Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakið. Glansmyndir og felumyndir Aþað var minnst oftar en einu sinni í umræðunum á Alþingi á mánudagskvöld, að nú gæti meistari glans- myndanna sjálfur forsætis- ráðherrann, Gunnar Thor- oddsen, ekki lengur málað slíkar myndir af stöðu þjóð- arbúsins. Glansmyndagerð- inni hefði verið lokað vegna kreppu. Þessi niðurstaða er vissulega rétt þegar litið er til efnahagsmála. Hún á hins vegar ekki við um lands- stjórnina. Þeirri deild glansmyndagerðarinnar hef- ur ekki verið lokað sem fæst við að fegra ástandið á stjórnarheimilinu og lengja lífdaga þeirrar ríkisstjórnar, sem ekki er nægilega sterk til að takast á við vandann að mati Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalags- ins. I stefnuræðu forsætis- ráðherra á mánudaginn var farið í felur með ráðleysi rík- isstjórnarinnar og hina stjórnskipulegu sjálfheldu sem myndast hefur vegna þess að Alþingi er óstarf- hæft að mati Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins. í glansmyndagerðinni eru núna búnar til felumyndir. Forsætisráðherra svaraði ekki neinni af þeim spurn- ingum sem hæst ber í hugum manna, þegar stjórnmálin eru rædd. Hann minntist ekki einu orði á stjórnar- skrármálið. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í álmál- inu? Hvað ætlar ríkisstjórn- in að gera í flugstöðvarmál- inu nú þegar Bandaríkjaþing hefur fallist á óskir hennar um að framlengja gildistíma fjárveitingar til nýrrar flugstöðvar? Hefur ríkis- stjórnin enga stefnu í máli málanna, að uppræta mis- réttið vegna ójafnvægis í þyngd atkvæða eftir búsetu? Ur því að ríkisstjórnin telur ekki unnt að ákveða þingrof og nýjar kosningar nema samstaða náist um af- greiðslu þingmála, hvers vegna var það ekki boðað í stefnuræðunni, hvaða mál væri um að ræða? Síst af öllu þótti forsætisráðherra ástæða til að skýra frá því hvernig þessi veika ríkis- stjórn ætlaði að leiða mál til lykta á óstarfhæfu Alþingi. Stefnuræða forsætisráð- herra reis ekki undir nafni að þessu sinni. Hún var yfir- lit yfir það sem gerst hefur og skrá yfir gamla loforða- lista. Bráðabirgðalögin marg- ræddu halda gildi sínu, hvort heldur þau verða lögð fram á Alþingi fyrir eða eftir 1. des- ember næstkomandi. Allt tal stjórnarsinna um nauðsyn þess að fá þau rædd og af- greidd fyrir 1. desember hef- ur verið liður í hinu mikla sjónarspili. Forsætisráð- herra hefur alltaf ætlað sér að vera í felum með frum- varpið eins lengi og honum hentar. Raunar er það blekk- ing að vera sí og æ að töngl- ast á mikilvægi þess, að þingmenn í neðri deild geri upp hug sinn til þessa laga- frumvarps. Ákvæði stjórn- arskrárinnar um bráða- birgðalög eru svo rúm að rík- isstjórn hefur það í hendi sér, hvernig með slík mál er farið gagnvart Alþingi. Svíf- ist ríkisstjórn einskis í þeim efnum og hafi hún nægi- legan stuðning á Alþingi til að verjast vantrausti í sam- einuðu þingi geta þingmenn ekki rönd við reist. En að kenna slíka stjórnarhætti við þingræði er að sjálfsögðu út í hött. I ræðum annarra ráðherra en forsætisráðherra kom fram, að önnur mál eru mik- ilvægari vegna framtíðar- innar en bráðbirgðalögin og þá ekki síst lög um nýjan vísitölugrundvöll og breytta viðmiðun við útreikning á verðbótum. Um þetta mikil- væga framtíðarmál er auð- vitað bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar. Það þarf raunar engan að undra þótt forsætisráðherra í ráðlausri ríkisstjórn hafi gefist upp við að boða stefnu og teikni þess í stað felu- myndir. í eins konar stefnu- ræðu 27. janúar 1982 sagði Gunnar Thoroddsen: „Nú hefur það markmið verið ákveðið, að verðbólga á árinu í ár verði ekki yfir 35% og hraði hennar kominn niður í um 30% á síðari hluta árs- ins." Verðbólgan í ár verður um og yfir 60% og ver vax- andi. Að sögn Pálma Jóns- sonar landbúnaðarráðherra mun yfirklórið 1. desember ekki ná verðbólguhraðanum niður í 30% heldur koma í veg fyrir að hann fari í 90 til 100%. í febrúar 1980 ákvað ríkisstjórnin að með niður- talningarstefnunni yrði verðbólgan 7—10% á árinu 1982! Og nú sjá framsókn- armenn það ráð helst að festa þessa stefnu í lög. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins í útvarpsumræðum: Stjórnvöld gáfust upp í bar- áttunni gegn verðbólgunni Hér fer á eftir ræða Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjáifstæöisflokksins, viö út- varpsumræöur frá Alþingi í framhaldi af stefnuræöu forsætisráöherra í fyrrakvöld. Millifyrirsagnir og yfirskrift eru Mbl. Viðvaranir stjórnar- andstöðu reyndust réttar Síðasti ræðumaður er kunnur að því að mála glansmyndir. Ræða hans nú í kvöld stingur nokkuð í stúf við það sem venja er og hlustendur þekkja. Hingað til hefur allt verið í lagi og stjórnarathafnir gengið eft- 1 ir áætlun. En nú hefur syrt í álinn að áliti síðasta ræðumanns. En auðvitað fer fjarri, að ríkisstjórnin beri ábyrgð á ástandinu og hinu dökka útliti, að hans mati. Tvennt bar síðasti ræðumaður fyrir sig. Spár sérfræðinga höfðu brugðist og vitn- aði hann til þjóðhagsáætlunar er fylgdi stefnuræðunni í fyrra. En þjóðhagsáætlun sem fylgir stefnuræðu forsætisráðherra er útbúin og birt á ábyrgð ráðherra og þar er byggt á forsendum sem ráðherra gefur sérfræðingum. Um þetta eru dæmi í þeirri þjóðhagsáætlun sem fylgir stefnuræðu að þessu sinni. Þar er byggt á því að frekari efnahagsaðgerðir sem enn hafa ekki séð dagsins ljós muni komast í framkvæmd og að þeim gerðum muni verðbólgan á næsta ári geta komist niður undir 40%. En sé byggt á þeim aðgerðum sem komnar^eru fram, þ.á m. bráðabirgðalögunum, er ljóst að verðbólgan verður yfir 60%. Hér skeik- ar miklu. Skýringin er sú, að byggt er á óljósum orðum um væntanlegar efnahags- aðgerðir, sem ekkert samkomulag er um innan ríkisstjórnarinnar hvorki í fyrra né nú. Að þessu leyti er ekki sérfræðingum um að kenna, heldur forsætisráðherra og röngum forsendum sem hann lætur sér- fræðingum í té, að spár hafa brugðist. I öðru lagi ber forsætisráðherra fyrir sig að ytri kringumstæður hafi breyst svo mjög að þær séu orsök þess hvernig komið er. Það þykir ávallt lágkúrulegt að þakka sjálfum sér allt, þegar vel árar en kenna öðrum um, þegar miður fer. Stjórnarliðar geta rifjað upp, að við stjórnarandstæð- ingar sögðum fyrir um þróun mála í gagn- rýni okkar, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrra og þegar frá upp- hafi þessa stjórnarsamstarfs. Þótt íslend- ingar hafi orðið fyrir áföllum sem ber að mæta með fullri einurð, þá er verðmæti sjávarafurða sambærilegt við árið 1978 og 1979. Og eftir met í aflaverðmæti síðustu 2 árin ættum við að vera vel undir það búnir að mæta erfiðleikum, en vegna