Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 55 KRABBAMEIN Hér er verið að stilla tækin til geislunarmeðferðar gegn húðkrabba. Áhrifarík ný lyf ... betri tækni við sjúkdómsgreiningu ... skurðaðgerðir, sem valda minni líkamslýtum ... breytingar á mataræði og lifnaðarháttum. Einn helzti kunnáttumaður á sviði krabbameinslækninga segir frá meiri háttar framförum íbaráttunni við ógnvekjandi sjúkdóm biologicals og líkaminn sjálfur framleiðir. Okkur hefur tekizt að einangra allnokkur slík efnasam- bönd úr mergi og úr eitlafrumum, svo dæmi séu nefnd. Með því að beita erfðafræðilegum aðferðum getum við fjöldaframleitt þessi efni í hreinu ástandi. Nokkur næstu ár verða gerðar prófanir með þessi efnasambönd til þess að komast að raun um, hvort þau séu til þess hæf að nota þau í lækn- ismeðferð gegn krabbameini. Sp.: Á hvern hátt hafa skurðaðgerðir gegn krabbameini breytzt hin siðari árin? Sv.: Það má greina tvær andstæð- ar stefnur að því er varðar beit- ingu skurðaðgerða: Að gera skurð- aðgerðir, sem valda minni lík- amslýtum gegn vissum tegundum krabbameins, en framkvæma miklu róttækari skurðaðgerðir í öðrum tilvikum. Skýrslurnar sýna, að þegar brjóstkrabbi hefur fundizt á al- gjöru byrjunarstigi, dugir það fullt eins vel til bata að fjarlægja eingöngu hnúðinn með hinu ill- kynjaða æxli eins og það að fjar- lægja allt brjóstið, alveg sérstak- lega, þegar skurðaðgerðinni er svo fylgt eftir með geislunarmeðferð. Sumar konur þurfa því ekki leng- ur að gangast undir hina róttæku, lýtandi mastectomy-aðgerð, þar sem brjóstið og vöðvalagið undir brjóstinu er fjarlægt. Að því er varðar beinkrabba- mein er stefnan einnig sú að gera minni aðgerðir. Áður var algengt, að teknir væru heilu limirnir af slíkum sjúklingum. Nú á dögum ganga margir slíkir sjúklingar um á sínum eigin fótleggjum, því í staðinn fyrir að taka allan liminn, fjarlægja skurðlæknarnir núna aðeins hluta af beininu og setja síðan inn gervihluta í staðinn. Geislun er svo notuð til að dauð- hreinsa skurðstaðinn og lyfjum beitt til þess að vinna bug á farandfrumunum. Að því er varðar sjúklinga með aðrar tegundir krabbameins eru skurðlæknar farnir að verða miklu djarfari í aðgerðum sínum. Fyrir tíu árum var það ósköp lítið, sem læknar gátu gert til þess að hjálpa sjúklingum með bein- krabba, þar sem einnig voru tekin að myndast krabbameinsfleiður í lungum. Nú á dögum gera skurð- læknar allmargar aðgerðir á slík- um sjúklingum og fjarlægja allt upp undir 15 krabbameinsæxli úr lungunum. Fimm árum síðar eru sumir þessara sjúklinga enn al- gjörlega lausir við nokkur krabba- meinseinkenni, og verður það að teljast til meiri háttar framfara. Stööugt fleiri reykinga- menn sýkjast af krabba Sp .: Svo spurt sé blátt áfram; hvað er eiginlega krabbamein? Sv.: Af einhverjum ástæðum hafa krabbafrumur misst hæfileikann til þess að hafa taumhald á eigin vexti. Eðlilegar, heilbrigðar frum- ur vita, hvenær þær eiga að hætta að vaxa. Sé helmingurinn af lifr- inni í manni fjarlægður með skurðaðgerð, svo dæmi sé tekið, mun lifrin vaxa aftur upp í sína fyrri stærð og síðan hætta að vaxa. Eitthvað það gerist með krabba- meinsfrumur að þær