Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 19 ur að þeim staðið en oft áður. Margir góðir menn hafa áhyggur af þverrandi búsetu fólks í sveit- um landsins og er það ekki að ástæðulausu, því þar liggja rætur íslenskrar menningar og mega ekki losna um of frá móður jörð. Þessi ótti er að sjálfsögðu ekki ástæðulaus, en þó finnst mér að nútíminn bjóði upp á meiri mögu- leika til búsetu fólks í sveitum, sem stundar annað en landbúnað, en áður var. Slíka búsetu mætti styðja á margvíslegan hátt og vega þannig upp á móti hugsan- legri fækkun í bændastéttinni. Þótt ég hafi einkum gert offram- leiðsluvandamál landbúnaðarins að umræðuefni hér, þá eru vissu- lega mörg önnur vandamál honum tengd, sem bíða úrlausna, og er hart til þess að hugsa þegar svo er ástatt, að landbúnaðurinn skuli ekki fá það hagræðingarfé, sem honum ber lögum samkvæmt. Það er nú sem oft áður, að íslensk bændastétt þarf á góðra manna ráðum að halda því það sem nú kann að verða gert í málefnum landbúnaðarins mun trúlega varða velferð bændastéttarinnar um langa framtíð. Ég er sann- færður um að ef nú verður tekið harkalega á offramleiðsluvanda- málum landbúnaðarins, þá gæti farið af stað verulegur flótti fólks frá sveitum að sjávarsíðu. Sá flótti þýddi vissulega ekki annað en það, að offramleiðsluvandamál bændastéttarinnar flyttust beint inn á hinn almenna vinnumarkað í landinu og getur hver sagt sjálfum sér, hversu farsælt það yrði. Við skulum minnast þess að ef við leysum vandamálin á þann hátt að önnur og kannski verri komi í staðinn, þá er verr farið en heima setið. Laxamýri, 1. okt. 1982. Jakob Hafstein með einn stærsta hænginn sem veiddist. I.jósm. Mbl. KAX. við Mbl. að engin uppgripaveiði hafi verið í haust, enda kvaðst hann telja að farið hefði verið í árnar og laxi stolið. Klakveiðarnar fara þannig fram, að notað er „létt“ net, sem lagt er í hylinn og laxinn síðan rekinn í. Síðan er laxinn hirtur úr netinu og settur í grind, síðan er hann fluttur í sérstökum kassa, sem súrefni er hleypt á, í klak- og eldisstöðina. Þar er fiskurinn lát- inn í þró og geymdur þar, uns komið er að kreistingu. -ój. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík komin heim: Spiluðu sig inn í hjörtu áheyrenda Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík. í fremri röð frá vinstri eru: Hávarður Tryggvason, Kryndís Gylfadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir. í efri röð frá vinstri eru: Gréta Guðnadóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, stjórnandinn Mark Reedman, Bryndís Pálsdóttir og Vera Ósk Steinsen. Á myndina vantar Ornólf Kristinsson og Svövu Bernharðsdóttur, en þau eru farin utan til framhaldsnáms. segir stjórnandinn Mark Reedman GÓÐUR árangur Strengjasveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á al- þjóðlegu móti ungra tónlistarmanna i Belgrad í Júgóslavíu á dögunum hefur vakið mikla athygli, en sveitin varð í fjórða sæti i keppni níu sveita. Keppnina vann hljómsveit frá Guildhall-skólanum breska, en í öðru og þriðja sæti voru sveitir frá Ungverjalandi og Póllandi. Sagði stjórnandinn, Mark Reed- man, að það segði ekki nema hálfa söguna að nefna sætið sem is- lenska strengjasveitin hafnaði í undir lokin; árangur hennar væri um margt merkilegri en lokasætið gæfi til kynna þegar eftirfarandi er haft í huga: í fyrsta lagi það að hér er um hreina áhugamannahljómsveit að ræða, þar sem á hinn bóginn aðrar hljómsveitir keppninnar væru meira og minna skipaðar atvinnu- tónlistarmönnum. í öðru lagi var islenska sveitin sú fáliðaðasta í keppninni, og auk þess með yngsta meðalaldurinn, eða 19 ár. í þriðja lagi nefndi Mark, að vert væri að hafa í huga árangur sveitarinnar í fyrstu tveimur hlut- um keppninnar, en keppnin fór fram í þremur lotum. í fyrstu lot- unni hafnaði sveit íslands í 2. sæti, og í annarri lotu í 3. sæti. „Það er óhætt að segja að ís- lenska strengjasveitin hafi spilað sig inn í hjörtu áheyrenda," sagði Mark ennfremur. „Þótti mönnum hreint ótrúlegt að svo fámenn þjóð gæti haft svona góðum ungum tónlistarmönnum á að skipa.“ Það er eftirtektarvert að sveitin hrapaði niður um tvö sæti eftir því sem á leið keppnina. Hvers vegna? Töldu krakkarnir að það væri einföld skýring á því. Þau sögðust ekki hafa búist við að ná svona langt í keppninni og því lagt mesta áherslu á þau verk sem til- heyrðu fyrri hlutanum. Það kom einnig fram í samtali við tónlistarfólkið unga að æf- ingar hefðu verið af skornum skammti. Þau fengu ekki tilkynn- ingu um þátttökurétt fyrr en tæp- um þremur vikum fyrir brottför og þá höfðu þau ekki æft saman allt sumarið og áttu eftir að læra tvö ný verk. En hver var annars aðdragand- inn að því að sveitin tók þátt í keppninni? Barðaströnd: Hrefnuveiöin hefur gengid vel Innri-Múla, Bardislrönd, 5. október. HÉRADSSAMBANDIÐ Hrafna- Flóki hefur haldið árlegt frjálsíþróttamót sitt og tókst það mjög vel. Ungmennafélag Barð- strendinga sá um mótið að þessu sinni undir stjóm formanns félags- ins, ívars Ragnarssonar. Flest stig á mótinu hlaut Hörður Patreksfirði, og Ungmennafélag Tálknfirðinga varð í iiðru sæti. I þriðja sæti var Ungmennafélag Barðstrendinga og íþróttafélag Bílddælinga í fjórða sæti. Ennfremur er keppt í sundi og knattspyrnu á vegum Hrafna- Flóka á hverju sumri. Slátrun hófst á Petreksfirði í enda september og er áætlað að slátra rúmum sex þúsundum fjár og um þrjú hundruð nautgripum. Hrefnuveiði er að ljúka hér og hefur hún gengið vel í sumar, en óvíst er, hvort skelvinnsla verður hér í vetur. Við vonum samt að svo verði. Heyskap lauk hér að mestu í ágústlok. Hey eru næg og mjög góð svo bændur þurfa ekki að kvíða vetri með fóður. — SJ.Þ. Mark Reedman sagði að fyrir ári hefði hann séð auglýsingu um þessa keppni og þá tekið eftir því að sum verkanna sem flytja átti, hefði Strengjasveit Tónlistarskól- ans æft saman. Það var þó ekki fyrr en í júní að umsókn var send inn, en þegar dróst að fá svar voru krakkarnir hálfvegis búnir að af- skrifa ferðina. En svar fékkst um síðir og þegar borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Sel- tjarnarness ákvað að veita nokk- urn fjárstuðning til ferðarinnar var ákveðið að taka þátt þrátt fyrir knappan tíma til undirbún- ings. Það má nefna það í lokin að flestöll koma krakkarnir til með að leika með hinni nýstofnuðu ís- lensku hljómsveit í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.