Alþýðublaðið - 31.07.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.07.1931, Blaðsíða 2
alpsðublaðið T E Aldióðesamband lækna. Auðvaldskreppan er að kyrkja keilbrigði fólks. Örbirgðin nálg. ast ástandið ástriðsárunum. Fáir menn ver'ði eins ápreif- anlega varir við breytingar á af- koimu fólks eins og Læknarnir Þeir koma á heimilin og fá tækifæri til að skygnast lengra inn í kjör alls almennings en nokkur önnur stétt. — Þetta m. a. hefir orðið pesis valdandi, að mikill fjöldi læknia um öil lönd hefir aðhylst jafnaðarstefnuna og gerst talismenn hennar. Þeir finna hvar skórinn kreppir að, sjá að það getur ekki verið alt með feldu í því þjóðfélagi, þar sem konur og börn tærast upp söikuim skorts og fátæktar og atvinnu- ieysi sviftir menn ráðum tii lækninga og bjarga í slíkum tií- fellum. í Þýzkalandi héít landssamband lækna, sem eru jafnaðarmenn, fund um hvítasunnuna í vor. Þar var rætt um atvinniuléysið, skort- inn, fátækrahverfin og útbreiðslu sjúkdómannia meðal fátækling- lanna. í þessu félagi eru um 1000 læknar. í sambiandi við þetta þing hélt alþjóðasamband socialistiskra lækna þing. Mættu þar fulltrúar frá 11 þjóðum. Eftir miklar uim- ræður var samþykt ályktun þess efnis, að alþjóðasambandið mót- mælti harðlega því, að auðvaldið velti plágum heimiskreppunnar, sem eingöngu stafar af skipulags- leysi auövaldísþjóðfélagsins, yfir á alþýðuna. Því var enn fremur harðlega mótmælt, að dregið yrði á nokkurn hátt úr atvinnu- leysis- og sjúkraitryggingum o. s. frv. Samþykt var að hið ný- stofnaða alþjóðafélag socialist- iskra lækna skyldi hefja útgáfu biaðs, sem nú kemur út mán- aðarlega og heitir: „Der sozialist- ische Artz“. 1 stefnuskrá alþjóöa- félagsins stendur m, a..: „Efling framleiðslukrafta landbúnaðarins og fullkomnun vélamemningar iðnaðarins hiefir — í sitaðinn fyrír að auka velmegun meðal mann- kynsins, skapað óheilbrig'ði og eymd me'ðal þess, sem jafnvel minnir á ógnir ófriðar- og geng- islrruna-áranna." — Enn fremiur er bent á útbreiðslu berlda, blóð- leysis og næTÍngarskorts-sjúk- dóma meðal barna atvinnulausra manna og sljóleika og glæpi at- vinnula’usra ungmenna. Gegn þessu viil alþjóðafélagið berjast Og það krefst því, að sjúkra- tryggingar séu auknar gífurlega, vinnutími sé styttur, svo fleiri' komist að vinnu og skólaaldur sé til 16. árs. En fullkomna bót kveða læknarnir ækki fást á þessu fyr en búið sé að skapa þjóðfélag jafnaðarstefhunnar. Strandgæzlan. Að morgni hins 21. júlí voru um 30 norsk og finsk skip (þar á me'ðal annað finska stórskip- ið) innan við landhelgistakmörk- in norðan við Reykjarfjörð (út af Gjögri). Daginn eftir lágu yfir 50 dönsk, norsk og finsk skip á Kálfshamiarisvík og Skagaströnd.. SkildiiigasiesssaaáSIð. Sa'miei ningarf rumvarp Skild- inganess vi'ð Reykjavík var sam- þykt í gær við 2. umræöu í neðri deild alþingis með 14 at- kv. gegn 8 og afgreitt til 3. um- ræðu. Jón Auðun gerði tilraun til að fá málinu vísað út úr þessu þingi mjeð dagskrártillögu, en til- laga hans fékk að eins 9 atkvæði. — Frestur