Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 56,5% af benzínverði beint í ríkiskassann 85% af síðustu hækkun runnu í ríkissjóð Kftir síðustu benzínverðhækkun renna 56,5% benzínverðs beint í ríkissjóð, samkvæmt útreikningum Verðlagsstofnunar. Hins vegar var hlutur ríkis- sjóðs í siðustu hækkun hlutfallslega meiri, eða 85%. Dimmission var í Fjölbrautaskólanum I Breiðholti I gær og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Var þar ýmislegt sér til gamans gert og kennarar teknir til bæna, eins og oftast við sllk tækifæri. En ekki er annað aö sjá en að menn hafi haft gaman af. l.jósmjnd Emíiía Olíunotkun fiskiskipaflotans hefur aukist um 50% síðan 1972 — Hlutfall olíukostnaðar af aflaverðmæti var þá 8 til 10% en er nú allt að 27% í dag kostar benzínlítrinn 13,80 krónur og skiptist verðið þannig, að 7,80 krónur eru opinber gjöld, innkaupsverðið er 4,09 krónur, dreifingarkostnaður er 1,40, verð- jöfnunargjald 15 aurar og tillaga tii innkaupajöfnunarsjóðs 36 aur- ar. Fyrir hækkun kostaði lítrinn 12,20 og er hækkunin því 1,60 krónur. Hver lítri kostaði 3,78 í innkaupi fyrir hækkun og hefur Vantrausts- tillagan felld TILLAGA til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina var felld á fundi Alþingis í gærkveldi með 31 atkvæði gegn 29, að við- höfðu nafnakalli. Atkvæði féllu þannig að með vantrauststillögunni voru allir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, að ráðherrum frátöldum, og þingmenn Alþýðuflokksins. Á móti voru þingmenn Al- þýðubandalags, Framsóknar- fiokks og ráðherrarnir þrír sem í Sjálfstæðisflokknum eru. Verðlagsráð: 7% hækkun farmgjalda VERÐLAGSRÁÐ samþykkti í gær að heimila skipafélögunum 7% hækkun á farmgjöldum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Georg Ólafssyni, verðlagsstjóra. innkaupsverðið því hækkað um 31 aura. Ópinber gjöld af hverjum lítra voru hins vegar hækkuð úr 6,44 krónum í 7,80, eða um 1,36 krónur, og nam því hlutur ríkis- sjóðs af verðhækkuninni 85%. Dreifingarkostnaðurinn var 1,30 og hækkaði því um 10 aura á hvern lítra. Verðjöfnunargjaldið var 15 aur- ar fyrir hækkun og hélzt óbreytt en tillag til innkaupajöfnunar- reiknings, sem notaður er til að jafna milli farma, sem keyptir kunna að vera á mismunandi verði, var lækkað úr 53 aurum í 36. OLÍUNOTKUN íslenska fiski- skipastólsins nemur nú um 195 milljónum lítra á ári, og hefur hún aukist um 50% frá árinu 1972, er olíunotkunin var um 130 milljónir lítra. ís- lensku skuttogararnir eru nú 100 talsins og hefur þeim fjölg- að jafnt og þétt frá því í byrjun síðasta áratugar, er fyrstu skuttogararnir komu. Þessi fjölgun togaranna og þar með aukin áhersla á togveiðar er helsta skýringin á hinni miklu aukningu á olíunotkun, að því er fram kom í erindi Ágústs Einarssonar viðskiptafræðings hjá LÍÚ á orkusparnaðarráð- stefnu í gær. Ágúst sagði einnig, að þrátt fyrir þessa miklu aukningu hafi olíunotkunin aukist minna en hestafla- aukningin á sama tíma. Hann benti einnig á að á ár- unum 1969 til 1972 hafi hlutfall olíukostnaðar af aflaverðmæti verið nokkuð stöðugt, eða 8 til 10%. Árin 1974 til 1975 hækki þetta hlutfall í 22% miðað við óniðurgreitt olíuverð. Árið 1976 er hlutfallið um 18% og helst stöðugt til 1979 er olíu- kreppan síðari skall yfir. Nú- verandi hlutfall er sam- kvæmt því sem Ágúst sagði í heildartekjum um 21%, og er þá miðað við óniðurgreitt verð. Þannig er olíukostnað- ur bátanna 15%, minni tog- aranna 25% og þeirra stærri 27%. Fjórði og fimmti hver fiskur sem dreginn er úr sjó fer með öðrum orðum í að greiða olíuna. Hjörleifur Guttormsson um viðræðurnar við Alusuisse: „Ljóst að talsvert ber í milli viðræðuaðila“ Hækkun farmgjalda ræðst af gengi þess lands sem varan kemur frá, þannig að erfitt er að meta hver hækkun þessara gjalda hefur verið á árinu. Hins vegar er fyrrgreind hækkun til viðbótar hækkunum sem skapast af gengi. Eimskipafélagið óskaði eftir 15% hækkun farmgjalda, en Haf- skip eftir 20% hækkun. INNLENT „ÉG VIL ekki gefa neinar einkunn- ir, en það er Ijóst að það ber talsvert í milli aðila. Ég vil ekki gefa þvi neitt vægi, eða spá um hvernig það muni reynast þegar til næsta fundar kemur. Menn hafa tíma til að ihuga málin,“ sagði Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra aöspurður um niðurstöður viðræðna hans