Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 21 Magnús H. Magnússon: Almennum nýbygg- ingarlánum hefur fækkað um þriðjung „hægfara lífskjaraskerðing, sem bitna mun á heilli kynslóð ungs fólks“ Ef fyrri markaðir tekjustofnar Byggingarsjóðs ríkisins, sem ríkis- stjórnin hefur að drjúgum hluta fært frá honum í ríkissjóð, væru óskertir, fengi hann á næsta ári 380 m.kr. í framlög, en fær nú aðeins 156,5 m.kr. skv. fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, að meðtöldum þeim 85 m.kr. sem forsætisráðherra talaði um, sagði Magnús H. Magnússon (A), fyrrv. ráðherra, er stefnuræða forsætisráðherra var til umfjöllunar á Alþingi í fyrrakvöld. Á yfirstandandi ári fær hús- næðislánakerfið í heild, Bygg- ingarsjóður ríkisins og Bygg- Helgi Seljan: Byssubófar og betlihugmyndir „Alþýðubandalagið hafnar leiðum afturhaldsins í baráttu við al- heimskreppu og innanlandsvanda," sagði Helgi Seljan (Abl.) í útvarps- umræðum, sem fram fóru i tilefni stefnuræðu forsætisráðherra í fyrra- kvöld. I»að vill arðbærar og atvinnu- skapandi framkvæmdir í staö fjár- festingarsukks í þágu milliliða- og gróðaaöila. Þaö er ekki skipulag á stjórn atvinnulífsins þannig að það þjóni heildinni en ekki einhverjum duttlungum einstaklinga í óheftu gróðaskyni einu saman. Helgi vék og að gagnrýni stjórn- arandstöðu og lýsti henni með þessum orðum: „Andstöðunnar elgur frægur eyrum manna glymur hér. Engin kreppa, allur nægur, af úrlausnum er mesti sægur, bara ef stjórnin burtu fer.“ Um utanríkismál sagði Helgi: „Vígbúnaðarkapphlaupi stór- veldanna Ijær nú enginn lið í dag nema steintröll kaldastríðsáranna og fákænir frjálshyggjupostular. Svo er min trú, að friðarhreyfing líkt og farið hefur eldi hugsjóna um ótal lönd eigi eftir að verða virkt afl í íslenzkum þjóðmálum og slík allsherjarvakning megnar ein að losa okkur undan oki þess auma klafa, sem annað stórveld- anna hefur á okkur lagt. Baráttan um frekari umsvif erlendra byssu- bófa hér mun að sjálfsögðu halda áfram, sömuleiðis baráttan gegn betlihugmyndum flugstöðvarfar- andriddaranna." Húsavík: Námskeið haldið um sveitarstjórnarmálefni A VEGUM Fjórðungssambands Norðlendinga og í nánu samstarfi við Samband ísl. sveitarfélaga verð- ur haldið námskeið um sveitar- stjórnarmálefni og um starfshætti svcitarfélaga á Hótel Húsavík dag- ana 4.-6. nóvember nk. Þetta er fyrsta námskeið sinnar tegundar á Islandi. Hér er í fyrsta sinn reynt að veita upplýsingar og fræðslu um undirbúning og með- ferð mála í sveitarstjórnum, svo og um afgreiðslu þeirra og aðra tengda málameðferð. Einnig verð- ur fræðsla um gerð fjárhagsáætl- ana sveitarfélaga, og um uppbygg- ingu fjármálakerfis þeirra og reikningsskil m.a. með tilliti til tölvumeðferðar. Verulegum tíma verður varið til að kynna þátttak- endum skipulag sveitarstjórnar- kerfisins og þau helstu lagaatriði, sem tengjast í daglegri önn starfi sveitarstjórna og framkvæmda- stjórn sveitarfélaga. Á þriðja degi námskeiðsins verður leiðbeint um hagnýt vinnu- brögð í sveitarstjórnum s.s. um fundarsköp, undirbúning sveitar- stjórnarfunda og um afgreiðslu mála frá sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir ráðstefnulokum síðari hluta laugardags 6. nóvember. Leiðbein- endur á námskeiðinu verða: Björn Friðfinnsson, formaður Sambands ísl sveitarfélaga. Magnús E. