Morgunblaðið - 14.10.1982, Síða 37

Morgunblaðið - 14.10.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 37 Herdís Ásgeirsdóttir er látin — göfug og mikilhæf kona hefur kvatt okkur — langur lífsþráður slitnaði, eftir langt og gifturíkt æviskeið. Herdís var fædd á Vesturgötu 32A í Reykjavík, dóttir hjónanna Rannveigar Sigurðardóttur og Ásgeirs Þorsteinssonar, skipstjóra og útgerðarmanns. Ásgeir lést ungur að árum og var öllum harm- dauði. Rannveig giftist síðan Páli Þ. Matthíassyni, skipstjóra á skút- um og togurum. Herdís giftist 1920 Tryggva Ófeigssyni, skip- stjóra og útgerðarmanni, og eign- uðust þau 5 mannvænleg börn, Pál, Jóhönnu, Rannveigu, Herdísi og Önnu. Herdís var mikilhæf kona. Eig- inkona eins okkar mesta hug- sjóna- og dugnaðarmanns í útgerð á Islandi. Skapandi hugsjóna- manni á sínu sviði, sem ekki stóð einn að baki framkvæmda hug- sjóna sinna þar sem Herdís studdi við bak hans með ráðum og dáð. Eins og hann segir sjálfur frá í ævisögu sinni: „Meðan kona mín var og hét, tók hún mikinn þátt í vangaveltum mínum og áhyggjum út af útgerðarrekstrinum, og lifði mikið með mér í sjómennsku minni, hafði ríkan skilning á öllu sem að starfi mínu laut á sjónum, enda uppalin í þeim anda. Ég gat rabbað við hana hvort heldur var á nóttu eða degi um eitt og annað, sem ég var að brjóta heilann um. Þegar ég gat ekki sofið á nóttunni, þá vakti hún oft með mér og ræddi ég við hana um vandamálin. Hún hlustaði á mig og lagði oft til góð ráð, sem mér urðu að notum. Hún bjó mér vissulega gott heimili. Hún gaf sig alla að því að sinna mér og börnum mínum og halda heimili okkar í lagi, sem til sóma væri.“ í einkalífi sínu var Herdís gæfu- kona. Hún kaus sér það hlutverk á unga aldri að verða sjómannskona og kaus sér þá það hlutverk sem sameiginlegt var öðrum sjó- mannskonum, að þurfa að annast heimili og börn í fjarveru manns síns og stjórna öllu sem varðar heimilið og hag þess. Þann tíma sem Tryggvi var á sjónum sótti hann sjóinn fast og voru fjarvistir frá heimilinu miklar. Éftir að Herdís og Tryggvi giftust og börn- in fóru að koma, var hennar eina áhugamál heimilið og börnin, ásamt framgangi makans. Helgaði hún sig þeim málum óskipt meðan á þurfti að halda. Bjó hún þeim glæsilegt heimili, jafnt opið vinum og vandamönnum sem ungum námsmönnum, félögum barna þeirra. Var ég einn í þeirra hópi sem naut gestrisni og elskuleg- heita á því stóra og glæsilega heimiii. Var aldrei amast þar við okkur, ungum námsmönnunum sem bar þar að garði, heldur var okkur tekið opnum örmum og veitt rausnarlega í mat og drykk, sem öðru. Eftir að börnin uxu upp og flugu burtu, vöknuðu áhugamál, sem höfðu legið í dvala áður, en verið þó fyrir hendi. Félagsmál voru þar efst á baugi, félagsmál aldraöra og íslenskra kvenna. Rúmlega fertug hóf hún félagsstörf í Kvenfélaginu Hringnum og Bandalagi kvenna. Hefur hún því verið virkur með- limur í 40 ár í þeim samtökum. Hún gekk mjög ötullega fram í fjársöfnun fyrir Barnaspítala Hringsins og einnig tók hún virk- an þátt í og vann mikið undirbún- ingsstarf í sambandi við Fæð- ingarheimili Reykjavíkur. Þá er ekki síst að geta hins mikla og óeigingjarna starfs, sem hún vann í þágu málefnis orlofs húsmæðra, málefni sem hún helgaði sig árum saman óskipt. Man ég sérstaklega frá þessum árum innilega gleði hennar yfir áfanga þeim, sem hún með baráttu sinni náði í orlofs- málum kvenna. Sagði hún þá við mig: „Hugsaðu þér, allar konur eiga nú að geta fengið sitt orlof, hvar sem þær eru settar í þjóðfélags- stiganum." Hugsaði hún í því til- efni fyrst og fremst um lítilmagn- ann, sem aldrei annars gæti veitt sér þann munað að fara í frí frá amstri dagsins. Þegar það mál var í höfn, hygg ég, að Herdís hafi verið á hátindi félagsmálahyggju sinnar, geislandi af glaðværð og umhyggjusemi í garð þeirra sem hún hafði unnið fyrir og sigrað. Hún stóð fyrir og stjórnaði fyrstu orlofsdvöl reykvískra húsmæðra, er valin var staður á Laugarvatni snemma sumars 1961. Þórunn Elva segir um hana (í blaðagrein um Herdísi 70 ára) og þessa sam- komu: Það er enginn gustukabrag- ur yfir þessari orlofsdvöl. — Eftir þessari fyrstu orlofsdvöl munu hinar seinni verið sniðnar, þótt skipt hafi verið um dvalarstaði, stjórnendur og starfslið. En oftast hygg ég að Herdís hafi verið hús- móðir orlofskvennahópa frá Reykjavík. Höfðingslund, menn- ingarást og kærleiksþel Herdísar mótaði orlofið frá upphafi. