, Stefán Reykjalín, Júdit Jón- björnsdóttir og Erlingur Davíðs- son. Heillaóskir bárust á fundinn frá Svavari Gestssyni, heilbrigðis- ráðherra, og Ingvari Gíslasyni, menntamálaráðherra. Forseti bæjarstjórnar, Valgerður Bjarna- dóttir, flutti ávarp, og færði félag- inu 20.000 króna gjöf frá Akur- eyri. Mikil ánægja var ríkjandi með fundinn, sem liðlega 500 manns sóttu. Altalað var á fundin- um, að hann væri fjölmennasti stofnfundur, sem haldinn hefur verið á Islandi. Jón G.Sólnes, formaður félags- ins, flutti ræðu, og að lokum fóru fram ýmis skemmtiatriði og fund- argestir fengu kaffi og konfekt. — Fréttaritari Björgvin á Broadway BJÖKGVIN Halldórsson og hljómsveit hans, sem nýkomin eru úr mikilli hljómleikaför um Sovétrikin, munu halda hljóm- leika í veitingahúsinu Broadway nk. fimmtudags- og fostudags- kvöld i tilefni fararinnar. Hljómsveitin hélt eins og kunnugt er 27 tónleika á liðlega mánuöi við mjög góðar undirtektir sov- ézkra áheyrenda. Mörg innbrot — miklar skemmdir TALSVERT var um innbrot um helg- ina og var tveimur bifreiðum stolið. Brotist var inn í Lúkasverkstæðið, Síðumúla 8, og þaðan var Willys- jeppa, árgerð 1955, stolið. Jeppinn Átök um hafréttarmál á þingi Evrópuráðsins Tillaga Þorvalds Garðars Kristjánssonar náði fram ALLSNÖRP átök urðu á þingi Evrópuráðsins síðastliðinn fostu- dag, þegar afstaða var tekin til breytingartillögu Þorvalds Garðars Kristjánssonar alþingismanns við ályktun laganefndar ráðsins um hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Lauk átökunum með því að tillaga Þorvalds Garðars náði fram að ganga en þeir urðu undir sem vildu gera sem minnst úr gildi haf- réttarsáttmálans. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, sem enn er á þingi Evrópu- ráðsins í Strasbourg, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði tekið þátt í störfum undirnefndar laganefndar ráðs- ins um þetta mál fyrr í sumar og þar átt við ofurefli að etja, þegar hann vildi láta það koma fram í ályktun nefndarinnar um haf- réttarsáttmálann að það væri mikils virði að sem flestar þjóðir gerðust aðilar að honum, svo að hann tæki gildi. Sagðist Þor- valdur Garðar hafa lýst þeirri skoðun sinni í undirnefndinni að afstaða manna þar mótaðist af þröngsýni. Hefði hann síðan enn tekið málið upp í laganefndinni sjálfri en þar hefði viðhorf sitt aftur orðið undir. Því hafi ekki verið annar kostur en flytja breytingartillögu á þinginu sjálfu og hefði hún verið til um- ræðu og afgreiðslu á föstudag- inn. Breytingartillaga Þorvalds Garðars Kristjánssonar var efr.- islega á þá leið, að þing Evrópu- ráðsins lýsti yfir þeirri von, að sem flestar þjóðir gerðust aðilar að hafréttarsáttmálanum sem samþykktur var með miklum meirihluta á 3ju hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, en aðild sem flestra þjóða væri for- senda þess, að sáttmálinn þjón- aði tilgangi sínum um heim all- an. Var þessi breytingartillaga við ályktun laganefndarinnar samþykkt og sagðist Þorvaldur Garðar líta á þá niðurstöðu sem mikinn sigur fyrir „okkar mál- stað“ eins og hann orðaði það. En hann fékk sem flutnings- menn með sér formenn fjöl- margra sendinefnda á þinginu. Þegar þing Evrópuráðsins af- greiðir mál eru atkvæðatölur ekki birtar. Við lokaafgreiðslu hafréttar- sáttmálans á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna greiddi eitt aðild- arríki Evrópuráðsins, Tyrkland, atkvæði gegn sáttmálanum en sjö Evrópuráðsríki sátu hjá og telja sáttmálann óhagstæðan fyrir sig. Sagði Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson að í þessu ljósi yrði að skoða andstöðu við sjón- armið sín í laganefndinni. Hann sagði að í Evrópuráðinu færi landbúnaðarnefndin með sjávar- útvegsmál og hefði Kjartan Jó- hannsson alþingismaður haft framsögu fyrir áliti þeirrar nefndar án þess að þar hefði ver- ið tekin afstaða til tillögunnar. ber einkennisstafina R-56054. Þá var sendibifreið stolið frá heildversl- un Ásgeirs Sigurðssonar í Síðumúla 35. Bifreiðin fannst í Suðurhólum á laugardag. Miklar skemmdir voru unnar í heildversluninni Asiaco á Vestur- götu 2. Sextán hurðir voru brotnar og margar skrifstofuvélar eyði- lagðar og er tjónið tilfinnanlegt. Áður var farið inn á verslun Ála- foss, sem er á 1. hæð og þar rótað til. Á laugardag barst RLR tilkynn- ing um innbrot í Kokkhúsið í Lækjargötu. Þar voru sprengdar upp þrjár hurðir að matvæla- geymslum en engu stolið. Þá var farið inn í verslunina Skalla í Lækjargötu en ekkert hvarf það- an. Brotist var inn í Alaska við Miklatorg. Á sunnudag barst RLR tilkynn- ing um innbrot í skóvinnustofu Hafþórs í Garðastræti en þaðan var stolið smámynt. Einnig var brotist inn í Sögufélagið í Garða- stræti og bækur teknar. Þá barst RLR tilkynning um innbrot í Fálkann við Suðurlandsbraut. Hurð brotin upp en litlu stolið. Tjón í þessum innbrotum nemur tugþúsundum, en ljóst er að þjóf- arnir höfðu lítið upp úr krafsinu. O' INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.