Morgunblaðið - 25.11.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.11.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 10 ára afmælisfundur veröur haldinn í kvöld, fimmtudaginn 25. nóvem- ber, kl. 20 í Súlnasal Hótel Sögu. Dagskrá m.a.: Jón Guðgeirsson læknir kynnir nýja göngudeild og fleira. Sænskur læknir kynnir nýtt lyf. Sýnd verður kvikmynd frá sænsku Psoriasis- samtökunum. Kynntur verður nýr, ódýr Ijósalampi með UVB- geislum. Fortíð og framtíö samtakanna rædd. Rætt um sólarferö til Lanzarote. Mætum öll á af- mælsisfundinn. Samtök psoriasis og exemsjúklinga Polaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid660myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir ■ Rafeindastýrt leifurljós gefur rétta blöndu af dagsbirtu og „Polaroid"-ijósi hverju sinni, úti sem inni. ■ 660 vélin hefur sjáifvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. ■ Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. ■ Notar nýju Polaroid 600 4S/4 litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! ■ Algjörlega sjálfvirk. ■ Á augabragði framkallast glæsilegar Polaroid litmyndir sem eru varanleg minning líðandi stundar. ■ Polaroid 660 augnabliksmyndavélin er metsölu augnabliksmyndavélin í heiminum í ár! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar Kynntu þér kjörin! Polaroid filmur og vélar fást í helstu verslunum um land allt. Polaroid Einkaumboð: Ljósmyndaþjónustan hf., Reykjavík. s* Hvað vill Alþýðu- flokk- urinn — með hverj- um vill hann vinna? Hver er afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þéttbýlinu til jöfnunar atkvæðisréttar — án fjölgunar þingmanna? — eftir Jón Baldvin Hannibalsson, alþm. Hvað vill Alþýðuflokkurinn? Hvað vill Alþýðuflokkurinn, er hann nokkuð skárri en hinir. Hvað vill hann í staðinn fyrir bráða- birgðalög og neyðaráætlanir alla- balla? 1. Við viljum afkomutryggingu þeirra fjölskyldna, sem eiga að lifa af tekjum einnar fyrir- vinnu á óyfirborguðu taxta- kaupi. 2. Við viljum nýjan og raunhæfan vísitölugrundvöll, sem síðan verði endurskoðaður reglu- lega. 3. Við viljum skila húsnæðislána- kerfinu aftur tekjustofnum þess, og gera þannig kleift að hækka lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn og lengja lánstímann. 4. Við viljum, að greiðslubyrði húsnæðis- og lífeyrissjóðslána miðist við ófalsaða kaupgjalds- vísitölu. 5. Við viljum efla innlendan sparn- að með því að allir almennir sparisjóðsreikningar verði verðtryggðir og að vextir á sparifé verði færðir og greidd- ir mánaðarlega. 6. Við viljum að þeir sem spara reglulega geti áunnið sér aukin lánsréttindi þegar þeir byrja að byggja. Við mótmælum því að launþegar einir beri byrðarnar af hrikalegum hagstjórnarmis- tökum Kröfluflokkanna. 7. Við krefjumst þess að útflutn- ingsbætur verði afnumdar í áföngum. 8. Við krefjumst þess að hætt verði að miða búvöruverð til framleiðenda við laun launþega. 9. Við viljum stöðva nýjar erlendar lántökur umfram erlendan kostnað arðbærra fram- kvæmda og nauðsynlegan gjaldeyrisvarasjóð. 10. Við viljum banna innflutning fiskiskipa í tvö ár. 11. Við viljum gera tilraun með aukið frjálsræði í viðskiptum þar sem samkeppni á markaði telst vera nægileg. 12. Við viljum að ríkisvaldið sjálft gangi á undan með góðu for- dæmi, þegar almenningur er krafinn um fórnir, með því að takmarka umsvif ríkisins; og að tekjurnar verði ákveðnar fyrst — svo útgjöldin. Við krefj- umst þess að ríkið hætti að eyða um efni fram. 13. Við viljum minnka hlutdeild fjárfestingar í þjóðarfram- leiðslunni, nú þegar þjóðar- tekjur dragast verulega saman og erlendar skuldir eru komn- ar umfram hættustig. 14. Við viljum draga úr óarðbærri fjárfestingu í hnignandi grein- um, sem komnar eru að enda- mörkum vaxtar, en auka fjár- festingu í vaxtagreinum, orkufrekum iðnaði, smáiðnaði, fiskeldi og nýjum búgreinum. 15. Við viljum draga úr lögbund- inni sjálfvirkni ríkisútgjalda. 16. Við viljum endurskoða tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga með því að færa fleiri verkefni ásamt fjármunum og ábyrgð yfir til sveitarstjórna. 17. Við viljum aukið sjálfsforræði sveitarstjórna yfir gjaldskrám sínum. „Spurt er: Með hverjum viljum við vinna, jafnaðar- menn? Svar: Hverjir vilja vinna með okkur að fram- kvæmd þessara málefna? Viljið þið það? Vilja kjósend- ur það? I>að er þeirra að skera úr um fylgið við þessar tillögur.“ 18. Við viljum afnema tekjuskatta til ríkisins — sveitarfélögin fái þann tekjustofn tii umráða. 