Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 33 Ragnhildur Helgadóttir, 52 ára, lögfræðingur 1954—’55 í stúdentaráði. Einnig um tíma í stjórn Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta. 1964—71 Lögfræðingur Mæðrastyrksnefnd- ar, einnig 1959—’60. Átti um skeið sæti í stjórn Kvenstúdentafélags Reykjavíkur og var varaform. Skátasambands Rvk. 1956—’63 og 71—9 Alþingismaður Reykvík- inga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Forseti neðri- deildar frá 1961—’62 og 1974-78. Sat m.a. í heilbrigðis- og tryggingamála- nefnd, iðnaðarnefnd, mennta- málanefnd og utanríkisnefnd. Átti einnig sæti í ýmsum þing- og stjórnskipuðum nefndum á þessu tímabili, t.d. um skólamál, al- mannatryggingar og málefni aldr- aðra. Var formaður þeirrar síðast- nefndu. 1974—79 í Norðurlanda- ráði. Formaður menningamála- nefndar Norðurlandaráðs 1978—79. 1975 Forseti Norður- landaráðs. 1972—79 Fulltrúi í Tryggingaráði. 1961—’65 í stjórn Hvatar. 1965—’69 Formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna. 1965—71 í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Einnig 1978—79. Frá 79 í málefnanefnd- um Sjálfstæðisflokksins um heil- brigðis-, trygginga- og utanrík- ismál. 1981 Formaður ritnefndar bókarinnar Auðarbók Auðuns, útg. 1981. Frá ’82 Ritstjóri Laga- safns hjá Lagastofnun Háskóla Is- land. Gift Þór Vilhjálmssyni hæsta- réttardómara og eiga þau 4 börn. Sólrún Jensdóttir, 42 ára, sagnfræðingur 1960—’61 í ritstjórn Stúdenta- blaðsins. 1970—71 í stjórn Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræð- um. 1972—74 í stjórn íslendinga- félagsins í London. Frá ’82 í stjórn Sagnfræðingafélags íslands. 1980 kom ut bók Sólrúnar „ísland á bresku valdsvæði 1914—1918“. Gift Þórði Harðarsyni, prófess- or við læknadeild HÍ, og eiga þau 3 börn. Bessí Jóhannsdóttir Klín Pálmadóttir Nú vill enginn þá Lilju kveðið hafa eftir Halldór Blöndal alþm. Atburðirnir gerast hratt í þjóð- málunum núna. Það er erfitt að átta sig á, hvað hver einstakur þýðir. En ef þeir eru lagðir saman, dylst engum, að erfiðir tímar eru framundan. Menn héldu lengi vel, að hlutirnir myndu danka áfram eins og þeir hefðu gert. Góðærin villtu þeim sýn, og sú er afsökun Steingríms Hermannssonar núna, að hann hafi verið undir þá sök seldur. En nú hrökkva menn upp við, að þetta getur ekki gengið svona lengur. Sumir eru jafnvel svo bölsýnir að halda, að kerfið muni bresta fyrir jólin. Engum dettur betri lífskjör í hug í hnotskurn lítur dæmið svona út: Við höfum búið við meiri afla- sæld í sjávarútvegi en nokkru sinni. Því tímabili lýkur nú með því, að unnið er að því að koma í kring meiri skuldbreytingu fyrir fiskiskipastólinn en áður hefur þekkst og þó er vandi útgerðarinn- ar jafnóleystur og áður. Stefnan í landbúnaðinum er í molum og reynt að komast út úr ógöngunum með því að fækka sauðfé og auð- vitað bændum um leið. Iðnaðurinn er rekinn með erlendum lánum. í sumum greinum hans hefur fólki verið sagt upp og í loftinu að mörg fyrirtæki kunni að stöðvast eða dragi a.m.k. verulega saman segl- in á næstunni. Ríkissjóður safnar skuldum erlendis, svo að Svavar Gestsson líkir því við ástandið í Póllandi, en á þvílíkum samfélög- um hefur hann ágæta kunnugleika eftir að hann var við nám í áróð- urstækni í Austur-Þýskalandi á árunum. Engum dettur í hug að setja fram þá kröfu, að launin fylgi í humátt á eftir