Morgunblaðið - 05.10.1982, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
25
Karl Heinz Rummenigge:
„Tel Ásgeir mjög góðan
en hann þarf bara að
vera á sínum rétta stað
Er ég bað knattspyrnusnillinginn Karl-Heinz
Rummenigge fyrst um viðtal, gott ef það var ekki í
apríl, var hann allt annað en almennilegur. Hann
mátti reyndar varla vera að því að svara mér og
ekki minnist ég þess að maöurinn hafi látið svo
lítið að líta á mig er ég bar upp eríndi mitt. Rumm-
enigge hefur þó aldrei verið líst sem óvingjarnleg-
um hrokagikkí. Enda er hann það ekki. Eg varð
hins vegar vinsamlegast að gera mér grein fyrir því
að heimsmeistarakeppni var í nánd og Rummen-
igge var svo aö segja fullbókaður fram að þessari
miklu uppskeruhátíð knattspyrnumanna. Hann
þurfti æ oftar aö koma fram, bæði í sjónvarpi og
útvarpi, sitja fyrir með varnig í höndunum, koma
fram við ýmis tilefni og jafnvel syngja inná plötu.
Allt tilheyrir þetta því að vera á toppnum í hinum
undarlega heimí atvinnuknattspyrnunnar. Og svo
kemur einhver vandræðagemlingur norðan af ís-
landi og skílur ekkert í því af hverju stórstjarnan
slær ekki strax til.
Sennilega til að styggja ekki þennan íslenska
blaðamann, sem Rummenigge hélt reyndar að væri
kominn sérstaklega yfir hafið á sinn fund, sagði
hann mér að koma aftur næsta dag. Og ég kom
næsta dag og einnig þarnæsta. Kappinn þurfti ekki
einu sinni að afsaka sig. Hann var ætíð umkringdur
alls kyns fólki með hinar afbrigðilegustu (undar-
legustu) þarfir. Ég reyndi þá mánuöi seinna en allt
fór á sömu lund. Að vísu gaf hann sér þá tíma til að
biðja mig að gefa sér frí þar til heimsmeistara-
keppninni væri lokiö. Ekkert sjálfsagðara. Reyndar
gerði ég mér grein fyrir því að viðtal eftir keppni
yröi allt öðru vísi en viðtal fyrir keppni. En eínnig
svona er lífiö.
Jæja, eftirfarandi viðtal fór fram eftir æfingu hjá
Bayern Múnchen, fimmtudaginn 10. september.
Við komum okkur vel fyrir í skrifstofu Uli Hoeness
framkvæmdastjóra þessa fræga félags og Pálmi,
sem vill síst af öllu vera bendlaður við sport, sá um
að smella af.
Rummenigge dró andann léttar. Hann hafði á
leiðinni frá búningsklefanum lent í klónum á u.þ.b.
fimmtíu ungmennum sem öll vanhagaði um rit-
handarsýnishorn þessarar miklu fyrirmyndar
þýskrar æsku. Og allir fengu sitt. Hann skaut því að
mér að þetta væri daglegt brauð, hann gæti reynd-
ar hvergi látið sjá síg og fengi yfirleitt aldrei frið
utan veggja heimilisins. En hann sagöi mér þó
einnig að hann veigraðí sér yfirleitt ekki við að
verða við óskum aðdáenda sinna, svo framarlega
sem þær væru innan skynsamlegra marka. Við vor-
um sammála að það væri með íþróttahetjur eins og
t.d. poppara, þær hefðu ákveðnum skyldum að
gegna gagnvart aðdáendum sínum.
Greinilegt var að Rummenigge var mjög vanur
blaðamönnum, því hann átti ekki í neinum erfið-
leikum með að vera afslappaður og vingjarnlegur.
Hann var mjög sjálfsöruggur og auðheyrt var að
nokkrar spurningarnar voru honum lítið undrunar-
efni, því stundum var eins og hann hefði lært svör-
in utan aö.
• Karl-Heinz Rummeniggo.
Fæddur 25. september 1955 í
Líppstadt. 1,82 á hæö, 74 kg.
