Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 27 Minning: Fanney Annasdótt- ir frá Flateyri Fædd 14. júlí 1910 Dáin 19. október 1982 Oft, sérstaklega þegar komið er á efri ár, verður manni á að hugsa til þess, hve margir af samferða- mönnunum eru horfnir úr hópn- um, vinir og vandamenn, og með hverjum og einum er eitthvað horfið, sem kemur aldrei til baka. Eftir lifir minningin ein: „Inn í daudans hljódu hallir, hurfu þeir mér — einn og Iveir ...“ segir skáldið. Aðfaranótt 19. þ.m. andaðist á gjörgæsludeild Landakotsspitala vinkona mín, Fanney Annasdóttir, hálfum mánuði eftir erfiða lækn- isaðgerð, sem tókst vel. En hjartað var ekki sterkt, og því fór sem fór. Fanney var fædd í Bolungarvík 14. júií 1910. Foreldrar hennar voru Lilja Torfadóttir og Annas Sveinsson. Hún var kornung tekin í fóstur af móðrusystur sinni, Ingibjörgu Torfadóttur og manni hennar Finnboga Jasoni Jónssyni og alin upp sem þeirra barn við mikið ástríki. Þau hjón bjuggu í Reykjavík frá því að Fanney var 5 ára og þar til þau fluttu aftur til Vestfjarða þegar hún var 17 ára gömul. Eignuðust þau heimili í Hnífsdal fyrst í stað. Fanney varð fljótt hin glæsi- legasta fríðleiksstúlka, dugleg og vel verki farin, kát og fjörug, og fyrr en varði var hún orðin eigin- kona og móðir. Aðeisn 19 ára að aldri giftist hún Guðmundi Sölva Ásgeirssyni skipstjóra, hinum ágætasta dugnaðar- og aflamanni, enda átti hann ekki langt að sækja mannkosti sína. Hann var albróð- ir þeirra þekktu sjógarpa og afla- manna skipstjóranna Guðmundar Júní og Guðbjartar Ásgeirssona, en þeir bræður voru fósturbræður mannsins míns, Baldvins Þ. Kristjánssonar. Eftir að Fanney giftist, má segja að ævistarf hennar hafi ver- ið þrotlaust starf helgað hennar stóra ástvinahópi. Líf sjómanns- konunnar er áreiðanlega oft ekki metið eða skilið eins og vert væri. Fanney var dugleg og mikilhæf húsmóðir og framúrskarandi móð- ir barna sinn. Þau Sölvi hófu búskap í Hnífsdal, síðan voru þau nokkur ár á ísafirði, en fluttu svo árið 1932 til Flateyrar í Önundar- firði og áttu þar heima æ síðan. Börn þeirra Fanneyjar og Sölva urðu 8, og eru 6 þeirra á lífi. Elzta barn sitt, Guðbjörgu, misstu þau 14 ára gamla, og son sinn Berg 23ja ára, sem drukknað af vélbáti frá Isafirði 1958, bæði bráðefnileg. Voru það þeim þung áföll, sem þau þó bæði tóku af æðruleysi með ei- lífðarviðhorfi. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru þessi, í aldursröð: Ásgeir, skipstjóri, f. 25. sept. 1930, kvæntur Ásdísi Sörladóttur, búsett í Hafnarfirði. Torfi, skip- stjóri, f. 8. jan. 1933, kvæntur Gunnhildi Alexandersdóttur, bú- sett í Reykjavík. Ingibjörg, f. 19. sept. 1936, gift Karli Þórðarsyni verktaka, búsett í Bolungarvík. Lilja, f. 25. júlí 1939, gift Arnari Skúlasyni vinnuvélastjóra, búsett í Bolungarvík. Guðbjörn, skip- stjóri, f. 18. okt. 1945, kvæntur Áslaugu Ármannsdóttur kennara, búsett á Flateyri, og Sjöfn, f. 19. marz 1952, gift Ólafi Tryggvasyni stýrimanni, búsett í Olafsvík. Barnabörnin eru orðin 23 og barnabarnabörnin 7. Auk þessa stóra barnahóps, dvöldu fósturforeldrar Fanneyjar alla stund á heimili þeirra, unz þau önduðust í hárri elli, og má því með sanni segja, að dótturlega hafi hún goldið þeim fósturlaunin. Fanney, og þau hjón bæði, voru gömlu hjónunum einstaklega góð og umhyggjusöm. Eftir að líða tók á ævi Fanneyj- ar, sýndi sig að heilsan var ekki sterk. Kom hún því oft hingað suð- ur til lækninga. Þá lét hún aldrei undir höfuð leggjast að heimsækja vini sína og vandamenn og eiga með þeim glaðar og góðar stundir. Var Sölvi þá oft með henni hin síðari