verðhækkun- unum eins og á stendur. Engum dettur heldur í hug að nokkurt lát verði á verðbólgunni, allra síst Þjóðhagsstofnun. Og alls engum dettur í hug, að lífskjörin batni í fyrirsjáanlegri framtíð. Þegar vel árar, getur ríkisstjórn lengi dulið mistök sín, jafnvel þótt þau séu kórvilla. Það var líka svo til forna, að ágæti konunga var einungis metið eftir árgæskunni. Við munum það líka, að meðan aflinn hélt áfram að aukast, kom það ekki fyrir, að einn ráðherra hallaði á annan, nema Ólafur Jó- hannesson, en hann var líka sér á Fimmtánda barnabók Indr- * iða Ulfssonar Skjaldborg á Akureyri hefur sent frá sér barna- og unglingabókina Afi „táningur” eftir hinn kunna barna- bókahöfund Indriða Úlfsson. Þetta er 15. barna- og unglingabók Indr- iða. Afi „táningur" er sjálfstæð saga. Á bókarkápu segir m.a.: „Að- alsöguhetjan er afi „táningur" (Jó- hannes Sigurðsson). Afi er í sumarfríi í Furuvík þar sem hann ólst upp hjá foreldrum sínum, en jörðin er nú komin í eyði. Hann notar þó íbúðarhúsið fyrir sumar- bústað og hjá honum dvelja í viku- tíma barnabörn hans þau Bogga og Jói. Afi segir þeim frá æsku sinni á meðan þau dvelja þar, m.a. frá dvöl hersins hér á landi á stríðsárunum". Bókin Afi „táningur" er 136 bls. að stærð, prentuð, filmuunnin og bundin í Prentsmiðju Odds Björnssonar. Halldór Blöndal parti og alltaf hálfvegis í stjórnar- andstöðu. Á þessu hausti hefur þetta verið að breytast og misklíð- arefnin hafa komið upp eitt af öðru, enda hefur afli minnkað og meira reynt á ríkisstjórnina en áður. Sérstaklega er það áberandi í Þjóðviljanum að þar kveður við annan tón. Um næstsíðustu helgi keyrði um þverbak, þegar Súslov þeirra alþýðubandalagsmanna, Ólafur Ragnar Grímsson, skrifaði heilsíðugrein, sem var samfelldur áfellisdómur yfir Gunnari Thor- oddsen. Ég er ekki viss um, að hann hafi átt það allt skilið, sem þar stóð. Fallin frá niður- talningunni í þessu uppgjöri innan ríkis- stjórnarinnar vekur óneitanlega athygli, að framsóknarmenn eru fallnir frá niðurtalningunni. Steingrímur Hermannsson talar um, að hún sé óraunhæf og Ólafur Jóhannesson segir, að „of lítið, of seint“ verði því miður þau ein- kunnarorð, sem sagan muni gefa ríkisstjórninni. En Steingrímur er maður patentsins. Hann sér, að „niðurtalningarpatentið" var ekk- ert nema vitleysa, svo að hann finnur sér bara annað patent í staðinn. Nú á að vinna bug á verð- ?' bólgunni með einfaldri lagasetn- ingu á Alþingi. Þar eiga menn að rétta upp hendurnar með því, að hún verði ekki meira en 30% á næsta ári eins og framsóknarað- allinn gerði á flokksráðsfundinum á dögunum. Einföld lausn, ekki satt, og kemur ekki við neinn. Skrýtið, að engum skuli hafa dott- ið þetta í hug fyrr. „Ognun við efna- hagslegt sjálf- stæði Islands“ Enn athyglisverðara er þó, að Steingrímur Hermannsson skuli sjá það og viðurkenna eftir á, að við sjálfstæðismenn höfðum rétt fyrir okkur í ágústmánuði, þegar við kröfðumst þess, að þingið yrði kallað saman og látið á það reyna, hvort það væri starfhæft eða ekki. Hann fer ekki dult með, að þjóðar- hag væri betur komið, ef boðað hefði verið til kosninga og ný stjórn mynduð með nýju umboði til þess að takast á við vandann. Raunar tekur Ólafur Ragnar Grímsson í sama streng, þegar hann segir: „Þjóðin býr við mestu efnahagsþrengingar í áraraðir vegna áhrifa heimskreppunnar, hruns á loðnustofni og minnkandi