Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 15 í tilefni af prófkjöri Sjálf- stæðismanna í Reykjavík Eftir Júlíus Sólnes Aðalvertíð stjórnmálamanna með prófkjörum, pólitískum upp- hlaupum og uppákomum með til- heyrandi digurbarkalegum yfir- lýsingum og skömmum um póli- tíska andstæðinga er nú hafin. Mesta athygli vekur að sjálfsögðu prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík til fyrirhugaðra alþing- iskosninga. Það er ekki að furða, þar sem líklegt er, að 8 eða fleiri frambjóðendur á lista sjálfstæð- ismanna í Reykjavík nái kjöri til Alþingis. Hin furðulega og jafn- framt sorgiega þróun efnahags- mála og annarra landsmála, sem orðið hefur síðan nýtt vinstri- stjórnartímabil hófst í kjölfar kosninganna 1978 hlýtur að hafa sín áhrif. Almenningi fer vænt- anlega að skiljast, að því aðeins að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterk- ur og endurskipulagður út úr næstu þingkosningum, er einhver von til þess, að snúið verði frá þeirri óheillabraut, sem þjóðar- skútunni hefur verið siglt eftir undanfarið. Ný sókn til betri lífskjara, þar sem frumkvæði ein- staklingsins er haft að leiðarljósi, er eina von okkar til þess, að hér megi halda uppi sambærilegum lífskjörum á við það, sem gerist með helztu nágrannalöndum okkar í Vestur-Evrópu. Aðeins einn flokkur getur tekið að sér að draga vagninn eftir þessari braut, en það er Sjálfstæðisflokkurinn. Ef landsmenn vilja stefna að því marki að hér sé almenn velsæld og velmegun, þarf ný hugsun í lands- málum að koma til. I rauninni þarf enginn að efast um, að ekki sé hægt að ná þessu marki. Heildar- tekjur þjóðarinnar miðaðar við fólksfjölda eru með því hæsta sem gerist í hinum vestræna heimi. Það er ekkert annað en óstjórn og sennilega ofstjórn, sem gerir það að verkum, að gapið milli þjóðar- tekna og ráðstöfunartekna al- mennings er hvergi stærra en ein- mitt á Islandi. Til þess að minnka þetta gap og jafnframt auka enn þjóðartekjur, eru margar leiðir færar, sem allar eru frábrugðnar þeim er stjórn- völd þessa lands hafa troðið fram til þessa. Má hér nefna nokkur dæmi. Verzlun og viðskipti Allar þær hömlur, sem stjórn- völd hafa sett verzluninni miðast við það sjónarmið fyrst og fremst, að hagnaður sé af hinu illa. Þeim, sem fyrir dugnað og útsjónarsemi græðist fé, eru taldir til höfuð- óvina þjóðfélagsins af vinstri flokkunum, sem ekki skilja þátt fjármagnsins í því að skapa aukna atvinnu og velmegun. Við islend- ingar eigum hörkuduglega stétt verzlunarmanna, sem margir hverjir hafa unnið stórvirki á því sviði. Ef létt væri af óþarfa gjald- eyris- og viðskiptahöftum, sem hingað til hafa stórlega háð allri okkar verzlun við útlönd, væri hægt að skapa ný tækifæri til at- vinnurekstrar, þar sem verzlun- armenn okkar stunduðu kauphall- arviðskipti i New York, London og Jónas Bjarnason Tókýó t.d., eða stunduðu viðskipti milli landa án þess að varan eða þjónustan kæmi nokkru sinni við á íslandi. Sú trú yfirstjórnenda banka- mála hér á landi, að Islendingur geti ekki skipt ávísun í erlendum banka hjálparlaust á ekki lengur við rök að styðjast. Iðnaður Uppbygging iðnaðar á íslandi hef- ur gengið hægt og oft notið lítils skilnings stjórnvalda. Þrátt fyrir fögur og stór orð nýtur iðnaðurinn mun lakari viðskiptakjara heldur en hinar hefðbundnu atvinnu- greinar. Hér eins og annars staðar í atvinnulífinu, hefur ríkisvaldið reynt að sölsa undir sig frum- kvæði til sköpunar nýrra iðnfyr- irtækja. Virðist þá fyrst og fremst byggt á því markmiði, að þing- menn treysti stöðu sína meðal kjósenda í viðkomandi byggðar- lagi fremur en spurt sé um hvort framleiðslan borgi sig. Ef einstaklingarnir væru ekki keyrðir niður í það andlega doða- ástand, sem nú ríkir vegna af- skipta ríkisvaldsins, eru fjölmarg- ir möguleikar til arðvænlegra iðnfyrirtækja, sem vert væri að skoða nánar. Lyfjaiðnaður, raf- eindaiðnaður, matvælaiðnaður, þ.e. tilreiðsla á matvælum í neyt- endapakkningar til útflutnings, framleiðsla á byggingarefni og ýmiss konar hágæðavarningi, sem krefst mikils hugvits og þekk- ingar, eru dæmi um þetta. Fjár- festing í aukinni menntun og rannsóknarstarfsémi yrði hér sá grundvöllur, sem byggja verður á. Við teljum okkur oft trú um, að við séum gáfaðri en aðrar þjóðir. Því þá ekki að nota sér þennan eiginleika ef sannur er. Sjávarútvegur Að sjálfsögðu verður sjávarút- vegurinn um langt skeið enn okkar höfuðatvinnuvegur. Það er því sárgrætilegt að sjá hvernig komið er í þeim herbúðum. í dag er útgerð fiskiskipa rekin sem at- vinnubótavinna. Sjávarútvegurinn hefur orðið byggðastefnunni að bráð. Til þess að hægt sé að halda uppi lífi í ýmsum afskekktustu byggðum þessa lands, virðist eina Goðinn dró færeyskt skip til Reykjavíkur Björgunarskipið