Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 65 texti: Jóhanna Kristjónsdóttir i&jp t ’’ % • - - ? 1 - ■* , i Frá því Auður djúpúðga nam land í Dölum vestur hafa konur verið þar miklir áhrifa- og örlagavaldar. Um það vitna sagnir fyrr og síðar og þarf ekki að fjölyrða um það. Þó er athyglivert, að þar gegna nú ábyrgðarstöðum fleiri konur en annars staðar — miðað við að Dalasýsla er með fámennari sýslum landsins. Póst- og símamálastjóri er Anna Gísladóttir, Kristjana Agústsdóttir er umboðsmaður Olís og Skeljungs og rekur myndarlega sölubúð í tengslum við bensínsöluna, við kaupfélagsstjórastarfi hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar hefur nýverið tekið Kristrún Waage, Þrúður Kristjánsdóttir er skólastjóri grunnskólans í Búðardal og í Hörðudalnum hafa þeir fcngið kvenhreppstjóra, Hrafnhildi Haligrímsdóttur, sem er ættuð úr Búðardal. Og þessi upptalning er sjálfsagt ekki tæmandi. Blaðamaður Mbl. sótti heim þessar konur um réttarhelgina og spjallaði við þær um störf þeirra. „Kannski gætir meiri tilhneigingar hér til að hvetja konur til að taka að sér ábyrgðarstörf“ Við vildum öil eiga heima úti á landi Eins og segir í upphafi ræður Anna Gísladóttir ríkjum á sím- stöðinni. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1954, fór síðan á heimaslóðir sínar á Patreksfirði og vann þar á sím- stöðinni og síðan vann hún á lang- línustöðinni í Reykjavík um hríð. Tveimur árum áður en hún varð símstjóri á Bíldudal, eða 1960, giftist hún Flosa Valdimarssyni frá Hólmavík og eiga þau fjögur börn, á aldrinum 10—26 ára. Eftir tíu ára veru á Bíldudal kom hún til Búðardals, nánar til- tekið í febrúar 1972. Hún segir, að það sé nokkuð ólíkt að búa á Bíldudal og í Búðardal. Á fyrri staðnum er meiri einangrun, fal- legri fjöll, lokaðra mannlíf og sveiflukenndara atvinnulíf eins og jafnan í sjávarplássum. „En þar var gott mannlíf," segir hún, „og margir skemmtilegir kar- akterar, sem fyrirfinnast naumast lengur, nú þorir enginn að vera öðruvísi en fjöldinn. Það má kalla það tilviljun að ég sótti um Búð- ardal. Hallgrímur Jónsson var að hætta eftir langt starf. Við höfð- um velt því fyrir okkur að fara frá Bíldudal — eftir tíu ára veru hlýt- ur að koma að því að maður geri upp við sig, hvort maður skjóti rótum endanlega eða leiti annað. Okkur langaði að kynnast fleiri stöðum á landinu og við vildum ekki búa í Reykjavík. Öll langaði til að vera áfram úti á landi. Úr þessu varð að ég sótti um hér, komum alókunnug og þekktum engan, en allir þekktu okkur! Það fannst mér skrítin tilfinning. Við byrjuðum á að fara á þorrablót og þar með var ísinn brotinn. Þegar ég kom var stöðin hand- virk, en síðan hafa orðið miklar breytingar, það má segja, að stöð- ug hreyfing hafi verið þessi tíu ár, alltaf eitthvað að gerast sem til framfara horfir. Þó hugsa ég að nokkuð sé langt í, að allir Dalirnir komist í sjálfvirku stöðina. Hér vinna fjórar stúlkur í hálfu starfi, þrjár eru á næturvakt og ein sinn- ir pósthúsinu. Svæðið mitt er öll Dalasýsla og tveir hreppar í Snæ- fellsnessýslu og póstumdæmið nær að Narfeyri. Handvirk númer nú eru um 200 á nefndu svæði. Vissulega er munur á lífshátt- um á Bíldudal og Búðardal. Á fyrri staðnum sveiflast allt til eft- ir því hvernig aflaðist, annaðhvort voru allir á kafi í vinnu myrkr- anna á milli eða alger deyfð var, félagslíf dró dám af þessu. Hér er allt í skorðum, fólk hefur fast starf, gengur að því. Báðum þess- um plássum fylgir sami ókostur- inn, við þurfum að senda börnin okkar burtu, þegar grunnskóla sleppir. En maður getur ekki feng- ið allt og það er enginn ferðahugur í okkur, enda ljómandi að búa hér. Flosi hefur tekið nokkurn þátt í starfsemi leikfélagsins, ég hef ekki gefið mér tíma til félags- starfa, nema innan sjálfstæðis- kvennafélagsins. Sl. vetur fór ég raunar á leirkeranámskeið hjá Kolbrúnu Björgúlfsdóttur, sem hefur stjórnað undirbúningsvinnu fyrir Dalaleir. Þau námskeið voru vel sótt og allir höfðu ánægju af. Mér finnst kostirnir ótvíræðir við að vera hér. Auk þess þykir mér starf mitt fjölbreytt og skemmtilegt. Dalamenn eru ró- lyndismenn og gera ekki veður út af smámunum. Ég held að þeim finnist ósköp eðlilegt að konur gegni hér ábyrgðarstöðum, ekki verð ég vör við annað. Það eina, sem ég sakna hér, eru kannski fjöllin. Og svo að börnin skuli ekki kynnast fiskvinnu. Það er starf sem ég held að öllum börnum væri hollt að fá nasaþef af.