Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
„Haraldarbók“ — ný
gerð Landnámabókar
„I.ANDID og l.andnáma“ nofnist ný
bnk eftir dr. Ilarald Matthíasson á
l.aut'arvatni, sem út knm hjá Bóka-
útgáfu Arnar og Örlygs í gær. Ilér er
um aó ra-Aa tveggja hinda ritverk, sam-
tals hátt í sjöunda hundraA hlaðsiður.
Kjöldamargar Ijósmyndir frá einstökum
landnámsjörðum prýða verkið, og í
hókunum eru þrettán stór kort er sýna
mörk allra landnámanna og íslands-
kort er sýnir ferðir höfundar um landið
við rannsóknir hans á landinu með til-
liti til frásagnar Landnámabókar. Ferð-
ir sinar fór llaraldur ásamt konu sinni
á árunum 1953 til 1980.
A hlaðamannafundi sem boðað var
til í tilefni útgáfunnar í gær, sagði
Orlygur Hálfdanarson útgefandi, að
eftir að hafa skoðað hið mikla verk,
hefði hinn kunni fræðimaður Stein-
dór Steindórsson frá Hlöðum sagt, að
hér hefði bæst við ný gerð Land-
námabókar, Haraldarbók, sem vafa-
laust myndi verða fræðimönnum og
almenningi kærkomin lesning.
Viðfangsefni hókarinnar l.andió og
Ijindnáma er staðfræði Landnámab-
ókar, samanburður á texta Land-
námu og landinu sjálfu. Verkið var
unnið þannig, að ferðast var um
hyggðir landsins, einnig óbyggðir að
svo miklu leyti sem þurfa þótti og
horið saman hók og land með hjálp
landabréfa. Skipuleg ferðalög í þess-
um tilgangi voru fjögur sumur.
1977—1980, en áður höfðu verið farn-
ar ferðir víðs vegar um landið árum
saman, að nokkru leyti með Land-
námahók í huga.
Árangur varð í fyrsta lagi sá, að nú
voru í fyrsta sinn sýnd á kortum, sem
fylgja bókinni, mörk landnáma, eftir
því sem næst varð komist við sam-
anburð texta og staðhátta og grein-
argerð látin fylgja, svo nákvæm sem
þurfa þótti og heimildir leyfðu. Einn-
ig voru athugaðir landnámsbæir og
örnefni, sem nefnd eru í Landnámu.
Árangur varð í fyrsta lagi sá, að nú
voru í fyrsta sinn sýnd á kortum, sem
fylgja bókinni, mörk landnáma, eftir
þvi sem næst varð komist við sam-
anburð texta og staðhátta og grein-
argerð látin fylgja, svo nákvæm sem
þurfa þótti og heimildir leyfðu. Einn-
ig voru athugaðir landnámsbæir og
örnefni, sem nefnd eru í Landnámu.
Rannsóknin sýndi það, sem raunar
var vitað áður, að staðþekking er
furðulega traust. Skekkjur eru
Dr. Haraldur Matthíasson á Laug-
arvatni, með ritverk sitt, Landið og
Landnáma, sem hann hefur unnið að
áratugum saman.
nokkrar, en þær eru ótrúlega fáar.
Þessi nána staðþekking um gervallar
hyggöir landsins og að nokkru einnig
óbyggðir er miklu meiri en svo, að
nokkur einn maður hafi getað aflað
hennar sjálfur. Þar hljóta að hafa
verið að verki heímildarmenn víðs
vegar um landið, sennilega fjölmarg-
ir. Hver hefur haft sitt svæði að lýsa
og komið í hendur aðalhöfundi, en
Landnámabók er samfelld heild, þótt
frásögn sé með ýmsum hætti. Aðal-
viðfangsefnið er ætíð hið sama: land-
námsmaður, landnám, en þar til
viðbótar mjög oft tilefni landnáms,
landamerki, bústaður og ættartölur.
Lýsingarsvæði heimildarmanna hafa
verið misstór. Má með allmiklum lík-
um greina tvö þeirra. Eru sjö land-
námsmenn á öðru, en þrír á hinu.
