Alþýðublaðið - 13.09.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.09.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 3. sambandsþing Álþýðusambands íslands verður sett í Reykjavík, föstudaginn 12. nóvember næstk: kl. 5 síðdegis, í húsi Álþýðufélaganna við Hverfisgötu. Félög þau, sem í sambandinu eru, kjósi til sam- bandsþings einn fulltrúa fyrir hvert hundrað skráðra félaga, eða brot úr hundraði, og einn fyrir félagið (samkv. 11. gr. sambandslaganna). Reykjavík, 12. ágúst 1920. Alþýðusambasid íslands Jón Baldvinsson p. t. forseti. upp, að ekki verður hægt að láta þar meira af möl, sem grafin hefir verið upp úr vesturhöfnitmi. Yeðrið í morgnn. Vestrn.eyjar . . . VNV, hiti 7,0. Reykjavík .... VSV, hiti 6,8 ísafjörður .... logn, hiti 6,6 Akureyri .... S, hiti 7,0 Grfmsstaðir ... S, hiti 7,8 Seyðisfjörður . . logn, hiti 8,2. Þórsh., Færeyjar VSV, hiti 11,0. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð um Húnavatns- sýsiu, loftvog fallandi á Norðaust- urlandi, stígandi á Suðvesturlandi. Útlit íyrlr vest- og norðaustlæga átt á suður- og vesturlandi, breyti- leg annarsstaðar. Hestaútflatningarinn. Magn- hild tekur hér 700 hesta í dag og flytur þá til Englands. Á fimtu- daginn fer Gullfoss með nokkuð af hestum til Vejle. Skipaferðir. Gylfi kom af veið- um í fyrradag. Geir togari kom frá Englandi til Hafnarfjarðar. Apríl kom í gær frá Englandi með kol. Milly og Ethel komu af veiðum. Skallagrímur kom írá Englandi með kol, koma hans um daginn var ranghermi. Gullfoss kom í gærkvöldi norð- an um land frá Khöfn. Fjöldi far- þega komu á skipinu. Villemoes er á Akureyri. Gotah, dönsk skonnorta, kom í morgun frá Englandi. Knattspyrmm (II flokks) í gær fór svo, að Valur sigraði K. R. með 2 : o. íþróttavöliurinn var 10 ára gamall í gær. Hljómleikar Páls Ísólíssonar f fyrrakvöld tókust vel að vanda. Húsfyllir var og voru menn vel ánægðir með skemtunina. Eins og köttnrinn! í síðustu varnargrein Vísis fyrir íslands- banka blandar ritstjórinn algerlega saman fiskbraski og útgerð. En allir vita hve slíkt eru óskild mál. Minnir ritstjórinn þar, eins og fyrri daginu, á köttinn, eftir að hann hefir lokið vísu verki. Áskorun til alþýðunnar. Verkalýður! Konur og menn! Geíið nákvæman gaum hvaða verzlanir það eru, sem auglýsa í Al- þýðublaðinu, og hverjar verzlanir gera það ekki, og hagið ykkur eftir því. ©hcótotiöiii í Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) selur mjög vandaðan skófatnað svo sem: Karimanna- og Verkamannastfg- vél, Barnastfgvél af ýmsum stærð- um og sérstaklega vandað kven- skótau; há og lá stígvél af ýms- um gerðum. Allar viðgerðir leyst- ar fljótt og vel af hendi. Komið og reynið! Virðingarfylst Ól. Th. Skyr og rjómi fæst á Gaffé Fjailkonan. Sttillia óskast í vist nú þegar. Uppl. á afgr. Alþbl. Aljþbl. kostar I kr. á mánuði. í verzlun Siprjóns Péturssonar, Hafnarstræti 18. Svo sem: (xólfmottur mjög góðar. Lampaglös 14, 15. io, 8 línu. Kyeikir 8, 10, 14, 15 lfnu. Prínausar, elsta og bezta tegund. Prímas-Tarahlatir. Eægiskúffar. Kolaausar. Yattteppi mjög góð. Kerti, margar stærðir. Olíutrektir. Blikkbrúsar margar stærðir. SaumaYélaolía í glösum. Termosflöskur. Yasahnífar. Skæri. Hamrar. Handaxir. (xólíáburður (Bonevox). Seglgarn í hnotum. Skógarn í hnotum. Handluktir. Handluktaglös. Fægilögur „Brasso". o. m. □>. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.