Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 23 Björgunarmenn úr samtökum, sem heita hvorki meira né minna en „Félag til bjargar sjávarspendýrum, sem fjarar undir á ströndum Nýja Englands", sjást hér virða fýrir sér hvalavöðu, sem drapst við Þorskhöfða í Massachusetts um miðjan þennan mánuð. Hvalirnir syntu inn yfir mýrarfláka, sem fara á kaf á flóði, og gátu sér enga björg veitt þegar aftur fjaraði. . ap. Aukning ríkisútgjalda og 30% gengislækkun Breski Verkamannaflokkurinn boðar stefnu í efnahagsmálum London, 23. nóvember AP. BRESKI Verkamannaflokkurinn lagði í dag fram áætlanir sinar eða stefnuskrá í efnahagsmálum og er hún í flestu á öndverðum meiði við stefnu ríkisstjórnarinnar og Marga- ret Thatcher. Verkamannaflokkur- inn hefur það að meginmarkmiði að útvega 1.600 manns atvinnu á degi hverjum eftir að hann er kominn tii valda. í stefnuskránni er hvatt til stór- aukinna ríkisútgjalda, 30% geng- islækkunar pundsins og strangs eftirlits með verðlagi, innflutningi og gjaldeyrisyfirfærslum og þar er fullyrt, að með þessum ráðstöfun- um og öðrum megi minnka at- vinnuleysið svo mjög, að eftir fimm ár verði atvinnulausir innan við milljón. Þeir eru nú 3,3 millj- ónir og hafa ekki verið fleiri frá 1930. Það var nefnd manna undir for- sæti Peter Shore, talsmanns Verkamannaflokksins í fjármál- um, sem stefnuskrána samdi en þar er komist að þeirri niðurstöðu, að lítil eftirspurn séu alvarlegustu afleiðingarnar af stefnu Thatch- ers. „Uppgangur efnahagslífsins verður að koma úr tveimur megin- áttum: rétt gengisskráning verður að tryggja, að við séum samkeppn- isfærir og í öðru lagi verður að auka kaupmáttinn og þar með eft- irspurnina," segir þar. Verkamannaflokkurinn hyggst lækka vexti og söluskatt og á það að vega upp á móti verðbólgu- hvetjandi áhrifum annarra ráð- stafana. Vantraust fellt í norska þinginu Verður Andropov kjörinn forseti? Moskvu, 23. nóvembor. AP. YTJRI V. Andropov, hinn nýi aðalrit- ari sovéska kommúnistaflokksins, virtist í dag líklegur til að verða kjörínn forseti Sovétríkjanna einnig. Þá var hann kosinn einróma i 39 manna forsætisnefnd æðstaráðsins en í henni eru engir þeirra, sem tald- ir hafa verið koma tii greina i emb- ættiö. í Sovétríkjunum fylgja forseta- embættinu lítil völd en forseti þarf þó alltaf að taka á móti er- lendum þjóðhöfðingjum. Brezhnev heitinn, sem varð sterki maðurinn í Kreml árið 1964, bætti ekki á sig forsetaembættinu fyrr en 1977 en það þykir vera visbending um hve valdamikill Andropov er, ef hann verður skipaður í bæði embættin strax. Á fundi æðstaráðsins í dag skýrði Nikolai Baibakov, formaður áætlanaráðs ríkisins, frá þvi að gert væri ráð fyrir 3% vöxtum landbúnaðarvöruframleiðslu á næsta ári, að fjárfestingar aukist um 10%, þjóðartekjur um 3,3% og iðnframleiðslan um 3,2%. Rússar fordæma tillögur Reagans Moskvu, 23. nóvember. AP. SOVÉTMENN hafa brugðist illa við þeim áætlunum Reagans Banda- rikjaforseta að koma fjölda risa- stórra eldflauga af gerðinni MX fyrir í neðanjarðarbyrgjum í vesturhluta Bandarikjanna, í Wyoming. Kalla þeir þessar áætlanir „nýtt og hættu- legt skref' í undirbúningi undir kjarnorkustyrjöld. Tass-fréttastofan skýrði frá ræðu Reagans fyrst í dag og sagði, að hvert flugskeytanna, sem Bandaríkjamenn væru svo ósvífn- ir að kalla „Friðarvörðinn", gæti flutt 10 kjarnorkusprengjur og yrði komið fyrir í neðanjarðar- byrgjum, sem staðið geta af sér kjarnorkuárás. „Af þessu er ljóst, að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka vígbúnaðarkapphlaupið og búa sig undir kjarnorkustyrj- öld;“ sagði Tass. Á Vesturlöndum hefur yfirleitt verið tekið vel í ræðu Reagans og einkum það, sem hann sagði um aukinn skilning og trúnað milli leiðtoga stórþjóðanna til að draga úr hættu á