Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 „Vélin hvarf í sort- ann og við sáum ekki hvar hún lenti" „FLUGVÉLIN birtist okkur úr nordri — flaug lágt þvert yfir okkur. Vélin var að missa hæð og neyðarblysi var kastað út. Vélin hvarf í sortann og við sáum ekki hvar hún lenti á sjón- um,“ sagði Þorsteinn Jónsson, skipstjóri á Þrym BA 7, í samtali við Mbl. í gær, en skipið var á netaveiðum um 28 sjómilur vest- norðvestur af Kópanesi. „Við hófum strax leit en að- stæður voru erfiðar, 6—7 vindstig og leiðindasjór. Ásamt okkur leituðu þrír bátar og tog- arinn Vestri frá Patreksfirði. Flugvélar komu fljótlega á staðinn en við urðum einskis Krossinn sýnir staðinn þar sem síð- ast sást til flugvélarinnar. varir, — fundum ekkert brak og hættum leit upp úr klukkan ellefu og tókum til við að draga netin, en þá var veðurhæðin 10—11 vindstig og kominn haugasjór," sagði Þorsteinn. „Eg var að koma úr róðri laust eftir klukkan sex þegar ég sá flugvél hringsóla yfir bænum. Hún flaug þrjá hringi yfir þorpinu, hækkaði svo flug- ið og hvarf út fjörðinn," sagði Guðni Einarsson, skipstjóri, á Suðureyri við Súgandafjörð í samtali við Mbl. „Ég fór upp á flugvöll þar sem mér þótti undarlegt að flugvél skyldi vera á sveimi yf- ir bænum þegar völlurinn var TF-MAO. lokaður, veður að ganga upp og myrkrið grúfði sig yfir bæinn. Ég hélt jafnvel að um sjúkra- flug væri að ræða og hringdi til flugumsjónar í Reykjavík en þeir vissu ekkert um ferðir vél- arinnar," sagði Guðni Einars- son. Framleidsluráð landbúnaðarins: Bannar sláturleyfishöfum — að greiða fullt verð fyrir kjöt frá 1981 FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað- arins sendi nýlega skeyti til slát- urleyfishafa þar sem tekið er fram „af gefnu tilefni“ að verðskerðing á framleiðslu 1981 hafi ekki verið VERULEGA minnkandi flutningar með skipum islenzku skipa- félaganna eru farnir að valda mikl- um erfiðleikum í rekstri margra þeirra. Er nú svo komið, að skip Nafn konunnar sem beið bana KONAN, sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut á föstudag, hét Ósk Jenný Jóhannesdóttir, til heimilis að Háteigsvegi 6, Reykja- vík. Jenný var 74 ára gömul, fædd 12. febrúar í Kirkjuhvammi í V-Húnavatnssýslu. Hún lætur eft- ir sig tvö uppkomin börn. ákveðin. Sláturleyfishafarnir eru í skeytinu aövaraðir um að þeir beri ábyrgð á greiðslu verðskerðingar ef til kemur og megi þvi ekki greiða fullt verð fyrir kjötið að svo liggja bundin við bryggju dögum og vikum saman vegna verk- efnaleysis. Sérstaklega á þetta við skip þeirra félaga, sem eru í tilfall- andi verkefnum, en stunda ekki reglulegar áætlunarsiglingar. Samkvæmt upplýsingum Mbl. hafa sum skipanna legið bundin við bryggju í allt 40 daga síðan um mánaðamótin júlí—ágúst og ekkert útlit er fyrir, að úr rætist á næstu mánuðum vegna efna- hagsástandsins hér á landi og víð- ar. Nokkur skipafélög, sem byggt hafa afkomu sína. að einhverju eða miklu leyti á flutningum með skreið, loðnumjöl og fleiru þess háttar standa sérstaklega höllum fæti, þar sem útflutningur þeirra vara hefur legið að mestu niðri, en síðan hefur það valdið ákveðn- um vandræðum í rekstri stóru fé- laganna, að almennur útflutning- ur hefur dregizt verulega saman það sem af er árinu. í magni talið er samdrátturinn um 12% fram til loka ágústmánaðar. Frá ágústlokum hefur sam- drátturinn haldið áfram og ekkert útlit er fyrir, að ástandið batni á næstu mánuðum, t.d. er orðið ljóst, að ekki verður um neinn loðnumjölsútflutning að ræða í vetur, auk þess sem allt er í óvissu um útflutning á skreiðarfram- leiðslunni til Nígeríu. Þessu til viðbótar hefur síðan dregið nokkuð úr innflutningi á síðustu vikum, t.d. er fyrirsjáan- legt, að bílainnflutningur verður mjög lítill á næstu mánuðum, en í dag liggja á bilinu 1.500—2.000 stöddu. Ingi Tryggvason formaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins sagði í samtali við Mbl. að skeyt- ið væri m.a. sent vegna fyrir- ótollafgreiddir bílar í vöru- geymslum skipafélaganna. RAGNARI Halldórssyni forstjóra ÍSAL voru afhentar lokaskýrslur brezka endurskoðunarfyrirtækisins ('oopers & Lybrand í fyrradag, en þann hinn sama dag hringdi fulltrúi iðnaöarráöherra til fulltrúa Alu- suisse og tilkynnti að hann myndi afhenda þeim skýrslurnar í gær. Skýrslur þessar eru lokaskýrsl- ur varðandi endurskoðun brezka fyrirtækisins á ársreikningi ISAL fyrir árið 1981 og varðandi kaup fyrirtækisins á rafskautum á ára- bilinu 1975 til 1979, en skýrslur BR/ELA er nú á síldarmiðunum út af Austfjörðum og flestir bátar í höfn. Hér á Seyðisfirði liggja nú 40 sildveiðiskip vegna veðurs. Það var um þrjú leytið sl. nótt sem skyndilega fór að hvessa af suðaustri og er nú hávaðarok með slagviðrisrigningu. Síldveiði hefur verið heldur treg undanfarið, en hér hefur nú verið spurnar frá einum sláturleyfis- hafa á Suðurlandi um það hvort þetta væri frágengið. Ingi sagði að sláturleyfishafarnir fengju heildsöluverð greitt fyrir kjötið og væri ætlast til að þeir greiddu það ekki að fullu út til bænda til að mæta hugsanlegri verðskerð- ingu og verðjöfnun. Samkvæmt upplýsingum Mbl. virðist nokkuð misjafnt hvernig sláturleyfishafar haga greiðslum til bænda. Forsvarsmenn eins af minni sláturleyfishöfunum sögðu í samtali við Mbl. að þeir hefðu greitt út fullt haustgrundvallar- verð strax og hægt var. Verð- hækkanir sem urðu síðan á 3ja mánaða fresti hafa verið látnar mæta hugsanlegum verðskerð- ingum. þessar hafa verið í athugun í iðn- aðarráðuneytinu í nokkrar vikur. Aðspurður um niðurstöður skýrslnanna sagði Ragnar: „í fljótu bragði séð þá fór eins og mig grunaði. Útreikningar á rafskautum eru byggðir á ímynd- aðri verksmiðju í Straumsvík. Þá eru niðurstöður Coopers & Ly- brand varðandi árið 1981 leiðrétt- ar frá því sem okkur var afhent 1. september, þannig að þeir hafa leiðrétt að um yfirverð á krýólíti hafi verið að ræða.“ saltað í 9.000 tunnur af síld hjá Norðursíld hf. Togararnir Gullver og Gullberg lönduðu hér á mánudag og þriðju- dag um 50 lestum hvor, mest- megnis karfa sem fluttur er beint út til Ostend í Belgíu, ísaður í kössum, og hefur þannig fengist viðunandi verð fyrir aflann. Fréttaritari Kjartan Bjarna- son fyrrverandi sparisjóðs- stjóri látinn KJARTAN Bjarnason fyrrverandi sparisjóðsstjóri frá Siglufirði lést í Reykjavík mánudaginn 25. október sl., 72 ára að aldri. Kjartan fæddist 13. október árið 1911 í Vík í Mýrdal. Foreldrar hans voru þau Bjarni Kjartansson kaupfélagsstjóri þar, síðar for- stjóri ÁVR, Siglufirði, og kona hans, Svanhildur Einarsdóttir. Kjartan brautskráðist frá Sam- vinnuskólanum árið 1929 og hóf störf hjá Sparisjóði Siglufjarðar í maí sama ár. Hann starfaði þar síðan, fyrst sem bókari, þá gjald- keri og sparisjóðsstjóri frá 1. júní 1962. Kjartan sat í stjórn Spari- sjóðs Siglufjarðar frá árinu 1943 og var einn af ábyrgðarmönnum sjóðsins frá 1939. Kjartan sat í stjórn Skógrækt- arfélags Siglufjarðar frá 1948 og gegndi þar störfum gjaldkera. Hann var skipaður formaður fast- eignamatsnefndar í Siglufirði 1964. Þá sá hann um umboð Happ- drættis Háskóla íslands árin 1942-1952. Árið 1933 kvæntist Kjartan Helgu Gísladóttur og lifir hún mann sinn. Vigri seldi í Bremerhaven EITT íslenzkt fiskiskip, Vigri RE, seldi afla sinn erlendis í gær. Vigri seldi 355,7 lestir af karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 4.100.800 krónur, meðalverð 11,53. Verkefnaskortur hjá íslenzku skipafélögunum: Skip hafa legið bundin dögum og vikum saman Coopers & Lybrand-skýrslurnar: Leiðréttar niðurstöður Seyðisfjörður: 40 síldveiðiskip í höfn vegna veðurs Seyðisfirði, 26. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.