Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 gangskör Umsjón: Anna Ásgeirsdóttir Erna Hauksdóttir Kvenframbjód- endur í próf- kjöri í Reykjavík Sjö konur skipa framboðslistann í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer um næstu helgi. Þær eru Asa Steinunn Atladóttir, hjúkrunarfræðingur, Bessí Jóhannsdóttir, cand. mag., Björg Einarsdóttir, skrifstofumaður, Elín Pálmadóttir, blaðamaður, Esther Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, Ragnhildur Helga- dóttir, lögfræðingur og Sólrún B. Jensdóttir, sagnfræðingur. Helstu trúnaðarstörf, sem þessir frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins haf gegnt eru eftirfarandi: Ása Steinunn Atladóttir, 26 ára hjúkrunarfræðingur: 1976—77 Formaður Hjúkrun- arnemafélags íslands. í ritnefnd félagsins 1975-77. 1978-’81 Varaformaður Hjúkrunarfélags íslands. 1978—’82 Fulltrúi Hjúkr- unarfélagsins á fulltrúafundum í Norðurlandasamvinnu hjúkrunar- fráeðinga. Varamaður í stjórn Norðurlandasamvinnunnar 1979-82. Frá ’81 Fulltrúi í Reykjavíkurdeild Hjúkrunarfé- lags Islands. í stjórn deildarinnar 1977—78. Frá ’82 í trúnaðarráði Hvatar. Sambýlismaður Kjartan Sig- tryggsson öryggismálafulltrúi. Bessí Jóhannsdóttir, 34 ára cand. mag. í sagnfræði. 1973—74 Fulltrúi stúdenta á deildarfundum í heimspekideild og í Stúdentaráði. 1974—’80 For- maður Kennarafélags Kvenna- skólans í Reykjavík. Frá 79 í út- hlutunarnefnd listamannalauna. 1974—’82 Varaborgarfulltrúi. Átti sæti í æskulýðsráði, félagsmála- ráði, stjórn Borgarbókasafns og stjórn dagvistarstofnana. Frá ’82 Fulltrúi í fræðsluráði Reykjavíkur og í stjórn Borgarbókasafns. 1977—79 í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. 1979—’81 í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. Frá ’81 Formaður Hvatar. í stjórn Hvatar 1974-76. Gift Gísla Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau 2 börn. Björg Einarsdóttir, 57 ára, skrifstofumaður 1975 Oddamaður í framkvæmdanefnd kvennafrí- dagsins, varaformaður Kvenrétt- indafélags íslands 1976—78, í stjórn alþjóðasamtaka kvenrétt- indafélaga 1976—79, formaður ráðgjafanefndar Jafnréttisráðs 1977— ’81 og formaður jafnréttis- nefndar Reykjavíkur frá 1982. Frá 77 í stjórn Blindrafélagsins. 1978— 79 I stjórn Lífs og lands. Frá '80 í svæðisstjórn Reykjavík- ur um málefni þroskaheftra. 1975—’82 í stjórn Hvatar. For- maður félagsins 1978—’81. Frá ’81 I stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík. í málefna- nefnd Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál. í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins. Frá 79 Varaþing- maður Reykvíkinga. 1982 Formað- ur ritnefndar vegna útgáfu bókar- innar „Frjáls hugsun — frelsi þjóðar". Gift Haraldi Guðmundssyni rafverktaka og eiga þau 3 börn. Elín Pálmadóttir, 55 ára, blaðamaður 1948—’49 í stúdentaráði Há- skóla íslands. 1970—’82 Varaborg- arfulltrúi (1970—74 og 78—’82) og aðalborgarfulltrúi 1974—78). I fræðsluráði 1974—78, umhverf- ismálaráði 1970—’82, formaður þess 1974—78 og 2. varaforseti Borgarstjórnar 1974—78. Frá ’82 Formaður Bláfjallastjórnar og stjórnar Borgarbókasafns. 1970—79 í stjórn Félags sjálf- stæðismanna í Langholti. 1973—75 í stjórn Hvatar, einnig frá 1982. 1976 Fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins á þingi Sameinuðu þjóðanna. Frá 78 I stjórn Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Varaformaður frá 1981. Varaþing- maður Reykvíkinga. Frá 79 í orkunefnd Sjálfstæðisflokksins. Frá ’81 í stjórn Varðar. Esther Guðmundsdóttir, 34 ára, þjóðfélagsfræðingur Frá 76 Ýmis störf að jafnrétt- ismálum, m.a. starfsmaður Kvennaársnefndar 1976— 77, í stjórn Kvenréttindafélags íslands frá 1978, formaður frá 1981, í ráðgjafanefnd Jafnréttisráðs frá 1981, í stjórn alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga frá 1982, tengiliður i norrænu samstarfi vegna verkefnisins Konur við ákvarðanir frá 1982. 1977—79 í stjórn félags þjóðfélagsfræðinga. Frá ’81 I islensku UNESCO- nefndinni. 1979—’80 í stjóm Varð- ar. Frá ’81 í málefnanefnd Sjálf- stæðisflokksins um húsnæðismál. Frá ’82 í fulltrúaráði sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík. Gift Björgvini Jónssyni tann- lækni og eiga þau þrjár dætur. Ávarp I HÖND fer prófkjör vegna framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Alþingiskosningum á næsta ári. I síðustu Alþingiskosningum urðu lyktir þær að í þingliði sjálfstæðismanna í Reykjavík var engin kona og af öllum þingmönnum flokksins var einung- is ein kona. Slíkt má ekki endurtaka sig. Eins og viðhorf eru nú í þjóðfélaginu verða sjálfstæðismenn að gera sér ljóst að það er beinlínis flokksleg og jafnframt lýðræðisleg nauðsyn að tryggja konum örugg sæti á framboðslista flokksins við Alþingiskosningarnar á næsta ári. Mikilvægt er að framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík sem og annars staðar endurspegli viljayfirlýsingar hans um jafna stöðu karla og kvenna. Sjálfstæðismenn, höfum þetta í huga við prófkjör- ið 28. og 29. nóvember næstkomandi. Auður Auðuns Kvenframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins talið frá hægri: Bessí Jóhannsdóttir, Ása Steinunn Atladóttir, Sólrún B. Jensdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Esther Guðmundsdóttir, Björg Einarsdóttir og Elín Pálmadóttir. Ragnhildur Helgadóttir Sólrún B. Jensdóttir og Ása Steinunn Atladóttir Frá kynningar- fundi Hvatar HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, gekkst samkvæmt venju fyrir kynningarfundi með kvenframbjóðendum sl. fimmtu- dagskvöld. Var sá fundur mjög fjölmennur. Formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, Margrét S. Einarsdóttir, lagði spurningar fyrir frambjóðendurna, auk þess sem fundarmenn báru fram fyrir- spurnir. Spurningarnar voru um stefnumál Sjálfstæðisflokksins, hlut kvenna í stjórnmálum, hlutverk stjórnmálamanna, starfshætti Alþingis og þá málaflokka sem nú eru efst á baugi á Alþingi. Björg Einarsdóttir og Esther Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.