missa hæfi- leikann til að bregðast við merkja- máli líkamans um að hætta að vaxa. Þær verða að óstýrilátum, óeðlilegum og afskræmdum frum- um, sem halda áfram að fjölga sér. í sjálfu sér eru krabbameinsfrum- ur í flestum tilvikum ekki eitrað- ar, en þær halda áfram að breið- ast út um líkamann þannig að þær bera smátt og smátt frumur ann- arra líffæra ofurliði. Það er þetta, sem drepur sjúklinginn. Sé krabbameinið til dæmis í lungun- um, fyllast lungun upp svo að maður getur ekki lengur andað. Sp.: Er nokkuð, sem bendir til þess að krabbameinssýking færist al- mennt í vöxt? Sv.: Mín skoðun er sú, að ekki hafi komið til neinnar almennrar aukningar í krabbameinssýking- um og enda þótt tölur um sjúkl- inga með nokkrar sérstakar teg- undir krabbameins hafi aukizt, þá hefur sjúkdómstilfellum með aðr- ar tegundir krabbameins fækkað. Það sem gerst hefur er, að fólks- fjöldinn hefur vaxið og krabba- meinsskýrslur okkar eru orðnar betri og áreiðanlegri. Við höfum núna undir höndum gott skýrslu- safn um tíðni krabbameins. Þar að auki hefur sjúkdómsgreiningu á krabbameini fleygt mjög fram, þannig að læknarnir finna núna oftar krabbamein. Að frátöldum þeim tegundum krabbameins, sem orsakast af reykingum, má segja að dregið hafi verulega úr tíðni krabbameinssýkinga. Sp.: Eru sumar tegundir krabba- meins ættgengar? Sv.: Já, brjóstkrabbi er gott dæmi um það. Hafi fundizt brjóstkrabbi hjá einni konu í fjölskyldunni eru þrisvar sinnum meiri líkur til að systir hennar fái brjóstkrabba heldur en hættan á þessu meini er annars við eðlilegar aðstæður. Hið sama gildir um krabbamein í legi. Ef tvær konur í sömu fjölskyld- unni hafa fengið krabbamein í leg, er afar mikil hætta á, að þriðja konan í sömu fjölskyldu fái leg- krabbamein. Önnur tegund krabbameins, sem virðist vera ættgeng, eru illkynjuð krabba- meinsæxli, sem myndast í fæð- ingarblettum og dökkum vörtum og teljast verður langalvarlegasta tegund húðkrabbameins. Helztu krabba- meinshvatarnir Sp.: Hvað er það helzt, sem veldur krabbameini? Sv.: Ég álít að um 80% af krabba- meinssýkingum eigi rætur sínar að rekja til umhverfis okkar. Það ætti því að vera gjörlegt að draga verulega úr tíðni krabbameinssýk- inga með því að gera breytingar á lifnaðarháttum okkar. Ég nota hér hugtakið umhverfi í víðtæk- ustu merkingu — það nær yfir mataræði okkar, sígarettureyk- ingar og snertingu við krabba- vekjandi kemísk efni. Að því er varðar surnar tegundir krabba- meins, sem konur geta fengið, nær þetta hugtak einnig yfir vissa þætti í lífsvenjum kvenna eins og t.d. aldur konu við þungun að fyrsta barni, svo og fjöldi barna, sem hún elur. Þýðingarmesti þátturinn er þó mataræðið, en til þess má senni- lega rekja um 35% allra krabba- meinstilfella. Álitið er, að um 30% allra krabbameinstilfella orsakist af reykingum, eitthvað á bilinu 5—10% tilfella megi rekja til kemískra efna, og um það bil 3% eigi rætur sínar að rekja til áfeng- isneyslu. Sp.: Hvaða áhrif hefur mataræðið á myndun krabbameins? Sv.: Vísindalegar athuganir, sem gerðar hafa verið, leiða í ljós, að það fólk, sem neytir mikils af dökkgrænu, blaðmiklu grænmeti og dökkgrænum ávöxtum eða ávöxtum yfirleitt sýkist miklu síð- ur af vissum tegundum krabba- meins, þar á meðal krabbameini í skeifugörn og af lungnakrabba. Okkur býður í grun, að þessar fæðutegundir búi yfir verndandi eiginleikum gegn krabbameini, af því að þær innihalda mikið magn af efninu beta carotín, en það er undirstöðuefnið, sem A-vítamín myndast af. SJÁ NÆSTU SÍÐU UFSREYNSLUSAGA aö berjast saman gegn þessu.