árin. Einhver sterkasti þátturinn í skapgerð Fanneyjar var einmitt „órofa tryggð við forna vini“. Fyrir það erum við þakklát. Einnig hafði Fanney ákaflega sterkar taugar til æskustöðvanna hér í Reykjavík, sérstaklega Vest- urbæjarins eins og hann var „í gamla daga“. Einn sólríkan sunnudag á sl. sumri fórum við hjónin í bíltúr með Fanneyju út í Örfirisey og víða um vesturhluta borgarinnar. Okkur var oft tíðrætt um þær miklu breytingar, sem á hafa orð- ið gegnum árin. En Fanney var í sælum draumi; „hérna var það ... þarna og hérna ...“ Það var eins og henni fyndist ströndin og land- ið, já, jafnvel steinarnir segja: „Mannstu — mannstu ...?“ Svona geta æskustöðvarnar átt mikið í manni, þótt komið sé fram á elliár og ævidögunum hafi verið eytt langt, langt í burtu. Sjálfsagt er það rétt sem skáldið segir: „lljarUd er bundié á Ntöévunum þeim." Við hjónin erum nú þakklát fyrir þennan hlýja og bjarta sól- skinsdag, sem okkur grunaði ekki þá, að yrði sá síðasti, sem við ætt- um með henni. Tveim dögum áður en Fanney andaðist, fengum við hjónin að líta inn til hennar á gjörgæzluna. Hún var þá hress og kát að vanda, og við vonuðum öll að það versta væri yfirstaðið. Við kvöddum og hlýja brosið hennar fylgdi okkur út úr dyrunum og þannig munum við geyma það í minningunni. Að endingu þökkum við hjónin Fanneyju vináttu og tryggð, sem aldrei bar skugga á í meira en hálfrar aldar samfylgd. Ástvinum hennar öllum vottum við innilega samúð, fyrst og fremst Sölva, sem nú háaldraður og sjóndapur sér á bak tryggum og ástríkum ævifé- laga og ástvini eftir langan og far- sælan dag í gleði og sorg. Megi harmurinn verða honum sem léttbærastur i aftanskini ljúfra endurminninga frá liðnum ham- ingjudögum. Gróa Asmundsdóttir Gyða Guðmunds- dóttir — Minniny Fædd 11. desember 1904 Dáin 20. október 1982 „(■ott er sjúkum aö .sofna Nvefninum væra og vakna aftur á vegum nýjum.“ Kveðjustund er upp runnin. Gyða frænka er lögð upp í ferðina yfir móðuna miklu til heimkynna í öðrum heimi. Mig langar til að minnast minnar góðu frænku með nokkrum orðum. Gyða Guðmundsdóttir var fædd 11. desember 1904 að Selabóli við Önundarfjörð, dóttir hjónanna Guðmundar Einarssonar og Theo- dóru Jakobsdóttur, en þau fluttu að Vífilsmýrum þegar Gyða var 2ja ára gömul. Eiginmaður Gyðu var Indriði Jónssón, skipstjóri og síðar verkstjóri, en þau giftust ár- ið 1930. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á ísafirði, en fluttust til Reykjavíkur 1950. Hjónaband þeirra kom mér ætíð fyrir sjónir sem fyrirmynd annarra. Viðmót þeirra gagnvart hvoru öðru var fullt af umhyggju og hlýju. í huga mér hefur minning þeirra ætíð verið samtengd, enda voru nöfn þeirra ætíð á vörum manna á sama augnabliki, „Gyða og Indriði". Hver er ástæða þess að fólk verður tengt svo traustum böndum í hjónabandi? Enginn skal segja mér að Indriði og Gyða hafi verið af Guði gjörð nákvæm- lega til að hæfa hvort öðru. Miklu fremur voru það góðir eðliseigin- leikar þeirra beggja, sem auðveld- uðu þeim að laga sig hvort að öðru, en um leið halda séreinkenn- um hvors um sig. Undirstaða þessa var hin gagnkvæma virðing og ást, sem þau báru til hvors ann- ars og ljós var öllum, sem til þeirra þekktu. Gyðu og Indriða varð ekki barna auðið, en þau ólu upp bróðurson Indriða, Arnór Valgeirsson, sem þeirra eigin sonur væri. Ást þeirra og umhyggja fyrir honum var mikil, en á móti reyndist hann þeim sem besti sonur. Heimili Gyðu og Indriða stóð ætíð opið þeim, sem þess þurftu. Margir úr liði frænda og vina áttu heimili hjá þeim um lengri eða skemmri tíma og voru aðnjótandi hjálpar og