Morgunblaðið - 14.10.1982, Page 23

Morgunblaðið - 14.10.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 23 Alva Myrdal fær friðar- verðlaun í fimmta sinn Stokkhólmi, 13. október. AP. ÞETTA er ekki í fyrsta sinn sem Alva Mvrdal hlýtur friðarverðlaun. Hún hefur um langt skeið beitt sér mjög fyrir afvopnun og fjórum sinnum áður hefur hún hlotið verð- laun fyrir þetta starf. Hún er átt- ræð að aldri, listfræðingur að mennt, en lif sitt hefur hún helgað stjórnmálum og baráttu fyrir friði og afvopnun. Hún gegndi embætti ráðherra afvopnunarmála í sænsku stjórninni um sjö ára skeið, en af slíkum málum hafði hún haft mikil kynni, m.a. á meðan hún veitti for- stöðu félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna og á meðan hún gegndi embætti forstjóra félagsvísinda- deildar UNESCO. Alva Myrdal hefur verið talin brautryðjandi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna, en þau mál lét hún til sín taka löngu áður en þau komust í tízku. M.a. varð hún formaður hins sænska fé- lags kvenna á framabraut, síðar formaður alþjóðasamtaka þeirr- ar hreyfingar á árunum 1935-1942. Árið 1955 var hún skipuð sendiherra lands síns í Indlandi og var fyrsta sænska konan sem gegndi slíku embætti. Hún tengdist þáverandi forsætis- ráðherra Indlands, Jawaharla! Nehru, miklum vináttuböndum. Við heimkomuna til Svíþjóðar 1961 varð Alva Myrdal þingmað- ur Jafnaðarflokksins og skömmu síðar formaður sænsku sendi- nefndarinnar á afvopnunar- ráðstefnu SÞ í Genf. Þar flutti hún skorinorða ræðu þar sem hún krafðist þess að gerður yrði samningur um bann við kjarn- orkutilraunum, en ræða þessi vakti mikla athygli á konunni og málstaðnum á alþjóðavettvangi. Alva Myrdal hefur verið nefnd í sambandi við veitingu friðar- verðlauna Nóbels undanfarin ár. Síðan hún lét af ráðherraemb- ætti 1973 hefur hún helgað sig algjörlega baráttunni fyrir friði í heiminum og enn er engan bil- bug á henni að finna enda þótt hún sé áttræð að aldri. Maður hennar er hagfræðingurinn heimskunni, Gunnar Myrdal, en hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1974. Alva Myrdal á heimili sínu í Stokkhólmi eftir að kunngert var um friðar- verðlaunahafa Nóbels árið 1982. Garcia Robles - mexi- kanskur diplómat og sér- fræðingur í alþjóðalögum Mexíkóborg, 13. október. Al*. ALFONSO Garcia Kobles sem nú hlýtur friðarverðlaun Nóbels er fyrrverandi utanríkisráðherra Mexíkó og þaulvanur diplómat. Margir eru þeirrar skoðunar að fá- ir þekki jafn vel innviði Samein- uðu þjóðanna og Garcia Robles, en hann hefur verið aðalfulltrúi sendi- nefndar Mexíkó á afvopnunarráð- stefnunni i Genf frá 1966 og fasta- fulltrúi frá 1977. Garcia Robles er kunnur fyrir ritstörf og hefur skrif- að 26 bækur og á fjórða hundrað greinar um afvopnunarmál. Garcia Robles er 71 árs að aldri, lögfræðingur að mennt. Fræði sín nam hann í París og Haag, en störf í utanríkisþjón- ustu Mexíkó hóf hann fyrir ald- arfjórðungi. Árið 1971 varð hann fastafulltrúi lands síns hjá Sam- einuðu þjóðunum og árið 1975 var hann gerður að utanríkis- ráðherra. Hann hefur verið full- trúi lands síns á yfir 100 alþjóð- legum ráðstefnum, m.a.