Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 19 Ætt og umhverfi Bókmenntir Erlendur Jónsson Torfi Þorsteinsson, Haga. LÍFS- MÖRK í SPORI. 157 bls. Skjald- borg. Akureyri, 1982. Torfi Þorsteinsson er þekktur fræðimaður. »Minningar og fróð- leiksþættir*, stendur á titilblaði þessarar bókar. Og það reynast orð að sönnu. Höfundur blandar saman eigin endurminningum og fróðleik um fólk og atburði fyrri tíðar sem hann hefur geymt í minni eða viðað að sér. Höfundur kynnir sig sem mætan mann og þjóðrækinn, en fyrst og fremst kannski ættrækinn. í endurminn- ingu hans er bjart yfir bernsku og æsku. Þar er söguhetja sem ber öðrum ofar: móðir höfundar. Af henni er sérstakur þáttur. Síðan kemur kafli sem ber yfirskriftina Afi minn á Ekru, þá Bernskuár við Berufjörð og svo framvegis. í síðari hluta bókarinnar er svo almennari fróðleikur: Síðasti sóknarprestur að Stafafelli í Lóni, Laxárbrú í Nesjum, Þá var hringvegurinn ókominn, svo dæmi séu tekin. Margt er gott í bók þessari. Skemmtilegur er t.d. kaflinn Afi minn á Ekru. Annars staðar hætt- ir Torfa til að gerast of hátíðlegur í máli og fjölyrða um sjálfsagða hluti. Óþarft sýnist t.d. að taka fram að: »Um íslenskar konur hef- ur margt verið snilldarlega mælt. Þjóðskáldin hafa ort um þær dýr- ar drápur, sem skipa öndvegi ís- lenskra bókmennta. Aðrir ritsnill- ingar hafa minnst þeirra á verð- ugan hátt í órímuðu máli með snjöllum frásögnum.* — En svona hefst bókin, það er þátturinn af móður höfundar. Torfi vill minn- ast hennar ræktarlega og fer um hana fögrum orðum. Lýsing sú, sem hann gefur af henni, er þó ekki sérlega glögg og þátturinn of sundurlaus og óskipulegur. Til dæmis er hún nefnd með nafni Torfi Þorsteinsson strax á fyrstu síðu og sagt að hún »fæddist að Fagurhólsmýri í Ör- æfum þann 6. júlí 1873.« En skömmu síðar er sem höfundur hafi gleymt þessu því þar er endurtekipn fæðingardagur og ártal og hvaðeina: »Ekki höfðu þau afi minn og amma lengi búið á Fagurhólsmýri, þegar ný mann- vera fæddist inn í fjölskylduna. Rétt í byrjun heyanna, þann 6. júlí 1873, fæddist þeim hjónum lítil stúlka, sem var móðir mín.« — Það er kannski smámunasemi að minnast á þetta. Hinu er ekki að leyna að smáatriði af þessu tagi gefa oft til kynna hversu vel hefur verið unnið. Og efni, sem höfundur gefur út á prenti, er ekki lengur einkamál hans sjálfs, jafnvel þótt um einkamál sé fjallað. En eins og fyrr segir: þrátt fyrir lýti af þessu tagi er bók Torfa hvergi ólæsileg og víst lumar hún á ýmsum fróðleiksmolum sem skírskota munu til þeirra sem kannast við umhverfi það og mannlíf sem Torfi segir frá. Heimilisbiblío- tekið og fleira Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sverrir Kristjánsson: RITSAFN. Annað bindi. Mál og menning 1982. Eiginlega er það ekki við hæfi að verið sé að fjalla um Ritsafn Sverris Kristjánssonar í Morgun- blaðinu. Margt af því sem Sverrir skrifáði fer beina leið inn í heimil- isbiblíótek íslenskra sósíalista. Slíkt efni í öðru bindi Ritsafnsins er til dæmis: íslensk verkalýðs- hreyfing og sögulegar