Frá 1974 Bayern MUnchen.
Þýskalandsmeistari með Bay-
ern MUnchen ’80 og ’81.
Þýskur bikarmeistari 1982.
Evrópumeistarar meistaralióa
1975 og 1976.
Evrópumeistarar bikarhafa.
Heimsmeistarar félagslióa ’76.
Þýska landsliðið veróur Evrópu-
meistari landsliða 1980, Rumm-
enigge helsta stjarna líðsins.
Knattspyrnumaður Þýskalands
1980.
Knattspyrnumaöur Evrópu 1980
og 1981.
Síöan 1980 fyrirliði þýska lands-
líðsins (hefur aldrei verið fyrir-
liði Bayern eins og svo margir
virðast álíta. Þeirri stööu gegnir
Paul Breitner).
Rummenigge er lærður banka-
starfsmaöur. Hann er kvæntur
og á tvo syni.
— Er óg kom til Múnchen 1974,
þá tvítugur unglingur, var ekki
laust viö að ég kviöi því nokkuö aö
fara aö leika meö öllum þessum
stóru stjörnum er þá voru hjá Bay-
ern. Þaö nægir aö nefna nöfn eins
og Beckenbauer, Muller, Mayer og
Hoeness. Fyrstu dagana var óg
hálfgeröur vikapiltur og var gjarn-
an uppnefndur Rauöhaus eöa
Rauöskalli, þótt hvorugt þessara
nafna geti talist réttnefni. En þaö
var óneitanlega ánægjuleg tilfinn-
ing aö hefja atvinnumannsferil sinn
í hópi þeirra færustu. Og ég dáöi
alla þessa menn og þeir reyndust
mér allir vel.
— Hvernig verður þá óharðn-
aður unglingurinn að stórstjörnu?
Er hægt aö segja aö einhver einn
aðili hafi skapað Karl-Heinz
Rummenigge?
—i Jaa, ég er nú vanur aö halda
því fram, að foreldrar mínir hafi
skapaö mig, en mér er það engin
launung aö Dettmar Cramer, sem
þjálfaöi Bæjaraliöiö á þessum
tíma, á mikinn þátt í frama mínum.
Hann haföi alltaf sérstaka trú á
mér og hvatti mig óspart. Stuön-
ingur Cramers náöi langt út fyrir
starf hans því viö boröuöum oft
saman og urðum allnánir vinir. En
ég var ekki sá eini sem hann
studdi viö bakið á. Hann reyndist
t.d. Udo Horsmann einnig góöur
vinur. Þótt Cramer hafi hjálpaö
mér og öörum náði hann ekki um-
talsverðum árangri með liöið og
1977 var honum sagt upp.
Ég vil þó taka þaö fram aö þaö
er í raun hæpiö aö þakka einum
eöa öörum frama sinn, því maöur
hlýtur alltaf aö byrja á sjálfum sér.
Ég var ákveöinn í því aö ná langt
og keppti markvisst aö því.
— Svo ert þú fyrst valinn í
landslíð Þýskalands 1976?
— Já, þaö var gegn Wales. Ég
var í góöu formi í þeim leik og fókk
mjög góða dóma fyrir frammistööu
mína. Síöan hefur mig sjaldan
vantaö í landsliöshópinn og hef nú
leikiö u.þ.b. 60 landsieiki.
— Og til íslands komstu svo
með þýska landsliðinu.
— Já, viö vorum í fjóra daga á
Islandi og dvölin var sérlega
ánægjuleg. Eina sem skyggöi á var
aö ég gat ekki leikiö vegna slæmra
meiösla á vinstra fæti. Ég var sett-
ur í heilsubaö á hverjum degi og ég
er þeirrar skoöunar aö þessi böö
hafi flýtt bata mínum mjög mikiö.
Viö ferðuöumst talsvert og
sáum ýmislegt sem ég gleymi
aldrei. Viö fórum aö Geysi og ein-
hver fékk hann á endanum til aö
gjósa eftir aö hafa dælt í hann
sápu. Sérstaklega höföu þó þessar
björtu sumarnætur mikil áhrif á
mig, en ég er örugglega ekki sá
fyrsti sem hef orö á því.