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu, að annað eins fjör gæti ríkt, þar sem meirihluti kvenna væri kom- inn á miðjan aldur, en sumar á efri ár, en kring um Herdísi var alltaf glatt á hjalla, gamanyrði og dillandi hlátur. Hafi hún hjartans þökk fyrir þær dýrmætu gleði- stundir, því stundum var ekki djúpt á sorgum og áhyggjum, og það vissi okkar góði verndarandi. Herdís og Tryggvi voru gæfu- fólk í langri sambúð. Stormasamt á stundum, eins og gengur í langri sambúð, en trygglyndi, virðing og ást í grunni. Grunnur sem er und- irstaða farsæls hjónabands til æviloka. Missir Tryggva er mikill, en viss er ég um að minningarnar um góðan maka bæta þann missi. Öll fjölskyldan stendur í þakk- arskuld við Rannveigu, mágkonu mína, fyrir það mikla og óeigin- gjarna starf, sem hún hefur unnið á undanförnum árum, með að hlúa að og hjúkra móður sinni sjúkri. Slík umhyggja er vandþökkuð. Nú stöndum við öll í þakkarskuld fyrir hina frábæru hjúkrun og umönnun sem Herdís naut síðustu árin í Hátúni 10B í Reykjavík. Að leiðariokum þökk frá okkur öllum fyrir allt í gegn um árin. Jónas Bjarnason Smám saman eru þær að hverfa af sjónarsviðinu sæmdarkonurnar sem stofnuðu og settu svip sinn á Kvenfélagið Hringinn á fyrstu ár- um þess, þær mótuðu starfsemina og þann góða félagsanda, sem æ síðan hefur ríkt þar. Ein þeirra sem nú hefur kvatt þennan heim er frú Herdís Ásgeirsdóttir, sem lést 3. "þessa mánaðar eftir lang- varandi veikindi. Herdís var í fjölda nefnda í Hringnum og starfaði í þeim af sinni alkunnu samviskusemi og góðmennsku. Ég vann með henni í mörg ár og var samvinna okkar ætíð með ágæt- um, og minnist ég hennar með virðingu og þakklæti. Þegar Hringurinn varð 65 ára, árið 1969, var Herdís gerð að heiðursfélaga, fyrir hin margvíslegu störf henn- ar í félaginu. Einnig má það gjarnan koma hér fram, að þau hjónin Herdís og Tryggvi hafa oft gefið félaginu stórgjafir, og sýnir það tryggð þeirra við Hringinn. Frú Herdís var í fjölda ára fulitrúi Hringsins hjá Bandalagi Kvenna í Reykjavík. Á þeim tíma var í und- irbúningi að koma á fót orlofi hús- mæðra. Herdís var mikil drif- kraftur í því, og vann sleitulaust að því að koma þessu áhugamáli sínu í framkvæmd ásamt öðrum konum í Bandalaginu. Árið 1960 var svo orlof húsmæðra stofnað og var Herdís formaður þess fyrstu árin, og hafa margar konur sagt mér að hún hafi verið frabær skipuleggjari og fararstjóri. Ég vil svo fyrir mína hönd og Kvenfélagsins Hringsins senda fjölskyldu frú Herdísar innilegar samúðarkveðjur. Sigþrúður Guðjónsdóttir í dag þegar Herdís Ásgeirsdótt- ir er til grafar borin, minnast hennar margir með virðingu og þökk. Herdís var fædd 31. ágúst 1895, en hún lést 3. október sl. Éft- irlifandi maður hennar er hinn þekkti skipstjóri og athafnamaður Tryggvi Ófeigsson. Herdís var viljasterk kona og Borgarstjórn: Breytingar á stjórn- sýslu samþykktar BREYTINGAR á stjórnsýslu borgarinnar voru samþykktar á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudg, með 11 atkva'ðum gegn 8. Þeir Albert Guðmundsson og Sigurður E. Guðmundsson sátu hjá. Breytingar þess- ar fela í sér tilfærslur manna í nokkrum a'ðstu stöðum borgarinnar en frá þeini hefur verið skvrt í Mbl. studdi hvert það mál sem hún taldi til heilla horfa. Eitt þeirra mála sem hún beitti sér fyrir al- veg sérstaklega var orlof hús- mæðra. Lög um orlof húsmæðra gengu í gildi árið 1960, en Herdís var formaður í þeirri nefnd sem undirbjó frumvarp að lögunum. Það voru gleðitíðindi að þessi lög hlutu samþykki