Morgunblaðið - 14.10.1982, Page 17

Morgunblaðið - 14.10.1982, Page 17
MORGUNBLAPIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 17 •i Tómas Árni Jónasson, ydrlæknir á lyflæknisdeild Landakotsspítala. fræðslu í framhaldsskólum og bjóða upp á fræðsluefni á fund- um félagasamtaka. Þess hefur greinilega orðið vart, að eftir- spurn eftir fræðsluefni hefur farið vaxandi. Þessi tvö verkefni, fræðslan og fjáröflun, eru það umfangs- mikil að lítið verður afgangs af starfsgetu og fjármunum til að sinna öðrum verkefnum. Reynt hefir verið að veita heilbrigð- isstarfsfólki námsstyrki og styrkja sjúklingahópa. Stjórnin telur æskilegt að félagið gæti sinnt meir en gert hefir verið aðstoð við sjúklinga og telur að brýn nauðsyn sé að bæta að- stöðu til krabbameinslækninga hér á landi. Magakrabbamein algengara á íslandi en í ná- grannalöndunum — Hver eru helstu krabba- mein í meltingarvegum? „Ég er ekki krabbameinssér- fræðingur. Hins vegar starfa meltingarsérfræðingar mikið við að leita að krabbameini í meltingarfærum. íslendingar hafa sérstöðu hvað maga- krabbamein snertir. Það var snemma álitið að krabbamein í maga væri algengara hér en í nágrannalöndum okkar og verið staðfest með krabbameins- skráningu Krabbameinsfélags íslands. Prófessorarnir Níels Dungal, Júlíus Sigurjónsson og Ólafur Bjarnason skrifuðu margar greinar og bentu á hærri tíðni en í ná- grannalöndum okkar. Menn hafa reynt að finna orsakir þessa og hefur grunur manna beinst fyrst og fremst að matar- æðinu. Prófessor Níels Dungal setti fram tilgátu um að orsak- anna væri að leita í reyktum mat. A seinni árum hafa augu manna beinst að saltmeti, að krabbameinsvaldandi efni myndist í maga undir sérstökum kringumstæðum fyrir áhrif saltpéturs. Sú ánægjulega þróun hefir átt sér stað, að tíðni maga- krabbameins minnkaði á árun- um eftir 1950 og er tíðnin í dag aðeins helmingur af því sem þá var. A Norðurlöndum er tíðni magakrabbameins þó enn hæst meðal íslenzkra karlmanna. Hvers vegna þessi ánægjulega þróun hefur átt sér stað er erfitt að fullyrða um, en líklegt að orsakirnar sé að miklu leyti að finna í breyttu mataræði." — Hvað er hægt að gera til þess ef efla leit að krabbameini í maga á byrjunarstigi? „Þetta er erfitt viðureignar. Á byrjunarstigi finnur sjúklingur- inn oft ekkert fyrir sjúkdómin- um og eina leiðin er skipuiögð leitarstarfsemi. Slík leit fer fram í stórum stíl í Japan, en við höfum ekki talið slíka leit viðráðanlega enn sem komið er. Að vísu hafa verið gerðar til- raunir til leitar að krabbameini í maga í fremur smáum stíl hér- lendis. Hér er um að ræða leit meðal þeirra, sem taldir eru eiga fremur á hættu að fá krabbamein en aðrir. í fyrra skiptið var krabbameins leitað meðal sýrulausra sjúklinga í leitarstöð Krabbameinsfélags- ins. Og hitt skiptið var leitað á Akureyri, m.a. hjá sjúklingum, sem höfðu verið skornir upp við magasári. Ég tel að það hafi tví- mælalaust þýðingu að slíkri leit sé haldið áfram hjá einstakling- um með aukna áhættu, til að mynda meðal sýrulausra sjúkl- inga og þeirra sem hafa verið skornir upp við magasári. Magaspeglun dýr adferð vió leit og ekki óþægindalaus Sú aðferð sem hefur reynst best við leit að krabbameini í maga er magaspeglun. Gallinn við aðferðina er, að hún uppfyll- ir ekki sumar aðrar þær kröfur sem gerðar eru til aðferða sem beitt er í sjúkdómsleit, hún er dýr, ekki óþægindalaus né áhættulaus. Næst krabbameini í maga er tíðni krabbameins í ristli mest. Sú þróun hefur átt sér stað hér á landi sem erlendis, að krabba- meinstilfellum í ristli hefur fjölgað á sama tíma og krabba- meinstilfellum í maga hefur fækkað. Krabbamein í ristli greinist sem betur fer oft á því stigi, sem sjúkdómurinn er læknanlegur en svo er þó ekki alltaf. Batahorfur eru margfalt betri meðal þeirra, sem krabba- mein greinist á byrjunarstigi en hinna þar sem sjúkdómurinn er langt genginn. Það er mikilvægt að fóik viti hvaða einkenni gætu leitt til greiningar á krabbameini á byrjunarstigi. Fólk sem tekur eftir blóði í hægðum eða breyt- ingum á hægðavenjum ætti að leita eftir rannsókn. Skipulögð leit að krabbameini í ristli er möguleg og hefir Krabbameinsfélagið mikinn áhuga á því, að slík leit verði hafin,“ sagði Tómas Árni Jón- asson. FJÁRFESTINGAAKVARÐANIR A ÍSLANDI Stjórnunarfélag íslands boðar til ráðstefnu, fimmtudaginn 21. október nk., um efnið „Fjárfestingaákvarðanir á íslandi“. Ráðstefnan verður haldin í Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 10.15. Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: 10:15 Ráðstefnan sett. — Hörður Sigurgestsson stjórnarformaöur Stjórnunarfélags íslands. 10:30 Uppruni fjármagns á íslandi. — Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. 10:50 Fjárfesting opinberra aðila — Halldór Ásgrímsson alþingismaöur. 11:10 Fjárfesting einkaaðila. — Víglundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri B.M. Vallá hf. 11.30 Umræður og fyrirspurnir. 12.00 Hádegisverður. 13.15 Fjárfesting og framlag einstakra atvinnu- greina til hagvaxtar. — Sigurður B. Stefánsson, Þjóöhagsstofnun. 13.35 Ákvarðanataka um fjárfestingar. — Pétur Maack dósent, Háskóla íslands. 13.55 Félagsleg sjónarmið og arðsemi. — Björn Björnsson hagfræöingur, Alþýöusam- bandi íslands. 14.15 Helstu kostir í stýringu fjármagns. — Kristján Jóhannsson hagfræöingur Félags íslenskra iönrekenda. 14.35 Umræöur og fyrirspurnir. 15.00 Kaffihlé. 15.30 Hvaö er að? Hvert stefnir? — Jón Sigurðsson forstjóri íslenska járnblendifélagsins. 15.50 Pallboðsumræður. — Halldór Ásgrímsson alþingismaöur. — Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaöur. — Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks hf. — Sigurgeir Jónsson, aöstoöarbankastjóri Seölabankans. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands í síma 82930 A STJQRNUNARFELAG ISLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI82930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.