Morgunblaðið - 14.10.1982, Side 24

Morgunblaðið - 14.10.1982, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 JHínrjpji Útgefandi rjí»író»i$> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakið. Kreppufjárlög Fjármálaráðherra Ragnar Arnalds kynnti fjárlaga- frumvarpið sem hann lagði fram á þriðjudag sem kreppufjárlög. Ástæðurnar fyrir kreppunni á íslandi eru tvær að mati ráðherrans: Lé- leg afkoma í veröldinni og aflabrestur við Islandsstrend- ur. Svar ráðherrans við krepp- unni er þetta: Við skerum niður fjárfestingu og fram- kvæmdir en viðhöldum allri félagslegri þjónustu. Um málflutning ráðherrans má segja: Hvarvetna í þeim lönd- um þar sem gerðar hafa verið raunhæfar ráðstafanir gegn kreppunni hefur verið gripið þannig á málum að allir út- gjaldaþættir ríkisins hafa ver- ið skornir niður, til þess hefur Ragnar Arnalds ekki afl. „Aflabresturinn" sem ráðherr- ann talar um er ímyndun, eins og margsinnis hefur verið staðfest. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1983 ber þess merki, að sá tími er að líða undir lok þegar fjármunir streyma í rík- issjóð vegna vaxandi veltu- hraða og aukins innflutnings. F’rjárlagafrumvarpið sýnir að nokkru leyti að Ragnar Arn- alds trúir eigin spádómi um það, að við séum „að sökkva á kaf í skuldir". Með skuldasöfn- un í útlöndum hefur um nokk- urra missera skeið verið hald- ið uppi fölskum lífskjörum á Islandi. Ráðherrann hefur enn mesta trú á skattpíningu sem leið út úr ógöngunum. Samhliða því sem Ragnar Arnalds leggur fram nýtt fjár- lagafrumvarp hælist hann um yfir því að ríkissjóður hafi verið rekinn með rekstraraf- gangi 1980 og 1981. Telur ráð- herra þetta til marks um það, að fjármálum ríkisins hafi verið vel stjórnað. Þessi sjálf- umgleði fjármálaráðherra er í ætt við það, að frægur skulda- kóngur gengi á milli lánar- drottna sinna og lýsti því yfir, að hann kynni að fara með fé, af því að 31. desember ár hvert ætti hann alltaf innistæðu á tékkheftinu sínu. Menn þurfa hvorki að vera vel að sér né lesa fjárlagafrumvarpið lengi til að átta sig á því, að þau reikningsskil sem fjármála- ráðherra telur til fyrirmyndar ná til svo takmarkaðs þáttar í fjármálum ríkisins að ráð- herrann er að blekkja lands- menn með þessum yfirlýsing- um sínum. Eru þær blekkingar auðvitað í samræmi við starfshætti Alþýðubandalags- ins að öðru leyti í þessari rík- ísstjórn. Ragnar Arnalds hefur sýnt það og sannað í störfum sínum sem fjármálaráðherra að hann er í raun íhaldsmaður af gamla skólanum. Fyrir þær sakir nýtur hann mestrar virðingar ráðherra Alþýðu- bandalagsins. Ráðherrann lít- ur góðlátlega niður á önnur ráðuneyti og ríkisstofnanir úr sínu háa sæti eins og orðalagið í fjárlagafrumvarpinu ber með sér. I athugasemdum þess seg- ir meðal annars: „Þrátt fyrir verulegan samdrátt í fjárfest- ingu og margháttaðar að- haldsaðgerðir, sem ýmsar stofnanir eiga sjálfsagt eftir að kvarta yfir, verður ekki fram hjá því komist vegna þessa mikla samdráttar í viðskiptum og veltu sem virð- ist óhjákvæmilegur og bráð- nauðsynlegur eins og sakir standa, að afgreiða fjárlög að þessu sinni með minni rekstr- arafgangi en verið hefur und- anfarin tvö ár.“ Slímusetur Yfirlýsing Steingríms Her- mannssonar um að nú ætti að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna um fram- gang mála á Alþingi og nýjar kosningar í vor kom sam- starfsmönnum hans í ríkis- stjórninni í opna skjöldu, jafn- vel þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins vissi ekki um þessi áform fyrr en hann las Tímann sinn. Forsætisráð- herra skýtur sér á bak við það, að Steingrímur Hermannssön hafi verið að segja persónu- iega skoðun sína og má skilja ummæli Gunnars Thoroddsen á þann veg, að sú skoðun vegi ekki þungt í hans huga. Þing- flokksformaður