Morgunblaðið - 14.10.1982, Page 15

Morgunblaðið - 14.10.1982, Page 15
MORGÚMBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 13: Málverk frá Álandseyjum Myndlist Valtýr Pétursson Listamaður frá Álandseyjum að nafni Guy Frisk sýnir nú í kjallara Norræna hússins. Þar eru tæp hundrað verk til sýnis, og eru þau gerð í olíulitum, vatnslitum, blandaðri tækni og einnig eru þar teikningar. Blandaða tæknin er þarna í meirihluta, og aðeins eitt verk er á þessari sýningu, gert í temp- eru. Elsta verkið á þessari sýn- ingu er frá 1960 og þau yngstu frá því á þessu ári. Það má því segja, að sýning þessi spanni yfir tuttugu ár og ætti að gefa góða hugmynd um þróun málarans á þessu tímabili. Guy Frisk hefur að baki sér langan menntaferil í listaskól- um, hann hefur fengið styrki frá finnska ríkinu, og hann hefur haldið mikið af sýningum, bæði einkasýningum og með öðrum. Hann hefur verið teiknikennari við Menntaskólann á Álandseyj- um og einnig við skóla í Marie- hamn síðustu tuttugu ár. Af þessu má greinilega merkja, að hann er enginn byrjandi í fag- inu, og það kemur vel fram á sýningu hans í Norræna húsinu. Það kennir margra grasa á þessari sýningu, og hún er í heild nokkuð misjöfn að mínum dómi. Þarna eru ágætar vatnslita- myndir, og á ég þá við léttar og iitríkar myndir eins og nr. 86 til 89, sem eru gerðar 1974 og mér fannst með því skemmtilegasta á þessari sýningu. Einnig vil ég benda á olíumálverkin nr. 16 til 19, sem að mínu mati eru þunga- miðja þessarar sýningar. Þar vil ég sérstaklega benda á eitt besta verkið í þessari upptalningu, nr. 19. Ekki verður þessi sýning skoðuð, án þess að tekið verði eftir nr. 21, „Morgunsár“, sem er mjög vel byggt verk og hefur að- laðandi áhrif og eftirminnileg. Þarna eru einnig nokkur mál- verk, sem virðast gerð undir áhrifum frá suðrænum súrreal- istum og manni dettur í hug Max Ernst. Ennfremur má sjá áhrif frá Bretanum Francis Bacon. Ekki eru það neinar stórsyndir, og margt annað vegur þarna á móti. Guy Frisk hefur tekist að skapa sér persónulegan stíl í meðferð sinni á blandaðri tækni, sem hann notar mikið, en nú í síðustu verkum sínum virðist hann vera á hraðri leið í hóp ný- realista eða jafnvel þeirra er nefndir hafa verið super-realist- ar. Hann er ágætur teiknari og hefur á valdi sínu fleiri en eina aðferð í þeim efnum. Það hefði mátt grisja meira þessa sýningu, því að óneitanlega hefði verið hægt að koma henni miklu betur fyrir og vinna þannig meira rými fyrir hvert verk, þannig að hlutirnir fengju að njóta sín bet- ur en raun ber vitni. Þetta er leitandi listamaður, sem hér er á ferð, og hann kann til verka. Hann er heiðarlegur og vinnur eftir bestu vitund, en vart verður með sanni sagt, að hann hafi náð stórbrotnum árangri enn sem komið er. Það var ánægjulegt að sjá þessa sýn- ingu frá Álandseyjum, en þaðan var sýning hér á ferð fyrir nokkru og báðar þessar sýningar eru byggðarlaginu til sóma. Rúnir Kekkonens um kjarnorkuvopn Bækur Björn Bjarnason Norden - en k ámvapenfri zon? Historik och problem AvJOHANTl.'NBKRCKR ' The goals of president Kekkonen's proposals are rlearand retnain tirne- ly; only the contents are open. Jaakko Blomberg FÖRSVAR OCH SÁKERHETSPOLITIK Á öllum Norðurlöndum nema í Finnlandi hefur verið gerð ein- hvers konar úttekt á hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum á þessu ári. Hér á þessum vettvangi birtist hinn 17. júní sl. umsögn um skýrslu dönsku afvopnunar- og öryggismála- nefndarinnar um þetta efni, sem kom út í byrjun júní. Um svipað leyti sendi norska ríkisstjórnin Stórþinginu ítarlega skýrslu um málið. íslenska