— Hvaö veistu hins vegar um
íslenska knattspyrnu?
— Ég þekki auövitaö Atla Eð-
valdsson og Ásgeir Sigurvinsson
sem ég býst viö aö só þekktasti
knattspyrnumaöur ykkar. Er svo
ekki bróöir Atla í Hannover?
— Nú, er hann farinn þaöan. En
ég kannast alla vega viö hann.
Ég verö aö viöurkenna aö áöur
fvrr hætti mönnum viö aö vanmeta
• Mikill fjöldi fólks fylgist jafnan með æfingum hjé Bayern MOnchen-liðinu. Og hér beinast allra augu að Rummenigge þar
sem hann er é fullri ferð meö knöttinn og einbeitnin skín út úr andlitinu. Ljósm. Mbl. Pálmi.
þjóöir eins og ísland, en á því hefur
orðið breyting. Ég tel mig vita aö
miklar framfarir hafi oröiö á Islandi
undanfarin ár og þaö hefur örugg-
lega sitt aö segja aö íslenskir
leikmenn spila nú meö þekktum
evrópskum liöum. Ég yröi ekki
hissa þótt islendingar næöu aö
vinna sér þátttökurétt í lokakeppni
heimsmeistarakeppninnar.
— En hvað viltu segja um Ás-
geir Sigurvinsson?
— Hm, óg beið eftir þessu.
Jæja, það má segja að Ásgeir hafi
lent hjá skökku félagi er hann kom
til Bayern. En það er auövitaö ekki
hans sök. Ég verö aö viöurkenna
aö hann var einstaklega óheppinn.
Hann var meiddur í upphafi keppn-
istímabilsins og gat ekki verið
meö. Á þessum tíma gekk okkur
einstaklega vel, unnum 6 góöa
sigra í röð og liöiö virtist smella
saman. Ég vil þó ekki segja aö þaö
hafi veriö mistök aö kaupa Ásgeir.
Við áttum í erfiöleikum á vinstri
væng. Meiningin var aö næla sér í
sterkan mann í stööu Dúrnberg-
ers, sem aö vísu er mikilvægur fyrir
liöiö en skorar sjaldan. Ekki var
ætlunin aö Ásgeir tæki stööu
Breitners, þó aö þaö hefði eflaust
hentaö Ásgeiri best. Þú fyrirgefur
þótt ég geti þess, en óg tel Breitn-
er betri leikmann, ég held aö ég
særi engan meö þeirri skoöun
minni. Ég vil þó undirstrika þaö aö
ég tel Ásgeir mjög góöan, hann
þarf bara aö vera á sínum rétta
staö og þaö vitum viö báöir.
Annars held óg aö hann hafi
ekki komiö svo illa út úr þessu,
hvorki sem leikmaöur né launþegi,
en þaö er nú önnur saga.
Ég held aö allir geti veriö sáttir
viö sölu Ásgeirs til Stuttgarts. Hún
var þaö allra besta sem gat hent
hann úr því sem komiö var. Ég veit
ekki betur en hann eigi hvern stór-
ieikinn á fætur öörum, alla vega
leikur hann mörgum sinnum betur
en hann geröi allan síöasta vetur.
Eru ekki allir ánægöir? Þaö gleður
mig alla vega aö heyra aö honum
vegni vel.
— Heldurðu samt ekki að Pal
Csernai þjélfari hafi étt ainn þátt
í þessu öllu saman?
— Maöur hefur náttúrulega
heyrt og lesiö ýmislegt misfagurt
um Csernai. Helmingur þess er
oröum aukinn. Hann er auövitaö
ekki fullkominn fremur en aörir. Ég
get þó fullvissaö þig um aö maöur-
inn er fyrsta flokks þjálfari og ég
þekki ekki marga sem hafa meira
vit á knattspyrnu. En þaö má segja
aö hann sé sérsinna.
