Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Óréttlæti að stúdent- ar niðurgreiði húsa- leigu á hjónagörðum - segir Gunnar Jóhann Birgisson formaður stúdentaráðs „Málið snýst um það að nú er í fyrsta skipti ætlunin að hækka húsa- leigu á hjónagörðunum svo hún nái grunnkostnaði, en hingað til hafa hjónagarðarnir verið reknir með miklum halla,“ sagði Gunnar Jó- hann Birgisson; formaður Stúdenta- ráðs Haskóla Islands í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Gunnar var spurður um ágreining þann sem uppi er meðal stúdenta, um hækkun á húsaleigu í hjónagörð- unum. „Þegar við tölum um að húsa- leigan eigi að standa undir grunn- kostnaði," sagði Gunnar, „er átt við að húsaleiga standi undir rekstri, viðhaldi, og útgjöldum sem til koma vegna vaxta af hús- næðismálastjórnarláni. — Við rákum í sumar húsnæðismiðlun, og í könnun sem þá var gerð á almennum markaði, kom í ljós að meðalleiga fyrir 2ja herbergja íbúðir í Reykjavík var um 3.500 krónur á mánuði. Yfirleitt var um að ræða hálfs til heils árs fyrir- framgreiðslu, og leiga skyldi hækka með vísitölu. í hjónagörð- unum voru íbúðirnar leigðar í fyrra á 1.000 krónur. Nú var ætl- unin að hækka leiguna í 2.110 krónur á mánuði. Það er að vísu 110% hækkun, en um leið verður að geta þess að á hjónagörðunum er aðeins greitt fyrir einn mánuð í senn, og að húsaleigan helst óbreytt í heilt ár. Það munar ekki svo littu, þegar verðbólgan er 60% og þaðan af hærri. Síðari hluta ársins yrði þessi leiga hlægilega lág, og alla vega mörgum sinnum lægri en gerist á frjálsum mark- aði. — Það er því út í hött, þegar vinstri menn tala um að hér séum við að láta óheft markaðslögmál ráða ferðinni, eða að við setjum á stúdenta „þumalskrúfu markaðs- hyKKJunnar" eins og einhver vitr- ingurinn orðaði það. Tal um mark- aðslögmál á síst við hér, eins og þær tölur sem ég hef nefnt, bera glöggt vitni .“ — Þú talar um að mikill halli hafi jafnan verið á rekstri hjóna- garðanna. Hver hefur greitt þann halla? „Hallinn hefur verið greiddur af stúdentum; fé hefur verið tekið af innritunargjöldum. Því er það svo, að jafnvel þeir stúdentar, sem ekki hafa fengið inni á hjónagörð- unum, og verða að greiða mun hærri leigu úti í bæ, þeir greiða niður húsaleiguna fyrir þá sem búa á hjónagörðunum. Öllum hlýt- ur að vera ljóst hvert ranglæti hér er á ferðinni." — En stúdentar eru ekki sam- mála um húsaleiguhækkunina? „Nei. Deilur ahfa staðið milli Félagsstofnunar og Húsfélags hjónagarða um þessa hækkun, og til að ná samkomulagi hefur Fé- lagsstofnun boðið að hækkunin komi í tveimur áföngum, hækki nú í ár í 1.850 krónur, en nái á næsta ári upphæð er samsvari 2.110 krónum. Þannig viljum við koma til móts við þá sem búa á hjóna- görðunum, en ná grunnkostnaði í tveimur áföngum. Á þetta hefur Húsfélag hjónagarða ekki viljað fallast, en hefur boðið hækkun í 1.857 krónur, eina hækkun, sem síðan hækki aðeins með vísitölu milli ára. — Þessa tölu finna þeir þannig út að hún sé greiðsla fyrir rekstur og viðhald, og afborganir séu teygðar í 66 ár, en óeðlilegt sé að leigjendur greiði vaxtakostnað. Meirihluti Stúdentaráðs telur á hinn bóginn að ekki sé nóg að gert með slíkri hækkun; óviðunandi sé að hjónagarðarnir verði áfram reknir með halla á kostnað stúd- enta.