Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 ... nýjar plötur ... Yazoo/ Upstairs at Eric’s: Þrusugott tölvupopp ★ ★★★ J’m a one man band“ söng Leo Sayer fyrir tæpum áratug eða svo. Ekki veit ég hvort hann hetur verið framsýnn maöur mjög en víst er að þess verður vart langt aö biða úr þessu aö einhver einn troði upp á sviöi, hlaöinn hljóögervl- um og trommuheilum. Brezki dúettinn Yazoo kemst býsna nærri þessu takmarki. Þótt tölvutónlistin geti á stundum verið óskap- lega kuldaleg og fráhrindandi er hún þaö ekki í þessu tilviki því rödd Alison Moyet er á kðflum frábær og á allan hátt mannlegri og líkari því er menn áttu að venjast fyrir 10 árum þegar Leo Sayer söng lag sitt. Hinn helmingur dúettsins er Vince Clarke, sem eitt sinn var í Depeche Mode. Þaö er ekki hægt að segja annaö en hann skili stnu af stakri prýöi, rétt eins og Depeche Mode gerði. Reyndar eru áhrifin þaöan greinileg, enda e.t.v. ekki aö furða. Plata Yazoo, Upstairs at Er- ic’s, er einhver sú besta sem ég hef heyrt lengí á þessari línu. Mörg laganna hafa mjög gott „dancebeat“ og ganga þess vegna vel í almúgann. Eg fer ekki leynt með þaö, aö sum laganna létu meira aö segja vel i mínum eyrum, jafnvel þótt stundum sé ekki langt yfir í hreinræktaöan dískótakt. Lögín Don’t go, Bad conn- ections, Only yOu og Bring your love down eru öll þræl- skemmtileg af þessari tegund tónlistar aö vera og nokkur hinna koma skammt á eftir. Þetta er umfram allt heilsteypt plata og mjög jafnsterk í gegn. Imagination/ In the heat of the night: Almáttugur en sú mæða ■k Ég hef aldrei veriö mikiö gefinn fyrir soul/fönk tónlist, en ekki bætir úr skák þegar hún er flutt á hálfum hraöa. Plata Imagination, breska blökkutríósins, er vafalítiö ágæt til síns brúks, en bara ekki fyrir mig. Þá vekur þaö athygli aö tveir bleikskinnar semja öll lögin í samvinnu við þá þeldökku. Á þessari plötu eru þrjú lög, sem vafalítið eiga eftir aö glymja í Hollywood (í Ármúlan- um) á næstu vikum. Þetta er þannig plata. Donna Summer/ Donna Summer Ó, þetta er svo þreytt ★ Byrjunin á þessari plötu er nokkuö sannfærandi og lagiö Protection eftir Bruce Springsteen kemur vel út. Annaö er þaö ekki, svei mér þá. Donna Summer er gikkföst í diskóinu, rétt eins og í ár væri ennþá 1977. Þaö vantar ekki, Donna Summer getur sungið prýöi- lega. En aö hún skuli ekki rífa sigi L’PJ? úr Þessari diskóör- deyöu er óskiljanlegt möC C.M" Þessi Goombay Dance Band/Boney M-lykt af sumum laganna er ægileg. ... nýjar plötur ... Ringo Starr á maöan hann var ungur og swtur. Plata Egó hljóöblönduö í stúdíói Ringo Starr Tómas Tómasson og Louis Austin utan í vikunni meö spólurnar Upptökum á annarri breiöskífu Egósins lauk núna í byrjun vikunnar. Ef marka má það efni, sem umsjónarmaður Járnsíöunnar fékk aö heyra væri ekki fjarri lagi aö nefna plötuna „Breyttir tímar — ll“, avo mikil breyting er á tónlist- inni frá fyrstu plötunni. Þaö voru þeir Tómas Tóm- asson — „takkatommi" — og Louis Austin, sem stjórnuöu upptökum á plötunni. Tómas er Islendingum aö góöu kunnur, en Austin þessi hefur getiö sér afbragðs gott orö, sem upptökumaöur m.a. hjá Judas Priest, svo eitthvaö sé nefnt. Hefur hann stýrt upptökum á þremur síöustu plötum Judas Priest. Þeir Tómas og Louis fara til Englands nú í vikulokin og halda rakleiöis til stúdíós nokk- urs í Ascot þar sem platan veröur hljóöblönduö, „mixuö“. Stúdíó þetta er í eigu fyrrum Bítilsins Ringo Starr og er á landareign hans í Ascot. Ef heppnin er meö er aldrei aö vita nema Járnsíðan skjóti þar upp kollinum sem snöggvast. Tveir grjótharðir ganga í eina sæng Way úr UFO og Clarke úr Motorhead leggja hausinn í bleyti Viö skýröum frá þvf hér á Járnsíðunni fyrir nokkru og þaö Skemmt- anir Upp og ofan Eélagsskapurinn Upp og ofan gengst fyrir tveimur skemmtunum í Félagsstofnun stúdenta um helgina. Aö sögn aöstandenda skemmtunarinn- ar er tilgangurinn fyrst og fremst sá að halda lífinu í fólki (ekki ógöfugt markmiö atarna, innsk. - SSv.). Fyrri skemmtunin verður á föstudagskvöld og hin síöari á laugardagskvöld. Fjöldi lista- manna treöur