“ Vinir okkar sögöu okkur frá krabbameinsmiöstöö einni i Houston en læknirinn þar vildi, aö ég kæmi tafarlaust á hans fund. Ég reyndi aö malda í móinn og sagöist þurfa aö ganga frá ýmsum mínum málum hórna í heimaborg minni, Kansas City. En hann svaraði þessu til: „Dick, ef þú ert ekki kominn hingaö á morgun, þá ætla ég ekki aö taka þig til meðferðar. Tíminn er mjög naumur, svo aö viö skulum reyna aö taka hlutina í réttri röö. Langar þig til aö græöa einn dollara í viöbót eöa langar þig til aö bjarga lífi þínu?“ Áöur en ég hélt af staö til Houston, leit ég á jólakort, sem ein dætra minna haföi sent mér. Ég hugsaði meö mér, aö ég yröi aö lifa þetta af, því aö hún kynni aö þarfnast mín. En samt gat ég ekki aö því gert aö hugsa, aö ég myndi aldrei komast heim aftur. Mér var heitið líffi Eftir aö allar prufurnar höföu veriö teknar í Houston, sagöi læknirinn, aö hann ætlaöi aö gera mig ennþá veikari, en hann bætti svo viö: „Ég ætla aö lækna þig aö því marki, aö þú getir notfært þér hæfileika þína og unniö aö málstaö krabba- meinssjúklinga." Þá fékk ég von- ina aftur. Við Anette fórum nú aö bolla- leggja, hvaö viö skyldum taka okkur fyrir hendur, þegar lækn- ismeðferðin væri afstaöin. Viö ætluöum aö fara í skemmtisigl- ingu til Bermudaeyja, og á eftir ætluöum viö aö fara til Acapulco. Okkur langaöi til aö eiga alltaf eitthvaö tilhlökkunarefni. Á meðan á meöferöinni stóö, var einn erfiöasti þátturinn sjálfur óttinn viö hiö óþekkta. Myndi þaö veröa sárt? Hvaö ætla þeir svo aö gera næst viö mig? Hvaö? Hvaö? Hvaö? Ég gekk í gegnum öll stig krabbameinsmeðferöarinnar, sem hófst meö tveggja vikna geislunar-meöferð; þar á eftir fylgdi lyfjakúr í þeim tilgangi aö reyna aö drepa niöur sem mest af krabbameininu í líkamanum. Eftir aö ég haföi jafnaö mig af öllum þeim ósköpum, var bæöi krabbaæxliö og annað lungaö fjarlægt með skuröaögerö. Ónæmismeöferöin var næst á dagskrá. Hún er m.a. í því fólgin aö fá berkla til þess aö koma í veg fyrir, aö krabbameiniö geri aöra árás. Aö lokum var svo komiö aö einu ári í lyfjameöferö til þess aö drepa krabbameins- frumur, sem ef til vill kynnu aö leynast einhvers staöar í líkama mínum. Eigin huglækningar Þaö sem varö mér til svo mik- illar hjálpar á meöan á öllu þessu stóð, var aö gera sér krabba- meiniö sitt í hugarlund, næstum því aö reyna aö hugsa krabbann burt. Þaö var heilmikil hjálp í því aö hugsa, aö úr því aö öll þessi lyf geröu minn stóra skrokk svona veikan og máttfarinn, hvaö þá um allar þessar litlu ógeös- legu krabbafrumur. En þetta var svo sem alls eng- inn dans á rósum fyrir mig. Aö vera í lyfjameöferö er einna líkast því aö vera á fylleríistúr í fjóra daga. Svo fór ég aö hressast og reyndi þá aö fara út úr stofunni minni og niöur í stutta stund. En um