Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 4f. SVARAR I SIMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Fyrirspurn um heimabakkelsi Kona hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langaði til að forvitnast um það, hvort einhverjar duglegar konur tækju að sér að baka fyrir fólk, gegn greiðslu að sjálfsögðu, og þá á ég auðvitað við heimabak- aðar kðkur. Fyrirspurn til brunamála- stjóra Aðstandandi íbúa í öryrkja- húsinu við Hátún hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst ástæða til að beina þeirri fyrirspurn til brunamála- stjóra, hvort ekki sé þörf á að hafa reykskynjara og aðrar brunavarnir bæði á herbergjum og göngum öryrkjahússins í Há- túni 10. Ég er aðstandandi eins af íbúunum þar og veit að fólk- ið, sem margt er fatlað og ófært um að bjarga sér, ef eitthvað bregður út af, hefur verið að velta þessu fyrir sér. Fyrirspurn til Borgarspítalans H.E. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Að gefnu til- efni beini ég þeirri spurningu til stjórnar Borgarspítalans í Reykjavík, hvort það sé látið af- skiptalaust, að sjúklingar hafi með sér útvarpstæki sín, er þeir Þessir hringdu . . . leggjast inn á spítalann, jafnvel þar sem eru 4—6 á stofu. Ég hef a.m.k. séð dæmi þess, að svo hafi verið, þó að ég fullyrði ekk- ert um, hvort þar hafi e.t.v. ver- ið um undantekningartilvik að ræða. Hægt er að gera sér í hugarlund það ónæði sem eitt útvarpstæki getur valdið, hvað þá ef fleiri tæki eru í gangi á sömu stofu. í þessu máli þurfa að vera ákveðnar reglur; ann- aðhvort geti allir komið með tæki sín og haft þau í gangi, þegar þeim sjálfum hentar, jafnvel án tillits til annarra, eða að sjúklingar verði að láta sér nægja þau útvarpstæki sem þeir hafa afnot af á spítalanum og eru við hvert rúm. Þau tæki þurfa að vera í lagi og vel stillt. Það á alls ekki að vera svo, að stofufélagar þurfi að segja álit sitt á því, hvort einhverjum sé heimilt að hafa eigin tæki eða ekki. Slíkt hlýtur stjórn við- komandi sjúkrahúss að ákveða og auglýsa, svo að fólk viti, hvað er leyfilegt í þessu efni og hvað ekki. öðru máli gegnir um þá sem eru einir á stofu og þurfa jafnvel að vera lengi á spítala. Ég vonast eftir svari sem fyrst. Alltaf byrjað og endað á brauðinu Sigríður í Hafnarfirði hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringdi vegna greinar dag) um saltnotkun í brauðgerð. Hvernig er það með þetta fólk, sem vill fá ósalt brauð, borðar það ekki saltkjöt, hangikjöt, saltfisk, nætursaltaðan fisk, ýmiss konar saltað álegg og smjör? Ef svo er, er það alveg tómt mál að amast við salti í brauðgerð. Þó að brauð séu mis- jafnlega mikið söltuð, sem ef- laust er rétt hjá greinarhöf- undi, þá held ég að fólk þurfi að byrja á öðru matarkyns en brauði, ef það vill minnka við sig salt. Ég er ekki fylgjandi mikilli saltneyslu, en mér fynd- ist brauð æði ólystugt, ef ekki væri ögn af salti í því, jafnvel þótt smurt sé með sðltu smjöri. Það er eins og alltaf sé byrjað og endað á brauðinu þegar rætt er um saltneyslu, en lítið hirt um annan mat. Vinnuverndarraðstefna: Var rætt um heilsutjón fólks vegna reykjandi vinnufélaga? Prófkjör Sjálfstæöismanna 28. og 29. nóvember Opiö laugardag og sunnudag kl. 14—22. Símar 19055 og 19011. Ragnhildur Helgadóttir Skrifstofa stuðn- ingsmanna er í Skip- holti 19, 3. hæö, horni Nóatúns og Skipholts. Karlmannaföt kr. 500, kr. 1.175, kr. 1.395 og kr. 1.950. Terelynebuxur kr. 200, kr. 250, kr. 350 og kr. 398. Flauelsbuxur kr. 225. Flannelsbuxur kvenna kr. 265. Gallabuxur kvenna kr. 235. Úlpur, skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavöröustíg 22, sími 18250. Glerblástur og sölusýning Skrifstofumaður skrifar: „Velvakandi. Fyrri skömmu fluttu fjölmiðlar fregnir af vinnuverndarráðstefnu sem haldin var til að fjalla um hollustuhætti á vinnustöðum, að því er mér skildist. Vafalaust hefur þar margt borið á góma því ekki eru allir vinnu- staðir svo heilsusamlegir. Mig langar að koma þeirri fyrir- spurn á framfæri, hvort þarna hafi verið rætt um það heilsutjón sem fólk getur hlotið vegna reykjandi vinnufélaga. Hvernig stendur á því, að at- vinnurekendur og fyrisvarsmenn stofnana sjá ekki svo um, að fólk sem ekki reykir og líður e.t.v. illa í tóbaksreyk, þurfi ekki að vinna innan um tillitslausa reykinga- menn sem skeyta engu um líðan annarra, því að nú er talið sannað að tóbaksreykur sé hættulegri þeim sem ekki reykja, en neyðast til að anda honum að sér. Góður vinur minn berst nú við lungnakrabba eftir að hafa árum saman unnið með síreykjandi vinnufélögum. Væri hann e.t.v. heilbrigður, hefðu þeir sýnt þá sjálfsögðu tillitssemi að reykja ekki í návist hans? Af hverju rísum við andreyk- ingamenn ekki upp og krefjumst þess sjálfsagða réttar að lifa og hrærast í hreinu andrúmslofti? Af hverju virðist það ekki hvarfla að reykingafólki að þeim, sem ekki reykja, líður oft illa í svælunni frá þeim? Og að þetta fólk skuli ekki víla fyrir sér að svæla sínar sígarettur inni hjá börnum á öllum aldri — jafnvel ungbörnum — það er há- mark tillitsleysisins. Það er nærri því sama hvert maður fer — á fundi, í eitthvert farartæki eða í verzlanir — víðast hvar er sama svælan. Sumt af- greiðslufólk getur varla sleppt síg- arettunni meðan það afgreiðir viðskiptavini sína — og það jafnvel í matvöruverzlunum. Skyldu verzl- anaeigendur halda, að þess konar fólk örvi söluna? Hér er um mikilsvert heilsu- farslegt atriði að ræða og vildi ég óska, að það yrði tekið til athugun- ar af öllum sem hlut eiga að máli og úr sé bætt hið allra fyrsta." GÆTUM TUNGUNNAR Spurt var: Er eitthvað dót í pokanum? Rétt væri: Er eitthvert dót í pokanum? Hins vegar væri rétt: Er eitthvað í pokanum? S2P SIGGA V/öGA £ Við höfum opið alla daga nema mánudaga, frá kl. 10—12 og 13.30—18. OO. Verkstœðið liggur við Vesturlandsveg, u.þ. b. 30 km frá Lœkjartorgi, (500 m vestan við Kléberg) Munir okkar eru einnig til sýnis og sölu hjá: íslenskum heimilisiðnaði Kristjáni Siggeirssyni Versluninni Róm, Keflavík. Sigrún & Sören í BERGVÍK Bergvík 2. KjaUiniesi, 270 Vanuá. símar 66038 og 67067.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.