Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Þeir drápu mig Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Gabríel García Márquez: FRÁSÖGN UM MARGBOÐAÐ MORÐ Guðbergur Bergsson þýddi. Iðunn 1982. Höfundur Hundrað ára ein- semdar og Liðsforingjanum berst aldrei bréf hefur af góðri íþrótt sett saman skáldsögu um morð. Það sem er sérkennilegt við þessa sögu er að lesandinn veit þegar í upphafi hver verður myrtur og hvenær og hverjir myrða hann. Engu að síður er sagan spennandi og eins og svo oft hjá García Márques full af smáatriðum sem að lokum renna saman í eina heild. Stiliinn sem er í senn raun- sær og nákvæmur og þrunginn ljóðrænni mystík birtist þannig í byrjun sögunnar: „Santíago Nasar fór snemma á fætur daginn sem þeir hugðust drepa hann, klukkan sex að morgni, vegna þess að hann hugð- ist taka á móti skipinu sem sigldi með biskupinn. Um nóttina hafði hann dreymt að hann ferðaðist um skóg vaxinn gildum fíkjutrjám í mildum regnúða, og í draumnum fann hann andartak fyrir gleði, en þegar hann vaknaði þótti honum að hann væri alþakinn fugladriti. „Hann var vanur að dreyma tré,“ A puttanum með Þorgeir Hljóm otur Árni Johnsen Á puttanum, plata Þorgeirs Ástvaldssonar, er létt og leikandi plata með fáguðu yfirbragði eins og hún á ættir til, afkomandi Þorgeirs sjálfs og Bjartmars Guð- laugssonar sem semur flesta text- ana á plötunni. Falla þar vel sam- an lög og textar og fjallað er um lífið og tilveruna, mest þó í anda þess fólks sem er rösklega komið af táningsaldrinum. Platan ber þess merki að margir góðir tón- listarmenn og söngvarar hafa lagt hönd á plóginn og þótt stíll plöt- unnar sé ekki ýkja tilþrifamikill þá nýtur hvert lag sín vel og það er þó nokkurt landslag í putta- ferðalaginu. Puttaferðalag er að nokkru happa og glappa-aðferðin eins og kemur fram í texta Þorgeirs og titillagi, en það rætist vel úr ferð- inni og meðal laga sem mér finnst sérstök ástæða til að nefna er Nú breytum við um sið, sem er sérlega skemmtilegt lag og vel flutt af þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Þorgeiri Ástvaldssyni. Þá má nefna lagið I leit að sjálfum sér, mjög gott lag með ljóðrænum texta Bjartmars og þar nýtur söngur Þorgeirs sér vel, er eðlilega staðsettur í mynd lagsins, en í sagði Plaþída Línero móðir hans mér 27 árum síðar, þegar hún minntist í smáatriðum hins ógnþrungna mánudags. „Vikuna áður hafði hann dreymt að hann flygi einn í flugvél úr silkibréfi, hindrunarlaust milli möndlu- trjánna," sagði hún.“ Fræg fyrir draumaráðningar grunar Plaþídu ekkert, hún er jafn ugglaus og sonur hennar sem vaknar timbraður eftir brúð- kaupsveislu. Ung stúlka hefur ver- ið gefin glæsimenni og mikið hef- ur verið um dýrðir í þorpinu. En daginn eftir brúðkaupið skilar brúðguminn brúði sinni vegna þess að hún reynist ekki hrein mey. Hún kennir Santíago Nasar um. Bræður hennar brýna hnífa sína og ákveða að myrða Santíago Nasar. Heiður fjölskyldunnar er í veði. Lesandinn fær enga vissu eða vísbendingu um það að Santíago Nasar sé í raun sekur. Hann er að vísu mikið fyrir ástir og sannast á honum það sem skáldið Gil Vic- ente kvað að „ástarveiðar eru/ eintómt mikillæti", enda gerir García Márquez þessi orð að ein- kunnarorðum sögunnar. Kannski hefur