Þess er naumast að vænta, að allur
þessi staðháttafróðleikur hafi komist
víðs vegar af landinu munnlega frá
heimildarmönnum til aðalhöfundar
svo misfellulaus sem raun ber vitni.
Buiö i Ameriku
Einhleypar konur takiö eftir
Mates International er stærsta hjónabandsmiölun í Norður-Ameríku. Viö erum
meö yfir 75.000 karlmenn á skrá hjá okkur sem óska eftir að kynnast réttu
konunni — og þad gæti verid þú. Mennirnir munu skrifa upp á 90 daga
vegabréfsábyrgö til Bandaríkjanna eöa Kanada, borga flugfar og útvega ykkur
húsnæöi, en allt þaö sem þú þarft aö gera er aö senda okkur góða mynd af
þér, litmynd eða svart/hvíta mynd og skrifa stutt bréf þar sem þú segir frá
sjálfri þér aldri, þyngd, áhugamálum, menntun og starfsgrein og öllum þeim
upplýsingum sem þú vilt koma á framfæri. Öllum umsóknum frá einhleypum
konum á aldrinum 16—55 ára veröur veitt móttaka, veröa aö geta talað
einhverja ensku. (Fráskildar — börn OK), veröa aö hafa áhuga á aö giftast og
setjast aö í Bandaríkjunum eöa Kanada. Vinsamlega sendid mynd og per-
sónulegar upplýsingar: Við erum stærstir og beztir, vid veljum mennina af
kostgæfni og göngum úr skugga um aö þeir geri þetta af einlægni og áhuga
og langi til ad kvænast og geti útvegad tilvonandi konum sínum góð heimili.
Svariö eins fljótt og unnt er, við gefum næsta bækling út eftir 6 vikur og
veröum því aö fá mynd og upplýsingar strax ef þú vilt láta skrá þig.
Allt þetta er ókeypis fyrir þig. Svarið í dag og sendið mynd og upplýsingar á
neðangreint heimilisfang — við endurtökum — svarid í dag.
MATES INTERNATIONAL
Hudsons Bay Center
2 BloorSt. E.
Suite 2612
Toronto, Ontario,
Canada. M4W 1A6
Skóli fyrir frönsku
mælandi börn
FORELDRAFÉLAG frönskumæl-
andi barna var stofnað í Reykjavík
I. september sl. Stofnandi var 21.
Tilgangur félagsins er að viðhalda
franskri tungu meðal frönskumæl-
andi barna, sem búsett eru á ís-
landi.
Félagið mun reka skóla í vetur
fyrir börn á aldrinum 5—7 ára og
hefur frönsk stúlka verið ráðin til
kennslustarfa. Hún mun leggja
áherslu á að fá börnin til að tjá sig
á frönsku í leikbrúðugerð, föndri
o.fl. Einnig verður kennsla í lestri
og reikningi og mun kennarinn
styðjast við það sem er kallað „CP
— Cours Préparatoire" í frönskum
skólum.
Fræðsluyfirvöld Reykjavíkur og
Austurbæjarskóli hafa verið svo
vinsamleg að lána skólastofu fyrir
Suðurfjarðar-
vegur lagfærdur
VIÐGERÐ á Nuðurfjarðarvegi sl.
sunnudag, en vegurinn skemmdist í
vatnavöxtum cystra á laugardag.
Mestar voru skemmdirnar sunnan
megin Reyðarfjarðar, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Vegagerðinni í gær. í vatnavöxtun-
um skemmdust vegir viðar, en þó
NnAnrfiarðarvemnnn meat
Verd frá kr. 12.900,00
KANARlEYIAR'TENERIFE
EYJA HINS EILÍFA VORS — STÆRST OG FEGURST KANARÍEYJA
VIÐ BJÓÐUM KANARÍEYJAFERÐ, SÓLSKINSPARADÍS í SKAMMDEGINU MED NÝJU SNIÐI
FJÓRÐA VIKAN ÓKEYPIS Á ÞRIGGJA VIKNA VERÐI
Til þess aö létta undir í dýrtíöinni getum viö boöiö fjögurra vikna dvöl á sama veröi og þriggja vikna ferö, þannig aö vegna hagstæöra
sambanda og góöra viöskiptakjara fæst fjóröa sólskinsvikan ókeypis. Dvaliö í góöum íbúöum og fjögurra stjörnu hótelum í feröamanna-
blóma og sólbaösborginni, Puerto de Las Cruz eöa Placa de Las Americas Tenerife. Þarna er stórkostleg náttúrufegurö og sólskínsaö-
staöa. Fjölbreytt skemmtanalíf og spánskt þjóölíf. Pantiö snemma því plássiö er takmarkaö.
