Morgunblaðið - 25.11.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 25.11.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 15 „Sól ég Fyrra bindi sjálfs- ævisögu Steindórs Steindórssonar BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur gefid út bókina „Sól ég sá“, og er hún fyrra bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar, náttúruvís- indamanns og fyrrverandi skóla- meistara frá Hlöðum. í bókinni segir Steindór Stein- dórsson frá uppvexti sínum, náms- árum og skólastarfi. Er höfundin- um fylgt frá smalaslóðum hans og fjárgötum heima á Hlöðum og það- an á skólabekk bæði í Gagnfræða- skólanum á Akureyri, Mennta- skólanum í Reykjavík og í háskól- anum í Kaupmannahöfn þar sem Steindór opnar lesendum sýn til skemmtilegs, fjölbreytts og ævin- týraríks stúdentalífs. Síðan liggur leiðin aftur heim og í Menntaskólann á Akureyri þar sem Steindór kenndi fræði sín í meira en 40 ár og stjórnaði þessum fjölmenna skóla síðustu árin. Segir Steindór frá ýmsu í skólastarfinu — bæði skemmtilegum atvikum og eins þeim sem erfið voru úrlausnar og kostuðu stundum deilur. Bókin „Sól ég sá“ er sett, um- brotin, filmuunnin, prentuð og bundin hjá Prentsmiðjunni Eddu hf. Kápu hannaði Erst Bachmann. „Togarasjómaðurinn Guðmundur Halldór“ FYRIR 20 árum kom út bókin „60 ár á sjó“ eftir Jónas Guðmundsson rit- höfund, þar sem rakin er ævi Guð- mundar Halldórs Guðmundssonar. Bókin er löngu uppseld, og hefur JÓNAS GUÐMUNDSSON: TOGARAMAÐURINIM GUÐMUNDUR HALLDÓR Jónas nú yfirfarið hana og aukið mjög með viðtölum við Guðmund J. Guðmundsson, son Guðmundar Halldórs. „Sá þáttur eykur gildi bókarinn- ar að verulegum mun, því að hún fyílir myndina og sýnir þá hlið togarasjómannsins, sem snýr að fjölskyldunni í landi og viðhorfi hennar til hans. Jónas fer snilld- artökum um hina sígildu sögu tog- aramannsins, þannig að enginn leggur bókina frá sér fyrr en að henni lokinni," segir í frétt frá út- gefanda. Bókin er 173 bls. að stærð með fjölda teikninga, sem falla að efn- inu. Útgefandi er Bókaútgáfan Hildur. StSSöBflNOllLBG 'É6VEITTOERÓ1FÚLEÖT. EN ÞETTRWMR10t«RK' FARSÆLL FORYSTUMAÐUR Birgir ísleifur Gunnarsson hefur um árabil reynst Reykvíkingum farsaell forystumaður. Fyrst í störfum sínum að borgarmálum, síðar á Alþingi. Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja einörðum talsmanni sínum og sjálfstæðisstefnunnar öruggt sæti á Alþingi, því úrslit kosninga veit enginn fyrirfram. Fylkjum okkur um farsælan forystumann, Birgi ísleif Gunnarsson. Stuðningsmenn. Reykjavíkurvegi 72 — Hafnarfirði Kynnir í dag frá kl. 4-6 örbylgjuofna í dag kynnir Gunnar Bollason, matreiöslu- maöur, Sharp örbylgjuofna í versluninni. Geriö svo vel aö líta inn — kynnist möguleikum ör- bylgjuofna og hve sáraeinfaldir þeir eru í allri notkun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.