Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 4ö |Elín J. Jónsdóttir skrifar frá Þýskalandi:| Núna, þegar haustrigningarnar belja á gluggunum og trén fella laufin í gríð og erg, væri kannski ekki úr vegi að ylja sér svolítið með því að hugsa aftur til sumarsins og sumarleyfis- ins og þeirra dásemda, sem því fylgja. Sumarið 1982 var eitt af því bezta, sem komið hefur svo árum skiptir, og það allra bezta, sem ég hef upplifað hér, síðan ég kom alkomin til Þýzkalands fyrir rúmum 16 ár- um. Þótt landar mínir eigi e.t.v. erfitt með að trúa því, þá eru þau ófá rigningarsumurin, sem yfir okkur ganga hér um slóðir. Það er því mikið happ- drætti, ef sumarleyfinu er eytt innan landsins, og því eru margir, sem taka alls ekki þá áhættu, en halda árlega til sól- arlanda. En sem sagt, í ár var enginn svikinn, sem ferðaðist innanlands, og vorum við í þeim hópi. Möguleikarnir á að verja leyfinu sínu í Þýzkalandi eru vissulega ótæmandi; landið er stórt (Vestur-Þýzkaland nær yfir u.þ.b. 248.600 km') og landslag- ið fjölbreytilegt, svo að til er eitthvað fyrir hvern smekk. í norðurhluta landsins er gróð- ursælt flatlendi, en eftir því sem sunnar dregur, er meira um skóglendi, fjöll og hæðir. Syðst í Þýzkalandi gnæfa Alpafjöllin til himins í sinni stórfenglegu fegurð og draga þau að sér mikinn fjölda skíða- fólks á veturna. Þótt landið sé stórt, liggur mjög lítill hluti þess að sjó; aðeins undrast ég, hve náttúran er víða ósnortin, þrátt fyrir þá ferðamannamergð, sem þangað kemur. Gróðurinn þar minnir mig oft á ísland; mest ber á lágvöxnu kjarri og víðáttu- miklu, ilmandi krækiberja- lyngi. Mér finnst það alltaf svo fyndið, að í Þýzkalandi eru krækiber álitin eitruð og eng- inn maður leggur þau sér til munns. Það þætti mörgum ís- lendingi fengur í að komast í berjamó þar! Eins og ég minntist á áðan, þarf maður að vera viðbúinn mis- jöfnu veðri, ef haldið er í sumarfrí til þýzku Norðursjáv- areyjanna, jafnvel þótt um há- sumar sé. Gúmmístígvél, regnjakka og lopapeysu má alls ekki vanta í farangurinn frekar en baðfötin. Vel á minnzt: baðföt. Þeirra er eig- inlega ekkert frekar þörf, því að viss hluti baðstrandanna er sérstaklega fyrir þá, sem vilja verða jafnbrúnir um allan lík- amann og fer sá hópur vaxandi með minnkandi fordómum og héraskap. Það er einkennandi fyrir þýzka strandstaði, að þar sjást sjald- an útlendingar. í rauninni er það ósköp eðlilegt, því að fólk frá norðlægari slóðum fer fremur til sólarlanda, þar sem hægt er að treysta á sólina og Suður-Evrópubúar væru eitt- hvað skrýtnir, ef þeir færu að halda í norðurátt í baðstranda- frí. í öðrum hlutum landsins er aftur á móti mjög mikið um erlenda ferðamenn enda er Sandhólar og hvílar baðstrendur einkenna norður-þýzku eyjarnar. Sólskinssumarið 1982 smástrandlengja meðfram Eystrasalti (á milli Danmerk- ur og Austur-Þýzkalands) og önnur álíka við Norðursjó (á milli Danmerkur og Hollands). Og ekki má gleyma eyjunum fyrir utan Norðursjvarströnd- ina, sem eru hver annarri fal- legri og vel til þess fallnar að verja þar sumarfriinu sínu, enda lifa eyjaskeggjar að miklu leyti á sumarleyfisgest- um. Af þessum eyjum þekki ég eyna Sylt bezt, en hún cr þeirra nyrzt, og þangað förum við á nokkurra ára fresti okkur til hvíldar og hressingar. Hvergi hef ég séð hvítari sand og grasi vaxnir sandhólarnir veita gott skjól, ef gjóstur er fullmikill. Reyndar eru sandhólarnir