Aðrar ferðir okkar:
Landiö helga og Egyptaland 22. dagar
brottf. 12. okt. kr. 21.871,- Thailand,
Bangkok, Pattayströndin og Hong
Kong 19 dagar brottf. 9. nóv., og 21.
des., kr. 23.742.-
Mallorka 5 mánuöir í vetrarsól. Brottf.
26. okt., kr. 22.816.-. (Öll verö miöuö y
viö núverandi gengi).
Brottfarardagar:
2. nóv., 16. nóv., 30., nóv., 7. des., 28. des., 11. jan., 1. febr., 15. febr., 1. mars, 15.
mars og 29. mars. Hægt aö dvelja 1—2—3—4—5 eða 6 vikur.
uitéröir _
/lli u/ Ui æéfaijct
crTr^
Aöalstræti 9. (Miðbæjarmarkaði 2. hæð) Símar: 10661 og 15331.
þessa starfsemi, sem mun verða
eftir hádegi frá klukkan 1 til 5.
Þeir sem hafa áhuga á að koma
börnum sínum í skólann, styrkja
félagið eða gerast meðlimir, eru
beðnir að hafa samband við Dom-
inique Plédel (simi 19833 eða
16818) eða Regínu Harðardóttur
(sími 19833 eða 17245).
Djúpivogur:
Næg atvinna
hefur verið
í landi
Djúpavogi, 4. október.
NUMARIÐ var kalt fram um miðjan
júlí. Hcyskapur hófst í seinna lagi,
en spretta varð sæmiieg að lokum og
heyskapartíð nokkuð góð. Eru
bændur yfirleitt búnir að heyja
sæmilega og nýting heyja er ágæt.
Afli trillubáta hefur verið lítill í
sumar, virðist þorskur ekki hafa
gengið á grunnmið að ráði. Sunnu-
tindur hefur aflað vel og atvinna
verið næg í landi. Komu hér til
starfa 17 Kanadamenn, flest
stúlkur af íslenzku bergi brotnar
og reyndar sumar ættaðar héðan
úr Berufirði.
Sláturtíð er hafin. Þá vonumst
við til að hægt verði að salta ein-
hverja síld. Síldin verður söltuð að
þessu sinni í húsnæði Síldar-
bræðslunnar, enda eru önnur
verkefni ekki þar fyrir hendi.
Séra Trausti Pétursson og kona
hans, frú María Rögnvaldsdóttir,
fluttu héðan til Akureyrar um síð-
ustu mánaðamót. Þau hafa búið
hér á Djúpavogi í 33 ár. Voru þau
kvödd með sameiginlegri kaffi-
drykkkju í bókasafninu á Djúpa-
vogi sunnudaginn 26. september
sl. Kom þar um helmingur
þorpsbúa, börn og fullorðnir. Séra
Trausti messaði í öllum kirkjum
er hann hefur þjónað, áður en
hann fór. Auk þess, sem hann
hafði stutta minningarathöfn um
dr. Kristján Eldjárn, fyrrverandi
forseta íslands, í samkomusal
frystihússins daginn sem útför
hans var gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík. Voru margir viðstaddir
þá athöfn og vinna felld niður
meðan á henni stóð.
Fréttaritari.
Hefur tekið aö
sér viðhald á
Olivetti-vélum
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning undir-
rituð af Bergi Björnssyni fyrir hönd
Nkrifstofutækni hf., sem hefur hætt
rekstri, og Hans Árnasyni: „Hans
Árnason, Helgalandi 10, 270 Mos-
fellssveit, hefur tekið að sér viðhald
á Olivetti-vélum.“