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri, Birg- ir Blöndal, aðalbókari og Garðar Sigurgeirsson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- ritari á Sauðárkróki, Sigurður Gizurarson, sýslumaður, Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri, Lárus Ægir Guðmundsson, sveitarstjóri og Ingimar Brynjólfsson, oddviti. Ekkert þátttökugjald er fyrir þátttakendur. Dvalarkostnaður er mjög lágur vegna hagkvæmra samninga. Þátttaka tilkynnist Fjórðungssambandi Norðlendinga Akureyri. ingarsjóður verkamanna, innan við helming þess fjármagns sem það hefði fengið að óbreyttum reglum sem ríkisstjórnin tók við úr hendi fyrri stjórnar. Afleiðingarnar blasa alls staðar við: • Almennum nýbyggingarlánum hefur fækkað um þriðjung, langt niður fyrir það, sem svarar til eðlilegrar íbúðaþarfar. • Félagslegum íbúðabyggingum fer einnig fækkandi, ef svo heldur sem horfir. • Ungu fólki og öðrum, sem vilja byggja íbúð eða kaupa í fyrsta sinn, er gert það ókleift. Fólkið, sem þarf mest á húsnæði að halda, er horfið af markaðinum. Það er bjargarlaust, sagði Magnús. Forsjá ráðherra Alþýðubanda- lagsins í húsnæðismálum var ný- lega nefnd af flokksbróður hans í þeirra eigin málgagni: „hægfara lífskjaraskerðing, sem bitna mun á heilli kynslóð ungs fólks“. Þetta vóru sannyrði. Steingrímur Hermannsson í útvarpsumræðum: „Stjórn og Stjórn- arandstaða semji“ - Samdráttur þjóðarframleiðslu og viðskiptahalli áhyggjuefni „Eina ábyrga leiðin í stöðunni er að rikisstjórn og stjórnarandstaða semji um framgang mikilvægustu lykilmála. Þessar viðræður eru hafn- ar. Stjórnarandstaðan gerði kröfu til þcss að samið yrði um þingrof og kosningar. Þetta teljum við sjálfsagt að ræða í tengslum við samkomulag um meðferð nauðsynlegustu þing- mála.“ Þetta vóru orð Steingríms Her- mannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, í útvarpsumræð- um um stefnuræðu forsætisráð- herra í fyrrakvöld. Hann sagði hins vegar að það leysti engan vanda, að ríkisstjórnin segði af sér. Um viðskiptahallann og greiðslubyrði erlendra skulda sagði Steingrímur m.a.: „Þótt samdráttur þjóðarfram- leiðslunnar og sú kjaraskerðing, sem slíku hlýtur að fylgja, sé vissulega mjög alvarlegt mál, veldur viðskiptahallinn þó enn meiri áhyggjum. Viðskiptahallinn boðar, að meiru er eytt en aflað. Hann merkir, að erlendar skuldir þjóðarinnar aukast gífurlega. Greiðslubyrði af erlendum lánum var innan við 20 af hundraði gjaldeyristekna á sl. ári. Nú er hún orðin 22 af hundraði. Ef viðskiptahallinn helst áfram, eins og hann hefur verið, verður greiðslubyrðin komin upp í hvorki meira né minna en um 33 af hundraði árið 1985, eða þriðjung af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Slík greiðslubyrði er óbærileg og hlyti að leiða til greiðsluþrots. Gegn viðskiptahallanum varð því fyrst og fremst að snúast." Ásökunum um stækkun fisk- veiðiflota, umfram veiðiþol fiski- stofna, svaraði flokksformaðurinn svo: „Nei, vandinn er ekki of stór floti, eða eðlileg endurnýjun hans. Vandinn er fyrst og fremst of dýr skip og of litið eigið fjármagn í þeim skipum. Að hluta stafar þetta af því, að innlendar skipa- smíðar hafa ekki notið sömu fyrir- greiðsiu og keppinautar þeirra er- lendis. Það er því í raun og veru iðnaðarvandamál, sem hefur verið fært yfir á útgerðina. Það veldur gífurlegum kostnaðarauka að öll lán til innlendrar skipasmíði hafa verið í dollurum. Kostnað við slík lán fær enginn borið að óbreyttu.