Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 1962 llnivfMl frtn SvndklU I jjég \jer% ta.ka. abro- tnynd af Kaodleg^n- um. þessi er <jrcini|e^a yFirLtjst." Ast er... ,0 -t/lo ... að gefa henni eina rauða rós á dag... TM Reg U.S. Pat Oft —all rights reserved 198? Los Angeles Times Syndicate Við Ktlum að fá tvo Martíni — þurra takk! í skólanum niglaðist ég ætíð á Góðravonarhöfða og Hvarfi. COSPER „G'eyMPtJ VEIP/NA þiNA e/MHVECS staða* /.NiMARS STAPAR/" L„LX,„.......................i/...í.... Erum við virkilega svona spillt? Karl Kristjánsson skrifar: „Mikið hefur verið rætt og rit- að undanfarið um nýjasta verk Guðmundar Steinssonar, Gárð- veisluna, og sýnist sitt hverjum. Þegar ég undirritaður stóð upp að lokinni sýningu í Þjóð- leikhúsinu á þessu verki kom upp í huga minn gömul saga um mann, sem ekki var daglega að halda sér til, en einhver hafði tekið af honum mynd án þess að hann vissi. Seinna var honum sýnd myndin og er hann sá hana spurði hann viðkomandi, af hverjum þessi mynd væri. Hon- um var þá sagt að myndin væri af honum sjálfum. „Nú er ég virkilega svona helvíti ljótur?" varð þá karlinum að orði. Mér fannst efni leiksins vitna til nútímans, með öllu því sem honum virðist tilheyra. Það er að vísu löng leið frá Adam og Evu, syndlausum og saklausum í ald- ingarðinum Eden, og til vorra daga, þar sem rostinn og ráðrík- ið er í algleymi sérstaklega hjá karlkyninu með bakkus og öll eyðileggingarvopn sér til aðstoð- ar. Myrkraveldið stjórnar og endirinn er að traðkað er á sak- leysinu og kærleikanum. Atóm- öld og myrkur ræður ríkjum. Við getum heimfært söguna um myndina og karlinn, sem fyrr er nefnd, upp á þetta efni og spurt okkur sjálf: Erum við virkilega svona spillt eða er bara átt við nágranna minn og alla hina? Því sárast er að viður- kenna sína eigin sök. Eða er þetta ekki ströng áminning, að svona gæti farið, ef við spyrnum ekki við fótum frá niðurrifsböl- inu og þroskum okkur í átt til kærleikans og gætum bróður okkar. Við skulum viðurkenna, að við erum eflaust oft búin að krossfesta kenningar Jesú Krists í hugsunum og athöfnum á lífsbraut okkar. En ef við reyn- um að spyrna við fótum og hægja á hraðanum, losa um streituna og hætta ráðríkinu, virðum þess í stað maka okkar, bræður og nágranna hvað sem til kann að koma, ákveðum að gera betur í dag en í gær, þá hlýtur heimur batnandi að fara. Þessi sýning hafði mikil áhrif á mig og hefði ég ekki viljað missa af henni. Margan lærdóin má af henni draga í heimi eins og okkar þar sem allt virðist halla í átt til hins verra. Hún er kannski erfið meltu þessi sýning af innra manni mannkynsins, en hún vekur okkur til hollrar um- hugsunar hvert og eitt.“ Eins mun fara fyrir hverri þjóð sem hafnar boðskap Guðs Tómas David Björnsson skrifar 30. september: Eftir að ég las grein í Morgun- blaðinu eftir Svein Guðjónsson um gyðinga (26. sept. 1982), get ég ekki lengur orða bundist. Guðs útvalda þjóð — ísraelslýður hans — eru all- ir þeir, sem trúa á Guð og spámenn hans sem sendir eru til jarðar, og halda boðorð hans — alveg sama hverrar þjóðar þeir eru; Opinberun 7,9—17. Og gyðingar, sem ekki trúa á Jesú sem hans eingetinn son og frelsara, hafa engan tilverurétt í þessu Ísraelsríki Guðs: Malaki 1,3—4. Því að þeir hafa ekki einung- is hafnað boðskap hans heldur drottni sjálfum. Þess vegna eiga þeir það fyllilega skilið sem hefur í gegnum aldir ver- ið hlutskipti þeirra: ofsókn og út- rýming. En: „Vei heiminum vegna hneykslananna; því að óumflýjan- legt er, að hneykslanirnar komi. En vei þeim manni, sem hneyksluninni veldur." Og í gegnum Jesú, sendiboða og þjón Guðs, útskúfaði Guð þeim gyð- ingum sem höfnuðu honum: „Fyrir því segi ég yður að guðríkið mun frá yður tekið verða og gefið þeirri þjóð sem ber ávöxtu þess,“ Matteus 21, 32—43. Og eins og með gyðingum ___iCSEb mun fara fyrir hverri þjóð sem hafnar boðskap Guðs alveg sama hver af spámönnum hans flytur hann á hverjum tíma. P.S. The Hebrews today are those that accept Jesus as Christ — the Anointed one; Genesis 49, 8—12 and Deut. 33,7. * A Eiðisgranda: Ekki hægt ad full- gera gangstéttina — en malargangstétt gerð í haust Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri skrifar 8. október: „I Velvakanda Morgunblaðsins í dag vekur Róbert Ragnarsson réttilega athygli á hættu fyrir gangandi vegfarendur, sem fara þurfa eftir Eiðisgranda suðvestan JL-hússins og Grandavegar. Gangstéttarframkvæmdir á þessu svæði voru nýlega ræddar í borg- arráði. Þarna er kominn gang- stéttarkantur. Vatnsveitan ráð- __ie -■---------------- gerir að leggja nýja vatnslögn á þessum kafla og Rafmagnsveitan á eftir að grafa þarna fyrir streng og setja upp nýja götulýsingu. Af þessum sökum er ekki hægt að fullgera gangstéttina. Hins vegar mun gatnadeildin gera þarna mal- argangstétt nú í haust, en varan- legt slitlag á gangstéttina verður að bíða þess að umræddar lagnir komi, sem verður væntanlega næsta sumar." mmmmmmmm mm m-mm mm mmmm mmmmmm m 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.