erfðir, Sósí- alistaflokkurinn 25 ára. í sögu- legum skilningi var þessi fámenni hópur forustulið íslensks verka- lýðs. Kreppan og valdið og síðast en ekki síst greinar um Ottó N. Þorláksson og Einar Olgeirsson og fleiri menn tengda málstaðnum. En þótt allt sem Sverrir skrifaði mótaðist af þjóðfélagsskoðunum hans kom það ekki í veg fyrir að hann gæti gert hinu ólíkasta efni skil. Það væri til dæmis ekki bók eftir Sverri Kristjánsson nema Jóns Sigurðssonar væri getið. Hann er fyrirferðarmikill í grein- unum Verslunarfrelsi Islands aid- ar gamalt, Hugmyndin um há- skóla á íslandi á dögum Jóns Sig- urðssonar, Jón Sigurðsson, bak- svið og barátta og Vestlendingar. Um afmælis- og eftirmálahöfund- inn Sverri Kristjássnon eru auk samherjagreinanna góð dæmi: Dr. Björn K. Þórólfsson skjalavörður sjötugur, Helgi Hjörvar, Pétur Benediktsson bankastjóri. Á kost- um fer Sverrir í grein um Karítas Skarphéðinsdóttur. Ég leiði hjá mér ýmsa þjóð- málaumræðu Sverris, sumt af því efni er einum of upphafið fyrir minn smekk. Það er eins og hann sé að tala við heilaþvegna menn. En gaman hafði ég af greininni um Benedikt á Auðnum og Benna í Leyniþjónustunni. Þetta er að mörgu leyti réttmæt gagnrýni á Samvinnuhreyfinguna og bóka- útgáfu hennar Norðra. En þó fannst mér Sverrir ósanngjarn í garð Benna; ætli hann hafi ekki verið orðinn of fullorðinn til þess að njóta strákabóka W.E. Johns kafteins? Önnur grein var skemmtileg upprifjun (fyrst birt í Tímariti Máls og menningar 1970), hún nefnist Þjóðfélagið og skáldið. í þessari ádrepu á Halldór Laxness og okkur Matthías Johannessen nær Sverrir sér vel á strik. Það er vissulega rétt hjá honum að skáld- ið verður ekki slitið úr samhengi við þjóðfélagið þótt það fegið vildi. En Sverrir einfaldar eins og fleiri. Enginn þeirra sem deilt er á hefur snúist gegn því að fjallað væri um þjóðfélagsmál í skáldskap, en sumir höfðu áhyggjur af tendens sem var að verða allsráðandi um þessar mundir og sáu á honum ýmsar veikar hliðar. Það var ekki síst til varnar skáldskapnum sem menn fundu að ýmsu hjá samfé- lagsgagnrýnendum. Þeir sem vilja veita mér adstod og upplýsingar vegnaprófkosninganna eru beönir um ad hafa samband í síma 24340 eöa 24079. Ellert B. Schram. argus CITIZEN Vasahljóðritinn Bráðnauðsynlegur lítill hljóðriti fyrir þá, sem eru á ferð og flugi. Nýtir tímann á skrifstofunni, í bílnum, í flugvélinni, á sýningum — alls staðar þar sem þörf er á minnisatriðum og samningu bréfa á skömmum tíma. "Secretary 60” afspilari einnig fáanlegur. £ SKRIFSTOFUVELAR H.F. % Hverfisgötu 33 Simi 20560 PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 28. og 29. NÓV. 1982 f v PETUR \SIGURÐSSOIM Skrifstofa stuðningsmanna Péturs er að SKIPHOLTI 31 vestan við Tónabíó. Báða kjördaga bjóðum við uþþ á kaffi og aðstoð við að komast á kjörstað. SÍMAR: 25217 og 25292 SJÁLFSTÆÐISFÓLK! VIÐ SKULUM VEUA: - Reynslu - Skilning - Þekkingu - Framtak Veljum Pétur Sigurðsson alþingismann Stuðningsmenn ,An oetauix^sDnyineup ^nodoiusAritá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.