Morgunblaðið - 14.10.1982, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
(irundvallarbreytingar á kínversku þjóðlélagi — I. i>rein.
et'tir Ragnar
Baldursson
I opnunarræðu sinni á 12.
landsþinfji Kommúnistaflokks
Kína, sem nú er nýlokið, fullyrti
Deng Xiaopinjr að þinjjið yrði
það að mikilvæjíasta í sögu
flokksins frá því að 7. flokks-
þingið var haldið 1945. Ýmsir
fleiri forystumenn kínverskra
kommúnista tóku undir þetta
mat Deng Xiaoping á þinginu.
Sjöunda flokksþingið tók á
sínum. tíma ákvörðun um að
berjast til þrautar við þjóðern-
issinna, staðfesta skipun Maos í
formannsembætti flokksins og
mótaði þá stefnu sem gerði
kommúnistum kleift að komast
til valda í Kína 1949. Það er því
greinilegt að þeir teija að 12.
þingið hafi markað söguleg
límamót.
Stalínskt hagkerfi
hingað til
Breytingarnar núna teygja sig
inn á öll svið þjóðlífsins. Þær
hafa þegar haft mikil áhrif á
sviði efnahagsmála, stjórnmála
og menningar í Kína. Þau áhrif
munu samt eiga eftir að marg-
faldast á þessum áratug ef boðuð
stefna verður að raunveruleika.
Þegar Kínverjar ákváðu að
leita til erlendra fyrirtækja og
landa um fjárfestingar og lán
var um að ræða meiriháttar
stefnubreytingu frá efnahags-
legri einangrunarstefnu menn-
ingarbyltingarinnar. Þar sem
erlendum fyrirtækjum er
sniðinn þröngur stakkur um
starfsemi og kínverska ríkið
áskilur sér rétt til yfirumsjónar
með starfsemi þeirra þá leiddu
aukin umsvif erlendra fyrir-
tækja á kínverskri grund ekki
ein sér til grundvallarlegra
breytinga á efnahagskerfi Kínv-
erja. Akvörðun um fyrirkomulag
fjárfestinga þeirra er að mestu í
höndum viðkomandi ríkisstofn-
ana og við afskriftir verða fyrir-
tækin smám saman eign kí-
verska ríkisins (þá er að sjálfs-
ögöu mið-
að við að fjárfestingin hafi skil-
að sér aftur að fullu leyti til
hinna erlendu fyrirtækja auk
hagnaðar).
Fram að þessu hafa Kínverjar
að mestu fylgt fordæmi Sovét-
manna um fyrirkomulag
áætlanagerða, efnahagsstjórn-
un, ráðstöfun hagnaðar og á
sviði fjárfestinga. Ríkisrekin
iðn- og verslunarfyrirtæki hafa
skilað öllum hagnaði af rekstri
sínum beint til ríkisins og ef um
halla er að ræða hefur ríkið
greitt hann. Hvorki fyrirtækin
sjálf né verkamenn í þeim hafa
haft beina hagsmuni af hag-
kvæmum rekstri og hagræðingu
við framleiðsluna. Þeim hefur
verið gert að standa skil á
ákveðnu framleiðslumagni án
tiilits til kostnaðar.
Gallar á efna-
hagskerfinu
Hingað til hefur orðið að
sækja til ríkisins um sérhverja
breytingu á framleiðsunni og
auknar fjárfestingar; þetta á
meira að segja við um fjármagn
til eðlilegrar endurnýjunar á
tækjakosti verksmiðjanna.
Viðkomandi ráðuneyti og
stjórneiningar verða að sinna
óteljandi málum á hverju ári og
verksvið þeirra skarast oft þann-
ig að eftir umfjöllun í einni
stjórneiningu hefur orðið að vísa
málum til annarra stjórneininga
og þannig koll af kolli. Rökin
fyrir þessu eru þannig sé hægt
að skipulegjya samræmda efna-
hagsstjórn og koma í veg fyrir
meiriháttar mistök. I reynd hef-
ur þetta kerfi samt verkað mjög
letjandi á ýmsar mikilvægar
framkvæmdir. Oft hafa liðið ár
frá því að tillaga um nýja verk-
smiðju eða jafnvel bara stækkun
næðisskorts hefur miklu fjár-
magni verið veitt til þróunar
byggingariðnaðarins á undan-
förnum árum. Ný íbúðarhús
hafa sprottið upp eins og gorkúl-
ur, þar á meðal mörg háhýsi í
Peking. Meira en ár leið samt frá
því að sumum þessara háhýsa
væri lokið þangað til íbúar gátu
flutt inn í þau, þar sem það vant-
aði lyftur og það var eftir að
ganga frá vatnsveitunni. Enn-
fremur er algenj^ að það vanti
rúðugler í nýbyggð hús.
