Morgunblaðið - 14.10.1982, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
45
VÉl^AKANDI
SVARAR I SIMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
i TIL FÖSTUDAGS
c*MUManF\'an'u ir
Þessir hringdu . . .
Enginn friður
fyrir sölu-
mennsku og
betli
Hallveig Kolsoe hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Ég tek undir orð „íbúa í Vestur-
bæ“ sem kvartaði í þessum dálk-
um undan happdrættisplágunni
sem ég vil kalla svo. En mig
langar til að bæta við það sem
fram kom hjá Vesturbæingnum.
Ég bý í Kópavogi og við erum
orðin roskin hjónin. Það kemur
fyrir að við höfum ekki stundleg-
an frið heilu dagana fyrir hring-
ingum á dyrabjöllu fyrir sölu-
mennsku og betli, og erindrek-
arnir eru allt niður í smábörn að
sníkja á tombólur. Mér finnst
þetta slæm uppeldisaðferð og
mikill ósiður og það liggur við að
maður neyðist til að taka dyra-
bjölluna úr samhandi. Það er
ekki einu sinni að maður fái frið
fyrir þessu um helgar, þegar
þörf er á hvíld eftir erfiði vinnu-
vikunnar. Ég er ekkert á móti
því að taka þátt í hjálparstarfi
líknarfélaga með því að gefa
peninga, en þetta eilífa kvabb á
heimilum fólks finnst mér alveg
forkastanlegt.
Beiðni til
útvarpsins
Gamall Þingeyingur hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Nú er útvarpið búið að flytja
leikritin yfir á sunnudaga og
finnst mér ekkert nema gott um
það að segja. En það er annað
sem mig langaði til að biðja þá
útvarpsmenn að taka til athug-
unar, ekki síst fyrir okkur gamla
fólkið; það er að flytja kvöldvök-
urnar á föstudagskvöldum yfir á
sjónvarpslausu kvöldin, fimmtu-
dagskvöld. Á föstudagskvöldum
er ýmislegt efni í sjónvarpinu
sem okkur gamla fólkið langar
til að horfa á, en rekst á við
kvöldvökur útvarpsins. Nægir
þar að nefna Kastljós, sem er
með áhugaverðari þáttum sjón-
varpsdagskrárinnar. Eins og all-
ir vita eru flestir hlustendur
kvöldvökuþáttanna roskið eða
gamait fólk, sem vill af hvorugu
missa, Kastljósi né kvöldvökun-
um. Þess vegna leyfi ég mér í
nafni þessa fólks, ekki síst á ári
aldraðra, að fara fram á, að tek-
ið verði tillit til þessa.
„Bæbæ“
og „ókei“
ÓJ. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar til
að víkja að orðum sem ég heyri
svo oft manna á meðal, þ.e. „bæ-
bæ“ og „ókei“. Þessi orð tröllríða
málinu um þessar mundir. Nú er
nýhafinn þáttur í morgunút-
varpi á þriðjudögum milli kl.
átta og hálfníu, sem heitir Þetta
er ykkar útvarp. I morgun
(þriðjudag) kom inn á línuna að
mér skildist roskinn maður, sem
var áfkaflega mikið hneykslaður
á þætti þar sem Elísabet Jökuls-
dóttir hafði flutt eigin ljóð og
leikið tónlist af plötum milli at-
riðanna. Ekki heyrði ég þann
þátt og ætla því ekki að dæma
hann til eða frá. En illa finnst
mér sitja á mönnum að gagn-
rýna aðra fyrir ljótt mál, sem
hafa ekki upp á aðra kveðju að
bjóða, að enduðu máli, en „bæ-
bæ“. Sá hinn sami hefði átt að
hlusta á Morgunorð, þar sem
minnt var á að við eigum hin
fallegustu ávarpsorð: Komið þið
sæl, verið þið sæl, komið þið
blessuð, verið þið blessuð.
Var þessi staðhæf-
ing rétt eða röng?
Sæmundur G. Jóhannesson, rit-
stjóri, Akureyri, skrifar:
„Sjónvarpið flytur margt fróð-
legt efni auk efnis til skemmtun-
ar. En heita má, að ég horfi aldrei
á það, nema mér sé bent á eitt-
hvert efni, sem ætla má að mér
þyki girnilegt til fróðleiks. Læt ég
mér nægja fréttir útvarpsins og
nota fremur tímann til ritstarfa.
Mér var bent á þætti sem sjón-
varpið var að flytja. Snertu þeir
dvöl Israelsmanna í Egiftalandi.
Heyrði ég þá sjónvarpsþulinn
segja: Það finnast engar minjar
um dvöl ísraelsmanna í Egifta-
landi. Var þessi staðhæfing rétt
eða röng?
í 2. Mósebók, 1. kafla, segir frá
því: að ísraelsmönnum fjölgaði
mjög, svo að Egiftar fóru að óttast
þá. Tóku þeir að þjá ísrael með
þungri þrælavinnu. Byggði hann
vistaborgir handa Faraó, Pitóm og
Raamses.
Móse kom með boðskap sinn: að
Drottinn ætlaði að leiða ísrael
frjálsan á brott. En Faraó brást
illa við og sagði: Það verður að
þyngja vinnuna á fólkinu, svo að
það hafi nóg að starfa og hlýði
ekki á lygifortölur. Skyldi það
enga hálmleggi fá til að nota við
framleiðslu tígulsteina. Sjálft
skyldi það fara og afla sér stráa.