Alþingis, því í þeim fólst viðurkenning á því að þau störf sem unnin eru á heimil- unum séu mikilvæg fyrir þjóðfé- lagið þó þau séu ekki metin til launa. Samkvæmt lögunum áttu hér- aðssambönd Kvenfélagasambands Islands að sjá um framkvæmd þeirra. Bandalag kvenna í Re.vkja- vík kaus þá þegar orlofsnefnd fyrir Reykjavíkurborg og varð Herdís formaður hennar og allt til ársins 1969. Henni var mikill vandi á höndum að móta starf- semina þar sem hér var um nýjar brautir að ræða. Og lengi býr að fyrstu gerð. Frá upphafi var það hennar fyrsta og síðasta boðorð að yfir orlofi húsmæðra væri menn- ingar- og myndarbragur. Sem samstarfsamaður Herdísar um langt árabil í orlofsnefnd hús- mæðra í Reykjavík kynntist ég vel hennar góðu kostum. Góðvild og fádæma þrautseigja voru sterkir þættir í skapgerð hennar. Annað mál sem Herdís beitti sér fyrir á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík var að komið yrði á fót fæðingarstofnun í Reykjavík svo unnt væri að bæta úr því neyðarástandi sem ríkti í þeim málum á þeim árum. Henni tókst að finna húsið að Eiríksgötu 37 þar sem hin ágæta stofnun Fæðingarheimili Reykja- víkur tók til starfa árið 1960. Herdís var einlæg trúkona. Trú hennar á handleiðslu Guðs var henni kraftur og leiðarljós í starfi. Blessuð sé minning hennar. Steinunn Finnbogadóttir, formaður I.andsnefndar orlofs húsmæðra. Davíð Oddsson, borgarstjóri, kynnti tillögurnar og gerði grein fyrir hverjum þætti þeirra. Sagði hann að reynslan hefði sýnt að verulegra breyt- inga væri þörf á skipan nokk- urra æðstu embættanna og líta ætti á tillögurnar sem fyrsta skrefið í þá átt. Varðandi tillögu um að aug- lýsa ætti stöðurnar, sagði Davíð, að slík tillaga stæðist ekki, þar sem hér væri aðeins um tilfærslur á starfsmönnum að ræða, en engum væri sagt upp. Fulltrúar vinstri flokkanna í borgarstjórn, að Sigurði E. Guðmundssyni frátöldum, sögðu að hér væri um „pólitísk- ar hrókeringar" að ræða og bæri þetta keim af flokka- pólitík. Markús Örn Antonsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist skilja gremju vinstri flokkanna vegna þessarar til- lögu, því þeim hefði ekki tekist að breyta stjórnkerfi borgar- innar í tíð fyrrverandi meiri- hluta. Sagði Markús Örn að þessar tillögur hefðu vakið verðskuldaða athygli í þjóðfé- laginu og þær fengið lof hjá þeim sem til reksturs þekktu. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, kvaðst fagna viðleitni borgar- stjóra í að færa menn til í störf- um. Sagðist hann fagna breyt- ingum á fjármála- og hagsýslu- deildum og einnig sagðist hann hlynntur breytingu á embætti vinnumálastjóra. Hins vegar sagði hann að reynslan yrði að skera úr um réttmæti breytinga á embætti borgarlögmanns. Því embætti hefur nú verið skipt í tvennt og gagnrýndu aðrir vinstri fulltrúar þá tilhögun ákaflega. Sigurður sagðist vilja líta á stjórnunarþátt tillagn- anna, en í máli gagnrýnenda sagði Sigurður að lítt eða ekki vottaði fyrir gagnrýni á stjórn- unarþáttinn. Sagði hann að sum atriði í tillögunum yrðu áreið- anlega til bóta. Davíð Oddsson sagði í loka- ræðu sinni, að hann fagnaði af- stöðu Sigurðar E. Guðmunds- sonar, en þar yrði ekki vart sömu pólitísku fordómanna og hjá fulltrúum hinna vinstri flokkanna. Þá lýsti Davíð van- þóknun sinni á öllu tali um póli- tískar hrókeringar. Slíkt ætti ekki við rök að styðjast. 4 Líkamsræktin hf Kjallara Kjörgarös, sími 16400 inngangur Hverfisgötumegin Burt með streitu og slappan kropp Xi á þeim tíma sem þér hentar Við bjóöum upp á fullkomna æf- ingaaðstööu. Ljósalampar, nudd- pottar, gufuböð og sturtur. Hæfir leiðbeinendur ávallt til staðar, sem skipuleggja þjálfunarmeð- ferö viö hæfi og getu hvers og eins, ásamt leiöbeiningum aö bættu mataræöi. ATH.: Líkamsræktin, Kjörgaröi, opnar kl. 07.00—22.00 virka daga, helgar 10.00—15.00, í mánaöar- gjaldi okkar er innifalin öll þjónusta staðarins. Karla- og kvennasalir Líkamsrækt aó lífsvenju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.