Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 21 Verð á rækju ákveðið Á fundi yfirnefndar Verd- lagsráAs sjávarútvegsins á fdstu- dag var ákvedið eftirfarandi lág- marksverð á rækju frá 1. sept- ember til ,‘JO. nóvember 1982: Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi: kr. a) 160 stk. og færri í kg. 10,85 b) 161 til 180 stk. í kg. 9,45 c) 181 til 200 stk. í kg. 8,75 d) 201 til 220 stk. í kg. 7,77 e) 221 til 240 stk. i kg. 6,75 f) 241 til 269 stk. í k*;. 6,15 g) 261 til 350 stk. í kg. 5,55 h) 351 stk. og fleiri í kg. 3,45 Afhendintíarskilmálar eru óbreyttir. Akvórðun þessi var tekin af oddamanni og fulltrúum kaup- enda í nefndinni gegn atkvæði fulltrúa útgerðarmanna en full- trúi sjómanna sat hjá. í yfirnefndinni áttu sæti: Bolli Þór Bollason, sem var oddamaður nefndarinnar, Árni Benediktsson 0); Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson af hálfu kaupenda og Ágúst Einars- son og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda. Bolungarvík: Leik- fimi í að uppfræða það um, hvernig hentugast sé að bera sig til við vinnuna. Sjúkraþjálfinn hvatti konurnar til að fjölmenna í þess- ar æfingar í „níu-pásunni“ og gaf þeim ábendingar varðandi heppilegustu æfingarnar. Það væri gaman að vita, hvort þetta tíðkast í öðrum frystihús- um eða hvort kvenfólkið í Ishús- inu hér er ef til vill brautryðj- endur í þessu, sem vissulega er til fyrirmyndar. Meðfylgjandi myndir eru teknar í „níu-pásunni“. — Gunnar nrn- pasu Bolungarvík, K. oklóber. Á HVEKJUM vinnudegi klukkan níu að morgni er gefið sjö mínútna hlé í frystihúsinu. Sumir fara og fá sér kaffi, aðrir kaffi og sígarettu, unga fólkið hleypur oft í næstu búð og fær sér gos. En á hverjum morgni í „níu-pásunni" fer hluti af starfsfólkinu i leikfimi. Þetta eru einkum konur sem fara út á gólfið i vinnusalnum og teygja armana og vinda búkinn eftir kúnstarinnar reglum. Fyrir stuttu heimsótti sjúkra- þjálfi starfsfólkið þeirra erinda Amsterdam er óumdeilanlega f sviðsljósinu um þessar mundir - jafnt hér- lendis sem erlendis. Þessi fallega stórborg hefur í æ ríkara mæli tekið við hlutverki hins eina sanna „hjarta Evrópu" og í borginni finnur þú tækifæri til nær allra þeirra hluta sem hugurinn girnist. Einstaklingsferðir Brottföralla föstudaga f 5 daga ferðir. Brottför alla þriðjudaga eða föstu- daga f vikuferðir. Innifalid f verAi: Flug, gisting með morgunverði. Gisting á lúxushótelunum Marriott og Hilton eða á hinu stórskemmtilega og vingjarnlega Parkhotel. Allt einstaklega vel staðsett hótel. Hópferðir aðildarfélaga 5 daga ferðir (hægt að framlengja) Október: 22, 29 Nóvember: 12, 26. Desember: 10. VerA er sama og f einstaklings- ferAunum en auk flugs og gistingar með morgunverAi er eftirfarandi innifaliA: Ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og skemmtisigling um síki Amsterdam. Næturlífið er fjölskrúðugt og eldfjörugt, verslanirnar f sérflokki, veitingastað- irnir hver öðrum skemmtilegri og listheimurinn óviðjafnanlegur. Síðast en ekki sfst mætir þér hvarvetna glaðvært og hlýlegt viðmót sem Hollendingar hafa löngum verið annálaðir fyrir. HvaA er gert f Amsterdam? Verslun Glæsilegar verslanir af öllum tegundum. Verðlagið er engu Ifkt. Veitingahús Veitingahúsin eru frá öllum heims- hornum enda gjarnan sagt að f Amsterdam sé hægt að „borða á öllum tungumálum". Líflegir barir og notaleg kaffihús að auki. Næturlífið Diskótek, næturklúbbar og skemmtistaðir skipta hundruðum. Myndlistin 50 listasöfn, t.d. Rembrandt- og Van Gogh söfnin, Rijksmuseum, Stede- lijks Museum, vaxmyndasafnið Madame Tussaud’s, hús önnu Frank o.fl. Tónlistin Klassík, popp, jazz, kirkjuorgel og margt fleira. Snjöllustu listamenn heims troða upp í hverri viku. Gleymum heldur ekki ballettinum og 50 kvikmyndahúsum með allar nýjustu myndirnar með ensku tali. Knattspyrnan Deildarkeppnin, Evrópuleikir, lands- leikir. Verð frá kr. 4.950 Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Verð miftast við flug og gengi 1.9.1982

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.