rangrar stjórnarstefnu fer víðs fjarri að svo sé. Uppgjöf fyrir veröbólgu Þegar fokið er í flest skjól og öll mark- mið ríkisstjórnarinnar og fyrirheit eru að- eins orðin tóm, er þó eitt sem hatturinn er hengdur á. Það er, að hér sé ekki atvinnu- leysi, gagnstætt því sem er með öðrum þjóðum. En það er rétt að við gerum okkur grein fyrir því, íslendingar, hvort hér sé fjll atvinna í þess orðs réttu merkingu, hvort vinnuafl landsmanna sé allt bundið við arðbær störf. Og er það ríkisstjórninni að þakka að hér eru skráðir atvinnuleys- ingjar innan við 1%? Því fer fjarri. Þessari sýndarmennsku er komið í kring með geigvænlegri erlendri og innlendri skuldasöfnun, sem auðvitað er ekkert annað en gálgafrestur. Og inn- takið í ræðu siðasta ræðumanns var í raun og veru að landsmönnum var hótað at- vinnuleysi ef þeir sættu sig ekki við lakari lífskjör. Því miður er sú hótun ekki tilefn- islaus. Það sýnir reynslan á þessu ári, þeg- ar fiskveiðiflotinn hefur stöðvast bæði í ársbyrjun og nú síðast í september og mörg fyrirtæki riða á barmi uppgjafar og gjaldþrots vegna þess að þeim eru ekki sköpuð skilyrði til starfa. Forsætisráðherra taldi að valið stæði á milli verðbólgu og atvinnuleysis. Við sjálfstæðismenn erum þeirrar skoðunar að unnt sé að ráðast gegn verðbólgunni án þess að atvinnuleysi haldi innreið sína. En forsætisráðherra og ríkisstjórn hafa gefist upp í baráttunni gegn verðbólgunni og hengja hatt sinn nú á atvinnuleysisvofuna til þess að treina líftóruna í ríkisstjórn- inni. Við eigum hvorki að þola verðbólgu né atvinnuleysi. Það var ljóst við stjórnarmyndun haust- ið 1978 þegar þáverandi vinstri stjórn var mynduð og við stjórnarmyndunina eftir kosningarnar 1979, þegar núverandi stjórn var mynduð, að stjórnvöld þurftu að snú- ast gegn verðbólgu annars vegar og tryggja atvinnuöryggi hins vegar. Menn höfðu búið að auknum fiskafla eftir út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur undir forystu okkar sjálfstæðismanna 1975, en sá aukni fiskafli og verðmæta- aukning sem honum fylgdi dugði ekki eyðsluseggjum núverandi stjórnar, heldur þurfti og til að koma erlend skuldasöfnun í stærri stíl en nokkru sinni áður til viðbót- ar aukinni seðlaprentun. Stjórnvöld gáfust ekki eingöngu upp í baráttunni gegn verðbólgunni heldur van- ræktu að skapa nýjum atvinnugreinum skilyrði. Fiskifræðingar höfðu löngu varað við því að fiskistofnar væru ofnýttir og því ætti loðnubrestur og minnkandi þorskafli ekki að koma stjórnvöldum á óvart. En í stað þess að láta sér þá aðvörun að kenn- ingu verða og hefja sókn til að nýta orku- lindir landsins og byggja upp stóriðju og almennan iðnað hafa núverandi stjórnvöld í raun og veru stöðvað alla fyrri þróun í þeim efnum. Við hvoruga þessa stjórnarmyndun, Ríkisstjórnin hefur vanrækt að skapa atvinnuvegunum rekstrarskilyrði 1978 eða 1980, horfðust stjórnaraðilar í augu við nauðsyn þess að berjast gegn verðbólgunni annars vegar og tryggja áframhaldandi hagvöxt hinsvegar. Það vakti fyrst og fremst fyrir þeim að næla sér í ráðherrastóla og halda völdum. Framsóknarmenn féllu fyrir þessari freistingu þegar eftir skemmdarverk og galdra A-flokkanna 1978 og síðan féllu fleiri fyrir hinu sama við stjórnarmyndun 1980. Það er á atlra vitorði og ekkert fær dulið lengur þá staðreynd að stjórnarmyndunin 