Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 1
80 SIÐUR 263. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. NOVEMBER 1982 Prentsmidja Morgunblaðsins Albanía: Hreinsað til í stjórninni Vín, 23. nóveraber. AP. SKIPT var um tíu ráöherra og for- mann skipulagsnefndar ríkisins í meiriháttar hreinsun á stjóm Al- baníu í dag, undir forystu leiötoga kommúnistaflokksins Enver Hoxha, samkvæmt heimildum frá austur- rísku fréttastofunni. Þessi hreinsun í dag kom í kjöl- far forsetaskipta í landinu, en á mánudag var Ramix Alia skipaður í það embætti í stað Haxhi LLeshi, sem hafði gegnt embættinu und- anfarin 29 ár. Vestrænar heimildir herma að hreinsanirnar séu allar tengdar mönnum er stjórnvöld telja að hafi verið í tengslum við hinn látna forsætisráðherra landsins, Mehmet Shehu. íranskir sjálfboda- liðar verði á brott Bcirút, 23. nóvember. AP. LÍBÖNSK stjórnvöld kröföust þess í dag, að íranskir sjálfboðaliöar verði Charles Ilaughey fráfarandi forsæt- isráðherra tekur sér sæti í sjónvarps- útsendingu í Dublin á mánudag. Kosið á írlandi Dublin, 23. nóvember. AP. ÞESS er ekki vænst að Charles Haughey, forsætisráðherra, og flokk- ur hans Fianna Fail nái meirihluta á þingi írska lýðveldisins í kosningun- um á morgun, miðvikudag, sam- kvæmt skoðanakönnunum þeim er gerðar voru í dag á vegum blaðsins Irish Times. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar voru þær, að fráfarandi stjórnarflokkurinn, Fianna Fail, hlyti 44 prósent atkvæða í kosning- unum, sem eru þær þriðju á átján mánuðum. Stjórnarandstöðu- flokknum Fine Gael, undir forystu Garret Fitzgerald fyrrverandi forsætisráðherra, er spáð 41 pró- senti atkvæða og Verkamanna- flokknum 9 prósentum. Fylgi Fianna Fail hefur aukist um 12 prósent undanfarnar tvær vikur, og er þessi fylgisaukning tengd þeirri stefnubreytingu er varð hjá flokknum þegar hann tók upp mikla þjóðernisbaráttu, sem virtist sameina að nýju hans gömlu stuðningsmenn. Ef marka má niðurstöður áður- nefndrar skoðanakönnunar mun stjórnarandstaðan, Fine Gael og Verkamannaflokkurinn ná sex sæta meirihluta á þinginu með 50 prósent fylgi samanlagt. þegar í stað á brott frá landinu eftir árás þeirra á líbanskt setulið, sam- kvæmt heimildum úr utanríkisráðu- neytlnu. Utanríkisráðherrann, Elie Sal- em, mun hafa farið þess á leit við Musa Fakhr-Ruhani, sendiherra írana í Líbanon, að hann fylgdi þessari kröfu eftir við írönsk stjórnvöld og einnig kæmi fram opinber afsökun frá stjórn Aya- tollah Khomeiny. Salem hélt 75 mínútna langan fund með sendiherranum í stjórn- arbúðum í dag og haft er eftir áreiðanlegum heimildum að líb- önsk stjórnvöld hafi hótað að rifta stjórnmálasambandi við Iran ef sjálfboðaliðarnir yrðu ekki þegar í stað kallaðir til sins heima. íranski sendiherrann neitaði öllum sökum og sagði landa sína ekki hafa komið nærri árásum þessum og sagði utanríkisráðherr- ann hafa fengið „falskar upplýs- ingar" af atburðinum. Hann lofaði libönskum stjórnvöldum hins veg- ar að þegar í stað yrði hafin rann- sókn á málavöxtum og gefnar yrðu skýrslur um athafnir íranskra sjálfboðaliða í Líbanon að henni fenginni. Atburður þessi mun hafa átt sér stað í borginni Baalbek, sem er undir stjórn Sýrlendinga, á mánu- dagsmorgun og munu íranimir hafa reynt að taka herskála líb- anska setuliðsins, daginn eftir að þeir gerðu innrás í ráðhús borgar- innar og rifu þar niður líbanska fánann. Jóhannes Páll páfí II við setningu ráðstefnunnar I Vatíkaninu I dag. Páfi lætur sig fjármálin varða Vatíkaninu, 23. nóvember. AP. JÓHANNES PÁLL páfí II lagði í dag fram óvanalega skýrar línur um