Alþýðublaðið - 07.08.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.08.1931, Blaðsíða 3
ALPÝÐUBhAÐIÐ 3 einkasölu á mjólk, brauði, fiski og kjöti, sem selt er til neyzlu innanlands, eða ákveða hámarks- verð á þessum vörutegundum og setja reglur urn sölu peirra, er rikisstjórnin staðfesti. Neyti bæj- arstjórn hvorugrar þessarar heim- ildar, er ríkisstjórninni heimjiilt að ákveða hámarksverðið. — Innan hvers umdæmis, þar sem há- imarksverð er sett á vörur, skulu verklýðsfélög á þeim stað hafa rétt að eiga fulltrúa í verðlags- nefnd. Þessar vörur skulu vera toll- frjálsar að öllu: Niðursoðin mjólk, smjör, smjörlíki, egg, ó- sætt kex og kaffibrauð, óbreyttiux fatnaður, vefnaðarvörur, hlífðar- föt, skófatnaður, þar með taldir gúmmískór, og óbreytt búsáhöld. (Frh.) Berjaferðir. Alþýðublaðið hefir ákveðið að gangast fyrir, að farnar séu berjaferðir á nsérliggjandi staði næstu sunnudaga. Vill það með því gefa rnönnum kost á að fara með börn sín úr bæjarryk- inu fyrir lítið gjald. Hefir það því samið við Vörubílastöðina í Reykjavík um ferðir þessar. Á sunnudagiun kemur verður farið upp í hólana fyrir ofan Geitháls. Er þar gott og mikið berjalánd og stutt að fara að Geithálsi að fá sér mjólk eða aðra hressingu. Einnig verður farið upp í svonefnt Kaldársel. Er það um 5 kílómetra fyrir sunnan og ofan Hafnarfjörð, og er það einn hinn allra fallegasti og berja-auðugasti staður hér nærlendis. Kaldársel dregur nafn sitt af jörð, sem nú er í eyði. Hafa félögin K. F. U. K. og K. F. H. M. í Hafnarfirði rieist þar sum- arskála, og dvelja meðlimir þeirra þar tál skiftis að sumrinu sér til ánægju og heilsubótar. í Kaldárseli má sjá uppsprettu þá er Hafnarfjarðarbær fær vatn sitt. frá. Kaldá rennur með fram sum- arskálanum:, en lítið eitt neðar gleypir hraunið hana og skilar henni ekki aftur fyrr en hún rennur í sjóinn skamt frá svo- nefndum Hraunabæjum. Fyrlr lílið verð. Allar Oxfordbuxur sem eftir eru, verða seldar fyrir afar lágt verð næstu daga, Mest er til af buxum fyrir ung- inga og litla menn. Bakpokar, allar stærðir, bæði með burðargrindum og án þeirra, sérlega vandaðirverða seldir með tækifærisverði. Fargjöld á fyrrnefnda staði verða að eins 1 kxóna fyrir full- orðna og 75 aurar fyrir börn innan tólf ára. Fyrir börn inn- an fjögurra ára aldurs verður ekkert gjald tekið. Ferðirnar hefj- ast kl. 10 árdegis, og-verður far- ið á hverjum klukkutíma úr þvi allan daginn frá Vörubílastöðinni í Reykjavík við Kalkofnsveg. Notið þetta tækifæri, ef þið mögulega getið. Fjðrlögin afgreiðd til efri deildar. með atkvæðnm Ihalds 01 „Framsðknarl<. 1 nótt kl. rúml. 2 lauk 3. um- ræðu sultarfjárlaganna í neöri deikl alþingis með því, að „Framsóknar“-fIokksmenn og næstum allir íhaldsflokksmenn- irnir samþyktu þau, þar á meðal Ólafur Thors, sem hafði þó haft mjög hátt um það áður á þing- inu, að sjálfsagt væri að feila fjárlögin fyrir „Framsóknar“- stjórninni. Voru fjárlögin þar með afgreidd ti.1 efri deildar. Fuiltrúar Alþýðuflokksins og ein- ir tueir þingmenn aðrir greiddu atkvæði á móti þeim. — Eldhúsumræður féllu niður, þar eð ekki er nema bráðabirgða- stjórn og engin regluleg stjórn til andsvara, — „landið stjórn- laust“, eins og Héðinn Valdimars- sion sagði. — — Tillaga Tryggva ráðlierra um að heimiLa stjórninni að skera niður 25o/0 af því smáræði, sem vieitt er í fjárlögunum til verk- legra framkvæmda, — því að það eru aðallega fjárveitingar til þeirra, sem ekki eru samnings- bundnar eða standa