Goðinn dró fær- eyska flutningaskipið Elsu inn til Reykjavíkur aðfaranótt sl. sunnu- dags, en Elsa hafði fengið vír í skrúf- una. Elsa var á leið frá ísafirði til Skagen í Danmörku með fiskafurð- ir. A laugardagnn varð þess vart að eitthvað var fast í skrúfu skipsins. Goðinn fór til aðstoðar og dró Elsu til Reykjavíkur. Kafari kannaði skrúfuna og kom í ljós að trollvír var fastur í henni. Tók það kafarann tvo tíma að losa vjrinn. Engar skemmdir urðu á vél og gat Elsa haldið áfram för sinni að morgni sunnudagsins. Talið er líklegt að vírinn hafi lent í skrúf- unni þegar skipið lá í ísafjarðar- höfn. Jónas Elíasson ráðið, sem stjórnmálamenn okkar kunna, vera það að kaupa skuttog- ara í plássið og ausa svo úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna til þess að byggja frystihús og hafn- armannvirki á staðnum, þótt allir viti, að togaraútgerð á viðkomandi stað sé fyrirfram vonlaus. Oft hef- ur það hvarflað að mér, að miklu einfaldara væri hreinlega að af- henda hverri fjölskyldu á slíkum stað sparisjóðsbók með innistæðu, sem næmi hennar hluta í öllum kostnaðinum. Einstaklingarnir myndu þá eflaust finna sér miklu betri leiðir til bjargar heldur en stjórnmálamennirnir. Skrípaleikurinn í kringum ákvörðun fiskverðs hverju sinni er orðinn svo yfirþyrmandi, að flest- um hugsandi mönnum blöskrar. Spurt er, til hvers þarf ríkisvaldið að skipta sér af ákvörðun fisk- verðs? Má ekki láta hin frjálsu markaðsöfl ráða því? Auðvitað gæti það haft í för með sér, að einhver fiskvinnslufyrirtæki færu á hausinn, en væri það ekki betra til lengdar, að sterk og öflug fyrir- tæki í þessum atvinnuvegi stæðu ein upp úr svo ekki þurfi öllu leng- ur að hlusta á harmatölur og kveinstafi samtaka fiskverkunar- aðila og útgerðarmanna með óskum um gengisfellingu þrisvar til fjórum sinnum á ári. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í sambandi við þau fjöl- mörgu málefni, sem bíða nýrra al- þingismanna, sem hafa kjark og dugnað til þess að taka upp nýja stefnu í atvinnumálum Islendinga og umfram allt vilja draga úr því hrikalega ríkisbákni og stofnana- kerfi, sem þessi litla og fámenna þjóð hefur byggt upp. 240 þúsund manna þjóð hlýtur að geta stjórn- að sér með einfaldari hætti. í prófkjörum stjórnmálaflokk- anna sem nú fara fram, gefst stuðningsmönnum og kjósendum flokkanna tækifæri til þess að velja menn, sem líklegir eru til þess að fara leiðir nýrrar hugsun- ar og aðferða. Það eru miklu frem- ur prófkjör flokkanna en hinar raunverulegu alþingiskosningar, sem hér skipta máli. Á prófkjörs- lista sjálfstæðismanna í Reykja- vík er margt ágætismanna, sem líklegir eru til þess, sem auglýst er eftir hér að ofan. Mig langar eink- um til þess að benda á tvo fram- bjóðendur, sem ég hef trú á í þessu sambandi. Jónas Bjarnason efnaverkfræð- ingur hefur vakið athygli á sér fyrir markvissar skoðanir á sjáv- arútvegsmálum, enda hefur hann starfað um árabil að rannsóknum á sviði fiskiðnaðar. Jónas hefur starfað mikið að félagsmálum og gegnt mörgum trúnaðarstörfum á Júlíus Sólnes, formaður VÍ „Jónas Bjarnason efna- verkfræðingur hefur vakið athygli á sér fyrir mark- vissar skoðanir í sjávarút- vegsmálum ... Jónas Elí- asson prófessor er annað nafn á prófkjörslistanum, sem ég vil benda stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðis- flokksins á.“ því sviði. Allir þeir, sem hafa lesið og kynnt sér skrif Jónasar í dag- blöðunum, þar sem hann hefur fjallað um hin margvíslegustu málefni, geta verið sammála um, að þar fer einmitt maður, sem ekki er hræddur við að kynna nýj- ar hugmyndir og leiðir í atvinnu- málum okkar. Það eru slíkir menn sem við þurfum að fá inn á Al- þingi íslendinga, ef við ætlum ekki að hjakka áfram í sama farinu með óðaverðbólgu og atvinnuveg- ina á vonarvöl. Jónas Elíasson prófessor er annað nafn á prófkjörslistanum, sem ég vil benda stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins á. Skora ég á þá, sem ætla að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík að ljá þessum tveim mönnum lið sitt til þess að stuðla að því að ná þeim markmiðum, sem lýst var hér að framan. áttþúþérþáósk aö lifa aftur atburði úr bernskunni og njóta jafnframt þeirrar reynslu og þekkingar sem þú hefur nú. Slástu þá í för með Einari Má Guðmunds- syni í Riddurum hringstigans. Þú lendir í strákaerjum og strákapörum, sumum all svæsnum. Okkur fullorðna fólkið sérðu með augum stráks og kennir þar margra grasa. Reynsla þroskaðs manns er nálæg allan tím- ann.Hún nýtist til að vega, meta og álykta, en hefur þó engin áhrif á framrás atburð- anna, hvorki þeirra ánægju- legu né hinna skelfilegu. En óskina færðu ríku- lega uppfyllta, svo mik-C^| ið er víst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.