1980 sem átti að leysa stjórnarkreppu og bjarga virðingu Alþingis var byggð á fyrirætlunum Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks um að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn. Reynslan hefur orðið sú að Al- þýðubandalag og Framsóknarflokkur hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þeim hefur ekki tekist að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Það sýndi sigurganga hans í sveitarstjórnar- kosningunum á liðnu sumri. Sannast hefur að sér grefur gröf þótt grafi, því að óánægja og klofningur hafa myndast í þessum flokkum. Stjórnarkreppa framlengd Og í stað þess að núverandi ríkisstjórn leysti 2ja mánaða stjórnarkreppu og bjargaði sóma Alþingis eins og hún átti að gera, hefur ríkisstjórnin framlengt stjórn- arkreppuna um nærfellt 3 ár með upp- hlaupum á 3 mánaða fresti og misboðið þingræði og virðingu Alþingis jafnvel freklegar en dæmi eru til frá dögum danskra einvaldskonunga. Nú er ekki heldur hægt að leyna stað- reyndum og hinum alvarlegu viðhorfum sem við blasa eftir tvö bestu aflaár og mestu verðmætaöflun sem við íslendingar höfum notið. • Ríkisstjórnin lofaði að verðbólgan skyldi á þessu ári verða 7—10%. Hún verður að minnsta kosti 60% og ekkert útlit fyrir að hún hjaðni. • Ríkisstjórnin lofaði að tryggja gengi ís- lensku krónunnar. En gengisfellingar hafa verið fleiri og örari ásamt stöðugu gengissigi þannig að dollarinn hefur fjórfaldast í verði á tæplega þriggja ára ferli ríkisstjórnarinnar. Núverandi rík- isstjórn á íslandsmet í gengisfellingu og er þá langt til jafnað. • Ríkisstjórnin lofaði að myntbreytingu skyldi nýta í baráttu gegn verðbólgu og til að tryggja gengi íslensku krónunnar en myntbreytingin hefur orðið skálka- skjól fyrir verðhækkunum og hruni ís- lensku krónunnar. • Tvær síðustu ríkisstjórnir lofuðu að tryggja kaupmátt launa, setja samning- ana 1977 í gildi, en hafa staðið að meiri launa- og verðbótaskerðingum en dæmi eru til um eða samtals um 40% á síð- ustu 4 árum meðan grunnlaun hafa hækkað um 25%. Kaupmáttur kaup- Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins taxta er nú minni en 1978 þótt þjóðar- tekjur séu svipaðar og verðbólgan æðir áfram þrátt fyrir launaskerðingar. • Ríkisstjórnir hafa sl. 4 ár hækkað skatta um 6% af þjóðarframleiðslu eða um allt að 1.800 millj. kr. • Ríkisstjórnin hefur hagað svo málum að viðskiptahalli var 5% af þjóðarfram- leiðslu á síðasta ári og spáð er 10—11% halla á yfirstandandi ári. Erlendar skuldir hafa stórhækkað. Þær námu um 30% af þjóðarframleiðslu fyrir 4 árum, en eru orðnar 45% af þjóðarframleiðslu. Seðlabankinn spáir að innan skamms fari þær yfir 50%. Greiðslubyrði af- borgana og lána sem áður voru 12—13% eru nú á yfirstandandi ári 23% og Seðlabankinn spáir að innan skamms muni þriðja hver króna af gjaldeyris- tekjum okkar fara í afborganir og vexti af erlendum lánum. Svavar Gestsson líkir okkur við Pólverja í þessum efnum, en þeir þurftu að biðja vestræn ríki um sérstök skuldaskil. Ragnar Arnalds seg- ir okkur vera sokkin á kaf í gífurlegt skuldafen. Slíkur er vitnisburður þeirra er á þessu bera ábyrgð. • Ríkisstjórnin hefur hagað peningamál- um þannig að viðskiptabankarnir Ríkisstjórnin hefur vanrækt að skapa nýjum atvinnu- greinum skilyrdi skulda nálægt 1.000 millj. kr. í