Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 Ingvar Viktorsson: „Það vantaði allan neista í íslenska líóið“ ÞAÐ VAR alveg greinilegt aö þrátt fyrir að heppnissigur hafi unnist á Frökkum f gærkvöldí í landsleiknum voru áhorfendur ekki ánægöir með frammistöðu landsliösins. Enda varla von, slík- ur var leíkur liösins. Viö spjölluö- um við tvo þeirra eftir leikinn. Ingvar Viktorsson formaöur handknattleiksdeildar FH haföi þetta að segja: — Þetta var léleg- ur leikur. Þaö vantaöi allan neista í íslenska liöiö. Leikmenn liösins tóku alls ekki á í leiknum. Leikur vannst fyrst og fremst á einstakl- ingsframtaki Kristjáns Arasonar. Mér fannst hann ekki leika vel en samt var hann langbestur í ís- lenska liöinu. Mér fannst þaö og ekki gott aö velja Hans Guö- mundsson FH í sinn fyrsta lands- leik en láta hann svo sitja á bekkn- um allan tímann og ekkert aö koma inná. Slíkt lýsir ekki góöri stjórnun. Þeir sem eru valdir veröa að fá tækifæri til aö sýna hvaö i þeim býr. Og auövelt er aö brjóta nýliða niöur meö þvi aö láta þá sitja á bekknum og finna aö þeim er ekki treyst. Gunnlaugur Hjálmarsson, fyrr- um landsliðsmaður í handknattleik og nú handknattleiksdómari, sagöi: — Þetta var alveg afspyrnu- áhugalaus leikur af hálfu islenska liðsins. En sjálfsagt skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur þar sem sig- ur vannst. Þaö var Kristján Arason sem reif sig upp í síöari hálfleikn- um og bjargaöi þvi sem bjargaö varö. - ÞR. Hilmar Björnsson: „Við þurftum á þessum sigri að halda“ HILMAR Björnsson landsliös- þjálfari sagði eftir leikinn. — Ég er nú fyrst og fremst ánægöur með að sigur skuli hafa unnist í leiknum. Mér fannst þetta franska liö vera svipað að styrkleika og þau lið sem viö höf- um mætt frá Frakklandi í gegnum árin. Þeir eru snöggir og léttir og hafa ágæta boltameðferð. — islenska landsliöiö var mjög seint í gang í leiknum, og þaö vant- aöi allan kraft í þaö framan af. Þaö stafar hugsanlega af of miklu álagi, sem veriö hefur á leikmönnum undanfarna daga. Hvað meö vítakastiö sem viö fengum í lok leiksins, var það ekki gjöf okkur til handa og því heppni að ná sigri? — Ég sá ekki betur en aö hrint væri á bakiö á Jóhannesi á línunni og dómurinn því alveg réttur. En hvaö um þaö, þaö var gott aö vinna sigur og viö þurftum svo sannarlega á honum aö halda. — ÞR. Jóhannes Stefánsson í baráttu við tvo franska leikmenn í gærkvöldi en hefur misst af knettinum — einkennandi mynd fyrir leikinn. LjÓHmynd Kri.stján Kinarsson. „Agalausasta lands sem ég hef séð um langt árabil“ - segir formaður HSÍ um íslenska liðið — ÞETTA er miölungs franskt handknattleikslið sem á að vera hægt að sigra með fimm til sex marka mun á heimavelli. Ég verð að segja það alveg eins og er að íslenska landsliðið er þaö aga- lausasta landslið sem ég hef séð um langt árabil, hver svo sem skýringin er, sagði formaður HSÍ, Júlíus Hafstein, eftir landsleikinn í gærkvöldi. — Landsliösmennirnir okkar leika eins og þeir séu aö leika miölungs fyrstu deildar leiki. Þeir taka ekki á og sýna áhugaleysi í leikjum sínum, þeir spila ekki eins og þeir séu í landsleik. Þaö fylgir ekki hugur máli. Og það er þetta atriði sem veröur aö laga númer eitt, tvö og þrjú. Hugarfar þeirra er alls ekki í lagi, sagöi formaöurinn. — ÞR • Kristján Arason skorar hér eitt af ellefu mörkum sínum í leiknum með miklu þrumuskoti utan af velli. Eins og sést á myndinni er hann algerlega óáreittur er hann skýtur, en það var ekki óalgengt aö leikmenn fengju að komast upp með slíkt í leiknum. T.d. fékk franska skyttan Gaffet, sem skoraði átta mörk í leiknum, yfirleitt allt of mikinn frið til að athafna sig. Ljóamynd Kristján Einarsaon. Heppnissigur á miðl- ungsliði Frakka — lítið um tilþrif hjá íslenska landsliðinu KRISTJÁN Arason tryggöi íslend- ingum