Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 25
________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 25 Mjólkurfræðingadeilan: Samþykktu sáttatil- lögu sáttasemjara Samninganefndir mjólkurfræd- inga og viðsemjenda þeirra sam- þykktu sáttatillögu ríkissátta- semjara í kjaradeilu aðila, með fyrir- vara um samþykki félagsmanna, í fyrrinótt, en samningafundur hafði þá staðið í liðlega hálfan sólarhring. Verkfalli mjólkurfræðinga var þá þegar aflýst. Samkvæmt upplýsingum Mbl. fá mjólkurfræðingar 4% grunn- kaupshækkun, en síðan koma til flokkatilfærslur, aldurshækkanir og fleiri atriði, þannig að heild- arhækkun þeirra er um 11% á samningstímanum, sem er svipuð hækkun og iðnaðarmenn fengu í samningum sínum fyrr í sumar. Samningur ASÍ og VSÍ gekk hins vegar út frá 9—10% hækkun á samningstímanum. Vestnorden nefndin: Styrkur til laxa- merkinga eystra NOKK/'KN nefnd sem ísland er aðili að, hefur samþykkt að veita 200 þús- und norskar krónur árlega, í þrjú ár, til merkinga á laxi í þremur ám á Austfjörðum. I'essar ár eru Hofsá og Selá í Vopnafirði og Vesturdalsá, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Bjarna Kinarssyni, fram- kvæmdastjóra Byggðasjóðs. Hann á sæti í Nordiske emb- ættsmands comettee for regular politik, NERP, en undir þá nefnd heyra nokkrar nefndir, m.a. Vest- norden, en í þeirri nefnd eiga Fær- eyjar og Island fulltrúa núna, en að sögn Bjarna hafa Grænlend- ingar lýst áhuga á setu þar. Nefndin hefur ákveðnu fjármagni úr að spila og hefur veitt fé til fyrrgreindra merkinga að þessu sinni. Bjarni sagði að ástæðan væri m.a. sú, að laxveiði hefði dregist meira saman fyrir austan en ann- ars staðar á landinu og væru uppi getgátur manna fyrir austan um að þeirra lax gengi á Færeyjamið og væri veiddur þar. Ekki hefði tekist að færa sönnur á slíkt vegna lítilla merkinga. Laxa- merkingar þessar munu fara fram á vegum Veiðimálastofnunar, en áformað er að merkja 12—16 þús- und seiði með örmerkjum. LjÓHmynd Albert Kemp. Það er handagangur í öskjunni og einbeitnin skín úr andlitum starfsfólks Pólarsíldar á Fáskrúösfirói, þegar silfur hafsins er saltað að nýju. Dauft yfir síldveiðum NÍLDVKIHI hefur verið mjög litil síðustu daga, eða frá sunnudegi, og hefur ekki verið daufara yfir þeim síðan þær hófust í haust. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun vera talsvert um það, að menn haldi skipum sínum inni vegna deyfðarinnar og til spara olíu. A sunnudagskvöldið höfðu veiðzt um 4.500 lestir í nót, um 2.000 í reknet og 1.350 í lagnet. Einn bátur, Sigþór frá Húsavík, hefur fyllt veiðikvóta sinn, sem er 460 lestir og hefur því hætt veið- um. * Matthías A. Mathiesen um fjárlagafrumvarpið: Ríkisstjórnir hefur gefist upp í baráttu gegn verðbólgunni „l>AÐ KK Ijóst af þvi fjárlaga- frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur lagt fram að hún hefur gefist upp í baráttunni við verðbólguna. Áfram er haldið á braut aukinna ríkis- útgjalda og ætlað er að auka enn álögur á fólkið og atvinnuvegina," sagði Matthías Á. Mathiesen að- spurður um fjárlagafrumvarpið, en Matthías var fjármálaráðherra i tíð rikisstjórnar Geirs Hallgrímsson- ar. Þá sagði Matthías: „Með þessu fjárlagafrumvarpi er stefnt að því að ríkisútjöldin verði á næsta ári yfir 31% af þjóðar- framleiðslu en í það hlutfall munu þau fara i ár. Er það hæsta hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu sem verið hef- ur. Fjárlagafrumvarpið sem hljóðar upp á tæpar 13.000 millj- ónir króna hækkar frá fyrra ári um 60,5%. Rekstrargjöld hækka um 65% og sumir þættir þeirra um 80% á meðan hækkun fram- laga til uppbyggingar í landinu er 39%. Fjármálaráðherra hélt því fram að hér væri um niðurskurð að ræða samkvæmt hans eigin ákvörðun vegna kreppuástands. Svo er nú ekki, enda þótt ríkis- stjórnin eigi bróðurpartinn í því kreppuástandi sem við er glímt. Hitt er staðreyndin að eyðslu- stefna ríkisstjórnarinnar veldur því að ekki er meira til uppbygg- ingar í landinu, þrátt fyrir hækkun erlendrar lántöku um 66% frá því í fyrra og enn aukn- ar álögur. Aukin skattheimta í tíð ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar og Gunnars Thoroddsen nemur í tekjum ríkisins á árinu 1983 um Matthías Á. Mathiesen 1.650 milljónum króna, eða 35 þúsund krónum á hverja 5 manna fjölskyldu, en framlög til uppbyggingar nema 1.800 