Seðla- banka og boða nú meiri lánsfjár- skömmtun en dæmi eru til. Ríkisstjórn- in lofaði lækkun vaxta en þeir hafa hækkað um nær helming á síðustu fjór- um árum, en eru þó lægri en verðbólgan segir til um. Fyrir liggur hjá ríkis- stjórninni tillaga um 8% vaxtahækkun og verðtrygging hefur farið vaxandi í heildarútlánum með vaxandi verðbólgu og aukið fjármagnskostnað með vax- andi verðbólgu. • Ríkisstjórnin hefur í raun gengið á bak allra sinna orða, svikið öll sín loforð og ætti þegar af þeirri ástæðu að fara frá. Vörn gegn ofræöi og ofstjórn Við sjálfstæðismenn lýstum andstöðu okkar við bráðabirgðalögin vegna þess að við krefjumst breyttrar stjórnarstefnu. í bráðabirgðalögunum felst kjaraskerðing án þess að hún komi að teljandi gagni í baráttunni gegn verðbólgunni og til lengd- ar getur hún orðið til skaða vegna þess að launþegar munu ekki sætta sig við sífelld- ar kjaraskerðingar, eins og vinstri stjórna er vandi sem Alþýðubandalagið ber höfuð- ábyrgð á. Verðbótaskerðing um 8% 1. des- ember styðst við þá nauðsyn að tilkostnað- ur atvinnuvega aukist ekki en á sama tíma hefur lengín orlofs meira en 4% tilkostn- aðaraukningu í för með sér. Væri þá ekki skynsamlegra að draga úr verðbótaskerð- ingu og fresta því að taka lengra frí þar til betur árar. Samkvæmt þessum bráðabirgðalögum er svo enn um aukna skattheimtu að ræða, sem sjálfstæðismenn geta undir engum kringumstæðum sætt sig við. Samhliða þessum bráðabirgðalögum voru boðaðar ýmsar aðrar ráðstafanir. Ekkert af því sem boðað hefur verið hefur séð dagsins ljós, en alþingismenn hljóta að gera kröfu til þess að málin séu lögð fram í einni heild svo að yfirsýn fáist yfir áhrif þessara aðgerða. En ágreiningur milli stjórnarliða veldur því að djúpt er á þess- um málum öllum. Allur almenningur verður ekki eingöngu að horfast nú í augu við rýrnandi kaup- mátt, heldur er jafnvægisleysið í efna- hagsmálum orðið slíkt að okurlánamark- aður er talinn þrífast með ólíkindum, menn flýja í neðanjarðarhagkerfi vegna skattaáþjánar og húsnæðiskreppan er slík að húsaleiga stórhækkar. Gripið er til styrkja- og uppbótakerfis eins og dæmin sýna þegar fiskiskipaflotanum var komið aftur á flot með bráðabirgðaráðstöfunum, slætti til áramóta, en óleyst vandamál skilin eftir fyrir og eftir þann tíma. Menn eru óðum að hverfa marga áratugi aftur í tímann þegar vinstrimennskan blómgaðist á 6. áratugnum áður en viðreisnin hélt innreið sína. Hvarvetna eru menn í vörn gagnvart óstjórn og ofræðisvaldi ríkis- stjórnar. Þróunin stefnir óðfluga í þá átt sem undanfari er efnahagsskipulags aust- antjaldsríkjanna undir forystu sósíalista. Atvinnufyrirtæki standa höllum fæti, fólki er fækkað eða uppsagnir liggja við. Lánsfjárskömmtunin og verðbóiguþróunin segja til sín með vaxandi þunga. Fyrstu atvinnufyrirtækin, sem fórnað verður, eru einkafyrirtæki og fyrirtæki hlutafélaga. Samvinnufélögin haldast nokkuð lengur uppi. Þau hafa borist á og keypt upp einkafyrirtækin í skjóli forrétt- inda sinna og aðgangs að lánastofnunum meðan framsóknarmenn verma valdastól- ana, en að þeim kemur einnig þegar kommúnistar ná því takmarki sínu að hremma alla atvinnustarfsemi undir hið opinbera svo að valdhafar hafi ráð ein- staklinga og fyrirtækja í höndum sér og geti tryggt sér áframhaldandi völd með sama hætti og