Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Kvikmyndaleikkonan Koo Stark er á hvers manns vörum í Bretlandi enda hefur hún unnið sér það til frægðar að vera vinkona Andrews prins og að hafa aðeins leikið í myndum, sem flokkast undir „milt klám“. Hér sést hún í einni slíkri, sem tekin verður til sýninga í London í næstu viku og ber nafnið „The Adolescents". Meðleikari hennar er breskur og heitir Anthony Andrews. Bann á leikriti veld- ur umræðu í ísrael Tel Aviv, 26. október. Al». GÍFURLEGAR umræður urðu í ísrael í dag varðandi „iistrænt frelsi", eftir að bann hafði verið lagt við sýn- ingu á leikriti er fjallaði um stjórnmál þar í landi í háði og ritað var af einu helsta leikritaskáldi þar í landi. MIKIÐ magn af olíu hefur fundist 15 mílur út af ströndum Kaliforniu eftir því sem LW. Funkhauser, varaforseti Standard Oil-oliufélagsins, sagði í gær. „Allt bendir til þess að um gífur- legar olíulindir sé að ræða,“ sagði Funkhauser. Olíulindir þessar eru á stóru svæði í vestur og norður af svo- kölluðum Conception-höfða, 402 kíló- metra suður af San Francisco og 80 Þeir sem standa að upp- setningu verksins létu bann þetta ekkert á sig fá og sýndu verkið í gærkvöldi, en kvikmynda- og leikritaeftir- litið sagði að mál þetta yrði kært fyrir afbrotadómstóli. Frjálslyndir ísraelar kölluðu kílómetra norðvestur af Santa Barb- ara. Fyrirtækið Chevron USA hefur séð um boranir á svæðinu og tals- maður þess sagði að ein borhola, sem náði frá 2.423 metrum til 2.515 metra niður fyrir hafsbotninn, hafi gefið af sér 1.013 tunnur af olíu á dag og 8.354 rúmmetra af gasi. bann þetta í dag aðsúg að „list- rænu frelsi", og einn meðlimur úr eftirlitinu sagði sig úr því á þeirri forsendu, að þetta væri í fyrsta skipti í manna minnum sem leik- rit hefði verið bannað af stjórn- málaástæðum þar í landi. Yehoshua Justman, formaður eftirlitsins, sagði að leikritið hefði verið bannað vegna þess „að það hefði verið grófleg móðgun við grundvallarverðmæti ríkisins og hefð gyðinga". Leikritið „Föðurlandsvinurinn" eftir Hanoch Levin mun lýsa nú- tímamanninum í Israel sem samsetningu af blindri þjóðernis- kennd og hatri á Aröbum og gífur- legri efnishyggju. Leikrit Levins hafa vakið mikla athygli í ísrael, sérstaklega fyrir mikla innsýn í mannlegt eðli og hæðna umfjöllun og hefur hann unnið til margra verðlauna fyrir verk sín. En hann hefur áður átt í útistöðum vegna verka sinna við menningarstofnanir þar í landi. Mikill olíufundur út af Kaliforníuströndum Sin Franci.sco, 22. október. AP. Veður víða um heim Akureyri 4 alskýjaó Amsterdam 13 heiöskfrt Aþena 24 heiöskírt Barcelona 20 þokumóöa Berlín 9 heiöskfrt Chicago 13 heiöskírt Dyflinni 13 heiöakírt Feneyjar 18 heiöskírt Frankfurt 11 skýjað Genl 12 skýjaö Helsinki 8 skýjaö Hong Kong 22 rigning Jerúsalem 23 heiöskírt Jóhannesarborg 25 heiöskírt Kairó 29 heiöskfrt Kaupmannahöfn 12 heiöskfrt Las Palmas 22 alskýjaö Lissabon 21 heföskírt London 16 skýjaö Los Angeles 22 skýjaö Madrid 19 heiðekirt Malaga 22 skýjaö Majorka 22 skýjaö Mexíkóborg 22 heiöskirt Miami 26 skýjaö Moskva 10 skýjaö New York 9 rigning Osló 4 heiöskírt Parfs 12 skýjaö Perth 17 skýjaö Rio de Janeiro 36 skýjaö Reykjavík 7 alskýjað Rómaborg 16 skýjaö San Francisco 18 rigning Stokkhólmur 9 heiöskírt Sydney 21 heiöskírt Tel Aviv 26 heiöskfrt Tókýó 19 heiöskírt Vancouver 15 heiðskírt Vínarborg 18 skýjaö bórshöfn 7 rigning Sökkva Svíar næsta kafbáti? Stokkhólmur, 26. október. AP. KAFBTURINN dularfulli, sem sænski flotinn leitaði dyrum og dyngjum að í skerjagarðinum á dögunum, hefur að öllum líkind- um komist undan, eftir því sem sænsk dagblöð telja. Telja þau að báturinn eða bátarnir hafi sloppið viku eftir að sjónpípa sást fyrir utan Muso-herstöðina. í blöðun- um kemur einnig fram, að ástæð- an fyrir því að sænski flotinn hafði ekki upp á óboðnu gestunum væri sú, að tæknibúnaður flotans væri ófullkominn. Sænska herráðið sagði, að tugir erlendra og óþekktra kafbáta hefðu sést í njósnaleiðangrum við strendur landsins síðustu árin og tilfellum hefði fjölgað mikið eftir að sovéski kafbáturinn strandaöi í skerjagarðinum fyrir um ári, sem frægt varð. Forsætisráðherrann, Olof Palme, sagði í þessu sam- bandi: „Við munum framvegis taka harðar á tilfellum sem þess- um og verja sænska grund með öllum ráðum. Ef við teljum ástæðu til, kemur jafnvel til greina að sökkva njósnakafbát- um.