Morgunblaðið - 25.11.1982, Side 32

Morgunblaðið - 25.11.1982, Side 32
32_____________________________ Framleiðslueftirlit sjávarafurða: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 Gæðamálin verða ekki leyst nema með samstilltu á- taki og auknum mannafla — segir Jóhann Guðmundsson, forstjóri Skreiðin hengd upp. ErfWlegi befur gengiA að seljn nkreið úr landi að undanfornu auk þess, sem komið hafa upp alvarlegir gallar i skreið, sem send hefur verið til ftaliu. Nú eru í landinu skreiðarbirgðir að verðmæti um einn og hálfur milljarður króna. „ÞAÐ er Ijóst, að gæðamál innan fiskiðnaðarins verður að bæta, en svo verður ekki gert eins og málin standa nú. Það hafa vissulega orðið mistök í mati, en á meðan hver kennir öðrum um, fæst ekki lausn þessara mála. Togarasjómenn kenna bátasjó- mönnum um og öfugt, síðan kenna þessir aðilar í sameiningu fiskverkun- arstöðvunum um og þær aftur sjó- monnunum. I>á er þannig búið að Framleiðslueftirliti sjávarafurða, að það er ekki fært um að sinna starfi sínu, nema með auknum mannafla og fjármagni," sagði Jóhann Guð- mundsson, forstjóri Framleiðslueftir- litsins, er Morgunblaðið ræddi við hann um gæðamál fiskiðnaðarins. Jóhann sagði ennfremur, að margra skýringa vaeri þörf vegna þeirra skakkafalla, sem upp hefðu komið á þessu ári og rakti hann þær helztu: „Það, sem segja má um ís- Ienzkar sjávarafurðir almennt, er það, að þær eru yfirleitt í mjög há- um gæðaflokki. Skakkafalla hefur orðið vart, en hið almenna er mikil gæði og það sannar verðið, sem við fáum fyrir afurðir okkar erlendis. Stærsta framleiðslugreinin er freðfiskurinn og stærsti markaður- inn er Bandaríkjamarkaðurinn, sem er sá kröfuharðasti, sem til er. Þar fáum við hærra verð en keppi- nautarnir og ástæða þess er aðeins ein, meiri gæði. Nú er síldarvertíð að Ijúka og síldarsölumál því í brennidepli og þar er það sama að segja, á þeim mörkuðum, Svíþjóð og Sovétríkjunum, fáum við einnig hærra verð en keppinautarnir. Saltfiskurinn hefur verið dálítið í brennidepli undanfarið. Fram- leiðsla hans hefur aukizt verulega undanfarin ár og er nú um 60.000 lestir á ári. Það hefur verið þannig, að kvartanir vegna saltfisks hafa verið hverfandi þangað til á þessu ári, en athyglisvert er, að þær koma ekki frá kröfuhörðustu markaðs- löndunum, sem eru Grikkland, ítal- ía og Spánn, heldur frá Portúgal og þá vegna lélegri gæðaflokkanna. Þá var kvartað vegna gæða og ein skýringa þess er sú, að samdráttur er í Portúgal og einkenni þess eru auknar kröfur. Tekin hefur verið alls konar tækni í notkun í salt- fiskvinnslunni og hefur hún komið vel út hvað vinnuhagræðingu varð- ar, en hefur komið nokkuð niður á gæðum fisksins. Megin gallinn á fiskinum, sem kvartað var yfir í Portúgal, var sá, að los var í honum, sem stafar sennilega af því að hann var of nýr, ekki fullverkaður er hann var fluttur út. Hinu ber þó ekki að neita, að þar urðu mistök í mati. Um skreiðina er það að segja, að þar hefur ríkt hálfgert ævintýra- ástand á undanförnum árum. Um 90% af skreiðinni eða meira hafa farið á Nígeríumarkað en innan við 10% til Ítalíu. Um skreið höfum við ekki fengið neinar umtalsverðar kvartanir fyrr en núna á Ítalíu. ít- alíumarkaðurinn