stúlkan bara nefnt nafn Santíagos til að sleppa við lengri yfirheyrslu? Gabriel García Márquez í þessari einkennilegu morðsögu leitast García Márquez við að sýna lesandanum mannlíf í þorpi við karabíska hafið, en á þeim slóðum gerast fleiri sögur hans. Þorpsbú- ar gera sér ljóst að Santíago Nas- ar getur ekki flúið örlög sín. Engill dauðans er yfir þorpinu. Skip biskupsins siglir framhjá. Atburð- ur dagsins er morðið á Santíago Nasar framið fyrir allra augum. Með berum höndum getur hann ekki varist hinum blóðþyrstu hefnigjörnu bræðrum. En þrátt fyrir allar stungurnar tekst þeim ekki að drepa hann strax. Hann reikar helsærður um í þeirri von að komast heim til sín í öruggt skjól. Hann fer í gegnum húsið við hliðina þar sem fjölskyldan neytir morgunverðar og gleymir ekki að brosa við fólkinu í kveðjuskyni „útvaðandi í blóði og bar iðrin í báðum höndum". Honum er svo lýst á þessari stundu að „hann var festulegur í göngulagi og höfuð hans með hrokkna hárið hafði aldrei verið tignarlegra". Þegar kona nokkur spyr hann hvað gangi að honum er svarið: „Þeir drápu mig, Wene mín, svaraði hann.“ Lýsingin á sjálfu morðinu, af- tökunni væri kannski réttara að segja, er í senn einföld og marg- brotin, andrúmsloft óhugnaðar læsir sig um lesandann. En í raun er verið að lýsa morðinu frá byrj- un til enda sögunnar. Um leið hef- ur lesandinn fengið skýra mynd af þorpinu og íbúum þess. Háð García Márquez er mark- visst, siðir og ekki síst tilfinn- ingalif fólksins verður honum að skotspæni. í dómsskjölum er að finna orð sem stúlkan lét falla þegar dómarinn spurði hana hvort hún hefði þekkt Santíago Nasar: J'Iú, hann prufukeyrði mig.“ Áður var minnst á íþrótt höf- undarins. Þótt frásögn um marg- boðað morð verði ekki talin meðal höfuðverka García Márquez er þetta kunnáttusamlega gerð saga. Guðbergur Bergsson hefur þýtt frásögn um margboðað morð og er það verk vel af hendi leyst. Guð- bergur er að verða einn afkasta- mesti þýðandi okkar með þýðing- um á skáldskap spænskumælandi þjóða. Gamlar ferdasögur nokkrum lögum finnst mér bregða við að söngurinn sé of aftarlega, eins og söngvarinn sé að syngja úti í horni. Gamla húsið með Ellen er hrífandi. Þá er lagið Líðandi stund mjög tiplandi lag og textinn og lagið eru eins og ágætis kær- ustupar. Lagið Rautt og gult er í gamla góða Stuðmannastílnum og einnig má nefna Spákonuna sem er mjög gott lag og þar fer Shady Owens á kostum eins og löngum fyrr, en þar er dæmi um Þorgeir of aftarlega i hljómblöndununni. Á puttanum er skemmtileg heild eins og máiverkasýning sem gerð er í einni lotu. Þetta er góð dægurplata og faglega unnin á flestum sviðum enda skipshöfnin skipuð einvala liði þar sem söngv- arar eru auk Þorgeirs, Ellen Kristjánsdóttir, Helga Möller, Shady Owens, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Halldór Kristinsson. Bókmenntir Erlendur Jónsson Bragi Sigurjónsson: BOÐSDAG- AR HJÁ ÞREMUR STÓRÞJÓÐUM. 