Morgunblaðið - 14.10.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
Bandarískur
trjáræktarmaður
í heimsókn
DAVII) Bruce skógræktarfræð-
ingur frá Bandaríkjunum kom
við hér á landi á leið sinni frá
Skotlandi og írlandi vestur um
haf, en þar hafði hann verið að
störfum við að skoða tré ættuð
frá vesturströnd Bandaríkjanna,
en þau hafa mikið verið notuð til
skógræktar á Bretlandseyjum.
Hann hafði spurnir af tilraunum
okkar íslendinga, með sömu
trjátegundir, en sem sóttar hafa
verið norðar af vesturströndinni,
einkum til Alaska. Morgunblað-
ið talaði stuttlega við hann, þeg-
ar tækifæri gafst.
„Það er mjög forvitnilegt að
koma hingað og sjá hvernig
þessar tegundir þrífast, vegna
þess að þær eru ekki upprunn-
ar hér á landi, heldur innflutt-
ar. Mér sýnist þessar trjáteg-
undir vaxa allvel. Það er að
vísu kaldara hér og þess vegna
vaxa þau ekki eins hratt og á
Bretlandseyjum, en þau þríf-
ast samt mjög vel.“
Telur þú að trjárækt hér á
Islandi eigi framtíð fyrir sér?
„Já, það tel ég vissulega, en
hvort hér getur verið um timb-
urframleiðslu að ræða, er svo
aftur önnur spurning. Vegna
þess að hér á landi vaxa tré
hægar en víðast hvar annars
staðar þar sem trjárækt er
stunduð, þá sníður það ykkur
þrengri stakk. Þið hafið þegar
prófað fræ frá mörgum stöð-
um, en samt þurfið þið enn að
leita betur fyrir ykkur og ef til
vill eigið þið eftir að finna
betri einstaklinga þessara teg-
unda. Þið hafið einnig fengið
lúpínu frá Alaska og það er
möguleiki á að enn fleiri
plöntutegundir þaðan, geti
reynst ykkur mjög nytsamleg-
ar. En með veður eins og hefur
verið hér, meðan ég hef dvalið
I)avid Bruce
hér, sem eru bara fáir dagar,
er hægt að rækta hvað sem er.
Annars er einn megintil-
gangurinn með för minni
hingað, að koma aftur á því
persónulega sambandi sem var
á milli amerískra og íslenskra
skógræktarmanna allt frá 1944
og fram að 1970, en hefur dofn-
að á síðari árum. Væntanlega
kemur hingað til lands, banda-
rískur skógræktarmaður, dr.
Alden á næsta sumri en hann
starfar við skógræktartilraun-
ir í Fairbanks í Alaska og ég
tel það nauðsynlegt að íslend-
ingar geri sér för vestur um
haf til þess að safna fræi af
trjám, runnum ogöðrum hugs-
anlegum nytjaplöntum, eins og
þeir gerðu áður um árabil.“
Hefurðu farið mjög víða um
landið?
„Nei, því miður ekki eins
víða og ég gjarnan hefði viljað
og ég kem ekki til með að kom-
ast austur í Hallormsstað, sem
mér skilst að sé ykkar aðal-
trjáræktarsvæði. Ég hef komið
í Þjórsárdal, Haukadal og að
Stálpastöðum í Skorradal. Þá
hef ég hitt að máli Þórarinn
Benedikz, sem stjórnar rann-
sóknarstöðinni að Mógilsá og
við skipst á upplýsingum og
fræðilegu efni ýmiss konar. Þá
hef ég talað við Hákon Bjarna-
son fyrrverandi skóræktar-
stjóra og hann verið mér innan
handar meðan á dvöl minni
hér á landi hefur staðið," sagði
David Bruce að lokum.
Senda fatnað
til Zambíu
Vlls staðar þar sem hægt er lætur
Hjálparstarf aðventista til sín taka,
segir í fréltatilkynningu frá aðvent-
istum. Alloft hefur Systrafélagið
Alfa, sem er einn hlekkur í hjálpar-
starfinu, sent fatnað til útlanda, m.a.
til Afríku.
Sending sú, sem hér birtist á
myndinni á að fara til Zambíu.
Hvað þetta land snertir, hefur
fatnaður ekki verið sendur þangað
héðan fyrr. Er þetta því eins kon-
ar tilraunasending.
Lilja Sigurðardóttir hjúkrunar-
fræðingur, sem starfar á vegum
aðventista í Zambíu, tekur á móti
fatnaðinum og ráðstafar honum.
VILTU TAKA ÞÉR TAK?
VIÐ LEITUM
AÐ FÓLKI MEÐ
HUGMYNDIR
Ef þú ert að velta fyrir þér hug-
mynd um smáiðnað eða skyldan
rekstur geturðu sótt um þátttöku I
verkefni um stofnun og þróun smá-
fyrirtækja.
Kannski viltu llka reyna nýjung-
ar í rekstri, sem þegar er hafinn.
Ekki er krafist sérstakrar þekking-
ar eða reynslu, aðeins brennandi áhuga á að koma hug-
myndum i framkvæmd.
ÞÚ VERÐUR
AÐLEGGJA
HART AÐ ÞÉR
Þetta er ekkert venjulegt
námskeið: Þú leggur sjálfur
til efniviðinn og það erfrum-
kvæði þitt og vinna sem
ræður úrslitum um árangur-
rt.
Þú átt auðveldlega að
geta sameinað þátttöku í
verkefninu núverandi starfi, en gerðu ráð fyrir að mikið af
fritíma þinum fari I verkefnið.
Við stofnum ekki fyrirtæki fyrir þig, en veitum aðstoð við
að meta möguleikana og koma þér I startholumar.
Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutunum skipu-
leggur verkefnið í umboði iðnaðarráðuneytisins og í sam-
starfi við iðnráðgjafa i landshlutunum.
Verkefnið er m.a. styrkt af Iðnþróunarsjóði, Iðnrekstrar-
sjóði og Byggðasjóði. Það miðar að þvi að fjölga litlum
fyrirtækjum, efla þau sem fyrir eru og auka þannig fjölbreytni
i atvinnulífinu.
Við hittumst á fjórum vinnufundum um helgar með um
þriggja mánaða millibili. Þar verður unnið I hópum og leið-
beinendur aðstoða þátttakendur við að meta hugmyndir
þeirra og skipuleggja starfið stig af stigi.
Milli vinnufundanna þarftu að glima við verkefni sem öll
tengjast hugmynd þinni um stofnun fyrirtækis eða nýbreytni
í rekstri.
Þátttakendur verða valdir úr hópi umsækjenda. Aður en
valið fer fram færðu tækifæri til að gera grein fyrir hugmynd
þinni og aðstæðum í viðtali.
UPPLÝSINGAR GEFA:
Halldór Amason Þorsteinn Garðarsson Theodór Blöndal
Vinnuslmi 91-42411 Vinnusími 99-1350 Vinnusími 97-2300
Heimasími 91-37865 Heimasími 99-3834 Heimasími 97-2260
SAMSTARFSNEFND UM IÐNRAÐGJÖF í LANDSHLUTUNUM.
Iðntæknistofnun íslands, Vesturvör 27,200 Kópavogur, sími 91 -42411.
Verkfræðingar
tæknifræðingar
takið eftir!
Jörgen Hörk, sérfræðingur frá Dan-
foss verksmiðjunum kynnir rennslis-
mœla með hljóðbylgjutœkni og rið-
stýrða hraðabreyta fyrir rafmótora í
dag, kl. 4 í Byggingaþjónustunni,
Hallveigarstíg. Verið velkomnir.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2, REYKJAVIK