Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 77 ^Él?akandi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fjármögnun gælufyrirtækisins Álfur Steinúlfsson skrifar: „Þessa dagana stendur yfir al- menn hlutafjársöfnun meðal al- mennings vegna gæluverkefnis stjórnmálamannanna, steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki. Ef gert er ráð fyrir 100 milljón kr. stofnkostnaði, þá er ætlunin að fá 70 milljónir að láni, væntanlega erlent fé á háum vöxtum, til þess að þyngja nú enn frekar erlendu skuldasúpuna. Það er sama súpan og stjórnmálamennirnir eru alltaf að vara okkur við, grafalvarlegir, en þeir ganga þó sjálfir harðast fram í að auka, — en það er ekki sama hver það gerir. Hinn hlutann, 30 milljónir kr., vonast steinullarfrömuðirnir til að fjármagna þannig: ríkið (þú og ég) leggi fram 40% eða 12 m, Sam- bandið leggi fram 30% eða 9. m, bæjarsjóður 20% eða 6 m, og þá er aðeins eftir 10% af hlutafénu, en það á almenningur að leggja fram sjálfviljugur. Það fer að verða anzi lítið eftir, sem forkólfarnir ætla að leggja fram sjálfir, enda láir þeim það ekki nokkur maður. Það er nefni- lega ólíkt öruggara að hætta ann- arra manna fé. Sem sagt, næstum allt á að framkvæma fyrir opinbert (ábyrgðarlaust) fé. Þegar leikaraskapurinn um málið stóð sem hæst á hæstvirtu Alþingi, var eftirfarandi haldið að almenningi: „Mér og fleirum sem sitja á Alþingi, finnst talsverður ávinningur að stofnsett séu fyrir- tæki á borð við þetta, þar sem heimaaðilar bjóðast til að leggja fram jafnmikið eigið fé í atvinnu- reksturinn eins og áætlað er að gera í þessu fyrirtæki eða 60%.“ Hlutur heimamanna, þ.e. bæj- arsjóðs, sem gætu jú verið alls- konar gjöld sem verksmiðjan ætti að greiða til bæjarins hvort eð er, nemur skv. loforði 6 millj, en það mundi flestum íslendingum, alls- gáðum, sýnast vera 6% af stofn- kostnaði en ekki 60%. það gengur sennilega ekki annarsstaðar en á Alþingi að stunda slíkan leikara- skap. Svo skrifa stjórnmálamenn okkar af vandlætingu um það, að menn eigi að vera ábyrgir í at- vinnurekstri. Senniiega telja allir stjórnmála- menn okkar sig frjálslynda. Þeir segja okkur, að þeir vilji fara af hófsemi og ábyrgðartilfinningu með skattfé almennings. Þeir vilja hafa hemil á „ríkisbákninu" og „fjárbruðlinu“. En, ef þetta er ekki allt ábyrgðarlaus leikaraskapur Alveg gáttaðar á þess- ari jafnréttisleysu J.G. og. I.Á. skrifa: „Kæri Velvakandi. Við erum hérna tvær á sextánda ári og erum við nauðbeygðar að kvarta undan Eimskipafélagi ís- lands. Þannig er mál með vexti: Við höfum báðar mikinn áhuga á sjómennsku og með það til hlið- sjónar ákváðum við að læra sjó- vinnu í skólanum í vetur. Þar sem við fréttum að strákar á sama aldri hefðu fengið vinnu hjá félag- inu, ákváðum við að skella okkur niðureftir og freista gæfunnar. í skiphafnadeild félagsins var okkur hins vegar sagt, að stelpur þyrftu að vera 18 ára til að fá vinnu hjá félaginu, en aftur á móti þyrftu strákar aðeins að vera 16 ára. Megum við nú spyrja forráða- menn félagsins, hvernig standi á þessu hróplega óréttlæti? Er það kannski vegna þess að stelpur vinni ekki eins vel og strákar? Eða eru þær kannski ekki nógu sam- viskusamar? Við vitum ekki betur en að margar konur hafa komist langt áleiðis í sjómennskunni. Annars erum við vinkonurnar alveg gáttaðar á þessari jafnrétt- isleysu og flestir sem við höfum spurt álits eru sammála okkur. Þess vegna skorum við á for- stjóra félagsins eða aðra frammá- menn þess að svara þessu bréfi sem fyrst. Berist okkur ekkert svar tökum við því þannig, að karlmenn séu númer eitt hjá fé- laginu og gangi alltaf fyrir, kven- fólkið talið núll og nix.