Nei, Asgeir kom fyrst og fremst
á vitlausum tíma, fyrir sig og liöiö.
— En víkjum þá aftur að Karl-
Heins Rummenigge. Hefuröu
þegar lifað hépunkt ferils þíns?
— Þaö má segja aö upp úr
1980 upplifi ég eins konar há-
punkt, bæöi sem einstaklingur og
hluti af liðsheild. Okkur Bæjurum
tókst svo til allt sem viö ætluöum
okkur. Viö uröum meistarar 1980
og 1981. 1980 var ég kjörinn
knattspyrnumaöur ársins, bæöi
hór heima fyrir og í Evrópu. Þetta
er svona nokkurn veginn allt sem
einn knattspyrnumann getur
dreymt um.
— Hvað viltu nú segja um
keppnina é Spéni í sumar?
Varöstu fyrir vonbrigöum?
— Þaö get ég vart sagt. Viö
uröum þó alténd í ööru sæti. En
þaö var auövitaö gremjulegt aö
vera meiddur allan tímann og leika
svo aö segja á hálfum hraöa.
Þú ert eflaust aö biöa eftir því
aö ég „kommenteri" á einn eöa tvo
ákveöna leiki. Jæja, eins og þú vilt.
Þaö er alveg klárt mál aö leikirnir
gegn Alsír og Austurríki voru
okkur ekki beint til framdráttar og
ég get sagt þér það að enginn
okkar gladdist eftir Austurríkisleik-
inn. Nei, okkur var auövitaö Ijóst
hvað gerst haföi og óg á enn erfitt
meö aö afsaka eitt eöa annað.
Þessi leikur var þó eins konar
taugastríö og mikil hræösla var hjá
báöum aðilum aö hinn kynni aö
gera allar vonir um glæstan árang-
ur aö engu. Þaö var þegjandi sam-
komulag alira aö halda gefnum
hlut. Andstæöingurinn var ánægö-
ur. En ég sver aö ekkert var fyrir-
fram ákveöiö.
Ég held aö FIFA eigi fyrst og
fremst sök á því hvernig fór með
því aö hafa ekki tvo síöustu leiki
riöilsins á sama tíma. Þaö má svo
kannski segja aö útsláttarkeppni
sé hentugra form á svona leikum.
— Og þé jafnvel með 16 liðum
eins og fyrr, í stað 24 eins og nú
tíðkast?
— Nei, þaö held ég ekki.
24-liöa fyrirkomulagiö er mun hag-
stæöara fyrir „litlu löndin". Maöur
sá hvaöa þýöingu þátttaka haföi
fyrir litlar þjóöir eins og Alsír og
Hondúras. Og ég get vel ímyndað
mér hvaö þátttaka gæti þýtt fyrir
land eins og island.
— Ertu virkilega énægður með
hlut Þjóðverja þrétt fyrir annaö
sætið? Mig langar mest til að
spyrja hvað í ósköpunum var aö.
— Þaö var ekkert aö, eöa svo
aö segja ekkert. Við lékum til úr-
slita og liösandinn var góöur.
— Þaö fer nú tvennum sögum
af því.
— Þaö er þá bara kjaftæði. Við
vorum allir sáttir hver viö annan og
enginn skandalíseraöi. Ekkert var
um næturævintýri og menn vöruöu
sig á víninu.
— Þú ert þé sem sagt fyllilega
séttur við allan gang méla é
Spéni?
— Nei, maöur er svo sem aldrei
sáttur viö allt. Veistu, mér þykir
fyrir því ef viö höfum valdiö ein-
hverjum vonbrigöum. Viö geröum
jú okkar mistök, sem aörir, en viö
reyndum aö bæta fyrir þau.
— Er Jupp Derwall rétti mað-
urinn fyrir þýska landsliöið?
Menn eru nú ekki é eitt séttir um
égæti hans.
— Hann er rétti maðurinn.
Hann geröi okkur aö Evrópumeist-
urum og undir hans stjórn hefur
okkur vegnaö vel, þótt sumum
hætti til aö gleyma því. Nei, hann
hefur staðið fyrir sínu.