“ — Og stendur þá allt fast nú, er engin lausn í sjónmáli? „Jú, við erum að vona að lausn finnist, er tengist framtíðarlausn á húsnæðisvanda stúdenta. Það gæti gerst með lagabreytingum á því Alþingi sem nú situr, á þann hátt, að lögum um Húsnæðisstofn- un verði breytt, og stofnaður verði sérstakur byggingasjóður stúd- enta, er byggja myndi allmargar íbúðir á næstu árum, sem mjög myndi draga úr þeirri spennu sem nú er á húsnæðismarkaðinum: í sjóðinn myndu renna þau lán sem unnt væri að afla, en ríkið tæki þátt í greiðslu afborgana og vaxta. En ríkið gæti ekki tekið á sig allan kostnaðinn því þyrftu íbúar þessa nýja húsnæðis að taka þátt í kostnaðinum. Því hefur sú hug- mynd komið fram, sem vonandi allir geta sætt sig við, að íbúar greiði 1.850 krónur á mánuði nú í ár, og reynt verði á því tímabili að fá húsnæðismálalán framlengt frá því sem nú er, og losa Félagsstofn- un undan íþyngjandi fasteigna- sköttum. Takist það, er leigudeil- an vonandi úr sögunni, ef ekki, verður að setjast að samninga- borði að nýju næsta sumar. Þessi hugmynd er nýkomin fram, og stjórn Félagsstofnunar .Stúdenta- ráð og Húsfélag hjónagarða eiga eftir að fjalla um hana. En verði þetta samkomulag ofan á, þá hjálpa þeir stúdentar, sem nú búa á hjónagörðunum, við að leysa vandamál stúdenta framtíðarinn ar, og búa þó í mun ódýrara hús- næði en gerist og gengur á al- mennum markaði. Við bindum vonir við að samkomulag náist á þessum forsendum. Meirihluti Stúdentaráðs er staðráðinn í að ná fram þeirri sanngirniskröfu að húsaleiga nái grunnkostnaði. — Það upphlaup, sem vinstri menn háfa reynt að gera vegna þessa máls, ber hins vegar meiri keim af kosningaskjálfta en því að raun- verulegir hagsmunir stúdenta séu hafðir í fyrirrúmi," sagði Gunnar að lokum. Tónlistardagar Dómkirkjunnar TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunn- ar verða haldnir 28.—31. október. Á þremur tónleikum munu organleik- ararnir Haukur Guðlaugsson, Hörð- ur Áskelsson og Marteinn H. Frið- riksson leika orgelverk Páls ísólfs- sonar. Á fimmtudagskvöld verða tón- leikar með kór Dómkirkjunnar, á föstudagskvöld orgeltónleikar Harð- ar Áskelssonar og á sunnudag syng- ur kirkjukór Akraness. Á fimmtudaginn 28. október kl. 20.30 frumflytur kór Dómkirkj- unnar nýtt kórverk, „Gloria", eftir Hjálmar Helga Ragnarsson. „Gloria“ er fyrir ein- til níu- raddaðan kór „a capella". Hún er frábrugðin öðrum lofsöngum að því leyti að tónskáldið flytur ekki Guði Iof með glæsibrag heldur undirstrikar orðin „miskunn" og „friður á jörðu". Auk þess verður mótettan „Jesu, meine Freude" eftir J.S. Bach flutt á tónleikunum. Einsöngvararnir Ágústa Ágústs- dóttir, Sigrún V. Gestsdóttir, Rut Magnússon og Rúnar Einarsson syngja með kórnum og Helgi Pét- ursson og Inga Rós Ingólfsdóttir leika með á orgel og cello. Sigrún V. Gestsdóttir syngur einnig „Kirkjulög op. 12 a“ eftir Jón Leifs. Á föstudagskvöld 29. október kl. 20.30 heldur Hörður Áskelsson sína fyrstu orgeltónleika í Reykja- vík. Á efnisskrá eru verk eftir Buxtehude, J.S. Bach, Couperin, Franck og Pál ísólfsson. Á sunnudaginn verður messa kl. 11.00. Þá syngur Elín Sigurvins- dóttir með kór Dómkirkjunnar „Hneig þú eyra að hrópi mínu, Guð“ eftir F. Mendelssohn — Bartholdy. Sama dag kl. 17.00 syngur kirkjukór Akraness í Dómkirkjunni. Söngstjóri er Haukur