Morgunblaðið - 14.10.1982, Síða 12
12
MORGITNRI.Anm RTMMTITnAr.ITR 14 OTfTÓBER 1982
Haukur Björnsson framkvæmdastjóri
Karnabæjar um vanda iðnaðarins:
Röng gengisskráning
höfuðorsök vandans
„(ienjiisskráning á
ekki aá vera haíjstjórnar-
tæki stjórnvalda“
,,1'AI) má sogja, art stöAugt hafi sigiA
á út'a'fuhliöina frá því um áramótin í
fyrra og ásta-óan fyrir því er fyrst og
fremst rangt skráó gengi krónunnar,"
sagAi llaukur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Karnabæjar, í samtali
viA Mbl., cr hann var inntur eftir stöA-
unni, en eins og skýrt hefur veriA frá,
á fataiAnaAurinn og reyndar iAnaAur-
inn í heild í töluverAum erfiAleikum
um þessar mundir.
„Staðan lagaðist að vísu lítið eitt
við gengisfellinguna í ágústmánuði,
en það dugði þó hvergi til, við að
koma málum i eðlilegt horf. Mitt
mat er, að gengisfellingin hefði
þurft að vera helmingi hærri, til að
viðunandi staða næðist," sagði
llaukur Björnsson ennfremur.
Aðspurður um hvort þeir Karna-
bæjarmenn hefðu þurft að fækka
fólki vegna versnandi samkeppn-
isstöðu, sagði Haukur að uppsögn-
um hefði ekki verið beitt ennþá.
—„Við höfum hins vegar ekki
endurráðið fólk, sem hefur ha'tt
störfum hjá okkur, þannig að tm
þessar mundir erum við með um
2/3 af þeim fjölda starfsmanria,
sem við vorum með á síðasta ári,“
sagði Haukur Björnsson.
„Annars er heila málið, að stjórn-
völd fari að gera sér grein fyrir því,
að gengiskráning er ekki hagstjórn-
artæki, heldur á hún að vera skrán-
ing á raunverulegri stöðu hverju
sinni. Að vera sífellt með þetta
kukl, er eins og að ganga sífellt með
ranga klukku," sagði Haukur
Björnsson.
Haukur sagði, að sá vandi, sem
fataiðnaðurinn ætti við að stríða
væri alls ekki einangrað dæmi við
hann. Iðnaðurinn almennt ætti í
verulegum erfiðleikum um þessar
mundir,—„Sem dæmi um þróunina
má nefna, að danska krónan hefur
hækkað um u.þ.b. 60% frá ársbyrj-
un í fyrra, en allur tilkostnaður
innanlands hefur hækkað yfir
100%. Það gefur því auga leið, að
samkeppnisstaðan hefur rýrnað
gífurlega," sagði Haukur Björns-
son, framkvæmdastjóri Karnabæj-
ar að síðustu.
Gengisfelling sænsku krónunnar
og finnska marksins:
Rýrir samkeppnis-
stöðu íslenzks
iðnaðar enn frekar
- segir bórarinn (iunnarsson, skrifstofustjóri FÍL
„l’KSSI (iKNGISKKI.I.IN'G sæ-nsku krónunnar og finnska marksins rýrir sam-
keppnisslöóu íslen/.ka iAnaðarins enn frekar frá því sem orAiA var og var þó
ekki á bælandi," sagði Þórarinn Gunnarsson, skrifslofusljóri Kélags íslcn/.kra
iAnrekenda, í samlali viA Mbl., er hann var innlur el'lir áhrifum gengisfell-
inganna í SvíþjóA og Kinnlandi.
„Gengisskráning krónunnar
gagnvart Kvrópugjaldmiðlum hefur
verið mjög röng síðustu mánuði og
þetta mun skekkja þá mynd enn
frekar. Sérstaklega kemur gengis-
fellingin illa við iðngreinar eins og
fataiðnað og húsgagna- og innrétt-
ingaiðnað, sem hefur átl mjög í vök
að verjast undanfarna mánuði og
misseri," sagði Þórarinn ennfrem-
ur.
