Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 27 Fréttabréf úr Miklaholtshreppi Þegnskapur bænda skýlaus Borg í MiklaholLshreppi, 14. nóvember 1982. Veðurfar Nú er vetur genginn í garð. Þótt tíðarfar hafi verið mjög þokkalegt þann tíma setn liðinn er af vetrin- um þá laeðist sú hugsun að manni, að skammdegi og válynd veður setji sinn svip á daglegt umhverfi og athafnir fólks. Haustið var hér ágætt, einkan- lega fyrri hluta október, þá var stillt veður og úrkomulaust. Nýtt- ust þeir dagar vel til margra verka sem haustinu fylgja. Fóðurásetn- ingi er nú lokið og má telja fóð- urbirgðir i góðu lagi hvað magn heyja snertir. Sumarið var sæmi- lega gott til heyöflunar, þótt júlí- mánuður væri úrkomusamur en hlýr, grasvöxtur var mjög sæmi- legur. Ágústmánuður var þurrari en kaldari, nýting heyja í þeim mánuði var því hagstæð. Fóður- gildi heyjanna, samkvæmt efna- greiningu virðist vera í lakara lagi, þó sérstaklega í þeim heyjum sem heyjuð voru í ágúst. — Dilkar reyndust í meðallagi að vænleika, grös féllu óvenju snemma, ær hafa því geldst, sem síðan kemur fram á dilkum á blóðvelli. Ekki er mér kunnugt um hvort fækkun hefur orðið veruleg á bústofni bænda hér í sýslu. En þegnskapur bænda í þeim vanda sem landbúnaður á nú í er ský- laus, þeir skilja nauðsyn þess að ekki þýði að framleiða þá vöru, sem er illseljanleg eins og er. Þótt aðrir kröfuhópar þjóðfélagsins heimti meira og meira og virði lítt þjóðarhag. INNLENTV Héraðshöfðingi kvaddur Þann 10. október sl. andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi Gísli Þórðarson, bóndi og hreppstjóri í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, 76 ára gamall. Með Gísla er genginn mætur maður og sannur héraðs- höfðingi. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Öll störf vann hann með einstakri trúmennsku og heiðar- leik. Hann var gjörður að heiðurs- borgara Kolbeinsstaðahrepps þeg- ar hann varð sjötíu ára. Útför hans fór fram frá Kol- beinsstaðakirkju laugardaginn 16. október. Kolbeinsstaðahreppur sá um útförina að öllu leyti. Mikið fjölmenni fylgdi þessum mæta manni við útför hans, sem er sennilega sú fjölmennasta, sem hér hefur farið fram. Framkvæmdir Allmiklar framkvæmdir hafa verið í byggingum og ræktun hér í sýslunni. Vinnuflokkar á vegum búnaðarsamtakanna hafa næg verkefni, miklar og veglegar bygg- ingar hafa risið. Eftir því sem byggingafulltrúi hefur tjáð mér, eru þegar farnar að berast beiðnir um byggingar næsta ár. Stór draumur hefur ræst við Lauga- gerðisskóla. Er nú að rísa þar stórt og veglegt íþróttahús, sem vonir standa til að verði fokhelt, jafnvel fyrir áramót eða snemma á næsta ári. Laugagerðisskóli tók til starfa haustið 1965, og aðstaða til íþróttakennslu hefur verið þar í lágmarki. Óskandi er að þetta nýja íþróttahús megi vera aflgjafi í fjölþættu íþróttalífi við Lauga- gerðisskóla, þar sem æskufólk ætti góða aðstöðu fyrir íþrótta- starfsemi. Prestkosning Prestkosning fór hér fram í Söðulsholtsprestakalli þann 24. október sl. Einn umsækjandi var, séra Hreinn Hákonarson. Þann 7. nóvember sl. var hann settur í embætti af prófasti, séra Ingiberg Hannessyni. Fór sú athöfn fram í Fáskrúðarbakkakirkj u. Búseturöskun Tvær jarðir standa nú ábúanda- lausar síðan í haust. Ábúendur þessara jarða hafa flutt á burtu. Þessar jarðir eru Skjaldartröð í Breiðuvíkurhreppi og Brautarholt í Staðarsveit. GLEÐILEG JÓL Sýnishorn if nokkrum jóUkortum FEF Jólakort FEF komin á markaðinn AFHENDING á jólakortum Félags einstæðra foreldra er nú hafin í skrifstofu þess í Traðarkotssundi 6. Jólakortin eru af ýmsum gerðum, flest eftir barnateikningum, en fé- lagið hefur liingum lagt áherzlu á slík kort. Einnig eru fáanleg kort með myndum eftir Þorbjörgu Hösk- uldsdóttur, Sigrúnu Eldjárn og Rósu Ingólfsdóttur. Félagsmenn hafa selt