gerist í austantjaldslöndun- um. En hver vill uria þeim lífskjörum og frelsissviptingu, sem þar tíðkast? Við skulum ekki gera of lítið úr þessari hættu og stöðva þá þróun sem nú á sér stað í tíma. Það er full þörf að spyrna við fótum, gerbreyta stjórnarstefnunni og hefja nýja endurreisn. Ríkisstjórn án starfhæfs meirihluta Þegar ljóst var í ágústmánuði sl., eftir að bráðabirgðalögin voru gefin út, að ríkis- stjórnin hafði misst starfhæfan meiri- hluta í þinginu, samþykkti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ályktun þess efnis að kalla bæri þing saman hið fyrsta, þingið sinnti brýnustu úrlausnarefnum s.s. kjör- dæmamálinu, síðan yrði þing rofið, kosn- ingar færu fram, svo að nýr þingmeirihluti væri þess umkominn að snúa sér að lausn þess mikla vanda sem við blasti. Ríkisstjórnin sinnti þessari kröfu í engu. Það er því ekki á ábyrgð Sjálfstæðisflokks- ins að eigi vinnst tími til að snúa sér að lausn vandamálanna. Það er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Bæði Svavar Gestsson og Steingrímur Hermannsson hafa sagt að ríkisstjórnin hefði of veika stöðu til þess að glíma við þau alvarlegu mál sem framundan eru. Um leið og óstarfhæf stjórn leitar eftir lengingu lífdaga hjá stjórnarandstöðu þá er það og viðurkenning á því að ríkis- stjórnin hefur beðið skipbrot og ætti því um leið að fallast á að biðjast lausnar og nýjar kosningar fari fram hið allra fyrsta. Krafa Sjálfstæðisflokksins er, að ákvörðun sé tekin um að ríkisstjórnin biðj- ist lausnar, þing verði rofið og til nýrra kosninga boðað. Sjálfstæðismenn telja að áður en til kosninga sé gengið sé leitað sem víðtæk- astrar samstöðu án tafar um lausn kjör- dæmamálsins til þess að jafna vægi at- kvæða. Við getum ekki sett fyrir okkur að óæskilegra sé að kjósa á vetrarmánuðum en á öðrum tíma ársins þar sem við meg- um engan tíma missa til að geta snúið okkur að lausn þeirra vandamála sem bíða. Um leið verðum við að tryggja að allir kjósendur til sjávar og sveita geti neytt atkvæðisréttar síns með samgöngu- bótum og heimild til fleiri kjördaga. Lausnarbeiðni ríkisstjórnarinnar er eðlileg þar sem hún hefur misst starfhæf- an meirihluta á þingi og hefur þess vegna ekki umboð þingsins til meiri háttar stjórnarathafna. Það er hvorki ástæða fyrir Sjálfstæðisflokkinn né unnt að krefja hann um það að lengja lífdaga þeirrar stjórnar sem svo hefur haldið á málum sem ég að framan hef rakið. Við sjálfstæðismenn viljum með engum hætti taka nokkra ábyrgð á þeirri stjórn- arstefnu og stjórnarathöfnum sem núver- andi ríkisstjórn verður ein að axla og standa reikningsskil gerða sinna á í næstu kosningum. Kjósendur verða sjálfir að kveða upp sinn dóm, þeirra er valdið og Sjálfstæðisflokkurinn mun í þeim kosn- ingum leggja stefnu sína undir dóm kjós- enda og væntir stuðnings þeirra svo að breyta megi um stjórnarstefnu. Tilraunin til að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn farin út um þúfur Hvad vilja sjálfstædismenn? • Við viljum fyrst og fremst berjast gegn verðbólgunni með því að lækka skatta og draga úr ríkisumsvifum og með þeim hætti lækka síðan vextir, fjármagns- kostnaður, útgjöld fyrirtækja og heim- ila. • Við viljum að gengi íslenskrar krónu sé raunhæft í samræmi við afkomu at- vinnuveganna og tryggi jöfnuð í viðsk- iptum við