Alþýðubanda- lagsins las um málið í blöðun- um. Allt frá því þessi ríkisstjórn var mynduð hefur það verið þungamiðja í málflutningi hennar, að helsti vandi ís- lenskra stjórnmála sé að engin stjórnarandstaða sé í landinu. Nú hefur stjórnarandstaðan látið til sín taka og þá ætlar allt um koll að keyra í stjórn- arherbúðunum yfir því, að menn snúist gegn ríkisstjórn- inni. Nú er það talið „meira en glæpur" af einu málgagni rík- isstjórnarinnar að vera í and- stöðu við stjórnina. „En þessi stjórn ætlar að sitja," sagði Páll Pétursson, framsóknar- þingmaður, í sjónvarpinu. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON Frú Thatcher er einn margra er- lendra gesta sem hafa streymt til Kína að undanfornu. Hér er hún í liðskönnun við komuna ásamt Zhao Ziyang forsætisráðherra. ræður forseta Vestur-Þýzka- lands, Karl Carstens, við kín- verska stjórnmálaleiðtogann Peng Zhen. Peng líkti Rússum við „gráðugt tígrisdýr", sem vildi góða máltíð, en sagði að þar sem þeir réðu ekki við ástandið í Kínverjar taka upp sjálfstæðari stefnu RÚSSAR og KÍNVERJAR hafa hafið fyrstu opinberu viðræður sínar síðan i árslok 1979. Þá slitu Kínverjar viðræðum, sem þá höfðu farið fram milli þeirra og Rússa i því skyni að færa samskipti þjóðanna í eðlilegt horf eftir 20 ára deilur. Kínverjar vildu með því mótmæla íhlutun Rússa i Afghanistan, sem Kínverjar túlkuðu sem sönnun þess að Rússar reyndu að auka áhrif sin í Mið-Asíu, mikilvægu svæði fyrir öryggishagsmuni Kínverja. Síðan hafa sovézkir embættismenn aðeins komið til Peking í einkaheimsóknir, sem gestir sovézka sendiráðsins, og lítið samband hefur verið milli þjóðanna. Fulltrúi Rússa í viðræðunum, sem hófust í Peking í síð- ustu viku og munu standa út þennan mánuð, er Leonid Ilyic- hov, sem dvaldist þar í nokkur ár á síðasta áratug sem aðalsamn- ingamaður Rússa í viðræðunum um hina gömlu landamæradeilu þjóðanna og er talinn einn helzti sérfræðingur Rússa í kínversk- um málefnum. Fulltrúi Kínverja í viðræðunum er Qian Qichen, sem hefur að baki talsverða reynslu sem fulltrúi í kínverska sendiráðinu í Moskvu. Heimildir í Peking herma að tilgangur Iliychovs í viðræðun- um sé að ná samkomulagi við Kínverja um að teknar verði upp fastar samningaviðræður. Hvorki Rússar né Kínverjar hafa viljað gera of mikið úr horfum á því að fljótlega muni takast að eyða tveggja áratuga tortryggni þjóðanna. Forsætisráðherra Kína, Zhao Ziyang, tjáði forsætisráðherra Japan, Zenko Suzuki, þegar hann var í Peking fyrir stuttu að af- staða Kínverja til Rússa hefði ekki breytzt, þótt viðræður yrðu teknar upp. Zhao sagði einnig að samband Rússa og Kínverja kynni að aukast, en það táknaði ekki að tortryggni Kínverja væri úr sögunni. zhao sagði að fundir eins og þeir, sem nú hæfust, auð- velduðu Kínverjum að fylgjast með því sem vekti fyrir Rússum. Þá sagði Deng Xiaoping Suzuki að veruleg breyting til batnaðar gæti ekki orðið í sambúðinni við Rússa vegna útþenslustefnu þeirra. Kínverskir embættismenn hafa haldið því fram að undan- förnu að eðlilegt væri að Kín- verjar og Rússar ræddust við opinberlega, þar sem þeir hefðu stjórnmálasamband, en þeir hafa ítrekað að Kínverjar muni dæma Rússa af gerðum þeirra, ekki orðum. Leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, Hu Yaob- ang, sagði í skýrslu á 12. flokks- þinginu í septemberbyrjun að sambúð Rússa og Kínverja gæti þokazt í eðlilegt horf, ef Rússar gerðu „raunhæfar ráðstafanir" til að draga úr ógnuninni við ör- yggi Kína. Kínverjar segja að Rússar verði að sýna með slíkum ráðstöfunum að það sé einlægur vilji þeirra að bæta sambúðina. Það sem Kínverjar segja eink- um standa í vegi fyrir góðum samskiptum er hernám Rússa í Afghanistan, stuðningur Rússa við hernám Víetnama í Kambód- íu, hernaðarviðbúnaður Rússa á landamærum Kína og