Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 13
Varta-rall BÍKR:
Sex eiga
möguleika
á Islands-
meistara-
titlinum
í rallakstri
IIAIISTRALL Bifreiðaíþróttaklúbbs
Reykjavíkur, svonefnt Varta-rall,
hefst á morgun. Er það síðasta rall-
keppni ársins og mun skera úr um
hver hlýtur Islandsmeistaratitilinn i
rallakstri. Af þeim sökum má búast
við mikilli baráttu, en alls eiga sex
keppendur möguleika á íslands-
meistaratitlinum.
Varta-rallið er 375 km langt, af
því eru 192 km sérleiðir, þar sem
raunveruleg keppni fer fram.
Lengsta leiðin er um 25 km, en sú
stysta 1,74 km. Upplýsingamiðstöð
rallsins verður í Fáksheimilinu við
Elliðavog. Þar geta þeir, sem ætla
að fylgjast með rallinu, fengið
upplýsingar um stöðu keppenda og
áhorfendaleiðarbók. Meirihluti
rallsins er að næturlagi, verður
ekið frá föstudagskvöldi fram á
laugardag.
Rallbílarnir verða skoðaðir kl.
19.00 í kvöld við Fáksheimilið. Á
föstudagskvold verður hópakstur
rallbílanna um borgina, en kl.
22.00 verða keppendurnir ræstir
frá húsi Þýsk-íslenska verslunar-
félagsins á Tunguhálsi. Nánar
verður sagt frá rallinu á morgun.
I. Omar Ragnarsson Jón Ragnars.son Kenault 5
2. Hafsteinn Hauksson Birgir V. Halldórsson Escort RS 2000
3. Birgir Bragason Magnús Árnarsson Skoda 130 KS
4. Jóhann Hlöóversson Ingvar Oskarsson Escort 2000
5. Orn Ingólfsson Trabant
S. Sigurjón llaróarson Þráinn Cveleste 1600
7. Ævar Halldórsson Halldór Sigdórsson SAAb 99
8. Eirikur Frióriksson Jónas l’étursson Escort 1600
9. Olafur Sigurjónsson Halldór Sigurjónsson Galant 1600
10. Ævar Hjartarson Bergsveinn Olafsson Lada 1500
II. Trausti Pálsson Atli Vilhelmsson Lada 1500
12. Auóunn Þorstcinsson Pálmi Þorsteinsson Escort 1600
I3. Steingrimur Ingason Jón Arnkelsson Datsun 1800
14. Sverrir Gíslason llalldór Gislason ('hevette 1300
I5. Jón Sigþórsson Uncer 1600
Ifi. Þorsteinn Ingason Sighvatur Sigurósson VW 1300
17. Jón S. Halldórsson Jón Einarsson BMW 2000
18. Óskar Ólafsson Ámi Oli Frióriksson Escort 2000
19. Gunnl. Kögnvaldss. Tómas Hansson Escort 1300
20. Þorvaldur Jensen Kristinn Bernburg Escort 1600
21. Helga Jóhannsdóttir Þorfinnur Omarsson Kenault 5
22. Birgir Vagnsson Hreinn Vagnsson Cortina 2000
23. Hafst. Aóalsteinss. Magnús Pálsson Escort 1600
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
13
„Prúttmarkaðurinn
í kjallara Kjörgarðs
Fatnaöur á karla — konur — börn. • Efni efnisbútar
Mikiö úrval. • Hljómtæki — videokassettur —
kassettur o.s.frv. • Skór á karla —
konur — börn. • Sængurfatnaöur
— handklæöi o.fl. þ.h.
• Leikföng.
Opið
kl.12-18 alla
virka daga,
föstudaga
kl. 12-19,
lauqardaga
kl. 9-12.
Karnabær — Belgjageröin
Hljómbær — Skóver
Olís hefur nú tekið í notkun nýtt tæki,
olíusugu sem gerir viðskiptavinum kleift að
fá skipt um vélarolíu á bílum sínum á ein-
faldan og hraðvirkan hátt.
Olíusugan sem er til ókeypis afnota, er
sett upp miðsvæðis í borginni, á bensínaf-
greiðslu Olís við Álfheima, gegnt Glæsibæ.
Olíusugan er einföld í meðförum: Sog-
röri er rennt niður um olíukvarðagat vélar-
innar og óhreina olían sogast upp á auga-
bragði. Síðan er nýrri og hreinni olíu hellt á
vélina, lesið af kvarðanum til öryggis, - og
ekið af stað.
Við bendum bíleigendum á að ódýrasta
og einfaldasta ráðið til að viðhalda bílvél-
inni er að fylgjast vel með olíunni og skipta
reglulega. Slíkt stuðlar einnig að minni
eldsneytiseyðslu.
Við bendum einnig á að Olís býður ein-
göngu 1 .flokks gæða olíur frá B.P. og Mobil.
Einföld olíuskipti — gjörið svo vel.
OLÍUVERZLUN
ÍSLANDS HF.
Olíusugan
Nýtt tækí 0
tif þjónustu reióubúið