ástúðar á fallegu og hlýlegu heimili þeirra. Indriði lést árið 1975 eftir erfið veikindi. Eftir fráfall hans mátti finna að Gyða hafði misst mikið. En hún aðlagaði sig breyttum að- stæðum eftir bestu getu og leitað- ist við að hafa ætíð nóg fyrir stafni. Hún vann allt til ársins 1980 á Hótel Sögu, þá 76 ára göm- ul. Þar hafði hún unnið allt frá opnun hótelsins og undi sér vel í hópi góðra starfsfélaga og hjálp- legs vinnuveitanda. Á síðastliðnum vetri kenndi Gyða mikils sjúkleika og dvaldist um langt skeið á Borgarspitalan- um. Með sameiginlegu átaki mannlegs lækningamáttar og lífsvilja Gyðu komst hún aftur á fætur og átti gott sumar heima hjá sér. Hún var full lífsvilja og naut i baráttu sinni stuðnings Arnórs, fóstursonar síns, og fjöl- skyldu hans, sem ætíð var henni stoð og stytta. Gyða var góður vinur vina sinna og frændrækin með afbrigðum. í fari hennar var alla tíð áberandi umhyggja fyrir ættingjum og vin- um. Hún var ávallt tilbúin að taka þátt í atburðum daglegs lífs og létta undir í mótbyr eða erfiðleik- um. Ekki einungis var Gyða barngóð, heldur hændist unga kynslóðin einnig að henni. Með æskunni undi hún sér best, þar kom best í ljós Iífsgleði hennar og kímni. Ég minnist heimsókna minna til Gyðu og Indriða þegar ég var barn. Það voru góðar stundir, ætíð stóð faðmur þeirra mér opinn, við- mót þeirra var hlýlegt og þau ræddu málin við mig, drenginn, eins og væri ég jafningi þeirra og félagi. Þar var ekkert kynslóðabil til staðar. Minningin um æskudvöl á heimili ,þeirra er sveipuð ljóma. Framkoma þeirra gagnvart sam- ferðafólki bar keim af þeirra eðl- isbundnu ástúð. Ætíð er erfitt að kveðjast. Kveðjustundin er upp runnin og því fær mannlegur máttur í engu breytt. Jarðvist er lokið, en ég trúi þvi að handan stjarna bíði Gyðu eilíft líf. Ég þakka henni fyrir alla þá ástúð og umhyggju, sem hún sýndi mér og mínu fólki. Drottinn blessi minningu henn- ar. Sveinn Guðmundsson t SNÆBJÖRN EINARSSON, fyrrv. kennari fré Raufarhöfn, Hjallabraut 21, Hafn., veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, föstudaginn 29. októ- ber kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hins látna eru beönir aö láta Hrafnistu í Hafnarfiröi njóta þess. Erika Einarson, Járnbrá Einaradóttir, Fannlaug Snæbjörnsdóttir, Ingvar Snæbjörnsson, Einar Snæbjörnsson, Guöjón Snæbjörnsson, Ingigeröur Guömundsdóttir, Ólafía Agnarsdóttir, Soffía Björnsdóttir, og barnabörn. t Útför mannsins míns, fööur okkar og afa, ÞORSTEINS STEINSSONAR frá Vestmannaeyjum, Vesturbrún 16, veröur gerö frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 28. 13.30. október ki. Helena Halldórsdóttir, Unnsteinn Þorsteinsson, Rut Árnadóttir, Guöni Þorsteinsson, Júlíana Ragnarsdóttir, Trauati Þorsteinsson, Erla Þorkelsdóttir, Stefanía S. Þorsteinsdóttir, Sverrir Baldvinsson, og barnabörn. Lokaö vegna jaröarfarar MAGNÍNU S. SVEINSDÓTTUR, Bauganesi 3, milli kl. 13—16.00 í dag. Leðurvöruverslunin Drangey, Laugavegi 58. HITAMÆLAR SðtLoirlMiyigjiuiir Vesturgötu 16, sími 13280. TTvöí** 410R w véiin „ottave ^ , . aa virvda 0<9 1100 St’SSna4ur ^ ao% orKusp^1- ks %****SZ1? — £as — SPURÐU NÁNAR ÚT í - 18354 gata tromluna 50% vatnssparnaðinn 40% sápuspamaðinn 25% tímaspamaðinn efnisgæðin byggingarlagið lósíuleysið lúgustaðsetninguna lúguþéttinguna ytra lokið demparana þýða ganginn stöðugleikann öryggisbúnaðinn hitastillinguna sparnaðarstillingar taumeðferðina hægu vatnskælinguna lotuvindinguna þvottagæðin ...... /PDnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 S'ærkur og hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.