Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 5
Fyrirlestrar á vegum Geðhjálpar GEÐHJÁLP, félag geðsjúkra, að- standenda þeirra og velunnara mun í vetur gangast fyrir fyrirlestrum um geðheilbrigðismál og skyld efni. Fyrirlestrarnir verða haldnir á geð- deild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir á fimmtu- dögum og hefjast kl. 20. Fyrirlestr- arnir eru bæði fyrir félagsmenn svo og alla aðra, sem áhuga kynnu að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrir- spurnir og umræður verða eftir fyrir- lestrana. Fyrsti fyrirlesturinn verður í kvöld og mun þá Ellen Júlíusdótt- ir, félagsráðgjafi, kynna starfsemi fjölskyldudeildar Félagsmála- stofnunar. Fleetwood opnar á ný á mánudag HAFFARI SH selur í Fleetwood nk. mánudag og er það fyrsta sala ís- lenzks skips þar eftir um það bil árs lokun á sölumörkuðum. Bretar hafa með opinberum styrkjum byggt upp fiskiðjuver og veitt fiskkaupendum í Fleetwood fjárhagsaðstoð til að gera staðn- um kleift að hefja fiskverkun á ný og opna fiskmarkaði. Nýverið var hér á ferð sendinefnd frá Fleet- wood sem átti viðræður við út- gerðarmenn og stjórnvöld hér- lendis. * Erlingur Oskars- son skipaður bæjarfógeti I Siglufirði FORSETI íslands hefur skipað Erl- ing Óskarsson fulltrúa, til að vera bæjarfógeti í Siglufirði, frá 1. des- ember 1982 að telja. Umsækjendur um embættið auk Erlings voru: Guðmundur K. Sig- urjónsson, fulltrúi á ísafirði og Þorbjörn Árnason, fulltrúi á Sauðárkróki. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 5 Hörður Eiríksson, Eggert Nordahl og Gísli Sigurðsson og fleiri vinna við endursmið flugvélar. ~ bjósm. J6n s. Fyrsti flugvélstjórinn segir frá „Leikur að orðum“ Fyrsta ljóðabók Árna Grétars Finnssonar í KVÖLD flmmtudaginn 25. nóv. kl. 20.30 verður almennur félagsfundur í íslenska flugsögufélaginu í Krist- alsal Hótel Loftleiða. Gestur fundar- ins verður Sigurður Ingólfsson, fyrsti skráði flugvélstjóri. Sigurður er starfsmaður Flugleiða og hefur verið það síðan 1944. Mun hann skýra frá starfsferli sínum og ýms- um öðrum atvikum á æviskeiði sínu tengdu flugi. Þess má einnig geta að félagið hefur staðið fyrir endursmíði á fyrstu íslensku smíðuðu og hönn- uðu flugvélinni, sem þeir Gunnar Jónasson og Björn Olsen smíðuðu upphaflega. Gísli Sigurðsson hef- ur haft yfirumsjón með smíðinni, en margar hendur hafa komið þar nærri þar á meðal Gunnar Jónas- son sem hefur séð um vandasam- ari málmsmíðar ásamt öðru. Er áætlað að smíðinni ljúki á næsta ári. Allir sem áhuga hafa á flugi og flugsögu eru velkomnir á fundinn. ÁRNI Grétar Finnsson hæstaréttar- lögmaður hefur sent frá sér fyrstu Ijóðabók sína, sem hann nefnir „Leikur að orðum“. í bókinni eru rúmlega 60 Ijóð, hún er 111 blaðsið- ur, gefln út af bókaútgáfunni Rauðskinnu. Formála að bókinni skrifar Jón Kr. Gunnarsson. Hann segir m.a.: „Ljóðagerð og skáldskapur hafa ætíð verið í hávegum höfð á ís- landi. Þrátt fyrir fátækt og harða lífsbaráttu fyrr á öldum, og þrátt fyrir annríki nú til dags hafa ís- Upplestur í Nýja kökuhúsinu í KVÖLD verður fjölbreytt bóka- kynningardagskrá i Nýja kökuhús- inu við Austurvöll. Jón Óttar Ragnarsson les úr nýútkominni bók sinni „Strengjabrúður“. Strengja- brúður er fyrsta skáldsaga höfundar en áður hefur komið út bókin „Nær- ing og heilsa“ eftir Jón Óttar. Einnig les Heimir Þorleifsson úr bókinni „Ómagar og utangarðs- fólk“ eftir Gísla. Ágúst Gunn- iaugsson, og Einar Laxness les úr bók hins