Fyrir 3 árum tóku verslanir í Peking upp þá nýbreytni að opna vörumarkaði á vorin í skemmtigörðum til að auka söluna.
verksmiðju kemur fram, þar til
hægt hefur verið að byrja
framkvæmdir.
Vegna mikils valdsviðs for-
ystumanna sem búa yfir lítilli
faglegri þekkingu hefur þetta
kerfi ekki getað komið í veg fyrir
sóun í fjárfestingarmálum.
Ófullkomnar upplýsingar um
ástand margra framleiðslu-
greina og hægt upplýsinga-
streymi á einnig þarna sök á.
Það er algengt að það sé mis-
ræmi á milli afkasta í iðngrein-
um sem verða að vera nátengdar
eigi framleiðslan að nýtast. Fjöl-
mörg dæmi eru um þetta. Oft
hafa stórar verksmiðjur verið
byggðar án þess að orka til
þeirra hafi verið tryggð eða full-
nægjandi flutningakerfi fyrir
hráefni hafi verið fyrir hendi.
Annað dæmi er á sviði hús-
bygginga. Vegna gífurlegs hús-
Óseljanlegar vörur
á tíma vöruskorts
Þau ráðuneyti og stofnanir,
sem sjá um vörudreifingu, og
þær, sem gera framleiðsluáætl-
anir, ákveða um framleiðslu-
breytingar og fjárfestingar, eru
að mestu aðskild. Þess vegna
liggur lítil sem engin markaðs-
könnun að baki framleiðslu-
ákvarðana. Verksmiðjur og stór-
fyrirtæki í eigu ríkisins bera
enga ábyrgð á því hvort það, sem
þau framleiða, sé seljanlegt.
Sala og dreifing framleiðslunnar
hefur verið í höndum ríkisrek-
inna verslunarfyrirtækja sem
hafa neyðst til að taka við öllum
vörum án tillits til þess hvort
það er eftirspurn eftir þeim.
Þetta hefur leitt til þess, að á
meðan birgðaskemmur víðs veg-
ar um landið hafa verið fullar af
ýmsum óseljanlegum vörum,
hefur samtímis verið tilfinnan-
legur skortur á öðrum vörum.
Mörg fyrirtæki, sem framleiða
neysluvörur, eins og klæðnað,
hitabrúsa, reiðhjól og þess hátt-
ar hafa um áratuga skeið fram-
leitt þessar vörur án þess að
bæta gæði þeirra eða fjölbreytni.
Almenningur hefur ekki getað
valið um aðrar tegundir og þess
vegna hafa fyrirtækin getað
bent á mikla sölu sem rökstuðn-
ing fyrir því að vörur þeirra séu
fullgóðar og ekki sinnt kröfum
almennings um meiri gæði og
fjölbreytni.
Það hefur verið venja að út-
hluta ríkisfyrirtækjum hráefn-
um í samræmi við beiðnir þeirra
án þess að fullt tillit hafi verið
tekið til raunverulegra þarfa
þeirra, enda viðkomandi stjórn-
einingar oft ekki í aðstöðu til að
meta þær. Vegna hráefnisskorts
á ýmsum afurðum, eins og t.d.
stáli, er ekki hægt að sinna öll-
um beiðnum fyrirtækjanna
hverju sinni. Þetta vita þau og
fara þess vegna kerfisbundið
fram á meira af hráefnum og
vélum en þau hafa raunverulega
þörf fyrir á hverjum tíma. Þann-
ig reyna ríkisfyrirtæki að bak-
tryggja sig svo að þau geti staðið
við framleiðsluáætlanir síðar
þegar beiðnum þeirra er ekki
sinnt. Þess vegna eru t.d. miklar
birgðir af stáli í mörgum fyrir-
tækjum á meðan önnur fyrir-
tæki neyðast til að draga úr
framleiðslu sinni vegna skorts á
því.
(í næstu grein verður fjallað
um þær leiðir sem Kínverjar
hyggjast fara til að bæta úr
þeim vandamálum sem hér hef-
ur verið lýst.)
Notkun handvagna til flutninga er enn algeng sumsstaðar í Kína. —
^0 . JHk.
* .. .#
*
Kínverjum þykir vænt um börnin sín og klæða þau vel svo að það slái
ekki að þeim á veturna. Verður framtíð þeirra barna jafn björt og
foreldrarnir vonast til?
Skrifræði og léleg
eftiahagsstjórn