“ Sérfræðingar velja eftirmann Khomeinis NicoNÍa, Kýpur, 26. október. AP. ÍRÖNSK stjórnvöld hafa boðað til kosninga til ráðs sérfræð- inga vegna vals á eftirmanni Ayatollah Ruollah Khomeini, samkvæmt upplýsingum frá hinu ríkisrekna útvarpi í Teheran í dag. Kosningar til ráðs þessa munu fara fram 10. desember næstkom- andi, sagði í fréttum útvarps- stöðvarinnar, en ekki var getið um það hvenær valinn verður eftir- maður hins 83 ára gamla Khom- eini, andlegs leiðtoga írönsku þjóðarinnar. Ekki var heldur getið um líðan og heilsu Khomeini, en talið er að henni hafi hrakað að undanförnu. Eftirmaður hans mun ekki koma til með að taka við völdum strax að kosningunni lokinni, heldur verður litið á hann sem næstan Khomeini í starfi. Heimildir frá íran herma að í ráðinu verði 60 menn og þvi var bætt við, að ekki lægi enn ljóst fyrir hvort einn maður yrði fyrir valinu, eða hópur þriggja til fimm manna. Kínverski sjóherinn hefur veríð að æfingum í Kínahafinu að undanfornu. bessi símamynd frá AP er af kínversku herskipi sem er í þann veginn að hleypa af eldflaugum. Bandaríkin: Verðbólga í sept- ember 2,1 prósent Washington, 26. október. AP. MIKLAR lækkanir á vöxtum af ibúðalánum hjálpuðu til við að halda verðbólgu í september í 2,1 prósenti, segir í fréttum frá ríkisstjórninni í dag, og er þetta minnsta verðbólga í fimm mánuði. Vextir af íbúðalánum féllu um 1,5 prósent, en þessar nýju tölur eru þær síðustu sem ríkisstjórnin birtir fyrir kosningarnar sem fara fram 2. október næstkomandi. Verð á neysluvörum hækkaði sem nemur 4,8 prósentum fyrstu níu mánuði þessa árs, þar af um 0,2 prósent í september eftir að hafa hækkað um 0,6 prósent í júii og 0,3 prósent í ágúst. Breska ríkisstjórnin fámál um njósnamálið London, 26. október. AP. BKESKA ríkisstjórnin hefur til þessa neitað að gefa út yfirlýsingar um hið erfiða njósnamál sem kom- ist hefur upp þar í landi, en í banda- rískum fjölmiðlum er sagt m.a. að í 13 ár kunni Sovétmenn að hafa fengið greinargóðar upplýsingar um hluti eins og staðsetningu allra kjarnorkuvopna Breta og Banda- ríkjamanna, nöfn allra njósnara NATO og magn og staðsetningu hergagna hcrnaðarbandalagsins. Eru upplýsingar þessar hafðar eftir bandarískum leyniþjónustuforingja. Saksóknarinn Michael Havers fór í kringum spurningar þing- manna er mál þetta bar á góma á breska þinginu á mánudaginn og í gær stóð til að Margaret Thatcher myndi sitja fyrir svörum. Stjórnarandstæðingarnir hafa verið í vígahug að undanförnu, Anderson úr Verkamannaflokkn- um sagði t.d.: „Ef frú Thatcher gerir ekki almennilega grein fyrir • Geoffrey Arthur Prime. stöðunni ætti hreinlega að yfir- heyra hana.“ Anderson sagði ennfremur að yfirlýsing sem Thatcher gaf út um máliö þann 20. júlí síðastliðinn bæri keim af yfirhyimingum og tilraunum til að fara í kringum sannleikann. Alan Baith, þingmaður frjáls- lynda flokksins, sagði: „Stjórnin hefur augsýnilega ekki sannfært Bandaríkjamenn um að hún hafi rannsakað málið nægilega vel, né leitt það til lykta. Og hafi stjórnin ekki sannfært bandamenn vora, hefur hún síður en svo gert nægi- lega vel grein fyrir stöðunni í þingheimi." Maðurinn sem fjaðrafokinu öllu olli er Geoffrey Arthur Prime, 44 ára gamall, en hann var handtek- inn 7. júlí síðastliðinn. Hann starfaði sem túlkur í bresku leyni- þjónustumiðstöðinni í Chelten- ham.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.