í San Francisco 1945 þar sem drög voru lögð að sáttmála hinna Sameinuðu þjóða. Þegar Garcia Robles tók við utanríkisráðherraembætti var eftir honum haft: „Ég bið blaða- menn og lesendur að hafa í huga að alþjóðastjórnmál eru afar viðkvæm mál og í því sambandi er ekkert verra en að taka skjót- ar ákvarðanir." Nóbelsverðlaunahafinn hefur verið virkur í alþjóðasamtökum lögfræðinga og heiðursforseti í Samtökum um alþjóðamál við háskólann í París. Þetta er í fyrsta skipti sem Mexíkani hlýtur Nóbelsverðiaun. I Mexíkó hefur fregnin um frið- arverðlaunin vakið nokkra undr- un en einnig fögnuð. Nýr forseti í Bólivíu Nýr forseti, Hernan Siles (til hægri á myndinni) tók fvrir skemmstu við völdum í Suður-Ameríkuríkinu Bólivíu. Með honum á myndinni er nýr forseti landsins, Jaime Paz Zamora. Mynd þessi var tekin við embættistöku þeirra. Baptistakirkjan í Jerúsalem brennd BAPTISTAKIRKJAN í Jerúsalem var brennd til grunna fyrir skömmu, en þar hafa kristnir menn og píla- grímar komið saman til helgihalds. MargsinnLs hafa skemmdarverk verið unnin á kirkjunni og lögregla i Jerú- salem segir, að það sé engum vafa undirorpið, að um íkveikju hafi verið að ræða, því að verksummerki voru þannig. Kirkjan er í gyðingahverfinu í Jerúsalem. Hún var reist árið 1933. Dr. Robert Lindsey, prestur kirkj- unnar, sagði, að það myndi kosta að minnsta kosti eina milljón dollara að endurbyggja kirkjuna. Begin forsætisráðherra og Teddy Kollek, borgarstjóri í Jerú- salem, fordæmdu báðir þessa gjörð í dag. Kollek sagði, að líkja mætti þessu óþverraverki við skemmdarverk sem hafa verið unnin á bænahúsum gyðinga og jafnan vakið mikla reiði. Ekki er að svo stöddu ljóst hverjir gætu borið ábyrgð á brun- anum, en hin herskáa Kach- hreyfing er undir grun. Hún er undir forystu Meir Kahane rabbía, sem oftsinnis hefur komið við sögu þegar strangtrúaðir gyðingar hafa látið að sér kveða. Einnig er talið að annar hópur strangtrú- Colorado: Sýra finnst í (■rand Junrtion, ('olorado, 13. október. Al*. EINHVER, er virðist hafa verið að reyna að leika eftir morðin af völd- um blásýrunnar er komið hafði verið fyrir í verkjatöflum af tylenol-gerð, hefur nú sett annars konar sýru í augndropa nokkra og því hefur sölu þeirra verið hætt uns mál þetta verð- ur upplýst, segir í fréttum frá lög- reglunni. Nokkrir munu hafa brennst illa á augum vegna notkunar augn- dropa þessarra, en lögreglan telur aðra gyðinga sem býr í Mea She- arim-hverfinu í Jerúsalem kunni að vera viðriðnir málið. Kahane rabbíi sagðist aðspurður ekkert hafa um málið að segja og sér væri ekki ljóst af hverju eftir svari hans væri leitað. Áframhaldandi vaxtalækkanir! Bandaríkjunum New Vork, 13. október. AP. ENN fleiri bandarískir bankar urðu til þess í dag að lækka vexti sína niður í 12% og tvær meiri háttar lánastofnanir í Kaliforniu lækkuðu vexti sína á veðskulda- bréfum. Er talið að þetta verði til þess að flýta fyrir því enn frekar, að vextir lækki almennt i Banda- ríkjunum á næstunni. Mikil viðskipti áttu sér stað á bandaríska verðbréfamark- aðnum í dag og Dow Jones Average hækkaði um 30 stig upp í 1.014,81 sem er það hæsta, sem orðið hefur á 17 mánuðum. augndropum að þetta mál sé ekki í samhengi við blásýrumorðin að öðru leyti en því, að hugmyndin sé þaðan kom- in. Þá létust sjö manns er höfðu tekið inn sérstaklega sterk verkja- lyf af tylenol-gerð í Illinois, sem einhver hafði blandað blásýru saman við. Morðin í Illinois eru enn óupp- lýst og svo er einnig um þetta sýrumál í Colorado, en stöðugt er unnið að lausn beggja málanna. S.A.O. STÓRBINGO S.A.O. , , SigtúnMÍnunuidaginn 14. oMóber kl. opnaö Glsesilegir vinningar OiyiTlpO 3 utanlandsferöir frá feröaskrifstofunm Skíöanámskeiö í Kerlingarfjöllum. Úrval heimilistækja, svo sem kaffivél • hrærivél • þeytivinda • djúpsteikingarpottur • og margt fleira. S.A.O. Fjölmennið og styrkið gott málefni. SAMTOK GEGN ASTMA OG OFNÆMI S.A.O.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.