er yfirfullur eins og stendur og Norðmenn eru senni- lega með um 5.500 lestir af 1. og 2. flokks skreið á Ítalíu eða um 2.000 lestum meira en markaðurinn ræð- ur við. Við þá erum við að keppa með 3. flokks skreið, Edduskreið. Það er alveg ljóst, að við höfum vanrækt þennan markað. Það eru margar fiskvinnslustöðvar í Noregi, sem framleiða skreið gagngert fyrir Italiumarkaðinn. Við framleiðum ekki 1. flokks skreið, en nokkuð af 2. flokks. Uppistaða þess, sem við framleiðum fyrir Ítalíu, er því 3. flokks skreið. Það er ljóst að við höfum verið smitaðir af Nígeríu- ævintýrinu og matsmennirnir eru sennilega fyrst og fremst þjálfaðir í mati á Nígeríuskreið. Það er ekki nokkur vafi á því, að þarna er átaks þörf og að þarna hafa orðið mistök í mati. Það er ekki hægt að skýra þetta eingöngu með markaðs- ástandinu þó það sé innlegg í málið. Það, sem hefur háð okkur hjá Framleiðslueftirlitinu, er það, að aðstaða okkar hefur farið versnandi á undanförnum árum. Þá má benda á það, að samfara stórkostlegri aukningu í framleiðslu sjávaraf- urða, um 60 til 70% í verkefnum, hefur fjölgun starfsfólks stofnunar- innar numið 5 til 10%. Það þýðir, að álag á starfsfólk hefur aukizt um 50 til 60%, en í reynd er þetta svo, að vegna þessarar gífurlegu aukningar hefur eftirlit raunverulega minnk- að. Þá var gerð breyting á reglugerð fyrir nokkrum árum, sem var í því fólgin, að áður réðu eftirlitsstofn- anir menn til mats og létu þá meta hjá framleiðendum sitt á hvað, en eftir hana réðu framleiðendur matsmenn sjálfir og þannig færðist hluti af húsbóndavaldinu frá eftir- litinu til framleiðenda. Matsmenn- irnir hættu að miklu leyti að fara á milli stöðva og höfðu matið ekki lengur að aðalatvinnu, heldur mátu þá yfirleitt á sama staðnum og voru við önnur störf þess á milli. Þannig er ekki lengur um beina atvinnu- menn að ræða í matinu. Þegar þessi breyting var framkvæmd átti að ráða 5 til 7 samræmingarmenn, sem samsvara allt að 14 mönnum í dag miðað við aukningu. Þetta var talin algjör forsenda fyrir breyting- unni og þess vegna fékkst fiskmatið á hana. Þessir samræmingarmenn hafa hins vegar aldrei fengizt ráðn- ir. Við þurfum að meta fisk úr um það bil 60.000 förmum á ári á 56 löndunarstöðum þannig að umfang- ið er geysimikið. Við leitumst við að halda matinu samræmdu og köllum matsmenn saman til fundar nokkr- um sinnum á ári. Ennfremur fer yfirmatsmaður til mannanna nokkrum sinnum í mánuði og leið- beinir þeim. Þarna er um að ræða ákvörðun um gæði fisksins og verð- ið á fiskinum er háð þeirri ákvörð- un. Þannig að hagsmunaaðilar verða oft ekki sammála og okkur berast kannski kvartanir frá tveim- ur aðilum vegna matsins. Annar segir matið ekki nógu strangt en hinn, að það sé of strangt. Það er svo, að menn kenna hverjir öðrum um hvað varðar ferska fiskinn. Bátasjómenn benda gjarnan á langa útivist togara, togarasjómenn benda svo á bátana, einkum neta- fiskinn. Hvorir tveggja í samein- ingu segja, að ekki sé farið nógu vel með fiskinn í landi og þeir, sem kaupa fiskinn, benda á að skipin komi ekki með hann nógu góðan að landi. Sannleikurinn er sá, að það þarf að bæta ástandið alls staðar, bæði á sjó og í landi. Sé vikið að