þorskveiða. Þróun á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum þrengir svigrúm okkar til muna. Á slíkum tímum getur þráskák á þjóðþing- inu sem varir mánuðum saman eða jafnvel misserum saman reynst ógnun við efnahagslegt sjálfstæði íslands." í þessum til- vitnuðu orðum ræðir hann ekki um mistök ríkisstjórnarinnar, en í rauninni voru þau grunntónn greinar hans. Um síðustu helgi var flokks- ráðsfundur Alþýðubandalagsins. Þar talaði Svavar Gestsson um fjögurra ára þrengingar til að bæta fyrir misgerðir rikisstjórn- arinnar. Betri lífskjör væru ekki á dagskrá, en til að reyna að milda óánægju fundarmanna talaði hann um, að það væri sín stefna, að það yrði ekki óhóflega langt í næstu kosningar! Benóný Ásgrímsson, þyrluflugmaður, leiðbeinir um notkun björgunarlykkj- unnar. Samæfing björgunar- sveita á Suðurlandi NÝVERIÐ var haldin samæfing björgunarsveita SVFÍ í umdæmi 10. ISIættir voru til leiks rúmlega eitt hundrað félagar úr björgunarsveit- um frá Kirkjubæjarklaustri að Hvolsvelli, að Vestmannaeyjum meðtöldum. Stóðu æfingar yfir allan daginn og tók þyrlan Rán þátt í þeim fyrir hádegið og fengu allir þátt- takendur að kynnast því, hvernig er að vinna undir þyrlu í eðlilegri vinnuhæð hennar. Einnig sýndi áhöfn þyrlunnar notkun og með- ferð björgunar- og hjálpartækja hennar. Að öðru leyti var æfingunni skipt í þrennt. Rifjuð upp notkun korta og áttavita, aðkoma og flutningur af slysstað og fluglínu- æfing við Affallið. Atburðarásin er hröð núna. Brotthlaup Vilmundar Gylfasonar úr Alþýðuflokknum sýnir okkur, á hvílíkum brauðfótum sá flokkur stendur, en Vilmundur var við það að vera kjörinn varaformaður hans á dögunum. Verkalýðsarmur Alþýðubandalagsins er eins og maðurinn sem á steininn sest: Hann var feginn þegar ríkis- stjórnin var mynduð. Og verður jafnfeginn, þegar hún leggur upp laupana. Formaður Framsóknar- flokksins talar öðruvísi eftir flokksráðsfundinn en áður og í . rauninni er inntakið í öllum ræð- um hans síðan: „Því að hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það gjöri ég.“ Halldór Blöndal Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ........ 29/11 Arnarfell ........ 13/12 Arnarfell ...... 3/1 83 Arnarfell ..... 17/1 83 ROTTERDAM: Arnarfell ....... 1/12 Arnarfell ........ 15/12 Arnarfell ...... 5/1 83 Arnarfell ..... 19/1 83 ANTWERPEN: Arnarfell ......... 2/12 Arnarfell ........ 16/12 Arnarfell ..... 6/1 83 Arnarfell ..... 20/1 ’ 83 HAMBORG: Helgafell ........ 13/12 Helgafell ..... 10/1 83 HELSINKI: Dísarfell ....... 20/12 Dísarfell ..... 24/1 83 LARVIK: Hvassafell ....... 29/11 Hvassafell ....... 13/12 Hvassafell ....... 27/12 Hvassafell .... 10/1 ’83 GAUTABORG: Hvassafell ....... 30/11 Hvassafell ....... 14/12 Hvassafell ....... 28/12 Hvassafell .... 11/1 ’83 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ........ 1/12 Hvassafell ....... 15/12 Hvassafell ....... 29/12 Hvassafell .... 12/1 83 SVENDBORG: Hvassafell ........ 2/12 Helgafell ........ 16/12 Hvassafell ....... 16/12 Dísarfell ........ 23/12 Helgafell ....... 11/183 Dísarfell ..... 27/1 83 AARHUS: Helgafell ........ 18/12 Helgafell ..... 13/1 83 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ........ 3/12 Skaftafell ..... 4/1 83 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ....... 8/12 Skaftafell ..... 7/1 83 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.