þjóðkunna rithöfundar og prests, Gunnars Benediktsson- ar, um sr. Odd V. Gíslason frá Rósuhúsi í Grjótaþorpi, en bókin ber nafnið „Oddur frá Rósuhúsi". Nýja kökuhúsið opnar kl. átta en lesturinn hefst kl. hálf níu. lendingar öllum stundum gefið sér tóm til að tjá sig í ljóðum og skáldskap. Þó lífshættirí landinu hafi gjör- breyst og hraði dagiega lífsins aukist, þá hefur ljóðlistin haldið velli. Enn eru í landinu karlar og konur, sem gleðjast yfir góðu ljóði og gefa sér tíma í dagsins önn til að yrkja ljóð og vísur. Breyttar lífsvenjur og breyttur smekkur og fjöldi nýrra möguleika til tómst- undaiðkana hefur ekki lagt ljóð- listina að velli. Útkoma þessarar bókar stað- festir að enn eru til menn, sem yrkja ljóð, „leika sér að orðum", þrátt fyrir annríki á mörgum svið- um.“ Fullveldisfagnaður Stúdentafélagsins STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur er einn elzti félagsskapur hér á landi. Það var stofnað 14. nóvember 1871 og varð því nýlega 111 ára. Stúdentafélagið hefur, sem kunnugt er, beitt sér fyrir margvíslegum málum og haldið uppi ýmiss konar starfsemi, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Árni Grétar Finnsson Þar segir ennfremur: Eitt viðfangsefnið hefur verið fullveldisfagnaður, en hann hefur um langt skeið verið haldinn ná- lægt mánaðamótum nóvem- ber-desember. — Svo verður einn- ig nú í ár. Stúdentafélagið heldur fullveldisfagnað í Átthagasal Hót- el Sögu, föstudag 3. desember. Hefst hann með borðhaldi kl. 19.30, en veizlustjóri verður Guðni Guðmundsson rektor. Aðalræðu flytur dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. ráðherra. Jóhanna Linnet syngur nokkur lög við undirleik Sigurðar Rúnars Jónssonar. Þá stjórnar Jónas Elíasson prófessor fjölda- söng. Því næst leikur hljómsveit fyrir dansi fram eftir nóttu. Stjórn félagsins hvetur stúd- enta til þess að fjölmenna og panta miða sem fyrst. Miðar eru seldir i anddyri Átthagasalar 1.—2. desember kl. 17—19. Þakkarávarp Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug og vinsemd á 85 ára afmæli mínu hinn 16. nóv. sL Beztu þakkir einnig til þeirra, sem sýndu Slysa- vamafélagi íslands örlæti af því tilefni. Guðrún Valdimarsdóttir fyrrv. Ijósmóöir. FISCHER hafa sklði við hæfi hvers og eins. Göngusklði og svig- sklði handa byrjendum og kunn- áttufðlki, börnum unglingum og fullorönum. TYROLIA TOTAL DIOGONAL sklðabindingar eru einkaleyfis- vernduð nýjung sem veitir sklðafólki meira öryggi en áður hefur þekkst. REINALTER og AIR BALANCE er sklðafatn- aður sem stenst ströngustu kröfur um útllt og gæði DACHSTEIN sklðaskórnir austur- rlsku eru þekktlr um vlða veröld fyrir öryggi, þægindi, smekklega hönnun og frábæra einangrun gegn kulda FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8 AORIR ÚTSÖLUSTAOIR: Pipulagningar þjónustan Akranesi Versl. BJarg (Fatnaóur) Akranesi Kaupfélag Borgfiróinga Borgarnesi Kaupfélag Borgflróinga ólafsvlk Versl. Húsió Stykklshólmi Sporthlaðan isafirði Verslun Elnart Guófinssonar Hf Bolungarvlk Kaupfélag Húnvetnlnga Blönduósi Kaupfélag Skagfirólnga Sauóárkróki Kaupfélag Eyfiróinga Ólafsfirði Verslunln Yllr Dalvlk ------------------J *1 Jón Halldórsson Dalvlk Vióar Garóarsson Akureyri Kaupfélag Eyfiróinga Akureyri \ Bókaverslun Þórarins Stefanssonar Húsavik Stelngrímur Sæmundsson Vopnaflrði Verslunln Skógar Egilsstöóum Ingþór Sveinsson Neskaupsstaó Verslunín Mosfell Hellu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.