millj- ónum króna eða svipaðri upp- hæð, og eru það aðeins 15% af ríkisútgjöldunum. Það er því Ijóst að tekjuöflun ríkissjóðs samkvæmt þeirri tekjuöflunar- löggjöf sem gilti í upphafi árs 1978 dugar nú aðeins til greiðslu rekstrargjalda ríkissjóðs. Forsendur þessa fjárlaga- frumvarps eru tilbúnar með sama hætti og síðastliðin tvö ár. Ríkisstjórnin treystir sér ekki til þess að meta stöðu efnahags- og peningamála á næsta ári. Er það ofur skiljanlegt því stefnu í þess- um málum hefur hún ekki og ekki er lengur talað um niður- talningu. Reiknitalan 42% er því út í loftið eins og fyrri ár og fjárlögin því óraunhæft skjal, þegar þau eru samþykkt. Með þessu er verið að afhenda ráðherrum og ríkisstjórn fjár- veitingavald, sem Alþingi fer með. Ekki er ætlað að létta á skattbyrðinni á næsta ári. Skattvísitalan ætluð 152 og hækkar um 52% í samræmi við spá Þjóðhagsstofnunar um tekjuaukningu milli áranna 1981 — 1982. Síðan gefur ríkis- stjórnin fyrirheit um að skatt- byrðin skuli ekki þyngjast á næsta ári, en það þýðir að ríkis- stjórnin reiknar með 60% verð- bólgu og hefur gefist upp. Erlendar lántökur fara vax- andi og ekki er ætlað að breyta þar um stefnu frekar en annars staðar. Hefði verið ástæða, og er reyndar lagaskylda, að leggja frumvarp að lánsfjáráætlun fram um leið og fjárlagafrum- varpið, þá hefði verið unnt að gera sér grein fyrir því hversu dæmið er hrikalegt en það er að sjálfsögðu forðast. Aðeins lán- tökur til A- og B-hluta eru tekn- ar með en fjölmörgu sleppt, sem þar hefur verið áður. Erlendar skuldir munu nema í árslok hærra hlutfalli af þjóðar- framleiðslu en nokkru sinni fyrr og greiðslubyrðin samkvæmt síðustu spá 23% af þjóðarfram- leiðslu. Þrátt fyrir aukna skattheimtu hafa skuldir ríkissjóðs síður en svo lækkað samkvæmt ríkis- reikningi 1981, sem lagður hefur verið fram, heldur þvert á móti. Þegar fjármálaráðherra talar um hlutfallslega hækkun skuld- ar ríkissjóðs minnist hann að- eins á Seðlabankaskuldina, en gleymir öðrum lánardrottnum svo sem eigendum spariskírteina og erlendum lánastofnunum," sagði Matthías að lokum. Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins: Nær allar tekjur rík issjóös fara í rekstr- ar- og launakostnað „I FYRNTA lagi má nefna að nú virðist vera svo komið að nær all- ar tekjur ríkissjóðs á næsta ári muni fara í rekstrarútgjöld og launakostnað. Nvo til allar opin- berar framkvæmdir verða að fjár- magnast með lánsfé. Það er að- eins gert ráð fyrir um 1.600 millj- ónum króna í framlög til opin- berra framkvæmda og fjárfest- ingarlánasjóða,“ sagði Sighvatur Björgvinsson formaður þing- flokks Alþýðuflokksins aðspurður um fjárlagafrumvarp rikisstjórn- arinnar. Sighvatur sagði einnig: „Þá tekur maður eftir því að niður- greiðslur og útflutningsbóta- fjármagnið, það eru niður- greiðslur á landbúnaðarafurðir innanlands og utan, fara í þessu fjárlagafrumvarpi að nálgast samanlögð framlög ríkisins til allra opinberra framkvæmda. Þetta er yfir 1,1 milljarð króna samanlagt, eða sem svarar um fjórðungi af öllum launaút- gjöldum íslenzka ríkisins. Þetta nær ekki nokkurri átt. Þá má sem dæmi nefna, að nú eru að koma í ljós af fullum þunga afleiðingarnar af þeirri stórháskalegu stefnu í fjárfest- ingarmálum sem helstu ráð- herrar núverandi ríkisstjórnar bera aðalábyrgð á. I fjárlaga- frumvarpinu núna hækka fjár- magnsútgjöld vegna Kröflu úr Nighvatur Björgvinsson 71 millj. kr. í fyrra í 219 millj- ónir kr. í ár. Allt þetta fjár- magn er gert ráð fyrir að tekið verði að láni erlendis og rýrir það að sama skapi stöðu þjóðar- innar gagnvart útlöndum. Þetta er dæmigert um það hvernig kemur niður í síðara verkinu það sem vangert er í því fyrra. Þetta er kostnaðurinn sem þjóðin þarf að taka á sig vegna helstu framámanna þeirrar rík- isstjórnar sem nú starfar. Það má segja að svo til öll Kröflu- nefnd, sem ábyrgð bar á þessari dæmalausu framkvæmd, sitji nú í ráðherrastólum. Vara- formaður Kröflunefndar, Ingv- ar Gíslason, er nú æðsti yfir- maður allra vísindarannsókna í landinu. Kröflunefndarmaður- inn Ragnar Arnalds er nú æðsti yfirmaður fjármála islenzka ríkisins. Kröfluráðherrann Gunnar Thoroddsen er nú æðst- ur ráðherra í þessari ríkis- stjórn. Reikningurinn fyrir mis- tök þessara manna sem þjóðin þarf að greiða er í ár 220 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.