ekki eingöngu baðgestum til skjóls, heldur eru þeir mikilvægasta vörn eyjanna gegn ágangi hafsins, sem rífur í sig hluta af ströndinni í óveðrum vetrar- ins. Því er gestum víða meinað að vera á labbi í hólunum, eins _ og skiljanlegt er. í hvert sinn, sem ég kem til Sylt, víða fallegt, eins og að ofan greinir. En víkjum okkur aftur að ferða- lögum Þjóðverja sjálfra. Þeir eru þekktir fyrir að vera mikið ferðafólk og það hefur löngum talizt sjálfsagður hlutur, að fólk fari eitthvað í sumarleyf- inu sínu. Langflestir ferðast á eigin bifreiðum og eru ferðir til fjarlægra landa þar ekkert einsdæmi, eins og t.d. Grikk- lands, Júgóslavíu, Suður- Spánar o.s.frv. Fjöldi þeirra, sem ferðast með lestum og flugvélum er síðan nokkuð jafn. Reyndar hefur borið dá- lítið á því undanfarið — sér- staklega þó í ár — að menn ferðist minna en áður, eða þá ekki sé farið eins langt. Þetta er bein afleiðing vaxandi at- vinnuleysis og minnkandi pen- ingaráða. Þegar fólk hefur minna á milli handanna eru ferðalög eitt af því fyrsta sem hægt er að spara við sig. Samt sem áður hefur það verið mjög algengt, að fólk leggi vissan hluta tekna sinna fyrir allt ár- ið til þess að geta veitt sér al- mennilegt frí. Vinnuþegar í Þýzkalandi fá orðið mjög gott frí. í flestum grein- um atvinnulífsins er það komið upp í 30 virka daga á ári (laug- ardagar ekki taldir með) eða fullar 6 vikur og væri margur ánægður með minna. Yfirleitt er fríið ekki tekið á einu bretti, heldur skipt niður á árið. Margir, sem hafa efni á, taka sér vetrar- og sumarfrí; aðrir fara í eina leyfisferð á ári og taka afganginn í smáskömmt- um eftir hentisemi. Þrátt fyrir það, að menn fá svona mikið frí árlega, eru margir þeirrar skoðunar að eitt ráðið til að vinna bug á atvinnuleysinu sé einmitt að lengja fríin. En ég er hrædd um, að slíkar ráðstafanir mundu ekki ná tilætluðum árangri. Venjan er yfirleitt sú, að vinnufélagar skipta fríinu sínu niður í samráði hver við annan, eða þá að yfirmenn samræma fríin til þess að hægt sé að halda öllu gangandi yfir aðalleyfistímann. Mjög mörg fyrirtæki loka alveg í 2—3 vik- ur á því tímabili. En þar sem ekki er lokað, þekkist ekki ann- að en að þeir, sem vinna, taki að sér störf þeirra, sem eru í fríi — eins og algengast er víð- ast hvar. Og ég get ekki ímynd- að mér, að nokkrum vinnuveit- anda dytti í hug að ráða fleiri starfsmenn, þótt ársfrí lengd- ist. Vinnuveitendum er öllum í mun að halda útgjöldum fyrir- tækja sinna eins lágum og mögulegt er, en launakostnað- urinn er einmitt stór liður á útgjaldahliðinni. Endirinn yrði einungis sá, að álagið á starfs- fólkinu ykist í sama mæli og fríin lengdust. Og satt bezt að segja þykir manni oft nóg um að vinna fyrir tvo í 6 víkur og meira á ári. Að vísu get ég að- eins talað út frá eigin reynslu í þessu efni. Á mínum vinnustað er séð til þess, að ekki sé fleira starfsfólk en nauðsynlegt er, og því hefur hver nóg á sinni könnu, þótt ekki þurfi að sinna verkefnum starfsfélaganna líka. Þetta gerir að verkum að oft er ekki hægt að sinna mörgum verkefnum, sem bíða svo þess, sem kemur endur- nærður úr fríi — sú endurnær- ing er þá ekki lengi að fara út í veður og vind! Öðru máli gegnir um þá kröfu flestra starfsmannafélaga að stytta vinnutímann í heild, t.d. að innleiða 35 eða 38 stunda vinnuviku í stað 40, sem er al- gengast nú. Eiiin annar mögu- leiki er svo að stytta starfsald- ur