þar til endanleg fjár- skifti milii Reykjavíkur og Sel- ‘tjarnarness skuli hafa farið fram var að tillögu allsherjarnefndar deildarinnar Isettur til annara áramóta. Fvrírspnrn til atvimmmála- ráðherra. Hver er ástæöan, að verka- fólk og sjóimenn hafa ekki fengið gefins bókina „Skýrslur um framikv. ríkiissjóðs 1927—1930“, siem nefnd hefir verið „Verkin tal.a“? Lítur atvjm.r. þannig á sjómenn og verkafólk, að það (fólkið) sé ekki þess vert að lesa hana. Bændur, kaupm., kaupfél.- stj., embættismenn og fleiri með titla hafa fengið bókina. Sjómenn kunna líkia að lesa og þeir hafa líkað borgað bókina o.g engu síð- ur. Það er blátt áfram andstygð, að sjálft ráðuneytið skuli gera sig sekt í slíku mati á lands- lýbnum; siumar stéttirnar mega ekki fræðast um framkv. ríkis- sjóðs. Bókin er gefin út fyrir almannafé og á að siendast ,á hvert heimili eða þá ekkert. Ég sfcora á xíkisstjórnina a'ð senda nú þegar bóikina til sjómanna og verkafólksins og vona að atv.- m,.r. svari fyrirspurninni. Sjónuiður. Útsvarshagabreytmgin um gjald- sitofn, sem flutt er frv. um á alþingi, sbr. blaðið í gær, er sú, a'ð leggja megi útsvar á fasiteign eða miannvirki, sem utanbæjar- eða utansveitar-maður á, til þess bæjar- eða sveitar-félags, sem fasteignin er í, endia hafi eigand- inn tekjur af henni. Elding driap nýlega 8 manns í bænum Königsberig í Ausitur- Prússlandi. Kolaskip kom í imorgun til Hallgr. Ben. & Go. Kolasalan fær farminn. Þetta mun vera eina skipi'ð, sem unnið er við thér viö höfnina í dag. Vaiiar sigrar. Fredericia, 30. júlí FB. Kotmíum í gær :ti 1 Kolding. Fórum til Skamlingsbanken og sáum gömlu landiamærin og minnisimierkm. Keptum í gærkveldi vi'ð úrvala- lið úr Esbjerg, Fredericia log Kolding. Unnum með fimm gegn tvieimur. Erum á lei'ð til Silke- borg. Keppum þar síðasta kapp- leikinn. Einnig við úrvaJalíð. Kveðjur. Valur. Jakob keraisr upp nm sig. Jak. Möller bankaeftirlitsmaður talaði langt imál í efri deild á fösitud. um trúnað kommúnista við hugsjónir jafnaðarstefntmnar. Þótti Jak. þiað auðbeyrilega mj öig fagurt athæfi, Jakob er eins og kunniugt er uppreiisniarsamur mjög. Þenna uppreisnarhiug sinn bældi hann þó .ni'ður eftir föngum hviersid.agslega, því maðurinn er enginn angurgapi. Til márks um þa'ð, hvílíkt afburðavald hann hefir á tilfinningum sínum í þessu efni, má geta þess, að honum hefir nú loksins tekist að siefa hjá vini sínum, Jónási, allian ótta við sinn bráðláta upp- reistaranda. Er þar me'ð' þungu fargi létt af istjórnarflokknum, enda var talið, að stjórnin myndi nú vera komin á laggirnar. En eins og eðlilegt viar, hafði þessi ógætni Jakobis þau áhrif, að ekki taldist fært að mynda stjórnina fyrir helgina. Er það mjög gæti- legt, að láta uppreisnaræðið og kiommúnistavináttuna renna af * Jakobi, á'ður en út í það væri lagt En fávislegt væri það, að bregða mönnum urn hugleysi, þó að þeir kihoki sér við að ganga út í ráðherradóminn meðan Ja- kob er í slíkum ham. Vonandi verður ekki þessi ógætni Jakobs til þesis aÖ sieinka myndun stjórn- arinnar, sem