19. Við viljum samræmt lífeyris- réttindakerfi fyrir alla lands- menn, svokallað gegnum- streymiskerfi. 20. Við viljum afnema Fram- kvæmdastofnun ríkisins í nú- verandi mynd, sameina alla fjárfestingarlánasjóði atvinnu- vega í einn sjóð, sem rekinn verði á viðskiptagrundvelli og lánskjör samræmd. 21. Við viljum að stjórnmálamenn hætti pólitískri ráðstjórn yfir fjárfestingarákvörðunum og lánsfjárskömmtun í atkvæða- skyni. Við krefjumst þess að þeir haldi sig við listann sinn, sem er að setja lög, móta al- menna stefnu og fylgjast með og fylgja eftir framkvæmd laga. Ábyrgur í andstöðu — róttækur í ríkisstjórn Það er spurt: Hefur Alþýðu- flokkurinn gegnt þeirri skyldu sinni, sem stjórnarandstöðuflokk- ur, úr því að hann er andvígur bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar, að flytja sjálfur sín eigin mál og svara spurningunni: Hvað hann vilji í staðinn? Svar: Þetta ágrip af stefnu Al- þýðuflokksins spannar 21 mál. Þar af hefur Alþýðuflokkurinn flutt frumvörp og þingsályktunartillögur á þingi um 15 þessara mála nú þeg- ar. 7 þeirra er að finna á óskalista ríkisstjórnarinnar, almennt orðuð og án skuldbindinga. Alþýðuflokk- urinn hefur hins vegar lagt þessi mál fyrir í frumvarpsformi. Allan tímann hafa stjórnarliðar fellt þessi mál á þingi. Svo leyfa stjórn- arliðar sér þá ósvífni að saka Al- þýðuflokkinn um úrræðaleysi og ábyrgðarleysi, vegna þess að hann hafi ekki gert grein fyrir stefnu sinni. Það eru öfugmæli. Þessar tillögur miða að tvennu: Að jafna vanskilaskuldum fráfar- andi dauðvona ríkisstjórnar niður á þjóðina eftir efnum og ástæðum. í annan stað fela þær í sér i heild sinni gerbreytta stefnu í atvinnu- og fjárfestingarmálum. Sú stefna býr í haginn fyrir örari hagvöxt og batnandi lífskjör í framtíðinni. Með hverjum vilj- um við vinna? Spurt er: Með hverjum viljum við vinna, jafnaðarmenn? Svar: Hverjir vilja vinna með okkur, að framkvæmd þessara málefna? Viljið þið það? Vilja kjósendur það? Það er þeirra að skera úr um fylgið við þessar tillögur. Fái Al- þýðuflokkurinn traust kjósenda, sem við jafnaðarmenn teljum að hann verðskuldi, þá er hann reiðu- búinn til forystu í ríkisstjórn um að vinna að framkvæmd þessara tiilagna. <J Við erum lýðræðisjafnaðar- menn. í því felst m.a. að við mun- um verja með kjafti og klóm þá mannréttindahugsjón, sem felst í félagslegum tryggingum og þjóð- félagslegri samhjálp til þeirra, sem hjálpar eru þurfi. En það hefur aldrei verið okkar hugsjón að koma atvinnurekendum á félagslegt framfæri launþega. Það hefur aldrei verið okkar hugsjón að búa þannig að atvinnuvegum þjóðarinnar, að þeir geti hvorki greitt lífvænleg laun fyrir eðli- legan vinnudag, né heldur fjárfest í framtíðinni, sem er forsenda at- vinnuöryggis og allrar velferðar. Jöfnun atkvæða — án fjölgunar þingmanna Að lokum leggjum við eitt til, jafnaðarmenn: Við krefjumst þess, að áður en gengið verður næst til kosninga, verði kosn- ingaréttur þegnanna jafnaður, án fjölgunar þingmanna. Fulltrúar Alþýðuflokksins í stjórnarskrár- nefnd, þeir dr. Gylfi Þ. Gíslason og sá sem þetta skrifar, hafa í stjórn- arskrárnefnd flutt tillögur sem fullnægja þessum skilyrðum. Um hana þarf ekki að fjölyrða. Hún hefur verið yfirlýst stefna Alþýðu- flokksins í kjördæmamálinu allt frá árinu 1927, þegar Héðinn Valdimarsson flutti hana fyrst á Alþingi. Hún var stefna Alþýðu- flokksins þegar leiðtogi flokksins fyrsta aldarfjórðunginn, Jón Bald- vinsson, setti hana fram í milli- þinganefnd sem endurskoðaði kjördæmaskipan og kosningarétt- armál á árunum 1931—1932. Þá gaf Alþýðuflokkurinn út bækling, þar sem hann gerði sérstaka grein fyrir þessum tillögum sínum undir nafninu: Landið eitt kjördæmi. Hin tillaga okkar Gylfa var um fækk- un og stækkun kjördæma, um Reykjavík og fjórðungana. Hún gengur ekki eins langt í jöfnunar- átt, en skilar þó mun meira jafn- vægi atkvæðisréttar en ríkti 1959, án fjölgunar þingmanna. Þessar tillögur hafa ekki hlotið nægar undirtektir meðal þing- manna. Þéttbýlisbúar, bæði höf- uðborgarbúar og Reyknesingar, og íbúar á þéttbýlisstöðunum úti á landi, eiga nú að rísa upp sem einn maður, og láta þingmenn vita það í eitt skipti fyrir öll, að það verði ekki liðið að þetta mál verði ekki leyst svo að viðunandi sé. Ef þörf krefur ber að safna nægilega mörgum undirskriftum undir kröfuna um þjóðaratkvæði, til þess að forystumenn flokkanna þori ekki annað en að hlíta þjóðar- vilja í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.