netafiskinum, er það staðreynd að 50 til 60% hans fara í 1. flokk og er sú niðurstaða algjörlega óviðun- andi, þetta er mikill hluti fram- leiðslu okkar og fiskurinn kemur nokkurra klukkustunda gamall upp úr sjó að landi. Það er því raunveru- lega furðulegt að menn skuli hafa sætt sig við þetta. Ástæðan fyrir þessu er of mikil netanotkun og úr henni verður að draga. Hvað varðar togarana er staðreyndin sú, að úti- vist þeirra er of löng. Togarafiskur, sem er vel með farinn, er í mjög góðu ástandi viku til 9 daga gamall, en þegar togararnir koma með mik- ið magn að landi þarf að geyma fiskinn nokkurn tíma í landi áður en hann er unninn og það er eitt aðalvandamálið í sambandi við tog- arafiskinn. Fiskurinn verður því að hafa nægilegt geymsluþol er hann kemur að landi. Sé svo ekki verður ekki hægt að vinna hann nema í lægri gæðaflokkana. Þessu verður ekki breytt nema með því að stytta útivist togaranna. Það er staðreynd, að úr þessum lélegri hluta netafisksins og togara- fiski, sem verður of gamall, eru einkum framleiddar afurðir í lé- legri gæðaflokka saltfisks og skreiðar. Kaupendur þessara af- urða eru tvö lönd, Potrúgal kaupir saltfiskinn og Nígería skreiðina. í Nígeríu er ekki teljandi innflutn- ingur eins og er vegna efnahagsörð- ugleika og í Portúgal gæti komið til þess sama, þannig að við erum þarna að leika stórhættulegan leik. Lokist þessi lönd losnum við hrein- lega ekki við framleiðslu úr lélegra hráefninu. Við verðum að taka á þessu þannig, að bæta verður gæði ferska fiskins til þess að geta fram- ieitt afurðir í hærri gæðaflokkum; þær er yfirleitt ekki erfitt að selja. Þá þarf að auka fræðslu í öllum liðum framleiðslunnar þannig að starfsfólki verði ljóst hvaða þýð- ingu þær aðgerðir, sem farið er fram á, hafa fyrir vöndun fram- leiðslunnar. Aukin gæði og þar með hækkað afurðavérð eru meðal ann- ars hrein kjarabót fyrir starfsfólk- ið. Það hefur orðið á þessu nokkur breyting og maður verið ráðinn til þess að annast fræðslumál. Vænt- um við mikils af starfi hans, þess hefur áður verið óskað, að slíkur maður yrði ráðinn og er vel að svo er orðið. Það verður að gera átak og það verður ekki gert nema allir standi saman. Það er þá einnig ljóst, að bæta verður aðstöðu Framleiðslueftir- litsins til þess, að það hafi starfs- krafta til að sinna verkefnunum, en svo hefur ekki verið. Það hefur ver- ið rætt um að breyta skipulagi og það er alveg sjálfsagt, telji menn það til bóta. Við erum opnir fyrir öllum breytingum og það er enginn starfsmaður eftirlitsins á móti því að breyta. En það er alveg ná- kvæmlega sama hvaöa kerfi er not- að, ef aðstaða og mannafli er ekki fyrir hendi, þá gengur það ekki,“ sagði Jóhann. Púfeeró bækumar líka hjá okkur Pað er afskaplega þægilegt að þurfa ekki að þeysa búð úr búð í ófærðinni - að geta gert innkaupin á einum og sama staðnum. Nú færðu bækurnar líka í Hagkaup. Bókadeildin er rúmgóð og björt og þar eru allar nýju íslensku bækurnar. Við höfum líka úrval eldri bóka og fjölda erlendra bóka á hagstæðu verði. Að sjálfsögðu færðu einnig tímarit, ritföng, jólaskraut og jólapappír hjá okkur. Opiö til kl. 20 í kvöld. 4 HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.