þarna upp. Má þar nefna fremsta í flokki Þey og Jonee Jonee, Vonbrigöi og Vébandiö, Þór Eldon, Einar Örn (úr Purrkinum ef einhver skyldi hafa gleymt því) og sjálfan Magnús í hvalnum. Farið verður fram á sem svarar 80 krónum íslenskum fyrir inngöngu hvort kvöld, en hægt er aö kaupa miða, sem gilda fyrir bæöi kvöldin, á kr. 120. Veruleg kjarabót þar á ferö. Skemmtanir þessar veröa frá kl. 21 til 23.30 hvort kvöld og veröur húsiö opnaö gestum kl. 20, þannig aö vilji menn vera fyrr á feröinni er hreint ekkert, sem mælir gegn því aö fólk tylli sér inn nokkru áöur en uppá- komur hefjast. meira að segja í tvígang, að samvinna þeirra Pete Way, bassaleikara UFO, og „Fast“ Eddie Clarke úr Mótorhead stæöi fyrir dyrum. Þeir félagar hafa nú gengiö í eina sæng ef oröa má svo, en eru þessa dagana á höttum eftir liö- tækum trommara og söngvara. Upphaflega var Topper Headon úr Clash inni í myndinni, en datt út fljótlega. Segist hann vera aö leita aö einhverju „djassaðra". „Viö höfum ekki áhuga á, aö bjóöa upp á eitthvaö, sem allir hafa heyrt áöur," segir Pete Way. „Viö viljum helst finna einhverja nýja óþekkta menn, t.d. í anda Plant og Bonham". „Þetta veröur ekki hljómsveit í anda UFO og Motorhead," segir Clarke. Ástæöuna fyrir því aö hann hætti í UFO eftir áratugadvöl þar segir Way fyrst og fremst hafa veriö þá, að hljómsveitin hafi ver- iö oröin allt of „soft" og upptekin viö aö þóknast nýjum aödáend- um í staö þess aö gera vel viö þá aödáendur sem viö höfum þegar. Um brottför sína frá Motor- head segir Clarke, aö þaö hafi lengi staöíö til. Ævintýriö hjá þeim Lemmy og Wendy O’Willi- ams þegar þau tóku upp „Stand by your man" hafi aöeins fyllt mælinn. poppfréttir Vantar ekki nýtt blóö í breska poppinu: Þeysarar á meöan sveitin var bara ung og efnileg. Þaö er ekki eitt heldur allt í breska poppheiminum. Eitt lag- anna á vinsældalistanum breska heitir „Pass the Dutchie" og er flutt af hljóm- sveitinni Musical Youth. í sjálfu sér er ekkert viö þetta aö at- huga ef ekki kæmi þar til meö- Skýringin er komin í Ijós Þaö er oröiö nokkuö langt um liöiö frá þvi skýrt var frá því á Járnsíöunni (en ekki hvar?) aö samband breskra hljóöfæraleik- ara thugaöi aö fá bann á hljóö- gervla. Ekki vitum við lyktir máls- ins oy vissum á sínum tíma ekki hvaö kom því af staö. Sfcýringin er nú fundin. Barry Manilow kom til Eng- lands í tónleikaferö í fyrra. Haföi meö sér sveit 50 manna til undir- leiks. I ár kom hann aftur og þá meö 5 hljóögervlapilta meöferö- is. Hann haföi ekkert við hina 45 lengur aö gera. alaldur hljómsveitarmeölim- anna sem er ekki nema 13 ár. Ótrúlegt en satt. Þaö vantar svo sannarlega ekki nýtt blóö í poppið hjá þeim í Bretlandi. Lag þetta, sem fimmmenning- arnir svörtu frá Birmingham hafa fest á plötu er gamall reggae- slagari frá árinu 1968 og hefur svo sannarlega gert þaö gott. Á aðeins 9 dögum seldust 500.000 plötur meö þessu lagi og fáar plötur geta státaö af slíkri sölu. „Ég vissi þetta um leið og ég heyröi í strákunum," sagöi um- boösmaöur þeirra í stuttu spjalli við AP-fréttastofuna fyrir skemmstu. „Ég var allan tímann viss um aö þeir myndu slá i gegn, en bjóst kannski ekki viö því al- veg svona strax. Nú ætlum viö aö undirbúa tónleikaferöalag um England þvert og endilangt og siöan veröur fariö úí í gsrö stórr- ar plötu." Vantar ekki gorgeirinn í umb- ann, en strákarnir sjálfir í hljóm- sveitinni eru heldur hógværari. Gítarleikarinn er 11 ára gamall og 13 ára bróöir hans leikur á hljómborö. „Viö gáfum einu sinni út plötu, en enginn keypti hana. Þess vegna áttum viö ekki von á aö svona vel gengi núna, þótt auövitaö höfum viö veriö bjart- sýnir innst inni.“ Lagið þeirra fimmmenning- anna, sem hittust fyrst á unglingamiðstöö í Birmingham, tók undir sig mikiö stökk i síö- ustu viku, hoppaöi úr 24. sæti í þaö 7. á vinsældalistanum. Kannski er þaö komið enn hærra núna, hver veit? Þaö viröist allt vera hægt í breska poppheimin- um. Way og Clarke skrifa undir samning sín á milli. Smápattar slá í gegn meö gömlu reggae-lagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.