“ Ráðunautur í öryggís- og varnarmálum: Einhugur og samstaða lýðræðisflokkanna Þrír þingmenn, úr Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Kramsóknar- flokki, Friðrik Sophusson, Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhann Ein- varðsson, hafa lagt fram á Alþingi tillögu, sem felur í sér, ef samþykkt verður, að rikisstjórninni beri að stofna sérstakt embætti ráöunauts ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum hjá utanríkisráóuneytinu. í greinargerð er m.a. vitnað til samþykktar landsfundar Sjálfstæðisflokksins, ummæla Ólafs Jóhannessonar um þetta efni á fjörutíu ára afmæli ís- lenzkrar utanríkisþjónustu, sem og hugmynda Benedikts Grön- dal, fyrrv. utanríkisráðherra, um stofnun slíks sérhæfðs embættis. í greinargerð segir ennfremur: „Állt frá því að ísland gerðist eitt af stofnríkjum Atlants- hafsbandalagsins hefur ríkt ein- hugur um aðildina að bandalag- inu hjá Alþýðuflokki, Framsókn- arflokki og Sjálfstæðisflokki, en Alþýðubandalagið og forverar þess verið andvígir aðildinni. Á sínum tíma studdu fleiri þing- menn lýðræðisflokkanna gerð varnarsamningsins við Banda- ríkin en aðildina að Atlants- hafsbandalaginu. Á síðustu ár- um hafa allir flokkar nema Al- þýðubandalagið lýst þeirri skoð- un með einum eða öðrum hætti, að breytingar á varnarviðbúnaði hér á landi í þá átt að draga úr honum séu ótímabærar. Umræð- ur um varnar- og öryggismál Is- lands einkennast oft um of af tilfinningalegri afstöðu og lítilli þekkingu á þeim staðreyndum, sem móta og ráða stefnunni í þessum málum, og þeim ákvörð- unum, sem teknar eru i varnar- °K öryggismálum. Árum saman hafa hinir hernaðarlegu þættir, sem móta það ytra umhverfi sem Island býr við, verið á vitorði til- tölulega fárra. Stjórnvöld hafa lítt sinnt því að fræða þjóðina um staðreyndir þessara mála. Ein ástæða þess er vafalaust skortur á viðurkenndri innlendri sérfræðiþekkingu á þessum svið- um. Þessi skortur á innlendri sérfræðiþekkingu hefur líka leitt til ásakana þess efnis, að stjórn- völd séu í mati sínu á varnar- hagsmunum íslands á hverjum tíma um of háð mati erlendra manna á íslenskum hagsmunum. Það ætti því að vera augljóst áhuga- og hagsmunamál allra, að Islendingar ráði sjálfir yfir nægri þekkingu til þess að meta sjálfir þann herfræðilega veru- leika sem landið er hluti af, og til þess að meta sjálfstætt þær upplýsingar og skoðanir, sem aðrir kunna að gefa um og hafa á herfræðilegri stöðu Islands og varnar- og öryggishagsmunum landsins. Slík herfræðiþekking innan stjórnkerfisins er í fyrsta lagi til þess fallin að treysta ákvarðanir stjórnvalda á þessum sviðum. I öðru lagi mundi hún eyða tortryggni og ásökunum í garð þeirra sem með þessi mál fara. Á síðustu árum hafa Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur allir lýst vilja sínum í þessu efni.“ Eggert Haukdal (S), Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, og Karl Steinar Guðnason (Á).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.