192 bls. Skjaldborg. Akureyri, 1982. Sú var tíðin að ferðasögur voru mikið lesnar. Tími þeirra er kannski ekki alveg liðinn, ein og ein kemur út enn, en blómaskeið þeirra er útþrykkilega að baki. Ferðalög eru orðin svo almenn, að fólk lítur fremur á þau sem hversdagslegan munað, þau eru ekki lengur það ævintýri sem þau þóttu fyrrum. Bragi Sigurjónsson ferðaðist um Bandaríkin 1952, Kína 1956 og Sovétríkin 1973, alltaf í boði stjórnvalda á hverjum stað. »Þættirnir eru að meginefni ritað- ir þegar eftir hverja ferð og sumir birtir í vikublaðinu Alþýðumann- inum á sínum tíma, en nú frískað- ir upp með samanburði við skráð- ar dagbækur í hverri ferð ... « segir Bragi í formála um efni þessarar bókar sinnar. Sennilega hefur þetta mátt heita dágott blaðaefni þegar það birtist. En nú er hætt við að það veki takmarkaða forvitni. Stór- veldin hafa þann háttinn á að sýna gestum það eitt sem þau telja að auka muni álit sitt. Þau ætlast til að gestirnir beri þeim vel sög- una þegar heim kemur. Farið er með sendinefndir eins og þær, sem Bragi var jafnan í, á vinnustaði þar sem allt gengur vel, þær gista á hótelum þar sem allt er í röð og reglu og síðast en ekki síst eru þeim haldnar stórveislur með úr- vals mat og drykk. Þar eru haldn- ar skálaræður þar sem menn segja eitthvað fallegt, óljóst og loðið sem skilja má á marga vegu. Eins og til var ætlast af samvisku- sömum sendinefndarmanni skrif- ar Bragi hjá sér það sem hann sér og heyrir: »Sáum gyltu með 13 nýfædda grísi, sagðir verða um 26 Firring eda fjarstæda? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Auður Haralds: Hlustið þér á Moz- art? Ævintýri fyrir rosknar og von- sviknar konur og eldri menn. Útgefandi Iðunn 1982. Það er fróðlegt rannsóknarefni að reyna að átta sig um hvað þessi nýjasta bók Auðar Haralds sé. Sennilega er hún um Lovísu Jónsdóttur, alténd er hægt að ganga út frá því til að byrja með. Óg Lovísa er miðaldra og býr í hjónabandi með heildsalanum Þorsteini Þorsteinssyni. Hjónabandið er skelfing innan- tómt. Þorsteinn er feitur og jarð- bundinn og hann dreymir um EFTA-skýrslur. Auk þess eru langar og ítarlegar lýsingar á því, hvernig hann fer að því að setjast upp í rúminu, hverning hann leys- ir vind þegar það hefur tekizt, hvernig hann fer að því að sitja á stólum. Að öðru leyti er Þorsteinn ekki nein burðarpersóna í bókinni. Lovísu dreymir um riddarann á hvíta sportbílnum. Eða að minnsta kosti sendisvein. Líklega getum við sagt að Lovísa sé að vakna til vitundar um sjálfa sig, umhverfið, hjónabandið, lífið. Þetta er prýðilegur frasi. Við nán- ari athugun er ég ekki viss um að Lovísa hafi vaknað til annars en að lesa reyfara, tala við látna móður sína, vera góð við lítinn sölustrák (sá kafli kom reyndar eins og skrattinn úr-sauðaleggn- um) og lesa róman. En samt er hún byrjuð að þora að viðurkenna fyrir sjálfri sér að það líf sem hún lifir er harla innihaldslaust. Hvað skyldi hún gera þá? Fara út á at- vinnumarkaðinn eða skráir hún sig í Öldungadeildina (raunar er það nú hreint á skjön að kona á Lovísu aldri lifi svona lífi, jafnvel þótt maðurinn hennar sé heildsali, ansi mikið úr takt við tímann). Ekki gerir hún þetta. Ætlar hún að skilja við Þorstein? Það bendir fátt til þess. Og ekki fer hún í starfshóp. Hún íhugar nokkur andartök að halda framhjá, gerir það ekki. Lovísa gerir sem sagt ekki neitt. Hún Iiggur uppi í rúmi og heldur uppi löngum samræðum við móður sína látna, sem hefur búið um sig í fataskápnum. Gefur henni ítarlega og afar langdregna skýrslu um Spánarferð með tengdaforeldrum