Morgunblaðið - 14.10.1982, Page 2

Morgunblaðið - 14.10.1982, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 Strandaði og sökk við Papey VELBATURINN Jón Bjarna.son SF3, sem strandaói við Papey laust eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Kom mikill leki að bátnum og sökk hann í gær við eyna. Skipverjar kom- ust í gúmmíbát og var skömmu síðar bjargað af vélbátnum Sturlaugi ÁR7, sem nýlega er farið að gera út frá llornafirði, og komu þeir til Hafnar um klukkan 8.30 í gærmorgun. Sjópróf fóru fram á Höfn í Hornafirði í gær. Jón Bjarnason SF3 var tryggður fyrir tæplega 3,7 milljónir króna, en taka átti hann af skrá um áramót. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá sýslumanninum á Höfn, steytti báturinn á Flyðru- skeri, sem er rétt við Papey. Bátur- inn var að koma frá Reyðarfirði, með viðkomu á Fáskrúðsfirði, og ætluðu bátsverjar suður fyrir Papey í síldarleit. Talið er að rniklir straumar við eyna hafi átt þátt í óhapþinu, en innfall var á firðinum þegar báturinn strandaði. Mikil úr- koma var þegar strandið varð og talið er að það hafi haft áhrif á rad- arinn. Þá er talið hugsanlegt að sjálfstýring bátsins hafi bilað. Báturinn sökk skammt frá Papey Athöfn frest- að vegna anna Steingríms ATHÖFN sem fram átti að fara á Ak- ureyrarflugvelli í dag vegna tímamóta í sögu flugvallarins var frestað þar sem Steingrimur Hermannsson, sam- göngumálaráðherra, sá sér ekki fært að fara norður vegna anna. Fyrir skömmu var lokið við að lengja flugbrautina á Akureyri í 2.000 metra og malbik lagt. Við þessa lengingu geta fullhlaðnar Boeing 727-þotur lent á Akureyrar- flugvelli. Þá er verið að taka í notk- un blindflugstæki á flugvellinum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær haldið verður upp á þennan merka atburð í sögu flugvallarins. á tiltölulega litlu dýpi, en um metri af mastrinu stóð upp úr sjónum þar sem báturinn lá, þegar síðast frétt- ist. Töluverð ólga er í sjónum þar sem báturinn liggur og talið er erf- itt að bjarga nokkru úr honum, vegna óróleika í sjónum. Jón Bjarnason SF3 var einn Sví- þjóðarbátanna svokölluðu, byggður á Nýsköpunarárunum. Akveðið hafði verið að eyða bátnum í vetur, því samþykkt hafði verið að hann væri úreltur orðinn, og voru eigend- ur hans að fá nýjan bát frá Noregi. Skipstjóri bátsins var annar eig- enda hans. Rjúpnaveið- in hefst á morgun RJÚPNAVEIÐIN hefst á morgun, föstudaginn 15. október. Leyft er að skjóta rjúpu til 22. desember. Rannsóknir hafa verið gerð- ar á rjúpnastofninum undan- farin ár, en stofninn hefur ver- ið tiltölulega lítill allt frá ár- inu 1%6. Niðurstöður síðustu rannsókna, sem gerðar hafa verið á rjúpnastofninum benda hins vegar til þess að um 50% aukning sé frá í fyrra. Hugsanlegt er talið að um áframhaldandi fjölgun verði að ræða, í líkingu við það sem áður hefur verið, en rjúpna- stofninn var tiltölulega stöð- ugur allan síðasta áratug. Síðasta hámark stofnsins var um 1966, en það hámark var tiltölulega lágt. Arið 1957 var rjúpan síðast í verulegu hámarki, en ef rjúpunni fjölg- ar með sama hraða næstu ár og nú er, má búast við há- marki í stofninum árin 1985 eða 1986. Ljósmynd (•unnar Asgeirsson. Jón Bjarnason SF3. Myndin er tekin í fyrrinótt þegar báturinn var á reki við Papey. Báturinn er nokkuð siginn, en myndin er tekin eftir að áhöfnin fór frá borði. í baksýn má sjá Ijós nálægs báts. Fjárveitinganefnd Alþingis: Friðjón kjörinn í stað FRIÐJÓN Þórðarson dómsmála- ráðherra var kjörinn í fjárveitinga- nefnd Alþingis í gær af lista stjórnarliða, en Eggert Haukdal, fjórói maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, var