útlönd. • Við viljum gera jöfnunarsjóði, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur tæmt og stefnt í skuldir, raunhæft tæki til að jafna sveiflur í afla og verðlagi. _ • Við viljum jafna skilyrði atvinnuveg- anna en ekki stefna í þveröfuga átt í vonlausa hít styrkja- og uppbótakerfis eins og núverandi ríkisstjórn. • Við viljum skapa atvinnuvegunum skil- yrði til þess að öðlast hagnað svo að unnt verði að endurnýja atvinnutækin, auka framleiðslu og framleiðni og greiða hærri laun og bæta kjör almenn- ings í landinu. • Við sjálfstæðismenn viljum gera at- vinnurekendur með þessum hætti ábyrga fyrir rekstri sínum og efla sam- keppni og samanburð þeirra á milli þannig að það verði hvatning til að reka atvinnufyrirtækin á sem hagkvæmast- an hátt. • Við sjálfstæðismenn höfnum ríkisforsjá og haftabúskap, en viljum leysa hugvit og framtak einstaklinga úr læðingi. Einstaklingsframtakið getur gert kraftaverk sem engum skrifborðs- og gæluverkefnastjórnum er unnt að gera sér í hugarlund. • Við viljum efla frjálsa samkeppni í því skyni að lækka vöruverð og vinna bug á verðbólgu. • Við viljum auka og efla sparnað með því að einstaklingar ráði sjálfir sem mest yfir aflafé sínu og hvetja þá til þess að leggja fram áhættuframlag til upp- byggingar atvinnufyrirtækja enda njóti þeir þá samskonar skattaívilnana og annar sparnaður. • Við viljum að sérhverri fjölskyldu verði gert kleift að eignast og búa í eigin hús- næði. • Við sjálfstæðismenn viljum tryggja þeim sem minna mega sín í lífinu öryggi og mannsæmandi afkomu en það verður ekki gert nema undirstaðan, atvinnu- vegirnir í landinu og afrakstur þeirra, sé byggð á traustum grunni. • Við viljum að menn beri ábyrgð á orð- um sínum og gerðum, stjórnmálamenn jafnt og atvinnurekendur og launþega- samtök eða önnur hagsmunasamtök. Þrýstihópar, þótt hlutverki hafi að gegna, mega ekki vaða uppi í þjóðfélag- inu vegna veikleika stjórnmálamanna sem eru á atkvæðaveiðum og láta eftir þeim í trausti þess að allur almenningur sem borgar brúsann taki ekki eftir því að það er verið að hlunnfara hann. • Við væntum þess, að kjósendur, sem valdið hafa, geri sér grein fyrir því að við íslendingar stöndum á örlagaríkum tímamótum. Það skiptir máli, að hver og einn gangi að kjörborðinu við næstu kosningar með það eitt í huga hvers þjóðarheill krefst og leggi sig fram um það af ábyrgðartilfinningu að stuðla að því að efla þjóðarhag eftir megni. Hver og einn hefur hlutverki að gegna fremur á Islandi en í nokkru öðru landi þar sem við erum fámenn þjóð og um hvern ein- stakan og framlag hans munar. Það er okkar gæfa. Stefnumörkun í húsnæöismálum: 80% lánsfjármögnun fyrstu íbúðar — lánstíminn 42 ár „Sú stefna verði lögð til grundvallar i húsnæðismálum, að sérhverri fjölskyldu verði gert kleift að eignast og búa í eigin húsnæði. Til þess að ná því markmiði og til að auka hagkvæmni í stjórn húsnæð- ismála leggja 12 þingmenn Sjálfstæðis- flokks til, í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í húsnæðismálum (1. flutningsm. Halldór Blöndal), að eftir- farandi aðgerðir verði framkvæmdar: • 1. Stefnt verði að 80% lánsfjár- mögnun fyrstu íbúðar á næstu 5 ár- um. Á árinu 1983 láni Byggingarsjóð- ur 25% byggingarkostnaðar staðalí- búðar til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn. • 