Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Er konuríki Frá því Auður djúpúðga nam land í Dölum vestur hafa konur verið þar miklir áhrifa- og örlagavaldar. Um það vitna sagnir fyrr og síðar og þarf ekki að fjölyrða um það. Þó er athyglivert, að þar gegna nú ábyrgðarstöðum fleiri konur en annars staðar — miðað við að Dalasýsla er með fámennari sýslum landsins. Póst- og símamálastjóri er Anna Gísladóttir, Kristjana Ágústsdóttir er umboðsmaður Olís og Skeljungs og rekur myndarlega sölubúð í tengslum við bensínsöluna, við kaupfélagsstjórastarfi hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar hefur nýverið tekið Kristrún Waage, Þrúður Kristjánsdóttir er skólastjóri grunnskólans í Búðardal og í Hórðudalnum hafa þeir fengið kvenhreppstjóra, Hrafnhildi Hallgrímsdóttur, sem er ættuð úr Búðardal. Og þessi upptalning er sjálfsagt ekki tæmandi. Blaðamaður Mbl. sótti heim þessar konur um réttarhelgina og spjallaði við þær um störf þeirra. „Kannski gætir meiri tilhneigingar ' hér til að hvetja konur til að taka að sér ábyrgðarstörf" Við vildum öll eiga heima úti á landi Eins og segir í upphafi ræður Anna Gísladóttir ríkjum á sím- stöðinni. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1954, fór síðan á heimaslóðir sínar á Patreksfirði og vann þar á sím- stöðinni og síðan vann hún á lang- línustöðinni í Reykjavík um hríð. Tveimur árum áður en hún varð símstjóri á Bíldudal, eða 1960, giftist hún Flosa Valdimarssyni frá Hólmavík og eiga þau fjögur börn, á aldrinum 10—26 ára. Eftir tíu ára veru á Bíldudal kom hún til Búðardals, nánar til- tekið í febrúar 1972. Hún segir, að það sé nokkuð ólíkt að búa á Bíldudal og í Búðardal. Á fyrri staðnum er meiri einangrun, fal- legri fjöll, lokaðra mannlíf og sveiflukenndara atvinnulíf eins og jafnan í sjávarplássum. „En þar var gott mannlíf," segir hún, „og margir skemmtilegir kar- akterar, sem fyrirfinnast naumast lengur, nú þorir enginn að vera öðruvísi en fjöldinn. Það má kalla það tilviljun að ég sótti um Búð- ardal. Hallgrímur Jónsson var að hætta eftir langt starf. Við höfð- um velt því fyrir okkur að fara frá Bíldudal — eftir tíu ára veru hlýt- ur að koma að því að maður geri upp við sig, hvort maður skjóti rótum endanlega eða leiti annað. Okkur langaði að kynnast fleiri stöðum á landinu og við vildum ekki búa í Reykjavík. Öll langaði til að vera áfram úti á landi. Úr þessu varð að ég sótti um hér, komum alókunnug og þekktum engan, en allir þekktu okkur! Það fannst mér skrítin tilfinning. Við byrjuðum á að fara á þorrablót og þar með var ísinn brotinn. Þegar ég kom var stöðin hand- virk, en síðan hafa orðið miklar breytingar, það má segja, að stöð- ug hreyfing hafi verið þessi tíu ár, alltaf eitthvað að gerast sem til framfara horfir. Þó hugsa ég að nokkuð sé langt í, að allir Dalirnir komist í sjálfvirku stöðina. Hér vinna fjórar stúlkur í hálfu starfi, þrjár eru á næturvakt og ein sinn- ir pósthúsinu. Svæðið mitt er öll Dalasýsla og tveir hreppar í Snæ- fellsnessýslu og póstumdæmið nær að Narfeyri. Handvirk númer nú eru um 200 á nefndu svæði. Vissulega er munur á lífshátt- um á Bíldudal og Búðardal. Á fyrri staðnum sveiflast allt til eft- ir því hvernig aflaðist, annaðhvort voru allir á kafi í vinnu myrkr- anna á milli eða alger deyfð var, félagslíf dró dám af þessu. Hér er allt í skorðum, fólk hefur fast starf, gengur að því. Báðum þess- um plássum fylgir sami ókostur- inn, við þurfum að senda börnin okkar burtu, þegar grunnskóla sleppir. En maður getur ekki feng- ið allt og það er enginn ferðahugur í okkur, enda ljómandi að búa hér. Flosi hefur tekið nokkurn þátt í starfsemi leikfélagsins, ég hef ekki gefið mér tíma til félags- starfa, nema innan sjálfstæðis- kvennafélagsins. Sl. vetur fór ég raunar á leirkeranámskeið hjá Kolbrúnu Björgúlfsdóttur, sem hefur stjórnað undirbúningsvinnu fyrir Dalaleir. Þau námskeið voru vel sótt og allir höfðu ánægju af. Mér finnst kostirnir ótvíræðir við að vera hér. Auk þess þykir mér starf mitt fjölbreytt og skemmtilegt. Dalamenn eru ró- lyndismenn og gera ekki veður út af smámunum. Ég held að þeim finnist ósköp eðlilegt að konur gegni hér ábyrgðarstöðum, ekki verð ég vör við annað. Það eina, sem ég sakna hér, eru kannski fjöllin. Og svo að bornin skuli ekki kynnast fiskvinnu. Það er starf sem ég held að öllum börnum væri hollt að fá nasaþef af." Hrafnhildur Hallgrím»dóttir hreppttjóri moö börn sín. X Kristjana Ágústsdóttir. Á símstöoinni. Héi rasður A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.