öryggismálanefnd- in gaf út rit um efnið nú fyrir skömmu og í Svíþjóð hefur Johan Tunberger ritað bók, sem út kom í sumar, og heitir: Norden — en kámevapenfri zon? Höfundurinn er blaðamaður og skrifar einkum um öryggis- og varnarmál. Hann hefur starfað við Svenska Dagbladet og var um tíma blaða- fulltrúi varnarmálaráðuneytisins í Stokkhólmi. Útgefandi bókarinn- ar er Folk och Försvar í Stokk- hólmi. Með heimildaskrá er bókin 175 blaðsíður og hefur um helmingur þeirra að geyma sögulega lýsingu á hugmyndum um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um, en saga umræðna um það hefst á árinu 1957. Þetta greinar- góða, sögulega yfirlit gerir bókina að ómetanlegri heimild fyrir hvern þann, sem vill kynna sér þetta margrædda mál og finna á einum stað þær röksemdir sem fram hafa komið með og á móti. Hér verður þessi saga ekki rak- in. Eins og flestum áhugamönnum um öryggismál er kunnugt hefur frumkvæði Uhro Kekkonens, fyrr- um forseta Finnlands, oftar en einu sinni orðið hvati mikilla um- ræðna um kjarnorkuvopn og Norðurlönd. Þessar hugmyndir Kekkonens eru næsta leyndar- dómsfullar, ef það orð má nota um stefnumarkandi yfirlýsingar þjóð- arleiðtoga. í bók Tunbergers kem- ur skýrt fram, hve erfitt það hefur verið bæði fyrir Finna og aðra að ráða í orð Kekkonens. Norrænir stjórnmálamenn utan Finnlands hafa að sjálfsögðu rætt um málið eins og sæmir virðingu Kekkon- ens, hugmyndir hans hafa verið taldar athyglisverðar en þær urðu aldrei beint viðfangsefni ríkis- stjórna. Engin einhlít skýring er í raun til á því, hvað fyrir Kekkon- en vakti og nú hefur Mauno Koi- visto, eftirmaður Kekkonens á for- setastóli, sagt að Norðurlöndin verði „ekki kjarnorkuvopnalaust svæði nema með tilkomu gagn- kvæms samkomulegs Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna." (Mbl. 25. september 1982.) Með þessum orð- um hafnar Koivisto þeirri hug- mynd, að með einhliða yfirlýsingu eigi að gera Norðurlöndin að kjarnorkuvopnalausu svæði. Hinn 3. október 1980 hélt Jens Evensen, sendiherra og áhrifa- maður innan Verkamannaflokks- ins í Noregi, ræðu þar sem hann tók undir hugmyndir Kekkonens um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Ræðuna flutti Evensen á fundi í norsku verka- lýðsfélagi án vitundar húsbónda síns í utanríkisráðuneytinu og flokksbróður, Knut Frydenlunds. Daginn sem Evensen „kastaði sprengjunni" var Frydenlund í Finnlandi í för með Ólafi Nor- egskonungi. Frydenlund lýsti yfir óánægju með frumkvæði Evens- ens og sagðist ekki skiija, hvers vegna hann hreyfði þessu máli einmitt á þessum tíma. Ræða Evensens varð upphaf mikilla átaka innan Verkamannaflokks- ins og af innanflokks-ástæðum neyddist norska ríkisstjórnin til að ræða hugmyndina um kjarn- orkuvopnalaust svæði jafnt við utanríkisráðherra Norðurlanda sem bandalagsþjóða í NATO. Sættir náðust innan Verkamanna- flokksins um stefnu, sem felur það í sér, að unnið verði að framgangi hugmyndarinnar um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndun- um í samhengi við viðleitni til að fækka kjarnorkuvopnum almennt í Evrópu. Johan Tunberger segir, að mið- að við stöðu málsins um áramótin 1981/ 82 megi segja, að hugmynd- in um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum sé nú orðin „sal- ongsfáhig", þ.e. komin úr ösku- stónni, á öllum Norðurlöndum. Jafnframt bendir Tunberger á þá staðreynd, að ríkisstjórnir Norð- urlanda eru allar andvígar því að einhliða verði gefnar yfirlýsingar um þetta efni. Sjónarmið ríkis- stjórnanna séu ekki samræmd, enda taki hver þeirra mið af eigin hagsmunum. Þá liggi ekki fyrir hvort ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna séu til þess bún- ar að samþykkja kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum eða ábyrgjast slíka skipan. Höfundur bendir réttilega á, að y staða íslands í hugmyndum manna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum er óljós, enda hafa fræðimenn ekki mikið fjallað um landið i þessu sam- hengi og íslensk stjórnvöld ekki sýnt því mikinn áhuga. Lestur bókar Tunbergers staðfestir þá skoðun, að flest er brýnna fyrir fámenna utanríkisþjónustu ís- la.ids en þetta mál. Á hinn bóginn verður það áfram áhugaefni þeirra stjórnmálamanna hér á landi sem annars staðar leggja sig fram um að telja fólki trú um, að með einhvers konar töfraþulum sé unnt að breyta heimsmyndinni. I lok bókar sinnar gerir Johan Tunberger athyglisverða tilraun til að draga saman þau höfuð- atriði sem nauðsynlegt er að taka afstöðu til, þegar menn velja ann- ars vegar þann kost að lýsa ein- hliða yfir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum og hins vegar þann kost að líta á þessa skipan í evrópsku samhengi. Er einsýnt að fyrri kosturinn er óskynsamlegri og hættulegri. Við djúkboxið með þrumustuð í búknum Hljóm- plotur Arni Johnsen ÞAI) má vera meira dauðyflið sem fer ekki á ið þegar Kabarbara-Rúnar veður frani á sviðið á stórgóðri plötu frá SG-hljómplötum sem ber hið gamalkunna nafn djúkboxið sem að öllu jöfnu var kallað glymskrattinn. Kabarbara-Kúnar gefur svo sannar- lega engin grið og það má reyndar segja um þessa eldfjörugu plötu í heild, hún er bráðskemmtileg og það er óhaút að ma'la með henni í stór- um skömmtum ef einhver er haldinn svartnætti i sálartetrinu. Við djúkboxið er fyrsta platan sem Björgvin Halldórsson vinur fyrir SG-hljómplötur og reyndar er hugmyndin að plötunni frá hon- um komin. Svavar hefur verið fljótur að grípa lagið eins og svo oft áður því það er aðal Svavars að gefa út mikla fjölbreytni í hljómplötum. Að því leiti stendur hann fremst íslenzkra hljómplötu- útgefenda. Björgvin valdi lög frá sjötta áratugnum og það má búast við að mæður og feður sem nú eiga börn sem eru að slíta barnsskónum, hristi af sér hversdagsdrungann og fái sér snúning á eldhúsgólfinu þegar þessir gömlu kunningjar ryðjast inn á heimilin í gegn um öldur ljósvakans. Þarna er meðal annars á ferðinni hið eina sanna rokk sem nötrar af lífsgleði og á ekkert skylt við meltingartruflan- ir eins og sitthvað af því þunga- rokki sem á síðustu og verstu tím- um er verið að þvinga upp á mannskapinn. Það er skothelt lið sem mætir í djúkboxinu, auk Björgvins sem syngur tvö lög eru þar á ferðinni Helga Möller, Erna Gunnarsdótt- ir, Olafur Þórarinsson, Sigurður Dagbjartsson, sem fer á kostum með Rabarbara-Rúnu, Haraldur Sigurðsson (Halli) og Jóhann Helgason sem bregst ekki boga- listin. Þá má geta þess að Björgvin Halldórsson syngur sjálfur allar bakraddirnar og er það enn ein skrautfjöðurin í annars marglitan hatt Björgvins á vettvangi ís- lenzkrar dægurtónlistar. Allir textar plötunnar eru eftir Jón Sig- urðsson og Þorstein Eggertsson, en nöfn þeirra má segja að séu eins konar gæðamerki á slíkri hljómplötu sem djúkboxið er, plötu sem segja má að sé sígild dægurlagaplata og það er þakkar vert að virkilega er vandað til hennar, enda speglar hún vel þá kosti sem fjölmargir íslenzkir dægurlagasöngvarar hafa og það öryggi sem þeir hafa náð með sí- fellt vaxandi þróun í hljóm- plötuútgáfu á íslandi. Djúkboxin hafa löngum verið forvitnileg og lumað á einu og öðru en þarna má segja að hver gæsin komi á skot eftir aðra. Áfram með smjörið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.