sigur gegn Frökkum í handboltalandsleiknum í Laugar- dalshöll í gærkvöldi meö marki úr vítakasti er leiktímanum var lok- ið. Var það vel viö hæfi að Krist- ján ræki endahnútinn á leikinn hjá íslenska liöinu því það var hann sem með sínu einstaklings- framtaki tryggöi sigurinn. Hann skoraði ellefu mörk í leiknum, þar af sex úr vítum, og var sá eini sem var nálægt því aö sýna hvaö f honum bjó, þó oft hafi hann vissulega leikið betur. ísland sigraöi 23:22, eftir að Frakkar höföu verið yfir í hálfleik, 13:10. Það verður aö segjast eins og er að leikurinn var afspyrnuslakur og virtust íslensku leikmennirnir á köflum ekki hafa mikinn áhuga á honum. Þaö kann aldrei góöri lukku að stýra að halda aö leikur sé unninn fyrirfram, en aö manni læddíst sá grunur aö landsliðs- menn okkar heföu verið nokkuö sigurvissir fyrir þennan leik. Það kemur vonandi ekki fyrir aftur enda virðist liðið ekki hafa efni á slíku. Menn eru vonandi ekki búnir að gleyma tapinu (15:23) gegn Frökkum í B-keppninni í Frakklandi í febrúar í fyrra. Strax í upphafi var Ijóst aö ekki væri um neinn stórleik aö ræöa. Leikmenn geröu sig seka um mikil mistök bæöi í sókn og vörn, og á þaö viö um bæði liöin. Mikið var um hnoö í sókninni og varnirnar voru ekki sannfærandi. Frakkarnir léku léttan handbolta og voru nokkuð frískir, en liöiö er langt frá því aö vera sterkt. Jafnt var á öllum tölum upp í 10:10. íslendingar fengu þá tvisvar sinnum tækifæri til aö komast yfir en í fyrra skiptiö var dæmd töf á liðiö en í siöara skiptiö skref. Frakkarnir tóku þá viö sér og skor- uöu þrjú mörk í röö og var þá ísland—Frakkland 23:22 dauöaþögnin slík aö sjálfsagt heföi mátt heyra saumnál detta. En staöan var sem sagt 13:10 fyrir Frakka í hálfleik og mönnum satt aö segja ekkert fariö aö lítast á blikuna. I síðari hálfleiknum skánaöi leik- urinn heldur hjá íslenska liöinu, Nicolas skoraöi aö vísu fyrsta mark hálfleiksins fyrir Frakka, en síðan komu fjögur tslensk mörk í röö og staöan skyndilega oröin 14:14. Lóku íslensku strákarnir reyndar ágætlega þá um tíma og áhorfendur voru vel meö á nótun- um og hvöttu liðiö vel. En síöan fór allt i sama fariö og áöur. Jafnt var á öllum tölum þar til í lokin aö Kristján kom íslandi yfir úr víta- kastinu eins og getiö var um í upp- hafi. Þaö er alveg Ijóst aö meö svona spilamennsku nær íslenska lands- liöið ekki tilætluöum árangri í B-keppninni í Hollandi eftir ára- mótin en aö sjálfsögöu er engin ástæöa til aö leggja árar í bát. Þvert á móti verðum viö aö tvíefl- ast og takast á viö vandann. Sjálfsagt vilja margir gleyma þess- um leik sem fyrst en samt ættu menn aö hugsa gaumgæfilega um þaö hvaö er aö og kryfja þaö til mergjar. Öðruvísi veröur leikur landsliösins ekki lagfæröur. Mörkin skiptust þannig niöur á milli leikmanna: ÍSLAND: Kristján Arason 11 (6 v), Þorbergur Aðalsteinsson 4, Bjarni Guðmundsson 4, Páll Ólafsson 2, Guömundur Guömundsson 1 og Jóhannes Stefánsson 1. FRAKKLAND: Bernard Gaffet 8 (3 v), Christophe Esparre 3, Joel Casagrande 3, Marc-Henri Bern- ard 3, Dominique Deschamps 2, Nionel Nicolas 2, Sylvian Nouet 1. — SH. Franski þjálfarinn: ~ „Liðin sýndu ekki mikla tækni" „ÉG VAR ánægður með mína menn í leiknum og íslenska liðið fannst mér mjög gott. Liðin sýndu reyndar ekki ýkja mikla tækni en leikurinn var mjög lif- andi og skemmtilegur," sagöi þjálfari franska landsliðsins, Jean Nitar, er blaöamaöur spjallaði við hann eftir leikinn. „Islendingar eru mjög sterkir líkamlega og ég er sannfæröur um aö þeir eiga eftir aö ná langt í B-keppninni í Hollandi í vetur. Hvaö mitt liö varöar þá er þetta ungt lið sem viö erum aö byggja upp.“ Hvað heldurðu um möguleika þíns liðs í B-keppninni? „Það kemur bara í ljós,“ svaraöi Nitar stutt og laggott. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.