Fólkið fór og tíndi venjuleg
puntstrá, sem það kippti upp með
rótum. Steinarnir voru búnir til úr
efjunni við Nílar-bakka. Er þeir
þornuðu, minnkuðu þeir. Greini-
lega má sjá, að í endum þeirra eru
förin eftir ræturnar á stráunum!
Þar með er fallin sú staðhæfing að
engar minjar finnist um dvöl ísraels
í Egiftalandi.
A brekku í Sínaí-fjalli fannst
steintafla. Hún var á svo fornu
máli, að 20 ár tók að komast fram
úr því. En er þrautin var unnin,
sást, að þetta stóð á töflunni:
Ég er sonur Hatshepsut, um-
sjónarmaður verkamanna frá Sin,
yfirmaður musteris Mana Yahua
á Sínaí. Þú, ó Hatshepsut, varst
góð við mig og dróst mig upp úr
vötnum Nílar og hefur sett mig í
musterið (eða höllina).
Á hinni hliðinni voru gefnar
leiðbeiningar um, hvernig mætti
finna staðinn, þar sem sá, er rit-
aði, hafði grafið töflur, sem hann
hafði brotið í reiði sinni. (2. Móse-
bók, 32. kafli, 19. grein.) Leit var
gjörð að þeim. En kennimerki öll
voru orðin svo breytt, að hún varð
gagnslaus.
Frásaga Móse sjálfs sýnir, hví-
lík var sú fjarstæða sem sýnd var
í sjónvarpinu, er hann sást sitj-
andi uppi á fjallinu. Sínaí-fjall er
7000 fet (ensk) á hæð. Mun það
vera um 2 kílómetrar 258 metrar.
Getur talist líklegt, að málrómur
manns sem húkir uppi á fjallinu,
heyrist úr þeirri fjarlægð?
Biblían segir, að ísraelsmenn
hafi verið um 600.000 auk kvenna
og barna. Varlega áætlað verða
það minnst tvær milljónir. Allt
þetta fólk fékk „manna" til að eta.
Féll það sem döggmóða árla morg-
uns 6 daga vikunnar — aldrei á
hvíldardegi — og varð að safna
því snemma morguns.
I sjónvarpinu var veifað hríslu
með laufblöðum og sagt: að þetta
væri manna það, sem Israelsmenn
fengu. Hvernig hefðu laufblöðin,
sem voru á hríslunum getað enst
slíkum mannfjölda í fjörutíu ár?
Þá var sagt frá því, að grafið
hefði verið til rústa borgarinnar
Bosra. Sú rannsókn sýndi, að
borgin hafði verið lögð í eyði á 9.
öld. f.Kr.
Á landabréfi sem ég hefi, er
sýnir borgir, sem biblían nefnir,
erú þrjár borgir með þessu nafni.
Gat hver um sig orðið á vegi ísra-
elsmanna.
Biblían segir að ísraelsmenn
hafi farið í gegnum Rauðahafið, er
hvass vindur blés. Sjónvarpið lét
þá krækja inn fyrir það.
Annálar herma, að á miðöldum
hafi það tvisvar komið fyrir að
hvassviðri skipti Rauðahafinu í
tvennt. Þetta las ég í biblíulegri
alfræðibók, þótt hún sé ekki í
höndum mínum nú.
Heimildir: The International
Standard Encyclopædia (Alþjóð-
leg biblíualfræðibók, og Dead Men
Tell Tales (Dauðir menn segja frá)
eftir Harry Rimmer, doktor í guð-
fræði og vísindum.
Með þökk fyrir birtinguna."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Líklegt er, aö þeir kveði heim herlið sitt.
Rétt væri:... að þeir kveðji heim herlið sitt.
03= SIG6A V/öGÁ í \ilvl9AYi
/^\ /tFW /áöWA U\
pUOVlM lá) mKi OWIN lé\
fj/l \yMMj WOM /
W sl) ^~^ \)A9 SfXX VfltoMI M/|LÍ0«/
¥
Bann viö rjúpnaveiði
Öllum óviðkomandi er bönnuö rjúpnaveiöi og umferð
meö skotvopn í löndum eftirtalinna jaröa: Skeggja-
staöa, Hrafnhóla, Stardals, Fellsenda, Fremra-Háls,
írafells, Hækingsdals, Hlíðaráss, Stíflisdals I og II,
Heiöarbæjar I og II, Skálabrekku, Kárastaöa og
Brúsastaöa.
Brot gegn banni þessu veröa tafarlaust kærö.
Landeigendur, ábúendur.
hárgreidsiumeistari
Hárgreiðslustofan Gígja
Stigahlið 45 - SUÐURVERI
2. hasð - Simi 34420
Breyttur
opnunartími
Virka daga
kl. 9—17
fimmtudaga
kl. 9—19
laugardaga
kl. 9—12.
GIGTARSJÚKDÓMAR
Kostnaöarsömustu sjúkdómar hér á landi
— O —
Á HJÓLASKÍÐUM
í UMFERÐINNI
Aö æfa skíöaíþróttina í snjóleysi
l
— O —
SKÚLPTÚR ÚR BLÓMUM
Rætt viö Sigríði Ingólfsdóttur
Föstadagsblaðid ergott forskot á helgina