nú er orðið hið mesta nauðsynjamál. Er það meðal annars fyrir þá sök, 'að saimbúð kvað nú vera orðin svo ill á Framsóknarheimilinu, að til vandræða horfir. Rifrildið er tvenns konar: fyrst milli hinna rnörgu ráðherræfna, en í annan stað úrræðaleysi og vandræði rneðal hinna, ,sem vita ekki fyrir hverjum á að smjiaðra. En þetta vandræðaástand stendur uekki lengi. Á laugardaginn var hirtir Jónas Jakob með. föðurlegri um- vöndun, enda er nú ekki seininja vænna að fara að tryggja sér stuðningsmienn við hallærisfjár- lögin, eftir því sem húskarlar Framsóknar heltast úr lestinni. . J. Nœturlœknir er í nótt Sveiinn GunnarSiSion, Óðinsgötu 1, simi 2263. Færeyjaping sett Khöfn, 30. júlí. (Frá fréttaritara FB.) Lögþing Færeyja var sett í gær. Mitens var kosinn forseti með ellefu atkvæðum, Poulsen saimbandsmaður hlaut átta. Dan- nebrog blakti á þinghúsinu, en Færeyjafáni á istöng úti fyrir. Hafa sambandsmenn móitmælt því. — Flaggfélag gekk í skrúð- göngu á Thinganes í sambandi við Ólafsvökuna. • Motksiis Mffi'elða* Á síðasta alþingi var Héðinn Va!dimarsison aðalfiutningsmaðiur að frumvarpi um þá viðbót við lög um motkun bifrieiða, að sér- hverjum bifreiðareiganda skuli skylt að tryggja í Slysatryggingu ríkisins hverri þann, er ekur bií- reið hans, ■ fyrir bótum vegna. slysa, er hann kann a'ð verða. fyrir við aksturinn, án tilMitis til þess, hvort það er eigandi bif- reiðarinniar sjálfur eða annar, sem stjórnar henni. Er þa'ð al- menn ósk bifreiðarstjóra, að all- ir, sem bifreiðum aka, sikuli slysatryg'ðir, og samkvæmt því var frumvarpið flutt. Þá var það samþykt við 2. umr. í neðri deild ásamt ýmsium öðrum breytingum á bifreiðalögunum, sem allsherjar- nefndin har fram ti,l viðbótar, og var þar að miestu fylgt tillög- um eftirlitsmannia bifreiða og vegamálastjóra. Lengra komst frumvarpið ekki þá sökurn þing- rofsins. Nú flytur Hé'ðinn frumvarpið að nýju og tekur upp í þiað viðbæturnar frá síðasta þingi. Lágmarkstryggingin fyrir slysa- bótum fyrir stórar bifreiðar er alt of lág, svo að hæglega getur komið fyrir, að upphæðin hrökkvi ekki fyrir lögákveðnum bótum. Fyrir því er tryggingar- upphæðin tvöfölduð fyrir þær bifreiðar, er flytja fleiri en 6 far- þega, og það ákvæði felt burtu að lækka miegi tryggingarupp- hæðina ef sami maður á fleiri bifreiðar en elna. Breidd bifreiða megi vera 186, cm., svo sem nú hefir verið veitt leyfi til með undanþágum, — í stað 175 cm. breiddarhámarks. — Hámark ökuhraða, sem lög- lieyfður sé, er hækkað í 25 km. á klukkiustund innanbæjar, úr 18, í 50 km. á vegum úti, úr 40, oig í 30 km, á vegum úti í dimmu, úr 15, en bæjarstjórn eða hrepps- nefnd megi með samþykki ráð- herra setja lægra hámark innan bæjar eða kauptúns og sama geti ráðherra gert á ákveðnum veg- um og hvarvetna úm þungar vörubifreiðar og þær fólksbifreið- ar, scm flytja 8 farþega eða fleiri. — Þá er og aldurslágmlark til bifreiðarstjórnar lækkað í 18 ára, en mú er það tvítugsaldiur, mema unclanþága sé veitt fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.