fólks um nokkur ár. Eins og er geta karlmenn farið á eftir- laun á milli 63 og 65 ára aldurs en konur 60 ára, og það eru afar fáir, sem ekki nota sér það. Eftirlaunakerfið er þann- ig skipulagt, að hver vinnuþegi er skyldur til að greiða vissan hundraðshluta tekna sinna í eftirlaunasjóð og síðan miðast eftirlaunin við tekjur síðustu ára. Af þessu leiðir að fólk hef- ur svipuð peningaráð á eftir- launaaldrinum og á meðan það var starfandi. En báðir möguleikarnir eru erf- iðir í framkvæmd. Afleiðingar hins fyrri væru þær, að kaup- máttur minnkaði, þar eð tæp- lega er hægt að búast við að laun héldust hin sömu, eins og nú er í pottinn búið. Ef þau breyttust aftur á móti ekki, væru erfiðleikarnir atvinnu- rekendamegin; þ.e. launakostn- aður ykist við fjölgun starfs- fólks. Aukningin kæmi svo fram á verði framleiðslunnar, sem ylli síðan verri samkeppn- isaðstæðum. Stytting starfs- aldurs kæmi hins vegar niður á tryggingakerfinu sem fjár- magnar eftirlaunin með inn- borgunum starfandi fólks, og eru þær töluvert háar. Trygg- ingafélögin eiga nú þegar erfitt með að inna þær eftirlauna- greiðslur af hendi, sem þeim ber nú og kemur það til af því, að þjóðin verður hlutfallslega æ eldri með stöðugt fækkandi fæðingum. Þ.e.a.s. sífellt færra ' starfandi fólk sér fyrir stöðugt fleiri eftirlaunaþegum. Það er því erfitt að gera sér grein fyrir, hvernig ætti að fjár- magna greiðslur til eftirlauna- þega, ef eftirlaunaaldurinn lækkaði. Tilgangur minn með þessum Iín- um var eiginlega sá, að lýsa svolítið sumaleyfisstöðum í Þýzkalandi, sem fæstir íslend- ingar þekkja, en nú var ég komin út í nokkuð aðra sálma. En það er nú svona, efnahags- og stjórnmál hafa áhrif á alla hluti í þjóðlífinu og áður en varir er maður farinn að velta vöngum yfir þeim. Iserlohn, 28. október 1982 Samtök um frjálsan útvarpsrekstur stofnuð VeNtmannaeyjum, 22. nóvember. SÍÐASTLIÐINN laugardag voru stofnuð hér samtök um frjálsan út- varpsrekstur í Vestmannaeyjum. Markmið samtakanna er að vinna að því, að heimilaður verði rekstur útvarpsstöðvar á vegum einstakl- inga og félagasamtaka með tilsett- um skilyrðum. Náist það fram, er ætlunin að beita sér fyrir stofnun hlutafé- lags um rekstur staðbundinnar útvarpsstöðvar í Vestmannaeyj- um. Formaður samtakanna var kosinn Ragnar Sigurjónsson, kaupmaður í Eyjabæ. Hann sagði í viðtali, að mikill áhugi væri fyrir því, að sett yrði á stofn útvarpsstöð strax og aðstæður og lög leyfðu. Stöð þéssi mundi þá útvarpa tónlist og staðbundnum fréttum til bæjarbúa og sjó- manna á miðunum í kringum Eyjar. Slíka útvarpsstöð taldi Ragnar vera mikið öryggistæki. Hægt væri að koma upplýsingum og fréttum á framfæri hratt og ör- ugglega. Ragnar taldi, að út- varpsstöð í Eyjum mundi nýtast vel, enda sérstaða Eyjamanna mikil. í Eyjum væru margir fjöl- mennir vinnustaðir, sem hefðu not fyrir mikla létta tónlist fyrir starfsfólk sitt og ávallt væri mikill fjöldi báta á miðunum við Eyjar. Auk Ragnars Sigurjónssonar voru kosnir í stjórn samtakanna Gísli Erlingsson, Óskar Ólafsson, Ágúst Birgisson, Hermann í. Hermannsson og Þröstur Guð- laugsson. toy. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Við styðjum GUÐMUHTD H. GARÐARSSON vegna þess að lianii hefur baríst og berst fyrír lýðræði í verkalýðshreyfinguimi. STUÐNINGSMENN SKRIFSTOFAN • STIGAHLÍÐ 87 • SÍMAR 30217 & 25966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.