leið og mér fór aö líða svolítið betur, var tími til kominn aö fara í aöra lyfjameöferö. Hárlosiö, sem lyfin ullu haföi óg engar áhyggjur af. Konan keypti handa mér hárkollu, en mér var alltaf svo heitt með hana og þaö var alltaf heilmikiö vesen í kringum hana. Markmiö mitt var aö gera allt, sem unnt væri aö gera til þess aö halda lífi, jafnvel þótt þaö þýddi aö veröa aö vera veik- ur í eina viku í hverjum mánuöi og svo máttfarinn í aörar tvær og hjálfa viku þar á eftir sökum lyfja- gjafarinnar. Ég reiddist stundum viö Anette fyrir aö vera aö nauöa í mér aö boröa nú eitthvaö og svo suða um aö ég gengi orðiö um eins og maöur meö heröa- kistil og ætti aö hætta því. En ég vissi, aö hún var aö segja þetta mér til styrktar og mér til hags- bótar. Tvisvar sinnum fannst mór ég rétt kominn aö því aö gefast alveg upp, en hún leyföi mér ekki aö gera þaö. Nýtt lífsviöhorf Fyrsta áriö hygg ég, aö þaö hafi aldrei liöiö svo fimm mínútur aö ég hugsaöi ekki um krabba- meiniö. Aö þessu fyrsta ári liönu, tók ég aö hugsa um aö lifa. Ég fór í líkamsþjálfun, því aö lungnaaögeröin haföi gert hægri handlegginn og hægri höndina á mér svo til algjörlega máttlaus og til einskis nýta. Ég ákvaö aö stunda feröalög, ef ég hlyti bata, og þótt þaö hljómi spaugiiega, þá var ég alltaf aö segja við sjálf- an mig, aö ég þyrfti á hægri höndinni aö halda til þess aö undirrita kreditkortin. Næsta taugaáfalliö, sem ég fékk — í þetta skipti var þaö ánægjusjokk — kom þegar læknirinn sagöi viö mig í marz 1979, aö ég þyrfti að vísu aö koma í skoöun til eftirlits, en væri annars búinn í lyfjameöferðinni. „Þaö er búiö aö gefa þér allt, sem likaminn getur þolaö,“ sagöi hann, „og annaö hvort hafa lyfin unniö sitt verk nú þegar eöa þá ekki.“ Þaö var annaö, sem kom mér á óvart hinn fyrsta maí 1980 og þaö var þegar læknirinn sagöi mér, aö ég væri læknaöur — þaö var tveimur árum eftir aö ég fór fyrst i læknismeöferö. Ég heföi getaö flogið heim einn og sjálfur, án flugvélar. Ég haföi aldrei gert mér vonir um aö heyra þessi orö sögö viö mig. Maöur stefnir aö því undir niöri, en maöur þorir ekki aö vonast eftir allt of miklu. Líf mitt hefur ekki veriö hiö sama og áöur, á þeim árum, sem liöin eru frá þvi aö ég fékk bat- ann. Ég hef reynt að hjálpa öör- um meö því aö koma á fót neyö- arþjónustu fyrir þá, sem sýkjast af krabbameini og stofna ráögef- andi miöstöö, þar sem læknar ráöleggja fólki, hvers konar meö- ferö væri heppilegust í hverju til- viki. En mestar hafa breytingarnar orðiö á mínum eigin viðhorfum. Nú orðiö kann ég aö meta þaö, sem faðir minn, lögfræöingur meö heldur lágar tekjur, var van- ur aö segja, aö „þegar maöur fái þrjár máltíöir á dag, sé þaö allt og sumt, sem maöur þarfnist í þeim efnum." Svo óg hef tekið upp nýtt mat á því, hvaö raunverulega hafi mesta gildiö í lífinu. Þaö skiptir mig miklu máli, aö ég geti leikiö tennis síödegis á hverjum degi. Þaö skiptir máli fyrir mig aö ég get veriö samvistum viö barna- börnin mín, og geti boðiö kon- unni minni út aö borða. Lífiö er svo miklu meira viröi en allur aröurinn af hlutabréfunum eöa enn ein ný bygging.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.