felldur, en Eggert hefur setið í fjárveitinganefnd síð- ustu þing. Sjálfstæðismenn buðu fram sameiginlega í allar aðrar nefndir en fjárveitinganefnd. Kjartan Jóhannsson formaður Al- þýðuflokksins tók sæti það sem Benedikt Gröndal skipaði í Sameinað Alþingi: Neitaði að taka fyrirspurn Vilmundar til meðferðar ÞINGMENN felldu að viðhöfðu nafnakalli í sameinuðu þingi í gær tillögu um að heimila meðferð á fyrir- spurn frá Vilmundi Gylfasyni til dómsmálaráðherra varðandi embætt- isfærslu sýslumannsins á Höfn í Hornafirði hinn 18. ágúst sl. Forseti sameinaðs þings, Jón Helgason, neit- aði að höfðu samráði við forseta þingsins að taka fyrirspurnina til meðferðar og krafðist Vilmundur þá að sameinað þing úrskurðaði um mál- ið með nafnakalli. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu við at- kvæðagreiðsluna og í lok hennar kvaddi Vilmundur sér hljóðs um þingsköp og lét þung orð falla í garð forseta, Jóns Helgasonar, og ásakaði hann m.a. um hlutdrægni i fundar- stjórn. Fyrirspurn Vilmundar var beint til dómsmálaráðherra og hljóðaði svo: „Hefur dómsmálaráðherra tal- ið ástæðu til að gera athugasemd við embættisfærslu sýslumannsins á Höfn í Hornafirði hinn 18. ágúst sl.?“. Vilmundur er hér að rifja upp fréttaflutning frá atburði til- greindan dag, en sýslumaðurinn á Höfn hafði umsjón með yfirheyrsl- um vegna meints morðs á ungri, franskri stúlku og árásar á systur hennar. Vilmundur fjallaði opin- berlega um mál þetta á sínum tíma og deildi mjög á sýslumanninn fyrir að vera of opinskár við fjöl- miðla um málið. Á fundinum í gær gerði Jón Helgason grein fyrir framkominni beiðni Vilmundar og afgreiðslu sinni. Jón sagðist telja að tillagan væri ekki þingleg, þar sem ráðist væri persónulega að opinberum embættismanni, sem ekki gæti svarað fyrir sig. Gert var tíu mínútna fundarhlé til að menn gætu borið saman bækur sínar og við nafnakallið gerðu sex þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. Þeir sem tóku til máls lýstu sig allir, að und- anteknum Vilmundi, andstæða skoðunum Vilmundar sem komu fram opinberlega í sumar, varðandi embættisfærslur sýslumannsins. Flestir þeirra greiddu þó atkvæði með því að fyrirspurnin yrði tekin til meðferðar og gerðu grein fyrir þeirri skoðun sinni að það væri alvarlegur hlutur að takmarka rétt þingmanna til þess að bera fram fyrirspurnir. Atkvæði féllu þannig að 41 þing- maður sagði nei, já sögðu 16, þrír sátu hjá. Allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, að undanskyldum dóms- málaráðherra, Friðjóni Þórðarsyni, sem sat hjá, sögðu nei. Alþýðu- flokksmenn sögðu allir já að undanskyldum Magnúsi H. Magnússyni, sem sat hjá. Skoðanir Alþýðubandalagsmanna voru nokkuð skiptar. utanríkismálanefnd og Jón Bald- vin Hannibalsson var kjörinn í atvinnumálanefnd sameinaðs Al- þingis. Nefndarskipan í deildum var að mestu óbreytt. „Það var fyrst talað um að hafa allt óbreytt, en eins og ljóst má vera þá töldum við ekki fært, með- an við erum í þessu stjórnar- samstarfi, að hafa ekki meirihluta í fjárveitinganefnd," sagði Friðjón Þórðarson aðspurður um þessa breytingu. Hann var þá spurður hvernig það samrýmdist að hans mati að vera ráðherra og starfa í svo tímafrekri og stórri þing- nefnd. „Það er náttúrulega ekki gott, en ég held að ég sé eini mað- urinn sem hefur reynslu af því, því ég sat í nefndinni 1980. Þetta er auðvitað mikil vinna og alls ekki æskilegt en það reyndist ekki unnt að ná samkomulagi. Ég óskaði ein- dregið eftir því í gær að vera á lista Sjálfstæðisflokksins, þegar sjá mátti hvernig færi, en ég fékk fyrst að vita það rétt fyrir