“ Hrafnhildur Hallgrímadóttir hreppstjóri meó börn sín. Þrúöur Kristjánsdóttir skólastjóri. Kristjana Ágústsdóttir. Á símstööinni. Héi ræöur Anna Gísladóttir ríkjum. Kristrún Waage kaupfólagsstjóri. Kannski konur séu hvattar hér meira en annars staðar Kristrún Waage, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Hvammsfjarð- ar, var skipuð til þess starfa 1. júlí sl. Hún er fædd og uppalin í Gler- árskógum í Hvammssveit og fer alltaf í réttir á Skerðingsstöðum enda eiga hún og Viðar maður hennar kindur og nokkra hesta, sem eru í Glerárskógum á vet- urna. Þau hjón eiga tvo syni, 13 og 6 ára. „Ég gekk í Samvinnuskólann og lauk þar námi 1964,“ segir hún að- spurð. „Síðan vann ég í sjávarafurðadeild SÍS og í Áburðarverksmiðjunni og komi hingað 1979 og var fulltrúi á skrifstofu kaupfélagsins. Magnús Guðmundsson tók nokkru síðar við starfi kaupfélagsstjóra af Steinþóri Þorsteinssyni. Síðan hætti hann og Ingþór Guðnason tók við. Þegar hann ákvað svo að fara, var ég orðin leið á þessum stöðugu yfirmannaskiptum, svo að ég sótti bara um kaupfélagsstjóra- stöðuna sjálf," segir hún og hlær við. „Þetta er erilsamt og umfangs- mikið starf, en það er ágætt að hafa nóg að gera. Kaupfélagið hef- ur verið að færa út kvíarnar með árunum, rekur sláturhús, tré- smiðju, bílaverkstæði og vöru- hlutalager, kjötvinnslu, pakkhús fyrir fóður og byggingarvörur, svo og söluskála. Það er skemmtilegt viðfangsefni að fást við þetta allt, en nú eru erfiðir tímar í landbún- aði og þar sem hér aðallega er stundaður sauðfjárbúskapur er þrengra um en hefur verið lengi. En bændum tekst að krafsa sig út úr erfiðleikunum. Það geturðu bókað. Hvernig hafi verið litið á það, þegar kvenmaður varð kaupfé- lagsstjóri. Ég held að karl- mönnum finnist þetta sjálfsagt og ekkert sérstaklega í frásögur fær- andi. Það gæti verið að hugurinn væri blendnari hjá kvenfólki. Starfið er fjölþætt og engin kyrr- staða. Það getur verið allt frá því að panta girðingarefni úr Borg- arnesi í að veita persónulegar ráð- leggingar. Mér finnst mórallinn hér í Búðardal góður og samvinna milli sveitafólks og Búðdælinga hefur án efa batnað og breytzt með auknum kynnum, sem bættar samgöngur leiða af sér. Búðardal- ur er auðvitað dálítið sérstakur staður þar sem hann byggir ein- vörðungu á þjónustu, en síðustu ár hefur verið reynt að auka fjöl- breytnina í atvinnulífinu og ég hygg að það verði gert í enn ríkari mæli. Hjá kaupfélaginu er kjöt- vinnslan það nýjasta. Við byrjuð- um sl. haust, það væri kannski nær að kalla þetta vísi að kjöt- vinnslu. Þrír starfsmenn eru þar, og á þennan hátt fæst meiri nýt- ing á sláturhúsinu og var ekki vanþörf á. Það er ekki komin end- anleg reynsla á reksturinn, við verðum að þreifa okkur áfram og sjá hvernig gengur. Hvort það sé tilviljun með „kvennaveldið". Kannski er meiri tilhneiging til þess hér í sveit en annars staðar til að örva konur til að taka að sér ýmis störf, sem áð- ur hafa þótt sjálfsögð á hendi karlmanna. Þær fá sem sagt hvatningu, sem er ef til vill ekki veitt alls staðar. Það er heldur ekki þar með sagt að alltaf sé ver- ið að ganga framhjá konum, þær hafa oft og einatt verið tregar að sækja um störf yfirmanna og bú- ast ekki við að það hafi neitt upp á sig. Framtíðarverkefni kaupfélags- ins. Ja, það líður ekki á löngu unz þyrfti að stækka húsnæði verzlun- arinnar og væri hugsanlegt að gera það með því að taka