Það koni ennfremur fram hjá
Þórarni, að það hefur orðið hlut-
fallsleg aukning á innflutningi frá
Svíþjóð síðustu misserin, sérstak-
lega hefur innflutningur á fatnaði
annars vegar og húsgögnum og inn-
réttingum hins vegar aukizt veru-
lega á undanförnum árum.
Þórarinn nefndi sem dæmi um
þróun gengisskráningarinnar, að
frá 1. janúar 1981 hefði sölugengi
sænsku krónunnar hækkað um
tæplega 12%, en 1. janúar 1981 var
sölugengi sænsku krónunnar skráð
1,4265 krónur, en í gærdag var það
skráð 2,0211 krónur. A sama tíma
hefur allur innlendur tilkostnaður
aukizt um yfir 100'/í .
Reykjavíkurprófastsdæmi:
Námsstefna um öldrunar-
mál og safnaðarþjónustu
Á föstudaginn kemur, þann 15.
október, hefst námsstefna um öldr-
unarmál og safnaðarþjónustu í
Reykjavíkurprófastsdæmi. Hefst
hún kl. 20.30 á föstudagskvöldið og
heldur síðan áfram á laugardaginn.
Það er ellimálaráð prófastsdæmis-
ins sem gengst fyrir þessu nám-
skeiði, en formaður þess er Sigríð-
ur Jóhannsdóttir. Ávarp flytur Al-
bert Guðmundsson, forseti borgar-
stjórnar Reykjavíkur, og Gísli Sig-
urbjörnsson, forstjóri Elliheimilis-
ins Grundar. Unnur Halldórsdótt-
ir, sem er lærð safnaðarsystir og er
vígð til þess starfs, talar um þjón-
ustu kirkjunnar fyrr og nú (diak-
onia) og Margrét Hróbjartsdóttir
fjallar um aldraða og kirkjuna.
Hildur Viðarsdóttir, læknir, flytur
erindi um breytingar þær, sem
fylgja ellinni, og séra Sigurður
Haukur Guðjónsson annast kvöld-
bænir.
Á laugardagsfundinum talar
Kristján Guðmundsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi, um öldrunarmál
bæjarfélaga og kirkjuna, og séra
Sigurður H. Guðmundsson um
öldrunarmálin og hið opinbera, en
um viðfangsefni safnaðanna fjalla
Dómhildur Jónsdóttir, séra Guð-
mundur Óskar Ólafsson og Her-
mann Ragnar Stefánsson.
Bréf hafa verið send út til þeirra,
sem sérstaklega hafa sinnt þessum
málum og sýnt áhuga á þeim og er
tekið á móti þátttökutilkynningum
í skrifstofu dómprófasts árdegis í
símum 37801 og 37810 og er öðru
áhugafólki heimil þátttaka og það
beðið að tilkynna sig í framan-
greindum síma.
Fundarstaður er Safnaðarheim-
ili Bústaðakirkju.
(Frá dómprófasti.)
Jón Vídalín, síungur og hress enda
síldin ekki langt undan.
Valgeir Emilsson — brýnir hníf-
ana.
Ragna Benediktsdóttir — skyldi
komast meira fyrir í tunnunni.
Búið að salta í 4.100
tunnur á Seyðisfirði
„SÍLD var söltuð í 320 tunn-
ur í dag en síldin var veidd í
nót út af Borgarfirði eystri.
Hér er um að ræða af-
bragðsgóða síld — um 80%
stórsíld," sagði Hreiðar
Valtýsson hjá Norðursíld í
samtali við Mbl. Alls hafði
síld verið söltuð í 4100
tunnur á Seyðisfirði á
þriðjudag.
„Nokkuð veiddist af síld
hér í firðinum, en hún er
mun smærri. Um 60 manns
vinna við síldarsöltun hér
og á einum degi hefur mest
verið saltað í 600 tunnur,“
sagði Hreiðar Valtýsson.
Morjfunblaöið/Kjartan Aðalsteinsson.
Og æskan lætur ekki sitt eftir liggja, Erla Dögg Ragnarsdóttir 13 ára i
söltuninni.
þær gáfu sér tíma til að líta upp frá söltuninni og brosa til Ijósmyndarans, f.v. Vibba,
Stund milli stríða
Auda og Hafdís.
Á kafi i síldinni.