sínum. Þetta er ansi mikið út í hött. Við getum litið á uppbyggingu sögunnar. Mjög stórum hluta er Auður Haralds varið í sögu, sem Lovísa er að lesa í bólinu, og fjallar um ástir og ör- lög. Gæti verið þýdd upp úr Fam- ile Journal. Til hvers þessi saga er sögð geri ég mér ekki ljóst, list- rænn tilgangur með því er mér hulinn. Auk þess spjallar Lovísa við að- skiljanlega aðila aðra og allt virð- ist þetta eiga að sýna að höfundur er mjög fyndinn, sú fyndni fer fyrir ofan garð og þó aðallega neð- an. Stíll Auðar Haralds einkennist af því, að hún hefur mikinn orða- forða, er lagið að tjá sig. En gætir ekki hófs nema hvað það varðar að hinar furðulegu samlíkingar sem voru einkar áberandi í Hvunn- dagshetjunni (las ekki Læknamaf- íuna) og sumar sérstaklega lang- sóttar. Stílinn einkennist líka af fjálgni og skrúðmælgi, í miðju kafi dettur botninn úr, eftir standa orð í fár- ánlegu samhengisleysi. Orð eru líkt og manneskjan, forðast skyldi ekki að misnota þau. Mér blandast ekki hugur um að Auður Haralds getur skrifað og hún getur verið orðheppin, en henni væri greiði gerður með því að einhverjir vísir menn læsu yfir handrit hennar fyrst, hún getur ekki haldið aftur af sér sjálf. Það er ekki nóg að segja sem svo: nú skrifa ég um Lovísu Jóns, mið- aldra vonsvikna húsmóður, inni- haldsleysi lífs hennar og tómleika, sem er að uppgötva hina umtöluðu firringu. Þetta gæti verið ágætis efni (að vísu farið að verða ansi ofbrúkað). En þá verður höfund- urinn líka að hafa eitthvað að segja, en láta ekki vaða á súðum og setja allt sem í hugann kemur á prent. Að vanda sig og það tölu- vert væri ráð. Bragi Sigurjónsson pd. eftir 2 mán. Skoðuðum 80 kúa fjós og var umgengni ágæt.« í Sov- étríkjaferðinni var farið með sendinefndina til Riga í Lettlandi. Þá sat höfundur á Álþingi þannig að þarna var á ferðinni stórvirðu- legu þingmannanefnd. í Riga fá þeir inni á einhvers konar þing- mannahóteli. »Ég skýt því við tækifæri að Eysteini Jónssyni, forseta Sameinaðs Alþingis, að líkan bústað fyrir utanborgar- þingmenn þurfi hann að láta reisa ... « segir Bragi. Og sagan endur- tekur sig: veislur eru haldnar, vinnustaðir sýndir. Og að lokum er þingmönnum gefið ljóðakver — með einu byltingarljóði á mörgum tungumálum. Um það skrifar Bragi sérstakan pistil undir fyrir- sögninni: Ljóðakverið góða. — Það er ekki amalegt fyrir stórveldi að fá svona gesti og gera vel við þá! Þó ferðir þessar, einkum hinar fyrri, hafi sjálfsagt getað talist nokkuð merkilegar á sínum tíma sýnist mér höfundi hafa orðið næsta lítið úr efninu. Það vantar alla ferðagleði í frásögn hans. Og sums staðar kemst hann furðu- óheppilega að orði. Dæmi: »Næst er svo haldið í sjónvarpsstöðina í New York og horft á dönsum, fimleikjum og sjónleikjum sjón- varpað.* Eða þetta: »Hafði melóna sú dregið flugnager mikið að sér, svo segja mátti, að karl sæti í flugnaskýi, en ekki lét hann slíkt standa sér fyrir mat sínum.« Standa sér fyrir mat sínum? Bragi Sigurjónsson er enginn byrjandi í ritlistinni. Fyrir skömmu sendi hann t.d. frá sér sína áttundu ljóðabók. Hann hlýt- ur að eiga eitthvað merkilegra í fórum sínum en þessar gömlu og mér liggur við að segja rykföllnu ferðasögur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.