Morgunblaðið - 14.10.1982, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.10.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, P'IMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 5 Átta skip selja erlendis FIMM íslenzk fiskiskip hafa selt afla sinn erlcndis það sem af er þessari viku og þrjú munu selja í dag og á morgun. Hafa skipin yfir- leitt fengið nokkuð gott verð fyrir aflann, bæði í Englandi og l»ýzka- landi. Eftirtalin skip hafa selt það sem af er vikunni: Sigurfari AK seldi 39,6 lestir í Grimsby á mánudag. Heildarverð var 607.300 krónur, meðalverð 15,33. Á þriðjudag seldi Vöttur SU 55,1 lest í Grimsby. Heildarverð var 972.900 krónur, meðalverð 17,65. Þá seldi Birting- ur NK 120,9 lestir, mest karfa, í Cuxhaven. Heildarverð var 1.476.000 krónur, meðalverð 12,21. í gær seldi Freyja RE 52,5 lestir, mest ýsu, í Grimsby. Heildarverð var 803.000 krónur, meðalverð 15,28. Sama dag seldi Ársæll HF 131 lest, mest karfa, í Cuxhaven. Heildarverð var 1.275.900 krónur, meðalverð 9,74. Landshappdrætti Sjálfstoeðisflokksins: Mikilvæg fjáröflunarleið - segir Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri flokksins „ÞAD eru blikur á lofti í þjóðmálun- um eins og öllum er kunnugt, og hugsanlega verður gengið til alþing- iskosninga fyrirvaralítið, og þvi er afar mikilvægt að þetta happdrætti gangi vel, enda er það einn mikil- vægasti hlekkurinn i fjáröflunar- keðju Sjálfstæðisflokksins," sagði Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins i samtali við Morgunblaðið i gær. Tilefnið var það, að nú styttist í að dregið verði í landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins, dregið verð- ur á laugardaginn. Þúsundir stuðningsmanna flokksins hafa fengið heimsenda miða, og kvaðst Kjartan vilja hvetja fólk eindregið til að gera skil hið allra fyrsta. „Það er skammt um liðið síðan síðast var gengið til kosninga með öllum þeim kostnaði er því fylgdi," sagði Kjartan, „og því má segja að oft hafi verið þörf, en nú nauðsyn, að sjálfstæðismenn standi saman og leggi sitt lóð á vogarskálarnar. Happdrættið er afar mikilvæg fjáröflunarleið, og því vonum við að fólk bregðist nú skjótt og vel við. Margt smátt gerir eitt stórt, það sannast best í fjáröflun sem þessari." Þá bað Kjartan Morgunblaðið að koma því á framfæri, að af- greiðsla happdrættisins í Valhöll væri opin frá klukkan 9 árdegis til 22, þar sem tekið er á móti greiðsl- um, og jafnframt er greiðsla sótt heim til fólks eða á vinnustaði, sé þess óskað. Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Mbl., Emilía, þeg- ar verið var að vinna í happdrætti Sjálfstæðisflokksins við Valhöll, talið frá vinstri: Þóra Ólafsdóttir, Anna Borg og Kristín Guðjóns- dóttir. Hvað segja gagnrýnendur? HEFUR ÞÚ HEYRT „Stór rós í hnappagatið hennar Bergþóru". (Sig. Sv., Mbl. 15.9). „Bergmál er plata sem auðvelt er að láta^er Jíka við, lögin grípandi og bera vott um þr'oskrándi ög tilfinn- ingaríkan lagahöfund." CHK, DV, 11.10.). „Eina Bergmál sem ég veit um og ekki deyr út, en magnast." (A., Þjóðv., 12.9.). „Enda væri það dauöur maöur, sem lögin, utsetning þeirra og söngur Bergþóru kæmi ekki við taugaend- ana á. Bergmál ómi alls staðar." (Ari, Tíminn, 9.10 ). GETUR ÞÚ VERIÐ ÁNÆGÐUR MEÐ PLÖTUSAFNIÐ ÞITT ÁN BERGMÁLS? Fæst í næstu hljóntplötuver/lun l)reifinj> FÁLKINN Þú getur ómögulega verið Lappáíaus næsta sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.