“ hjá þeim sjálfum, hvernig stendur þá á því, að þeir ætla sér: 1. að koma á fót einu opinberu fyrirtækinu í viðbót, 2. kreppa að mörgum litlum einkafyrirtækjum, sem nú sjá markaðnum fyrir þeirri þjón- ustu, sem hér um ræðir, 3. að fá opinbera fyrirtækinu nán- ast í reynd einokun á markaðn- um, 4. að láta opinbert fyrirtæki framleiða 6.000 tonn til að mæta 900 tonna markaði, og nýta þannig aðeins 15% af framleiðslugetu, 5. að láta annað ríkisfyrirtæki greiða niður stóran hluta af kostnaði gælufyrirtækisins með því að selja því þjónustu langt undir kostnaði, 6. að skapa 50 ný atvinnutækifæri hjá því opinbera, en um leið að búa svo um hnútana að 50 at- vinnutækifæri í einkarekstri glatist, er það ekki „allt á opinberu jötuna“ stefnan sem ræður? 7. að sýna með lagasmíð sinni að rekstrargrundvöllur íslenskra iðnfyrirtækja sé svo bágborinn, að þeirra eigið iðnfyrirtæki, gælufyrirtækið, þarf sérlög með fríðindum og forréttind- um, til þess að það hafi grund- völl, 8. á meðan gælufyrirtækið er lát- ið bjóða almenningi á pappírn- um 10—12% vexti af hlutafé, þá stríða grundvallarfyrir- tækin í plássinu við gífurlegan taprekstur (segir Marteinn), og á hverju á þetta þjóðfélag að byggja sína tilveru ef ekki fisk- veiðum og vinnslu? Ætla stjórnmálamenn okkar að endurtaka kjarasksroingarleikinn Úr iandbúnaðinum og togaraút- gerðinni einnig í steinullargæl- unni? Offjárfesting og offram- leiðsla þar bætir ekki lífskjörin né léttir skuldasúpuna." 50 þúsund amerískar konur auglýsa eftir eiginmönnum á íslandi Hjóiubind.sniiAlunin Malca lat- ernntional i NorAur-Amerikl lu( lýsir í MorgunblaAiau i dag eftir karlmönnum á aldrinum 18 til 55 ára til ai kva-n eiginmenn þurfa að gera, er ad senda góða (jósmynd til hjóna- bandsmiðlunarinnar og stutt bréf með ýmsum persónulegum upp- -'ll 1 Vísa vikunnar „My life is filled with loneliness, for love I give the highest price.“ Nonni tarfur, Númi fress, nú er heldur betur ræs! Hákur Skrifið eða hringið Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar cg ðruúskipíi, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að kniaaat kll( #tl IaOO»«*I» kUAoínO uciua |in iii avoviiua uiovoiuo utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hvoru tveggja hjóna annast uppþvott. Rétt væri um ein hjón: Bæði hjónin. RéU væri um tvenn hjón: Hvortveggju hjónin. SlGeA V/öGA í liLVtRAk Sólbaðsstofan Sælan Höfum opnað sólbaðsstofu okkar aö Ingólfsstræti 8. Opið verður alla daga frá kl. 7 að morgni til kl. 23.00, sími 10256. Veriö velkomin. J.H. Parket auglýsir: Er parketið orðið ljótt? Pússum upp og lökkum PARKET FJnnig pússum við upp og lökkum hverskyns viðargólf. UppUisima 12114. ALLTAP A ÞRIÐJUDÖGUM f Evrópuleikir FH og Víkings Fólk og fréttir í máli og myndum Heimsins besti bakvörður Lokastaðan í Grand Prix Itarlegar og spennandi íþróttafréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.