í öðrum lög- um —, var samþykt, og með því að sú heimild nær til niðurskurö- ar álíka hárrar upphæðar tij vierklegra framkvæmda eins og bætt var við þær við þessa um- ræðu, þá er sú örlitla töluhækk- un, sem samþykt var, skrípaleik- ur einn. Sú tvöfalda niðurskurðarheim- ild á vitum og lendingarbótum, sem Sveinbjörn Högnason vildi iáta stjórnina fá, var samt ekki samþykt, en þó munaði litlu að svo yxði. Vitaniðurskurðarhieimí- ildin féll að eins með jöfnum atkvæðum. Héðinn Valdimarsson flutti til- lögu um 10 þús. kr. fjárveitingu til Sjómannafélags Reykjavíkur til að komia upp sjómannastofu, og 8 þús. kr. til Alþýðusambands islands til að koma upp ráðn- ingaxskrifsttofu fyrir verkafólk. Voru þær tillögur báðar feldar með miklum atkvæðamun, fengu Bið eins 4 og 5 atkvæði. Aftur neitaði meiri hliuti deild- arinnar að veita fé til að greiða verkamönnum, sem unnu að Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk. pökkum sem kosta ks*. 1,25, eru : Statesman. TWkfsli WestmÍKister Cigarettnr. A. V. I hverjum pakka ern samskonar (allegar Sandslagsmyndlp og ICommander»eigarettnpðkkum Fást i ollnm verslnnnm. Þrastalnndur, — Olfnsá, — Eyrarbakkí, — Stokks- eyri og Fljótshlið. — Ferðir'alla daga oft á dag brimbrjótnum að Skálum á Langanesi, ógreitt verkakaup þeirra, og feldi nú tvær tillögur þar um. Tillaga um að hækka styrkinn til stórstúkunnar úr 8 þús. kr. í 10 þúsund var feld. Um nokkur fleiri atriði verður getið síðar. Parker Cramer kom í mótt. FB. 7. ágúsit. S'einni hluta dags i gær barst Fréttastofunni skeyti um það frá United Press, að Cramer liefði Lagt af stað frá Angmagsialik seinni hluta dags, en tíminn var ekki tiltekinn. Um saroa leyti bárust hingað beiðnir um að senda hraðiskeyti um lend- inguna, og var því ekki um að villast að fregnin var rétt, en líkur höfðu verið taldar til að Craimer myndi ekki leggjia af sstað fyrr en í dag. Hann mun í fyrsitu hafa ætlað sér að fljúga til ísafjarðar, en þaðan hingað. Fyrirspurn harst til Loftskeyta- stöðvarinnar í gær um veður- horfur og var svarað, að veður væri bjartara hér syðra en á ísafirði, en Angmagsalikstöðiip. mun hafa komið þessari fregn til Cramers. Loftskeytastöðin hér telur, að Cramer hafi verið kom- inn þriðjung leiðarinnar kl. 10,30. En hér Lenti hann ekki fyrr en kl. 3,55 og kvaðst hafa verið 7 klst. og 20 mínútur á flugi. Lenti hanri í skýjaþykkni og flaug fram hjá Reykjavík, en áttaði sig á Vestmannaeyjum er út úr þykkninu kom, en einnig hafði hann stöðugt samband við loft- skeytastöðina, er leiðbeindi hon- um. Snéri hann því aftur er hann hafði áttað sig á því, að hann var kominn fr.am hjá Reykjavík. Flaug Cramer mjög hátt er fyrst sást til hans, en því næst flaug hann nokkra hringa yfir borginni og lenti á ytri höfninni, brunaði því næst inn á innri höfn og all.a leið upp að steinbryggju. Nokkr- ir blaðamenn voru viðstaddir kömu Cramers og félaga hans, Paquetts,. Einnig bæjarlæknir, hafnsögumiaðiur og tolhnaður. í fyrstu var efst í huga Cramers að halda áfram fluginu eftir stundarfjórðungs viðdvöl, fá að eins bensínforða og halda svo áfram. En þó varð það ofan á. að hann afréð að leita gistin.gar að Jöhannesi á B'org til morguns að minsta kosti. Sofa þar til kl. 8, matast og bíða veðurfregna, Flugvélinni var lagt við bauju úti á höfn. En helzt var Cramer á því að halda áfram fluginu til Færeyja í dag. Paðan áforma ’þieir félagar að, fara til Bergen

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.