styrjöld. Dennis Heal- ey, talsmaður Verkamannaflokks- ins breska sagði þó, að það hefðu verið mikil mistök hjá Reagan að gera hvorutveggja skil í sömu ræðunni, vilja hans til bættrar sambúðar við Rússa og áætlunum um MX-flaugafnar. Mótmæli Tokyo, Japan, 23. nóvember. AP. HÁTT í 2000 manns tóku þátt í frið- samlegum mótmælaaðgerðum við bandariska herflugvöllinn í Misawa, norðarlega í Japan, í gær. Aðgeröun- um var beint gegn ákvörðun Banda- ríkjamanna um að staðsetja 50 F-16- orrustuþotur á flugvellinum. Stjórnir landanna komust að samkomulagi um málið 31. október síðastliðinn, en þoturnar eiga að koma til Mis- awa árið 1985. Meðal mótmælenda voru all- margir verkalýðsleiðtogar Japans, en aðgerðirnar fóru fram að und- irlagi sósíalista- og kommúnista- flokkanna í landinu. Þingmaður- inn Masahiro Nakaji flutti tölu á fundinum og kom þar fram meðal annars ástæðan fyrir óánægju fólksins, en hann sagði að með til- komu F-16-þotanna myndi Mis- awa verða að meiri háttar vígstöð ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Ósló, 23. nóvcmlxT. AP. NORSKA ríkisstjórnin bar í gær sigur úr býtum í tveimur mikil- vægum atkvæðagreiðslum um vantraust á varnarmálaráðherr- ann. Kare Willoch Umræður á þingi stóðu yfir í níu klukkustundir og var mesta rimman á milli þingmanna íhaldsflokksins, stjórnarflokks- ins, og þingmanna stjórnarand- stöðunnar, Verkamannaflokks- ins og Sósíalska vinstriflokks- ins, sem vantraustið fluttu. Ástæðan fyrir því var, að stjórnin hafði greitt þrjár millj- ónir nkr. til eldflaugavarna NATO án þess að gefa þinginu um það skýrslu en þetta framlag og raunar miklu meira hafði Verkamannaflokkurinn' sam- þykkt þegar hann sat við stjórn. Nú hefur hann hins vegar snúið við blaðinu. Vantrauststillaga Verka- mannaflokksins var felld með 88 atkv. gegn 65 og tillaga Sósí- alska vinstriflokksins með 149 atkv. gegn 4. Ævintýralegur flótti frá íran: Fjölskyldan fór á hestbaki yfir fjöllin til Tyrklands Vínarborg, 23. nóvember. AP. ÍRANSKUR flugmaður að nafni Mahmoud Namdar flýði frá íran til Austurríkis fyrir skömmu með ævintýralegum hætti. Hann sagði fréttamönnum frá því í gær, að fyrst hefðu smyglarar laumað hon- um, konu hans og tveimur börn- um, 4 og 5 ára, úr landi fyrir stór- fé. Síðan hefði fjölskyldan farið gangandi og á hestbaki yfir fjöll og firnindi til Tyrklands og tók ferða- lagið 5 daga. Bjó fólkið þá við öm- urleg skilyrði, kulda, hungur og vosbúð. Frá Tyrklandi lá leiðin síð- an til Austurríkis þar sem Namdar baðst hælis fyrir sig og fjölskyldu sína. Namdar gat þess að hann hefði fyrir nokkru fallið í ónáð hjá írönskum yfirvöldum vegna skoðana sinna sem féllu ekki í sama jarðveg og skoðanir stjórn- valda. Hann varð síðan að fara í felur er byltingarverðir komu heim til hans að næturþeli til að svipta hann lífi. Eftir nokkra daga í felum læddist hann heim aftur, sótti fjölskyldu sína og hóf flóttann. Namdar, sem á að baki 20 ára starfsferil hjá íranska flugfélaginu Iranair, notaði tækifærið og gagnrýndi harðlega stjórnarhætti Khomeinis í íran, talaði um „ómannúðlega stjórn- arstefnu", og hryllinginn í sam- bandi við aftökur á meira en 20.000 stjórnarandstæðingum og fangelsun 50.000 annarra. Ný hljómplata Guómundur Ingólfsson: Nafnakall Þar kom aö því aö út kæmi hljómplata meö snjallasta jazzleikara íslendinga, Guömundi Ingólfssyni píanóleikara. Á plötunni er aö finna nokkur gamalkunn jazzlög auk nýrri laga eftir Guömund og félaga hans, þá Guðmund Steingrímsson trommuleikara, Pálma Gunn- arsson bassaleikara dg Björn Thoroddsen gítarleikara. Þetta er plata, sem þeir sem unna jazzleik eins og hann gerist bestur, hafa beöiö eftir. SG-hljómplötur Heildsala — smásala, Ármúla 38, sími 84549.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.