við dr. Paul Miiller formann framkvæmda- stjórnar Alusuisse um málefni ÍSAL, en viðræðunum lauk í fyrradag. Ekki vildi iðnaðarráðherra tjá sig nánar um hvað það væri sem bæri í milli. Samkvæmt heimild- um Mbl. er þar um þrjú megin- atriði að ræða. Iðnaðarráðherra mun ekki vilja ganga frá Tillaga þingflokks sjálfstæðismanna um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar: Móta þarf markvissa og samræmda stefnu íslands í afvopnunarmálum I’ingflokkur sjálfstæðismanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu um afvopnun og takmörkun vígbúnaöar. Nái hún fram að ganga yrði utanrikismálanefnd Alþingis falið að gera úttekt á þeim hugmyndum, sem nú eru uppi um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar, með sérstöku tilliti til legu íslands og aðildar þjóðarinnar að alþjóðlegu samstarfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu verði síðan leitað samstöðu meðal stjórnmála- flokkanna um sameiginlega stefnu í þessum málum. í greinargerð tillög- unnar kemur fram, að ekki væri óeölilegt, að utanríkismálanefnd fengi öryggismálanefnd í samvinnu við utanríkisráðuneytið til að semja þá skýrslu, sem í tillögunni er getið. Tillaga þingmanna Sjálfstæð- isflokksins, en fyrsti flutnings- maður hennar er Birgir Isl. Gunnarsson, hefst á þessum orð- um: „Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims og ekki síst kjarnorkuveldin sameinist um raunhæfa stefnu í afvopnunarmálum, sem leitt geti til samninga um gagnkvæma og alhliða afvopnun, þar sem fram- kvæmd verði tryggð með alþjóð- legu eftirliti." I greinargerð segir meðal ann- ars: „Meiri samstaða ríkir nú en oft áður um stefnuna í örygg- ismálum íslands. Grunnþættir hennar eru aðildin að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsam- starfið við Bandaríkin. Hug- myndir hafa komið fram um aukna þátttöku íslands í eigin vörnum innan þessa ramma og eru umræður um þær alkunnar. Á öryggismálum eru tvær hlið- ar, ef þannig má að orði komast: annars vegar sú er lýtur að því að tryggja öryggið með varnar- viðbúnaði og hins vegar sú er lýtur að afvopnun og takmörkun Birgir ísl. Gunnarsson vígbúnaðar... Friðarumræðurnar, sem sett hafa verulegan svip á stjórn- málalífið á Vesturlöndum und- anfarin misseri, snúast í raun um það, með hvaða hætti á að takmarka vígbúnað og skera nið- ur vopnakerfi. Um þessi mál er rætt hvarvetna þar sem stjórn- málamenn og stjórnarerindrek- ar hittast á alþjóðavettvangi. ís- lendingar hafa lítið sem ekkert látið að sér kveða á þessu sviði, enda lítið verið stuðlað að mótun sameiginlegrar stefnu í þessum málum. Venjulega láta íslend- ingar sér nægja að benda á það, að þeir séu vopnlaus þjóð og meiri afvopnunarsinna sé ekki unnt að finna. Svo einfaldar röksemdir duga ekki lengur, hvorki í umræðum innanlands né utan. Það þarf að móta markvissa og samræmda stefnu íslands í afvopnunarmálum þar sem tekið er mið af íslenskum hagsmunum. Forsenda þess, að slík stefna verði mótuð, er sú al- hliða úttekt sem hér er hvatt til að gerð verði." samkomulagi um fortíðina á þann hátt sem Alusuisse-menn hafa lagt til, það er að deilumálum verði vísað í einfalda gerðardóma. Hann mun vilja halda því opnu þar til tekist hefur samkomulag um efnisatriði framtíðarinnar, svo sem nýtt rafmagnsverð og fleira. í öðru lagi hefur iðnaðarráð- herra hug á að festa þegar ákveðna dagsetningu hvað varðar nýtt raforkuverð, sem yrði síðan afturvirkt. Og í þriðja lagi ágrein- ingur um stækkun álversins. Alu- suisse hefur lýst eindregnum áhuga á að samningar náist jafn- hliða um stækkun álversins, eins og gert var árið 1975, með tilkomu nýs eða nýrra eignaraðila. Þetta mun iðnaðarráðherra hafa tekið þunglega í. Sérkennileg yfirlýsing í sjónvarpi ATHYGLl vakti í sjónvarpsútsend- ingu frá umræðum um vantraust á ríkisstjórnina, allsérkennileg yfirlýs- ing sem greinilega átti ekki heima í umræðunni, en yfirlýsing þessi var gefin á meðan einn þingmaður var í ræðustól. Orðin voru þessi: „Haldið þið kjafti, helvítis vitleys ..." Mbl. spurðist fyrir um það hjá sjón- varpinu, hvaðan orð þessi væru ættuð, en tæknimenn þar sögðust ekki vita það. Málið væri í athug- un, en reynt yrði að komast að því hver og með hvaða hætti fyrr- greindur atburður gæti hafa gerst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.