— Hann gerði þó nokkur mis-
tök é Spéni.
— Mistök eru mannleg.
— O, seiseijá. En hvaö viltu
segja um allar þær vinsældir sem
þýska liðiö hefur tapað? Mé
kenna leiknum gegn Austurríki
um, eða hinu grófa broti Schu-
machers é Frakkanum Battiston í
undanúrslitaleiknum?
— Ég vil nú halda því fram aö
viö höfum nú ails ekki tapaö svo
miklu af vinsældum okkar eins og
margir vilja vera láta. Viö Bæjarar
vorum fyrir stuttu á Spáni og þar
virtust menn yfirleitt fremur vin-
veittir okkur, þrátt fyrir allt og allt.
Nei, ég hef ekki fundið fyrir kulda í
okkar garö, hvorki þar nó hér
heima fyrir.
— Hvað um besta liðiö é HM?
— Jaa, Brasilía lék fallegustu
knattspyrnuna en þaö má segja aö
glæsileiki þeirra hafi oröiö þeim aö
falli.
— Hm.
— Jú, sjáöu til, ég lít á ítaliu
sem veröskuldaöa heimsmeistara.
Þeir uxu meö hverjum leik og
framfarir þeirra á keppnistímanum
voru hreint ótrúlegar.
— Hvað viltu segja um úrslita-
leikinn?
— Ég vil taka það skýrt fram aö
eftir leikinn viö Frakka vorum viö
andlega sem líkamlega aö niöur-
lotum komnir og höföum ails ekki
nægan tíma til að jafna okkur.
Taugarnar voru í rusli eftir víta-
spyrnukeppnina.
Ég held aö viö getum verið sam-
mála um aö Frakkaleikurinn hafi
veriö einn af hápunktum keppn-
innar. Hann minnti mig á leik Þjóö-
verja og ítala i Mexíkó 1970.
Leiknum lauk meö sigri ítala, 4—3,
eftir stórkostlega dramatík.
— En víkjum nú að Bundeslig-
unni. Hvernig leggst nýja keppn-
istímabilið í þig?
— Viö höfum styrkt liö okkar,
keypt nokkra ágæta menn og ef-
laust munar þar mest um mark-
manninn Pfaff sem telst besti
markvörður Belga. Viö höfum ekki
lengur það sem kalla mætti ungt
liö, meöalaldur er 27 ár, en viö
höfum gott og jafnt liö. Viö höfum
byrjað ágætlega og ég verö illa
svikinn ef viö veröum ekki í ein-
hverju af þremur fyrstu sætunum
er upp er staoið. Helstu keppinaut-
ar okkar veröa, sem og i fyrra,
HSV og Köln, en ég á einnig von á
aö Stuttgart sé líklegt til afreka
þetta misserið.
— En hvað um framtíðina?
Verðuröu áfram hjá Bæjurum?
— Ég er samningsbundinn til
'85 og á ekki von á því aö rifta
þeim samningi. Þá verö ég 29 ára
gamall og kannski langar mig þá
aö reyna eitthvaö nýtt, þaö er
aldrei aö vita.
— Áttu þér fyrirmynd?
— Nei.
Og þar með ákváðum við aö
binda endi á samtal okkar.
Rummenigge var oröinn örlítið
óþolinmóður (hann reyndi þó að
leyna því) enda var langur vinnu-
dagur að baki og konan beiö. Við
Pálmi hneigðum okkur, þökkuö-
um kurteislega fyrir spjallið og
héldum heim á leið.
• Greinilegt var aö Rummenigge var mjðg~Vanur blaðamönnum. Hann var afslappaöur og vingjarnlegur
þegar viðtalið fór fram.
. Hb*"
• Þegar Rummenigge kom út úr búningsklefanum lenti hann í klónum é 50 ungmennum sem voru mætt til
þess að biðja hetjuna um eiginhandaráritun. Þetta er daglegt brauð hjé stjörnum í vestur-þýsku knatt-
spyrnunni.