Sovét- ríkjanna og nærvera Rússa í Mongólíu. Vafasamt er talið að Rússar séu reiðubúnir til tilslak- ana í þessum málum. Vestrænir fulltrúar telja að Rússar verði að kalla burtu verulegt herlið frá kínversku landamærunum, eða Afghanistan, til þess að sann- færa Kínverja um einlægan samningavilja. En ekkert bendir til þess að Rússar hafi slíkt í hyggju. Rússar hafa leitað hófanna hjá Kínverjum síðan snemma á þessu ári þegar sovézka ríkis- stjórnin sendi Peking-stjórninni orðsendingu, þar sem hvatt var til þess að viðræður yrðu teknar upp um landamæradeiluna. Kínverjar svöruðu ekki orðsend- ingunni. í marz hvatti Leonid Brezhnev forseti til þess í Tashk- ent að endir yrði bundinn á fjandskap þjóðanna. Síðan hafa Kínverjar viðurkennt þörfina á samskiptum við Rússa og gefið þar með til kynna að afstaða þeirra til Rússa sé ekki eins fjandsamleg og áður. Nokkuð hefur verið um gagnkvæmar heimsóknir íþróttamanna og fleira í þeim dúr. Sovézk blöð hafa dregið úr fjandsamlegum skrifum um Kínverja og sögðu jafnvel frá 12. kínverska flokks- þinginu í september athuga- semdalaust. Hins vegar segja Rússar að enn birtist andsovézk- ar greinar í kínverskum blöðum næstum því daglega. Brezhnev hvatti aftur til sátta og eðlilegra samskipta í ræðu í Baku 26. september. Ýmsir töldu ræðuna staðfesta að hann hefði nánast gefið upp alla von um að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn í kjarnorku- málum og efla slökunarstefnuna og einbeitti sér að því að koma aftur á sambandi við Kínverja. Afstaða Kínverja skýrðist nokkuð á mánudaginn eftir við- Póllandi og Afghanistan væru þeir líka pappírstígrisdýr. Hann sagði að Kínverjar vildu betri samskipti og aukin viðskipti við Sovétríkin, að Kínverjar vildu draga úr spennunni í sambúð- inni við Rússa og að viðræðurnar við Rússa gætu orðið gagnlegar og borið „vissan árangur". En Kínverjar yrðu að vera á verði gegn Rússum, sem hefðu eina miiljón hermanna meðfram landamærum ríkjanna. Á sama tíma og Kínverjar ræða við Rússa hafa þeir gagn- rýnt Bandaríkjamenn og ýmis- legt bendir til þess að þeir reyni að nota fundina með Rússum til að beita Bandaríkjamenn þrýst- ingi. Rússar reyna að sjálfsögðu að færa sér ágreining Kínverja og Bandaríkjamanna í nyt. Síð- asta gagnrýni Kínverja kom fram á laugardaginn og var á þá leið að Ronald Reagan forseti hefði brotið í bág við samninga Kínverja og Bandaríkjamanna um takmarkanir á hergagnasölu Bandaríkjamanna til Taiwan. Þetta er í fyrsta skipti í marga mánuði sem Kínverjar hafa gagnrýnt Reagan með nafni. Huang Hua utanríkisráðherra hafði skömmu áður gagnrýnt Bandaríkjastjórn harðlega fyrir stefnu hennar í Taiwan-málinu og viðskiptum þjóðanna. „Maður kemst ekki hjá því að spyrja: lít- ur Bandaríkjastjórn á Kína sem vin eða mótherja," sagði hann. Mikilvægt er talið að Kínverjar minnast ekki lengur á samstarf við Bandaríkjamenn í varnar- málum. Kínverjar hafa einnig aukið gagnrýni sína á stefnu Bandaríkjastjórnar í Miðaust- urlöndum, stuðning hennar við Suður-Kóreu og aðgerðir hennar í sunnanverðri Afríku og Róm- önsku-Ameríku. Ljóst er að Kínverjar hafa tekið upp sjálfstæðari stefnu í utanríkismálum. Þeir fylgja meiri þjóðernisstefnu en áður, gera ekki ráð fyrir eins víðtækri samvinnu við Bandaríkin og fyrr og leggja áherzlu á að þeir standi utan við valdablokkir. Enginn býst við að samband Sovétríkjanna og Kína verði eins náið og það var á árunum milli 1950 og 1960 og ekki er búizt við að yfirstandandi viðræður í Pek- ing hafi áþreifanlegan árangur í för með sér í náinni framtíð. En með viðræðunum sýna Kínverjar Bandaríkjamönnum að þeir eru óháðir Vesturveldunum, að þeir hafa um ýmsa kosti að velja og að þeir geta smátt og smátt bætt sambúðina við Rússa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.