Guðlaugsson. Tónleikar að Kjar- valsstöðum á föstudag Bandalag háskólamanna: Ekki má slaka á kröfum sem nauðsynlegar eru háskóla FÖSTUDAGINN, 29. október mun Penny Roskell halda tónleika á Kjarvalsstöðum. Penny nam píanó- leik við Konunglega tónlistarháskól- ann í Manchester, þar sem kennarar hennar voru George Hadjinikos og Derrick Wyndham. Seinna hlaut hún styrk sem kenndur er við Winst- on ('hurchill, til náms á Ítalíu hjá prófessor Agosti. Penny kemur hingað frá Bandaríkjunum þar sem Atlantshafsbandalaginu og al- hliða samstarfi Norðurlanda. Áfram verður unnið að því að styrkja hlut Islands í alþjóðlegu samstarfi og áhersla lögð á að styðja hverjar þær aðgerðir, sem geta dregið úr spennu í samskipt- um ríkja, stöðvað vígbúnaðar- kapphlaupið og stuðlað að raun- hæfum samningum um afvopnun. Fulltrúar íslands munu leggja þeim öflum lið, sem vilja vinna gegn aukinni tilhneigingu til verndunaraðgerða í milliríkja- viðskiptum og stuðla þannig að því að ríkjandi efnahagskreppu linni sem fyrst. Jafnframt munu þeir styðja tilraunir til að ná al- þjóðlegu samkomulagi um aðgerð- ir til að minnka bilið milli ríkra þjóða og fátækra. 1 dómsmálum verður áfram unnið að umbótum á löggjöf, sem hún hefur verið á tónleikaferðalagi. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. verk eftir Berg, Beethoven, Mozart og Stravinsky. Tónleikarnir verða eins og áður sagði á Kjarvalsstöðum og hefjast kl. 20.30. Penny Koskell stuðlar að hraða og öryggi í með- ferð dómsmála. Lögð er áhersla á að veita upplýsingar, aðstoð og leiðbeiningar þeim, sem þurfa að ná rétti sínum. Árangur veltur á samstöðu Það ár sem nú er að líða hefur orðið okkur erfitt um marga htuti. Heimskreppan hefur sótt okkur heim með óvæntum þunga og um leið hefur sjávarafli minnkað. Við þurfum nú að framleiða miklu meira en fyrir fáum árum til þess eins að halda í horfinu, því að framleiðsia okkar hefur ekki hækkað í verði neitt nálægt því, sem allir aðdrættir okkar hafa hækkað. Um leið hefur það gerst á þessu ári, að sjávarafli hefur stórlega minnkað frá því sem hann var í fyrra og misserin á undan. Vitni óskast AÐFARANÓTT laugardags var grænni Citroén-bifreið GS 1220, sem ber einkennisstafina A-5401 stolið frá Klausturhvammi 28 í Hafnarfirði. Þeir sem kunna að vita hvar bifreiðin er niðurkomin eru vinsamlega beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Hafnarfirði. Fram á þetta ár stóðum við af okkur heimskreppuna með því að framleiða stöðugt meira og gerð- um þannig betur en að vinna upp það raunverulega verðfall, sem orðið hefur á framleiðslu okkar. Þetta brást í ár, og nú finnum við fyrir köldum vindum þeirrar kreppu, sem svipt hefur tugi millj- óna manna í nálægum löndum at- vinnu og lífsafkomu. Um leið og við hörmum þessi áföll, megum við ekki tapa áttum í þeirri svartsýnisþoku, sem jafnan leggst yfir þegar erfiðlega gengur. Við skulum meta stöðu okkar og framtíðarmöguleika raunsæjum augum. I fyrsta lagi getum við fagnað því, að á íslandi einu Ianda í okkar heimshluta hefur ekki komið til MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi ályktun frá Bandalagi háskólamanna: „Stjórn Bandalags háskóla- manna vill vekja athygli á þeim vandamálum sem nú steðja að Há- skóla íslands. Á sama tíma og að- sókn eykst að háskólanum, vegna þess að