megnið af kortunum fyrir hver jól, bæði hér og úti á landi, en þau eru einnig fáanleg í nokkrum bókaverslunum. (Fréttatilkynning) Vegaframkvæmdir í sumar var allnokkuð unnið að vegagerð hér sunnan fjalls á Snæfellsnesi. Gömul brú á Kleifá var lögð niður og „hólkur" settur í staðinn, nokkru neðar en brúin er. Er þetta góð vegarbót. Nú er beinn og breiður vegur, bæði austan og vestan árinnar. Þá var sett klæðn- ing á veginn frá Kaldá og langleið- ina að vegamótum Heydalsvegar. Ennfremur var vegurinn vestast í Staðarsveit yfirkeyrður og endur- bættur. Má telja þetta allgóðan áfanga en meira þarf. Margar gamlar brýr eru nú að ganga úr sér, og þarfnast endurbóta. En fjármagn vantar oft til þeirra hluta sem framkvæma þarf. Því miður er það af skornum skammti nú sem stendur. Og útlit fyrir að þannig verði, að minnsta kosti enn um sinn. Spáð er minnkandi þjóð- artekjum, að sögn landsfeðra og sölutregðu í markaðsmálum. En samt skulum við vona að upp birti, og trúa því að efnahagur þjóðar- innar blómgist. Páll. Bílafloti Slökkviliðsins við Slökkvistöðina við Þórsgötu, elzti bíllinn, árgerð 1942, er annar frá vinstri. (Ljósm. Jón P.) Vel heppnuð æfing slökkvi- liðsmanna á Patreksfirði Patreksfirði, 20. nóv. 1982. í DAG fór fram að tilhlutan Bruna- málastofnunar, brunaæfing í Grunnskólanum á Patreksfirði. Að sögn Leifs Hciðars Bjarna- sonar, slökkviliðsstjóra á Patreks- firði var unnið eftir fyrirfram ákveðnu plani og stefnt var að því að tæma húsið á sem skemmstum tíma. Þegar æfing hófst voru um 160 börn og kennarar í húsinu, stað- sett á báðum hæðum þess, en það tók 7 mínútur að tæma hús- ið. Að sögn Leifs gekk æfingin í alla staði vel og var kominn þrýstingur á allar dælur um leið og björgun á fólki hófst. Tæki slökkviliðsins við æfinguna voru tvær raðtengdar dælur úr sjó og siðan tankbifreið og þriðja dæl- an. Froðutæki var tengt við gömlu slökkvibifreiðina. I slökkviliði Patreksfjarðar eru 30 menn, en 27 tóku þátt í æfingunni. Eins og áður er getið er Leifur Heiðar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, skipaður í slökkviliðið 1955 og skipaður slökkviliðsstjóri 1970 og hefur gengt því starfi síðan. Vara- slökkviliðsstjóri er Gunnar R. Pétursson, rafvirki. Slökkviliðið hefur yfir að ráða allt að því nýrri slökkvistöð sem tekin var í notkun 31. janúar 1981, slökkvibifreið árgerð 1962 af Bedford-gerð, slökkvibifreið árgerð 1942, af Dodge Weapon- gerð, tankbifreið árgerð 1972, af Chevrolet-gerð. Leifur sagði að öll aðstaða til þjálfunar hefði gjörbreyst við tilkomu nýju slökkvistöðvarinnar og reynt væri að halda mönnum í æfingu. Eftir björgunina úr Grunn- Bjargað af svölum skólans. skólanum var öllum börnum boðið að sjá kvikmynd í Félags- heimili Patreksfjarðar og á eftir var haldinn 3 klst. langur fundur með slökkviliðsmönnum, sem endaði á kaffi og kökum. p/G Námskeið um einangr- un húsa SÆNSKA fyrirtækið Gullfiber AB og Þýzk-íslenzka verzlunarfélagið hf. héldu mánudaginn 15. nóvember námskeið fyrir arkitekta, verkfræð- inga og tæknifræðinga. Á námskeiðinu, sem haldið var á Hótel Loftleiðum, var fjallað um hljóðeinangrun og hljóðdeyfingu í húsum og híbýlum af öllu tagi. Þeir Per Kallertin, sérfræðingur um hljóðeinangrun og Jean Claude Jourdan, útflutningsforstjóri Gullfiber, höfðu umsjón með nám- skeiðinu. Gullfiber AB er stærsti fram- leiðandi einangrunarefna á Norð- urlöndum. Mestur hluti fram- leiðslunnar er glerull, en einnig framleiðir fyrirtækið steinullar- og plasteinangrun af ýmsum gerð- um. Fyrirtækið býður einnig fjöl- breytt úrval af hljóðdeyfi- og hljóðeinangrunarplötum í ýmsum litum og gerðum. Þær henta í margskonar húsnæði, jafnt í heimahúsum sem verksmiðjum, skrifstofubyggingum, skólum, sjúkrahúsum o.fl. (KféWtiOtywiwi;)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.