klukk- an tvö í dag, að þeirri ósk minni hefði verið hafnað." Morgunblaðið spurði einnig Eggert Haukdal álits. Hann sagði: „Stjórnarandstaðan var búin að bjóða það fram, að ef nefndaskip- anin yrði óbreytt yrði Geir Gunn- arsson áfram formaður nefndar- innar, þrátt fyrir að stjórnarliðar misstu meirihlutann. Þetta gat stjórnarandstaðan ekki sætt sig við. Þá hlýtur að vera erfitt fyrir ráðherra að sitja í nefnd sem er alla daga að störfum. Gagnvart mér, þá hefur mér verið kunnugt um það lengi að þeir ætluðu sér þetta sæti, svo þetta hefur ekki komið mér á óvart. Við þessu er svo sem ekkert að segja eða gera,“ sagði Eggert að lokum. Ríkisráðs- fundur í dag RÍKISRÁÐ íslands kemur saman til fundar kl. 9 árdegis. Aó loknum ríkis- ráðsfundi verður ríkisstjórnarfundur. Að sögn Magnúsar Torfa Ólafs- sonar var ríkisráðsfundurinn ákveð- inn fyrir nokkuð löngu. Hann kvað hér einvörðungu um venjubundinn „afgreiðslufund" að ræða. Dagskrá ríkisstjórnarfundarins hafði ekki verið ákveðin í gærkvöldi, en Magn- ús sagðist reikna með áframhald- andi umræðum um þingmál o. fl. Innflutningur á svartolíu hefiir dregizt saman um 19% Benzíninnflutningur jókst um 10,5% fyrstu átta mánuði ársins, en alls voru flutt inn 59.734,9 tonn í ár, samanborið við 54.094,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verömæti innflutnings- ins hefur aukizt um liðlega 60% á milli ára, en verðmætið í ár er liðlega 122,5 milljónir króna, samanborið við liðlega 54 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Gasolíuinnflutningur dróst sam- an um liðlega 1,45% á umræddu tímabili, en til landsins voru flutt 123.194,4 tonn fyrstu átta mánuð- ina í ár, samanborið við 124.952,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mæti innflutningsins í ár var lið- lega 357,2 milljónir króna, sam- anborið við tæplega 258,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn í svarolíuinn- flutningi varð mun meiri, eða í námunda við 19,1%. í ár hafa verið flutt inn 75.552,3 tonn, samanborið við 93.386,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutningsins í ár var tæplega 134,3 milljónir króna, samanborið við liðlega 141,4 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutningsins í ár er því liðlega 5% minna, en það var í fyrra. Innflutningur á þotueldsneyti jókst um tæplega 53,5% fyrstu átta mánuði ársins, en í ár hafa verið flutt inn 36.708,9 tonn, sam- anborið við 23.916,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutn- ingsins í ár er um 127% meira, en fyrstu átta mánuðina í ár var það liðlega 120,9 milljónir króna, sam- anborið við liðlega 53,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Bílainn- flutningur hefur auk- izt um 23% Bifreiðainnflutningur hefur aukizt verulega á þessu ári, en fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar inn samtals 8.545 bifreið- ir, samanborið viö 6.937 bifreiðir á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er liðlega 23,2%. Verðmæti bifreiðainnflutn- ingsins í ár er liðlega 460,3 milljónir króna, samanborið við liðlega 249,3 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Innflutn- ingsverðmætið í ár er því um 84,6% meira, en á sama tíma í fyrra. Til glöggvunar má geta þess, að á öllu síðasta ári voru flutt- ar inn samtals 10.366 bifreiðir og hafði innflutningurinn vaxið um 16,1% frá árinu á undan, þegar inn voru fluttar samtals 8.927 bifreiðir. Þótt ólíklegt sé, að innflutn- ingsaukningin verði jafn hröð það sem eftir er af árinu, er ljóst, að árið í ár verður með stærstu árum í innflutningi bifreiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.