2. Lánstími verði lengdur í 42 ár. Frá ákvörðun lánsfjárhæðar til út- borgunar verði lánshlutar látnir fylgja verðbreytingum skv. bygging- arvísitölu. • 3. Lán til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, verði með hag- stæðari lánskjörum en önnur lán. • 4. Leitað verði eftir frjálsu sam- starfi við lífeyrissjóði um fjármögnun húsnæðisiána. • 5. Framlög ríkissjóðs til Bygg- ingarsjóðs verði ekki minni en sem svarar einu launaskattsstigi. • 6. Lánshlutfall í félagslegum bygg- ingum verði 80%. Heimild skal þó til 90% lánahlutfalls við erfiðar fjár- hagsaðstæður. • 7. Teknir verði upp verðtryggðir, bundnir reikningar í bönkum, sem veiti rétt til samsvarandi frádráttar frá tekjuskatti og skyldusparnaður- inn og gæfu rétt til 10—15 ára láns til íbúðarbygginga eftir 3—5 ára sparn- að sem næmi allt að 15% af tekjum. • 8. Sérstakt áktak verði gert í bygg- ingu þjónustuíbúða og verndaðra þjónustuíbúða fyrir aldraða og fatl- aða. • 9. Heimilaðar verði lánveitingar til einstaklinga og félaga til byggingar leiguíbúða. • 10. Lög um húsaleigusamninga verði endurskoðuð. • 11. Komið verði til móts við aðila Staða sparisjóða jákvæð gagnvart Seðlabankanum * Utlán hafa aukizt um 60,5%, en innistæður um 52% sem þurfa að framkvæma meiriháttar endurnýjun eða viðgerð á íbúðarhús- næði. • 12. Starfsemi Húsnæðisstofnunar verði tekin til gagngerðrar endur- skoðunar. Tæknideild stofnunarinnar verði lögð niður. • 13. Kannaðar verði leiðir til að lækka byggingarkostnað, m.a. með lækkun aðflutningsgjalda á bygg- ingarefni, lækkun launaskatts og að- stöðugjalds. • 14. Löggjöf um byggingarsam- vinnufélög verði endurskoðuð. í greinargerð er vitnað til þess að mikill samdráttur hafi orðið í bygg- ingu íbúðarhúsnæðis á vegum ein- staklinga hin síðari árin, enda hafi einkum ungt fólk orðið hart úti vegna þróunar í húsnæðislánakerfinu, tekjurýrnunar og fjármagnsskorts Byggingarsjóðs og lóðaskorts hjá sveitarfélögum. Nauðsynlegt sé að bregðast, skjótt við ef ekki eigi að stefna í alvarlega húsnæðiskreppu í mjög nálægri framtíð. Lausafjárstaða sparisjóða landsins var jákvæð um 46 milljónir króna í ágústlok, en til samanburðar var staðan jákvæð um 53 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Lausafjárstaða bankanna var hins vegar neikvæð um 774 milljónir króna í ágústlok sl., eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. Staða sparisjóðanna gagnvart Seðlabankanum var hin sama, eða jákvæð um 46 milljónir króna í ágústlok sl., en var já- kvæð um 53 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Utlán sparisjóðanna námu um 963 milljónum króna í ágústlok sl., en til samanburðar námu þau um 600 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Útlánaaukningin milli ára er því um 60,5%. Heildarinnistæður í sparisjóð- um í lok ágústmánaðar námu um 1.275 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra námu þær um 840 milljónum króna. Aukningin milli ára er um 52%. Spariinnlán jukust frá ágúst- lokum 1981 til ágústloka 1982 úr 690 milljónum króna í um 1.073 milljónir króna, eða um 55,5%. Bundnar innistæður sparisjóð- anna vegna bindiskyldu voru um 354 milljónir króna í ágústlok sl. og höfðu þá aukizt úr 231 milljón króna á sama tíma í fyrra, eða um 53,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.