húsnæði söluskála fyrir verzlunina og reisa svo nýjan skála síðar. Nú vinna hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar um 50 manns allt árið, það er ekki lítill hópur. í sláturtíðinni bætast við 80—100 manns í mánuð. Varð- andi nýjar búgreinar í héraðinu má nefna að nokkur refabú hafa verið sett á stofn og ýmsir hafa þess konar áform á prjónunum. Einn bóndi hefur svín, en ekki i stórum mæli og á Lambeyrum er eggjabóndi, likast til sá eini í hér- aðinu. Nei, ég hef ekki tölur um veltu. Mest fer um viðskiptareikninga, lausafé er í lágmarki nema á sumrin, þegar ferðamenn fara um. Ég get ekki neitað því að það gerir manni erfitt um vik, varðandi all- ar framkvæmdir. En annars er ég langt frá svartsýn og finnst skemmtilegt að takast á við verk- efnin, þótt mörg séu.“ Börnin finna að við viljum þeim allt það bezta Þrúður Kristjánsdóttir tók við skólastjórastarfi grunnskóla Lax- árdalhrepps í fyrra, en hafði verið kennari við skólann í hátt í tutt- ugu ár. Hún er ættuð frá ísafirði, en giftist Sturlu Þórðarsyni frá Breiðabólstað á Fellsströnd og eiga þau fjögur börn. Þrúður segir mér að í skólanum séu 94 l)örn, langflest þeirra eru heimilisföst í Búðardal. Börnin úr sveitinni sóttu áður inn að Laug- um, en því var svo breytt í fyrra. Börnin úr sveitinni eru sótt og keyrð heim og þau fá mat í Dala- búð, þegar þau þurfa að bíða vegna aukatíma eða einhverra tafa. Við skólann eru sjö kennar- ar. Laugar í Hvammssveit eru eft- ir sem áður grunnskóli fyrir aðra hreppa sýslunnar og hefur að auki 10. bekk grunnskólans. Nemendur sem hyggja á frekara nám fara iðulega á Akranes, en fjölbrauta- skólinn þar á að taka við nemend- um af þessu svæði. „Víst er breyting að taka við skólastjórn, þá er maður með ábyrgðina nánast allan sólar- hringinn. Ég kenni nú nítján tíma á viku, einkum við sérkennslu. Samstarfið við kennara og nem- endur hefur verið afar gott. Og ég fullyrði, að við vitum varla, hvað agavandamál er. Það sprettur sjálfsagt af því, hvað allir þekkj- ast vel og börnin vita og skilja að við viljum þeim allt það bezta. Ég kenndi um tíma í afleysingum í Reykjavík og mér þótti sem börn- in væru meira á verði gagnvart fullorðna fólkinu. Þá er líka góð samvinna við sveitastjórn og hún hefur sýnt skilning á þörfum skól- ans. Það er verið að byggja síðari áfanga hans, við erum i aðeins 40 prósentum þess húsnæðis sem við eigum að hafa og erum með leigu- húsnæði í Dalabúð fyrir smíðar, leikfimi og þvíumlíkt. Félagslíf í skólanum fer mjög fjörugt. Þar ber árshátíðina einna hæst. Það er sannköiluð fjöl- skylduskemmtun, því að allir leggja hönd á plóg, foreldrarnir leggja til kökur og krásir, kennar- ar vinna með nemendum að undir- búningi í margar vikur og það skapar samheldni sem er jákvæð. Á árshátíðinni kemur hver einasti nemandi fram í einhverju atriði og það hefur aldrei verið erfitt að fá krakkana upp á svið, enda byrja þau að koma fram sex ára, svo að þau eru orðin býsna sviðsvön þeg- ar á líður skólatímann. Svo eru skemmtikvöld vikulega, hér er boðið upp á skákkennslu, spiluð félagsvist, stundum er diskótek og einnig er danskennsla. Skólinn heldur sitt sérstaka þorrablót og nemendur koma með matinn og það er spilað og sungið og dansað. Margir krakkanna hafa lært að borða þorramat á þessum sam- komum. Hvort nemendur hafa breytzt þessi 20 ár. Ég geri ráð fyrir því. Þau verða fyrir miklu meiri utan- aðkomandi áhrifum nú, kunna þá ekki alltaf að greina hismið frá kjarnanum. En almennt finnst mér krakkarnir jákvæðir gagn- vart skólanum, þótt námsleiði hljóti að gera vart við sig eins og annars staðar. Kostir við skóla ekki öllu stærri en þennan er að barn verður aldrei númer, það er persóna. Einn liður í skólastarfinu sem hefur verið tekinn upp á síð- ari hluta námsársins er að láta börnin vinna efni um ákveðinn hrepp, þ.e. þau elztu fara á hvern SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.