það, hvernig meðhöndla ætti fjármál Vatíkansins, í kjölfar hneykslismáls sem snerti það áþreifanlega. í ræðu páfa, sem þótti skorin- orð, var fjallað um hvernig stjórna eigi fjármálum Vatí- kansins farsællega, en einnig nefndi páfi þann þátt er við kemur starfsmönnum þess, sem fyrr á þessu ári hótuðu verkfalli af launa- og aðbúnaðarástæð- um, en þess eru ekki dæmi fyrr. Þessar skýru línur lagði páfi á kardínálafundi er hófst í dag í Vatíkaninu, þar sem ræða á fjármál þess og önnur meiri háttar málefni sem að Vatíkan- inu snúa. í ræðu sinni tók páfi fyrir málefni, sem ekki eru almennt gerð heyrinkunnug, og virðist sem hann hafi með því verið að reyna að þagga niður gagnrýni er fjármálastjórn Vatíkansins hefur hlotið. Páfi sagði einnig að vaxandi fjárhagserfiðleikar Vatíkansins krefðust stöðugrar og vakandi athygli og hvatti kardínálana tii að vera ekki of bundna við fyrirfram ákveðna dagskrá þessa fjögurra daga fundar, heldur lýsa skoðunum sínum á málefnum er lúta að kirkjunni án tillits til dagskrár. A ráðstefnu þessari eru sam- an komnir 108 kardínálar hvað- anæva úr heiminum og er ráð- gert að þar verði einnig fjallað um önnur vandamál er kaþ- ólska kirkjan og hinar 760 milljónir manna innan hennar standa nú frammi fyrir. Hátteettur pólskur yfirmaður fullyrðir: Herlög verða afnumin þrettánda desember Varsjá, 23. nóvember. AP. VALDAMIKILL yfirmaður í pólsku stjórninni sagði í dag, að allt benti til þess að herlög yrðu numin úr gildi og þeir sem fangelsaðir hafa verið samkvæmt þeim, yrðu látnir lausir þann 13. desember næstkomandi, einu ári eftir að þau tóku gildi. Yfirmaðurinn, sem hélt lokaðan fund með nokkrum fréttamönn- um, bætti því þó við, að að öllum líkindum yrðu einhver ákvæði herlaganna áfram í gildi um nokk- urn tíma. Þessi tilgáta hefur komið fram áður, en þetta er í fyrsta skipti sem svo háttsettur yfirmaður stjórnarinnar lætur hafa eftir sér fullyrðingar sem þessa, og líta er- lendir stjórnmálaspekingar þann- ig á, að hún endurspegli hugmynd- Ronald Reagan Kandarikjafor- seti sést hér flytja ræðu sína í Hvíta húsinu í gær, en þar til- kynnti hann um þá ákvörðun sina að beita sér fyrir því, að hinum stóru MX-flugskeytum yrði komið fyrir i þar til gerðum hylkjum í jörðu niðri í Wyoming. Jafnt stuðningsmenn hans sem andstæðingar telja víst, að róðurinn verði þungur í banda- riska þinginu og margir telja að hann fái þessa ráðagerð aldrei samþykkta þar. Margaret Thatcher tilkynnti hins vegar í kvöld að hún styddi Rcagan einhuga í þessari ákvörðun hans. ir stjórnarinnar um aðgerðir hennar þegar þing kemur saman þann 13. desember. Yfirmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns eða stöðu getið, sagði að misheppnaðar aðgerðir sem Samstaða hafi boðað til þann tíunda nóvember síðastliðinn hafi verið það atriði er fékk stjórnvöld til að skipta um skoðun. „Við höfum í hyggju að láta alla fanga lausa og nema herlög úr gildi og er óhætt að fullyrða að þann tíunda nóvember síðastlið- inn glæddust vonir okkar. Hins vegar fer ákvörðun um að afnema herlög að miklu leyti eftir því sem gerist fram til 13. desember", sagði hann. „En allt bendir til þess, að þá verði herlög numin úr gildi.“ Hann sagði að yfirvöld gerðu sér þó fyllilega grein fyrir því að afnám herlaga væri ekkert „töfra- bragð" til lausnar efnahagsvanda sem og annarra vandamála innan Póllands. Ekkert hefur enn komið fram um það hvort yfirmaðurinn mælti á fundi þessum fyrir munn stjórn- arinnar, en getgátur um þetta mál hafa heyrst æ oftar í Póllandi undanfarnar vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.