fleiri ljúka stúdentsprófi en áður, hefur fjárveiting til hans ekki aukist. Að mati háskólaráðs þarf að gera mikið átak í þessum málum næsta áratuginn til þess að ekki komi til alvarlegs ástands. Auka þarf bæði rekstrarfé og fram- kvæmdafé skólans jafnframt því sem bæta þarf við um 100 nýjum stöðum á næstu fimm árum til þess að halda í horfinu. Stjórn BHM telur að Háskóli ís- lands megi á engan hátt slaka á þeim menntunar- og rannsókn- atvinnuleysis. Slíkt ástand er sem fjarlæg draumsýn öllum ná- grönnum okkar, þar sem milljónir fullveðja manna eru ekki lengur þátttakendur í atvinnulífi þjóð- anna. Slíkum hörmungum hefur verið afstýrt á íslandi og við verð- um að leggja á það alla áherslu að standa af okkur vinda kreppunnar á þann hátt, að landsmenn allir skipti á sig byrðunum í stað þess að deila þeim svo ójafnt niður, sem gerst hefur sumstaðar í kringum okkur. I öðru lagi skulum við minnast þess, að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna almennings hefur aldrei orðið hér jafn mikill og hann varð í fyrra. Á þessu ári mun hann lítil- lega dragast saman, og á næsta ári eitthvað meira, en það er sam- dráttur frá því besta, sem við höf- um þekkt. í þriðja iagi skulum við minnast þess, að við búum í landi með mikla möguleika og suma þeirra arkröfum sem nauðsynlegar eru taldar hverjum sönnum háskóla. Háskóli íslands á að halda áfram að vera merkisberi íslenskra fræða, vísinda og menningarlífs." Fyrsti fræðafund- ur um sjórétt FYRSTI fræðafundur í Hinu ís- lenzka sjóréttarfélagi verður haldinn fimmtudaginn 28. október klukkan 17 í stofu 103 í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskóla fslands. Fundarefni verður nýmæli í björgunarrétti, þar sem fjallað verður um tillögur stjórnskipaðr- ar nefndar um breytingar á lögum nr. 66 frá 1963 o.fl. Frummælandi verður dr. Páll Sigurðsson, dósent, en að loknu erindi hans verða al- mennar umræður. erum við nú fyrst að byrja að nýta. Við verðum að halda áfram að fjárfesta í framtíð okkar, þó að hér, eins og annars staðar, verðum við að sýna meiri aðgát en áður. Þar þarf að fara saman gát og stórhugur. Um leið og við sýnum fulla og aukna aðgát, skulum við minnast þess, að það er bjartsýni og stórhug að þakka, að við búum hér við ysta haf við góð lífskjör. Framundan eru margar hættur í okkar þjóðarbúskap. Handan þeirra skerja er hins vegar mikil framtíð fyrir okkar litlu þjóð. Á öllu veltur, að við stöndum saman, tökumst á við erfiðleikana en verðum ekki sundrungaröflum að bráð. Aðeins með því að fylgja stefnu, sem tryggir þjóðfélagsfrið og sam- stöðu alls almennings, getum við klakklaust komist í gegnum skerjagarðinn og sigrast á erfið- leikunum. Vetrarstarf Arnesingakórsins ÁRNESINGAKÓRINN í Keykjavík Samkór Selfoss í Hamrahlíðarskól- er nú að hefja vetrarstarf sitt, segir í anum og jólasöng á Lækjartorgi. féttatilkynningu, sem Morgunbíaö- inu hefur borizt. Þar segir ennfrem- I fréttatilkynningunni segir, að ur, að á síðasta ári hafi starfsemi enn geti kórinn bætt við sig rödd- kórsins verið mjög fjölbreytt, þar um. Söngstjóri er Guðmundur sem m.a. sé unnt að nefna til söng- Ómar Óskarson en formaður kórs- ferð um Vesturland, tónleika ásamt ins er Þorgerður Guðfinnsdóttir. Stefnuræða forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.